Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni er regluleg í Bárðarbungu eftir eldgosið í Holuhrauni árin 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjulega í norð-austur hluta öskjunnar eða í suður-austur hluta öskjunnar. Þessi jarðskjálfti varð í suður-austur hluta öskjunnar. Það verða frekari jarðskjálftar í Bárðarbungu á næstu dögum og vikum og ættu ekki að koma neinum á óvart í dag.

Snögg aukning í jarðskjálftum í Þorbirni (Reykjanes/Svartsengi eldstöðvum)

Í morgun (13-Júní-2020) um klukkan 06:00 jókst jarðskjálftavirkni í Þorbirni norðan við Gríndavík. Þéttasta hrina af jarðskjálftum var vestan við Bláa lónið og á öðrum nálægum svæðum. Þær eldstöðvar sem eru virkar hérna eru Reykjanes og Svartsengi (enginn síða á Global Volcanism Program). Kort er hægt að finna hérna og hérna (sjá höggunarkort).


Svæði þar sem jarðskjálftahrinur hafa orðið síðustu daga við Grindavík. Hægt er að skoða kortið hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw3,5 klukkan 20:27 en þar sem þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þá gæti þessi tala breyst án nokkurar viðvörunar.

Það var einnig umtalsverður hávaði á óróaplottinu næst upptökum jarðskjálftahrinunnar. Það bendir til þess að eitthvað sé í gangi en ég veit ekki hvað það gæti verið eins og stendur. Bláa línan verður þykkari þegar jarðskjálftahrinan er í gangi.


Óróaplottið þegar jarðskjálftahrinan gekk yfir. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á GPS (gögnin er hægt að skoða hérna) þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti hinsvegar breyst á næstu dögum.

Aukið gasútstreymi og jarðhiti í Grímsfjalli

Samkvæmt frétt á Vísir í gær (10-Júní-2020) hefur orðið vart við aukið útstreymi gass og aukin jarðhita í Grímsfjalli á síðustu mánuðum. Þessu hefur fylgt aukin jarðskjálftavirkni í Grímsfjalli. Samkvæmt fréttinni þá er aukin hætta á eldgosi í kjölfarið á jökulflóði frá Grímsvötnum þegar þrýstingum léttir af kvikunni.


Uppsöfnuð orka jarðskjálfta í Grísmfjalli síðan eldgosinu 2011. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er búist við því að næsta eldgos í Grímsfjalli verði hefðbundið eldgos en eldgosið í Maí 2011 var stærsta eldgos í Grímsvötnum í 138 ár. Þá hafði síðast orðið eldgos af þessari stærð í Grímsfjalli árið 1873 og þá tók Grísmfjall 10 ár að verða tilbúið fyrir næsta eldgos.

Það hefur einnig orðið aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Þórðarhyrna en vegna skorts á gögnum þá er óljóst hvað það þýðir. Síðasta eldgosi í Þórðarhyrnu lauk 12 Janúar 1904.

Frétt Vísir

Merki um aukið útstreymi kvikugass úr Grímsvötnum

Jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík

Í gær (30-Maí-2020) klukkan 01:07 hófst jarðskjálftahrina norð-austur af Grindavík í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi hlutanum) austan við fjallið Þorbjörn. Jarðskjálftahrinan er mjög líklega ennþá í gangi og því verða upplýsingar hérna úreltar á mjög skömmum tíma. Upplýsingar núna benda ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta bendir sterklega til þess að þensla sé hafin á þessu svæði í eldstöðinni og mögulega á svipuðum hraða og áður en slíkt mun krefjast staðfestingar frá GPS og gervihnattagögnum og slíkar staðfestingar taka nokkra daga. Þetta eru gögn sem Veðurstofan og Háskóli Íslands hafa eingöngu aðgang að þar sem þetta eru gögn sem eru fengin frá gervihnöttum NASA sem eru notaðir til að fylgjast með eldstöðvum.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu í nótt (30-Maí-2020)

Stakur jarðskjálfti varð í eldstöðinni Bárðarbungu klukkan 01:20 og var stærð þessa jarðskjálfta Mw3,5 og þetta var stakur jarðskjálfti. Síðast þegar svona gerðist kom fram sterkur jarðskjálfti nokkru síðar en það gerist ekki alltaf. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæði kviku eftir eldgosið í Holuhrauni Ágúst árið 2014 til Febrúar 2015. Jarðskjálftinn sem varð í dag varð á hefðbundum stað í norð-austur hluta Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjulegt og þýðir ekki að eldgos sé væntanlegt vegna þess að eftir eldgosið 2014 til 2015 mun líða talsverður tími þangað til að eldgos verður næst í Bárðarbungu.

Þensla hefst á ný við Þorbjörn á Reykjanesskaga

Samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands og Rúv þá er þensla hafin aftur við fjallið Þorbjörn á Reykjanesskaga eftir nokkrar vikur af lítilli virkni á þessu svæði og engri þenslu. Þenslan er lítil á þessari stundu en það gæti breyst án nokkurar viðvörunar. Það er ekki víst að þarna verði mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði þar sem svæðið er nú þegar mjög mikið þanið út en mesta hættan er á jarðskjálftum í jaðrinum á þessu svæði og þar er mesta hættan á jarðskjálfta sem gæti náð stærðinni Mw6,0 en það er ekki hægt að segja til um það hvernig staðan er á þessu svæði vegna þess hversu mörg misgengi eru á þessu svæði vegna eldstöðva og rekdalsins sem þarna er (dalurinn er fullur af hrauni).


Í gær var jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvernig þetta mun þróast á næstu dögum og vikum með neinni vissu. Þar sem þarna hefur ekki orðið eldgos í hátt í 800 ár. Það er ekki vitað hvernig eldstöðin er þegar þarna verður eldgos og þensla á sér stað.

GPS gögn er að finna hérna.

Fréttir af þessu

Land virðist farið að rísa við Þorbjörn á ný (Rúv)
Vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn (Vísir.is)

Aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes

Síðan snemma í morgun (18-Maí-2020) hefur verið smá aukning í jarðskjálftum í eldstöðinni Reykjanes. Síðustu vikur þá hefur verið sig á svæðinu og þensla hefur stöðvast á þessu svæði sem nær frá eldstöðinni Reykjanes og til Krýsuvíkur. Svona atburðir og hegðun í eldstöð er eitthvað sem má búast við (sjá Kröfluelda og eldstöðina Krafla árin 1980 til 1984).


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa virkni þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi síðusta mánuðinn og það er hugsanlegt að svo verði áfram. Þetta gerist reglulega á Íslandi.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Það tryggir að ég geti haldið þessari vefsíðu uppi og gangandi. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu nóttina 20 Apríl 2020

Nóttina 20-Apríl 2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og er þetta sterkasti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í Janúar 2020 og hægt er að lesa um þann jarðskjálfta hérna.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælunum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á fyrsta jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á seinni jarðskjálftamælinum mínum.

Þarna sést mjög mikil hreyfing í jarðskorpunni sem verður að teljast eðlilegt þar sem Bárðarbunga er að þenjast út eftir að eldstöðin hrundi í eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 og 2015.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkana hérna á vefsíðunni eða með því að versla við Amazon. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanes og Reykjavík

Í dag (11-Apríl 2020) varð jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftahrinan norðan við Gridavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Veðurstofan hefur gefið út jarðskjálftaviðvörun fyrir Reykjanesið og Reykjavík þar sem það er hætta á jarðskjálfta sem getur náð allt að stærðinni Mw6,3. Það er hinsvegar ekki mögulegt að segja til um það hvenær slíkur jarðskjálfti yrði annað en hugsanlega á næstunni. Ástæða fyrir viðvörunni er að kvikuinnskotið er að breyta spennustigi í jarðskorpunni á svæðinu og er að þrýsta á misgengi sem þarna eru þangað til að þau brotna án nokkurar viðvörunnar.

Frétt Rúv

Fólk þarf að búa sig undir skjálfta nærri sex að stærð

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mig og mína vinnu með því að nota Amazon eða með því að nota PayPal. Styrkir hjálpa mér að halda úti þessar vefsíðu og lifa venjulegu lífi þess á milli. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (04-Apríl 2020) varð lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg nærri Eldey. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina Mw3,3 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes.


Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera tengd þeim atburðum sem eru núna að eiga sér stað í eldstöðinni norðan við Grindavík og í eldstöðinni Reykjanes og núna er þetta bæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Það verður jarðskjálftavirkni þarna til lengri tíma og ég mun ekki skrifa um alla þá virkni sem þarna mun eiga sér stað.