Í dag (4. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir hingað til hafa eingöngu náð stærðinni Mw1,6 en það hefur enginn jarðskjálfti ennþá farið yfir stærðina Mw2,0. Þetta gæti breyst án viðvörunnar.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það virðast koma litlar jarðskjálftahrinu í Fagradalsfjalli áður en að eldgos hefst þar. Núverandi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að um kvikuinnskot sé að ræða. Hvort að þetta kvikuinnskot mun koma af stað eldgosi núna er ekki hægt að segja til um.
Það kom fram í fréttum í dag (3. Júlí 2023) að GPS mælingar eru farnar að benda til þess að hugsanlega sé allur Reykjanesskagi eins stór eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið fram til dagsins í dag. Það kom fram í viðtali á Bylgjunni (tengill hérna fyrir neðan) að hugsanlega er Reykjanesskagi ein eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið í dag. Þetta er byggt á GPS gögnum sem hefur verið safnað síðustu ár og núna í þeirri þenslu sem hófst í Apríl, þá sést að þenslan nær yfir allan Reykjanesskaga sem ætti ekki að gerast ef þetta væru stök eldfjöll.
Staðan á þenslunni núna er að frá Apríl, þá er þenslan búinn að ná 2,5sm (25mm) og mesta þenslan er í kringum Fagradalsfjall. Það þýðir að líklega verður næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða í nágrenni Fagradalsfjalls. Þessi þensla mun einnig valda stórum jarðskjálftum eftir því sem hún eykst á næstu vikum og mánuðum, auk þessara hefðbundnu litlu jarðskjálfta sem hafa verið í gangi síðan í Apríl.
Ég veit ekki hvenær skilgreinunni á Reykjanesi verður breytt. Þar sem þetta krefst mikilla rannsókna og yfirferðar af hálfu jarðvísindamanna á Íslandi. Þetta þýðir einnig að það þarf að gefa út mikið af vísindagreinum sem þurfa að fara í ritrýni.
Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.
Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.
Fréttir af þessu
Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.
Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.
Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.
Vegagerðin sendi frá sér þá frétt í dag að það hefði fundist nýtt jarðhitasvæði við Hveradalabrekku í Þjóðvegi 1 sem liggur um þetta svæði. Það er hægt að lesa nánar um þetta í frétt Vegagerðarinnar hérna fyrir neðan. Hitinn neðst í veginum er núna um 86 gráður. Þetta svæði gæti hitnað meira á næstu mánuðum.
Þjóðvegur 1 eins og hann liggur um þetta svæði í Henglinum. Skjáskot frá vefsíðu ja.is.
Það sem gerist næst er að sjá hvernig þetta er að þróast en samkvæmt fréttinni. Þá er líklegt að þessi jarðhiti hafi verið að koma fram hægt og rólega á undanförnum mánuðum. Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þann 9. Maí 2023, þá varð þarna jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 og á 4 km dýpi. Á 130 daga tímabili hefur ekki verið óvenju mikið um jarðskjálfta á þessu svæði miðað við Henglinn og Reykjanesskaga almennt. Þetta svæði svæði á þjóðveg 1 mun líklega halda áfram að hitna á næstu mánuðum.
Frétt Vegagerðarinnar
Það er komin ný frétt á Rúv um þetta og sýnir svæðið mjög vel. Þetta er nýtt svæði þar sem gróður er farinn að deyja á þessu svæði eins og kemur fram í fréttinni.
Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu suður-vestur af Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).
Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.
Í morgun (25. Apríl 2023) hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina er rétt við Bláa lónið. Þegar þessi grein er skrifuð, er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi. Hvort að þetta kemur af stað eldgosi er ekki hægt að segja til um. Kvikan sem er þarna hefur náð dýpinu 2 km miðað við þá jarðskjálfta sem eru þarna að eiga sér stað og það er slæmt ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram að aukast. Það þurfa ekki að verða stórir jarðskjálftar til þess að eldgos geti hafist við réttar aðstæður. Það hefur verið talsvert mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes á undanförnum þremur árum, án þess að það komi af stað eldgosi.
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eldgos á þessu svæði mundi vera mjög slæm staða, vegna þess hversu mikið af innviðum fyrir ferðamenn eru á þessu svæði. Þar sem þetta er alveg við Bláa lónið. Það eina sem hægt er að gera er að vakta það sem er að gerast núna.
Það er hægt að sjá jarðskjálftana í hærri upplausn á Skjálfta-Lísa eða á öðrum einkareknum vefsíðum sem bjóða upp á svipaða þjónustu.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.