Þetta er stutt grein. Þar sem staðan hefur ekki breyst mjög mikið frá því síðast.
- Þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw4,0 komu fram við Keili á síðustu 24 klukkutímum.
- Jarðskjálftavirknin er að aukast norð-austur af Keili. Af hverju það stafar er óljóst, það er möguleiki að kvikan sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá leið.
- Það er eins og kvikan sé föst í jarðskorpunni og komist ekki upp á yfirborðið. Það hefur ekki stöðvað að sjá innflæði kviku sem kemur djúpt að innan úr möttlinum þarna undir. Þetta þýðir að þrýstingur kvikunnar í kvikuinnskotinu mun aukast þangað til að eldgos hefst.
- Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og mun verða mikil þangað til að eldgos hefst.
Síðan þessi virkni hófst. Þá hafa um 12000 jarðskjálftar mælst hjá Veðurstofunni samkvæmt fréttum. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,8.