Staðan í Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum

Leiðni er ennþá mjög há í Jökulsá á Fjöllum og hefur verið það síðan 14 Nóvember og eitthvað fyrir þann dag. Upptök þessarar háu leiðni í Jökulsá á Fjöllum er að finna í Bárðarbungu. Það er aðeins farið að draga úr leiðinni síðan toppurinn varð (ég veit ekki hvenær sá toppur var). Í fréttum gærdagsins var einnig sagt frá því að hitinn í að minnsta kosti einum katli er svo mikill að uppúr honum kemur gufa. Ég hef ekki heyrt neinar útskýringar á því frá leiðangri gærdagsins afhverju leiðnin er svona há í Jökulsá á Fjöllum.

Sú staðreynd að það er hverakerfi sem gefur frá sér gufu þýðir að orkustigið í Bárðarbungu kerfinu er mjög mikið þessa stundina og mestar líkur eru á því að losun á þessari orku verði í gegnum eldgos. Þessi auki jarðhiti hefur einnig aukið hættuna á litlum eldgosum í Bárðarbungu sem erfitt verður að staðfesta og gætu jafnvel ekki náð uppúr jöklinum nema að þau séu nærri einum af þeim kötlum sem hafa myndast.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbunugu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgosahrina hefst í Bárðarbungu.

Óvissustigi lýst yfir og flugkóði breytt í gulan fyrir Öræfajökul

Í gær (17-Nóvember-2017) var óvissustigi lýst fyrir fyrir Öræfajökli af Almannavörnum auk þess sem öryggiskóði fyrir flug var breytt í gulan (hægt að sjá hérna)

Staðan eins og hún er núna er sú að ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls er þessi ketill rúmlega 1 km breiður og í kringum 21 til 25 metra djúpur samkvæmt frumrannsóknum. Þetta er í fyrsta skipti í skráðri sögu sem að svona ketill myndast í Öræfajökli. Það er núna talið að þessi ketill hafi verið að tæma sig alla þessa viku og því hafi fundist lykt af brennisteini á svæðinu þennan tíma. Hægt er að sjá Kvíá hérna á Google Maps. Þessa stundina er ekki mikið um jarðskjálfta í Öræfajökli, það mátti búast við þessu (ég reikna með því). Það er einnig nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Öræfajökull náði þessu stigi á nokkrum mánuðum á meðan það tók Eyjafjallajökul rúmlega 16 ár að ná þessu sama stigi þangað til að eldgos hófst í þeirri eldstöð.

Það er ekki til mikið af gögnum um Öræfajökul um eldri eldgos sem hafa orðið. Síðasta eldgos varð árið 1727 til 1728 (289 ár síðan) og eldgosið þar á undan varð árið 1362 (655 ár síðan) og varði í nokkra mánuði. Þessa stundina hef ég ekki mikið af gögnum til að vinna með. Þar sem ekki hafa verið stundaðar miklar mælingar í kringum Öræfajökul þar sem enginn bjóst við að þróunin yrði svona hröð í Öræfajökli. Það var eingöngu í Október að það rann upp fyrir vísindamönnum hvað væri að gerast í Öræfajökli.


Engir jarðskjálftar í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana (blá doppa syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að sjá myndir af katlinum í öskju Öræfajökuls hérna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja ef að ástæða þykir til þess.

Há leiðni í Jökulsá á Fjöllum líklega vegna Bárðarbungu

Síðustu 10 daga hefur verið há leiðni í Jökulsá á Fjöllum og það virðist sem að þessi háa leiðni í Jökulsá á Fjöllum komi frá Bárðarbungu frekar en Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem Veðurstofa Íslands hefur þá er ekki aukið rennsli úr Kverkfjöllum eins og talið var. Þar að auki þá hefur ekki komið fram neinn toppur í þessu jökulflóði eins og búast mátti við þegar lónið í Kverkfjöllum tæmir sig.

Það er ennþá mjög óljóst hvað er í gangi þarna. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að þarna hafi orðið eldgos í Bárðarbungu á undanförnum dögum. Ekki er ljóst hvaðan þetta jökulvatn er að koma þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga yfir svæðið á undanförnum dögum vegna veðurs. Það er möguleiki á því að ketill í Vatnajökli sé að tæma sig núna en það vantar samt hefðbundinn topp í slíku jökulflóði. Hinsvegar miðað við það hversu langan tíma þetta jökulflóð hefur varað þá er ljóst að slíkur ketill hlýtur að vera talsvert stór. Þetta gæti einnig þýtt mjög slæmar fréttir fyrir brýr og annað sem er neðar þar sem Jökulsá á Fjöllum rennur um ef að stórt jökulflóð verður skyndilega eða ef eldgos hefst þarna án nokkurs fyrirvara.

Fréttir af þessum atburðum

Upptök frekar í Bárðarbungu en Gengissigi (Rúv.is)

Kröftugasta jarðskjálftahrina síðan í Febrúar 2015 í Bárðarbungu

Í gær (26-Október-2017) og í dag (27-Október-2017) varð kröftugasta jarðskjálftahrina síðan í Febrúar 2015 þegar eldgosinu lauk í Bárðarbungu. Í þessari jarðskjálftahrinu komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina Mw4,7 og það kom fram einn jarðskjálfti með stærðina 3,9 og síðan varð einn jarðskjálfti með stærðina 3,2. Á þessari stundu eru allir aðrir jarðskjálftar minni að stærð. Á þessari stundu hefur enginn gosórói komið fram í Bárðarbungu þannig að eldgos hefur ekki hafist í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. Það er talsverð hætta á því að eldgos hefjist á öðrum stað í öskju Bárðarbungu en þar sem jarðskjálftavirknin er núna að koma fram en núna er jarðskjálftavirknin að mestu leiti í norðurhluta öskjunnar.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina Mw3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni Mw4,7 jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Dellukoti. Ég náði ekki að mæla fyrri jarðskjálftann vel af óþekktum ástæðum (kannski vegna veðurs). Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.


Seinni Mw4,7 jarðskjálftinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Ég náði ekki að mæla fyrri jarðskjálftann vel af óþekktum ástæðum (kannski vegna veðurs). Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þessa stundina hefur ekki orðið neitt eldgos í Bárðarbungu. Hinsvegar bendir þessi jarðskjálftavirkni til þess að hugsanlega sé kvikuþrýstingur í Bárðarbungu að ná því stigi að eldgos geti hafist án mikils fyrirvara ef sá þrýstingur hefur ekki náðst nú þegar. Þar sem það er spáð slæmu veðri næsta sólarhringinn á Íslandi þá verður verra að mæla jarðskjálfta sem verða í Bárðarbungu og víðar.

Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli og Kverkfjöllum

Þar sem um er að ræða eldstöðvar á mjög svipuðu svæði þá ætla ég að skrifa bara eina grein um þessa jarðskjálftavirkni.

Öræfajökull

Ég tel víst að virknin sem er núna að koma fram í Öræfajökli er ekki tengd hreyfingum á jöklinum í Öræfajökli. Ég veit ekki hvað það komu fram margir jarðskjálftar í Öræfajökli í þetta skiptið. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0 og næst stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,8. Þessa stundina veit ég ekki um neinar GPS mælingar fyrir Öræfajökul.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Kverkfjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er eftirtektarvert að núna kemur jarðskjálftavirknin fram í austanmegin í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð og bendir til þess að virkni sé að aukast í Öræfajökli. Það á eftir að koma í ljós hvort að það dregur aftur úr jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Jarðskjálftavirkni í þessum hluta Íslands verður eingöngu vegna spennubreytinga og í þetta skiptið þá bendir ýmislegt til þess að hérna sé kvika að troða sér upp eldstöðina. Það eru hinsvegar líkur á því að þessi kvika muni ekki gjósa (allavegna ekki í mjög langan tíma).

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftahrina átti sér stað í Kverkfjöllum þann 23-September-2017. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 2,1 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 1,4. Þessi jarðskjálftahrina varð fyrir miðju eldstöðvarinnar. Þessi jarðskjálftahrina er fyrsta jarðskjálftahrinan síðan 2015 þegar Bárðarbunga var að valda látum í Kverkfjöllum. Síðan þessi jarðskjálftavirkni átti sér stað í dag (23-September-2017) hefur allt verið rólegt í Kverkfjöllum.

Djúpir jarðskjálftar suður og austur af Bárðarbungu

Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þann 27-Febrúar-2015 þá hefur verið regluleg jarðskjálftavirkni og kvikuinnskotavirkni suður af Bárðarbungu (megineldstöðin). Þar sem ég er ekki góður með að breyta myndum þá mun ég lýsa þeim svæðum sem um er að ræða þar sem djúp jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

Hinsvegar þarf einnig að skoða bakgrunn þess sem er að gerast núna.

Síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu hef ég verið að skoða og fylgjast með því sem hefur verið að gerast í eldstöðinni síðustu mánuði. Ég hef áttað mig á því að eldgosatímabil í Bárðarbungu eru mun legri en ég taldi fyrst og er líklega samþykkt innan vísindasamfélagsins. Það sem er samþykkt núna innan vísindasamfélagsins er sú hugmynd að í Vatnajökli verða eldgosatímabil sem vara í 130 til 140 ár með tímabili með fáum eldgosum varir í 60 til 100 ár. Eina vísindagreinin sem ég fann um þetta er þessi hérna grein (á ensku). Ég veit ekki hvort að virknin í Bárðarbungu er eins og víðari aukning á virkni í Vatnajökli (þetta á við eldstöðvar eins og Kerlingarfjöll, Grímsvötn, Öræfajökul, Þórðarhyrna (Grímsvötn), Hamarinn (Bárðarbunga), Esjufjöll, Snæfell [austast og hefur aldrei gosið síðustu 12.000 árin], Askja, Tungafellsjökull [aldrei gosið á síðustu 12.000 árum]).

Eldgosahrinan á undan þeirri sem er núna í gangi hófst árið 1697 og lauk árið 1910 (það er óvissa um skekkjumörk). Þessi eldgosahrina þýddi að eldgos urðu í Bárðarbungu á nokkura ára fresti við lengstu hléin sem vörðu upp undir 16 ár. Stystu hlé á milli eldgosa var eingöngu 1 ár í mesta lagi, kannski jafnvel ennþá styttri, vegna skorts á skráðum heimildum frá þessum tíma þá er erfitt að segja nákvæmlega til um það. Ég er ekki viss um hvenær eldgosatímabilið á undan þessu hófst en ég veit að því lauk árið 1477 með stórgosi og því fylgdi tímabil án eldgosa í 220 ár en það er mögulegt að þetta gat sé vegna skorts á skráðum heimildum eða töpuðum heimildum. Ég veit ekki hvort að núverandi ágiskanir um virknitímabil í Vatnajökli eru réttar, þar sem ég veit ekki hvernig vísindamenn komust að þessari niðurstöðu. Það er ennfremur ekki hægt að útiloka að þegar stórgos verða þá taki það eldstöðina mjög langan tíma að jafna sig (eldgosið 1477 virðist hafa verið mjög stórt), það eru hinsvegar aðrir þættir í þessu og þeir tengjast inná þessa djúpu jarðskjálftavirkni sem ég hef veri að sjá í nágrenni Bárðarbungu síðan árið 2015 og fyrir þann tíma (nær yfir nokkura ára tímabil).

Þau svæði sem ég hef séð með djúpa jarðskjálfta.

Trölladyngja, jarðskjálftar með meira en 20 km dýpi hafa komið fram.
Dyngjujökli, Á þessu svæði en einnig hafa komið fram kvikuinnskot á svæði sem er 5 til 8 km suður af því.
Dyngjuhálsi, þetta er hluti af Dyngjujökli jökulsvæðinu en er aðeins norður af því.
Kistufelli.

Fyrstu dagana þegar umbrotin í Bárðarbungu hófst, þá fór kvika undir Dyngjuháls. Þetta sést vel á jarðskjálftamynd frá Ágúst-2014.


Þetta er jarðskjálftamynd frá Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna gaus aldrei og situr því kvikan undir Dyngjuhálsi og er þar líklega í kvikuhólfi núna. Það er óljóst hvort að yfirþrýstingur sé byrjaður að myndast í þessu kvikuhólfi og það muni valda eldgosi á þessu svæði eftir nokkur ár. Hvað varðar Dyngjujökul svæðið þá er virknin þar ennþá dularfyllri þar sem ekki er hægt að sjá neitt kvikuhólf í jarðskjálftagögnum en það bendir hugsanlega til þess að kvikuhólfið sitji þá óvenjulega djúpt á svæðinu þar sem Dyngjujökull er. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en miðað við söguleg gögn þá er hugsanlegt að næsta eldgos verði eftir 3 til 16 ár (talið frá árinu 2015).

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni norð-austan við Flatey á Skjálfanda

Jarðskjálftavirkni sem hófst í Mars 2017 norð-austan við Flatey á Skjálfanda heldur áfram. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa átt sér stað síðan ég skrifaði síðast um þetta en þá voru komnir fram í kringum 800 jarðskjálftar í þessari virkni og það var fyrir rúmlega mánuði síðan. Þessi vökvi sem er líklega að ýta sér þarna upp á milli misgengja er að mínu mati kvika, hvort að þetta muni valda eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að spá fyrir um. Á þessari stundu virðist kvikan vera föst á 10 km dýpi (í kringum það dýpi). Hvers vegna það er raunin veit ég ekki.


Jarðskjálftavirknin við Flatey á Skjálfanda. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er fátt sem bendir til þess að jarðskjálftavirkin á þessu svæði sé að fara hætta á þessari stundu. Það er einnig áhugavert að kvikan sem er þarna á ferðinni virðist ekki vera komin hærra upp í jarðskorpuna, kvikan er nefnilega fer upp á milli tveggja misgengja sem er þarna á svæðinu og því ætti leiðin upp á yfirborð að vera nokkuð greið ef ekkert annað er að stoppa kvikuna (sem er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um). Á þessari stundu er jarðskjálftavirknin takmörkuð við litla jarðskjálftavirkni og það er líklegt að kvikan sem er þarna á ferðinni skorti þrýsting til þess að ýta sér upp á yfirborðið á þessari stundu. Á þessu svæði eru ekki neinar þekktar eldstöðvar eða eldgos.

Djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju

Í dag (08-Júní-2017) komu fram djúpir jarðskjálftar í Trölladyngju. Þessi jarðskjálftahrina er á minna dýpi en aðrir jarðskjálftar og jarðskjálftavirkni sem hefur áður komið fram í Trölladyngju á undanförnum mánuðum. Fyrir nokkrum mánuðum síðan voru jarðskjálftar að koma fram á 28 km dýpi í Trölladyngju en það hefur núna breyst. Í dag komu fram jarðskjálftar á dýpinu 18,6 km og niður á 23,3 km dýpi en þetta þýðir að kvika er á ferðinni undir Trölladyngju og er farin að leita upp. Í Nóvember-2015 kom fram jarðskjálftavirkni rétt fyrir utan Trölladyngju en sú virkni var á 15 til 18 km dýpi en var ekki beint undir Trölladyngju eins og nú er. Ég skrifaði grein um þá virkni og er hægt að lesa hana hérna. Þarna hefur verið önnur jarðskjálftavirkni en yfirleitt í forminu einn til tveir jarðskjálftar í hvert skipti og ég hef ekki skrifað um slíka smávirkni.


Jarðskjálftavirknin í Trölladyngju sem er staðsett norð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Trölladyngju samkvæmt GVP (undir eldgosavirkni í Bárðarbungu) var fyrir 7000 árum síðan. Síðan þá hefur ekki verið nein önnur eldgosavirkni í Bárðarbungu eftir því sem best er vitað. Það hafa verið fleiri eldgos í Dyngjuhálsi en ég held að það svæði sé undir 200 metra jökli og þar eru einnig mjög djúpir jarðskjálftar að eiga sér stað þessa dagana. Það er óljóst hvað er að gerast á þessu svæði og það mun hugsanlega koma í ljós einn daginn.

Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (24-Maí-2017) og aðfaranótt 25-Maí-2017 var jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina 3,6 (tveir þannig) og síðan stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Enginn órói kom fram þegar þessir jarðskjálftar áttu sér stað en það útilokar ekki þann möguleika að kvikuinnskot hafi átt sér stað þarna. Hafi kvikuinnskot átt sér stað þarna, þá náði það ekki til yfirborðs. Kolbeinsey er langt frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands og er næsta SIL stöð í rúmlega 25 km fjarlægð en mun lengra er í næstu SIL stöðvar. Þessi fjarlægð gerir mjög erfitt að fylgjast með þessum jarðskjálftum og sjá hvað er að gerst en líklega mundi gosóri koma fram á jarðskjálftamælinum í Grímsey.


Grænu stjörnunnar sýna hvar jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1755 en ekki er vitað nákvæmlega hvar það varð, síðasta eldgos sem vitað er hvar varð með einhverri vissu átti sér stað árið 1372 og varð norð-vestur af Grímsey. Það bendir til þess að eldstöðvarkerfi Kolbeinseyjar fari í áttina að Grímsey. Þessa stundina er engin mælanleg jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (17.04.2017) klukkan 11:58 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,2. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega eina klukkustund.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu eftirskjáfltanir voru með stærðina 2,8 en sú tala getur breyst eftir því sem farið verður betur yfir jarðskjálftagögnin og þá er hugsanlegt að ég mundi uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum. Enginn gosórói eða annars skonar órói kom fram á svæðinu í þessari jarðskjálftahrinu.