Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótlega hérna.
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli hélt áfram þann 22-Desember og þann 23-Desember. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 og fannst yfir stórt svæði. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón á eignum ennþá í þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru núna þrjár jarðskjálftamiður í þessari jarðskjálftahrinu. Fyrsta jarðskjálftamiðjan er norðan við stóra gíginn, jarðskjálftamiðja tvö er undur stóra gígnum, jarðskjálftamiðja þrjú er í Nátthagakrika. Það er það svæði þar sem fólk gekk upp að eldgosinu á gönguleið A og B.
Það er ljóst að þessi jarðskjálftavirkni mun ekki hætta fyrr en eldgos hefst á ný á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Ef að nýr gígur opnast á þessu svæði, þá mun jarðskjálftavirknin halda áfram að stækka þangað til að það gerist. Ef að gígur sem er nú þegar á svæðinu byrjar að gjósa, þá mun það koma af stað einhverri jarðskjálftavirkni. Það er ljóst er að kvikan mun finna sér leið þar sem mótstaða er minnst í jarðskorpunni, alveg sama hver sú leið er. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið meira en 6000 jarðskjálftar og í kringum 50 til 100 af þeim hafa verið jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0.