Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.

Rauðir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Þeir eru ofan á hverjum öðrum. Þarna er einnig að sjá bláa, appelsínugula og og gula punkta í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Tíminn á myndinni er 26. jún. 23. 16:05.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.

Nýtt jarðhitavæði finnst í Þjóðveg 1 við Hverdalabrekku í eldstöðinni Henglinum

Vegagerðin sendi frá sér þá frétt í dag að það hefði fundist nýtt jarðhitasvæði við Hveradalabrekku í Þjóðvegi 1 sem liggur um þetta svæði. Það er hægt að lesa nánar um þetta í frétt Vegagerðarinnar hérna fyrir neðan. Hitinn neðst í veginum er núna um 86 gráður. Þetta svæði gæti hitnað meira á næstu mánuðum.

Reykjafell sem er norðan við Hveradali þar sem þjóðvegur 1 liggur um. Þetta er einnig ekki mjög langt frá Þrengslahnjúki.
Þjóðvegur 1 eins og hann liggur um þetta svæði í Henglinum. Skjáskot frá vefsíðu ja.is.

Það sem gerist næst er að sjá hvernig þetta er að þróast en samkvæmt fréttinni. Þá er líklegt að þessi jarðhiti hafi verið að koma fram hægt og rólega á undanförnum mánuðum. Það hefur verið einhver jarðskjálftavirkni á þessu svæði en þann 9. Maí 2023, þá varð þarna jarðskjálfti með stærðina Mw1,1 og á 4 km dýpi. Á 130 daga tímabili hefur ekki verið óvenju mikið um jarðskjálfta á þessu svæði miðað við Henglinn og Reykjanesskaga almennt. Þetta svæði svæði á þjóðveg 1 mun líklega halda áfram að hitna á næstu mánuðum.

Frétt Vegagerðarinnar

Jarðhitavirkni undir Hringvegi (vegagerdin.is)


Nýjar upplýsingar

Það er komin ný frétt á Rúv um þetta og sýnir svæðið mjög vel. Þetta er nýtt svæði þar sem gróður er farinn að deyja á þessu svæði eins og kemur fram í fréttinni.

Allt að 100 gráðu hiti mælist við veginn (Rúv.is)

Vefmyndavél

Það er hægt að skoða og fylgjast með svæðinu á vefmyndavél Veðurstofunnar hérna.

Grein uppfærð þann 12. Maí 2023 klukkan 20:49.
Grein uppfærð þann 14. Maí 2023 klukkan 13:03.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu

Í dag (11. Maí 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Þórðarhyrnu. Þetta er lítil jarðskjálftahrina en dýpi og stærð þessara jarðskjálfta bendir til þess að þarna sé kvikuinnskot á þessum stað.

Jarðskjálftavirkni suð-vestur í Vatnajökli í Þórðarhyrnu sem er suður af Grímsfjalli. Þarna eru appelsínugulir punktar og rauður punktur. Tíminn á kortinu er 11. Maí. 23. 13:10.
Jarðskjálftavirkni í Þórðarhyrnu suður-vestur af Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna er hluti af sprungukerfi Grímsfjalls, það tengist Lakagígum. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu var árið 1902 og stóð til ársins 1904. Það eldgos náði stærðinni VEI=4 samkvæmt Global Volcanism Program sem er hægt að lesa hérna (á ensku).

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (út í sjó)

Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan er í neðri vestari hluta kortsins frá Veðurstofu Íslands. Þar er einnig græn stjarna ásamt þeim punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það eru einnig nokkrir punktar í öðrum eldstöðvum sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík, rétt við Bláa lónið

Í morgun (25. Apríl 2023) hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina er rétt við Bláa lónið. Þegar þessi grein er skrifuð, er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi. Hvort að þetta kemur af stað eldgosi er ekki hægt að segja til um. Kvikan sem er þarna hefur náð dýpinu 2 km miðað við þá jarðskjálfta sem eru þarna að eiga sér stað og það er slæmt ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram að aukast. Það þurfa ekki að verða stórir jarðskjálftar til þess að eldgos geti hafist við réttar aðstæður. Það hefur verið talsvert mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes á undanförnum þremur árum, án þess að það komi af stað eldgosi.

Rauðir punktar norðan við Grindavík sem sýnir litla jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Þetta er alveg við Bláa lónið en það sést ekki á kortinu. Tímastimpill kortsins er 25. Apr. 23 14:00
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgos á þessu svæði mundi vera mjög slæm staða, vegna þess hversu mikið af innviðum fyrir ferðamenn eru á þessu svæði. Þar sem þetta er alveg við Bláa lónið. Það eina sem hægt er að gera er að vakta það sem er að gerast núna.

Það er hægt að sjá jarðskjálftana í hærri upplausn á Skjálfta-Lísa eða á öðrum einkareknum vefsíðum sem bjóða upp á svipaða þjónustu.

Jarðskjálftahrina í Grímsfjalli

Í dag (23. Apríl 2023) klukkan 15:15 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í eldstöðinni Grímsfjalli. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið.

Græn stjarna í Grímsfjalli, ásamt nokkrum rauðum punktum undir grænu stjörnunni sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í Grísfjalli þar sem græna stjarnan er. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að Grímsfjall sé að fara að gjósa í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu. það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar en er ólíklegt til þess að gerast núna. Það gætu komið fram fleiri jarðskjálftar á næstu klukkutímum.

Lítil jarðskjálftahrina í suðurhluta Brennisteinsfjalla

Í dag (13. Apríl 2023) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Fyrir nokkrum vikum síðan var einnig jarðskjálftahrina á sama svæði. Sú jarðskjálftahrina var einnig mjög lítil að stærð. Það sem hefur helst breyst núna er að dýpi jarðskjálftahrinunnar er farið úr 7 km og upp í 3 km virðist vera. Þetta er miðað við núverandi jarðskjálftagögn.

Rauðir punktar í suðurhluta Brennisteinsfjalla sýnir staðsetningu jarðskjálftahrinunnar á þessu svæði. Það eru einnig jarðskjálftar í öðrum eldstöðvum á sama svæði sem eru sýndir með punktum sem eru frá appelsínugulir, bláir og rauðir á litinn.
Jarðskjálftavirknin í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé á ferðinni þarna. Það er mín skoðun að kvika sé að troða sér þarna upp. Það mun taka talsverðan tíma, mjög líklega nokkrar vikur. Þar sem ekki er hægt að segja til um gerð jarðskorpunnar á þessu svæði. Ég sá mjög svipað gerast áður en það fór að gjósa í Bárðarbungu árið 2014. Þá tók það kvikuna um þrjá mánuði að brjóta sér leið upp í gegnum jarðskorpuna og þá komu fram svona smáskjálftar eins og sjást núna í Brennisteinsfjöllum. Það er engin leið að vita hversu langan tíma þetta mun taka, þar sem gerð jarðskorpunnar á þessu svæði er ekki þekkt, nema rétt svo efsta lag jarðskorpunnar. Það er mín skoðun að það þurfi að fylgjast með þessari jarðskjálftavirkni, vegna mögulegrar hættu á eldgosi á þessu svæði. Þetta er beint norður af vatni sem er þarna og ef það fer að gjósa, þá er hugsanlegt að hraunið fari beint út í vatnið og valdi vandræðum.

Það er hægt að skoða jarðskjálftahrinuna í hærri upplausn hérna á Skjálfta-Lísu, vef Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (Bláfjöllum)

Fyrr í þessari viku hófst jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum (einnig þekkt sem Bláfjöll). Jarðskjálftahrinan er í suðurhluta Brennisteinfjalla nærri Hlíðarvatni og er á vestur-austur misgengi virðist vera. Það hafa eingöngu orðið litlir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og stærðir jarðskjálfta hafa verið frá Mw0,0 til Mw2,3 þegar þessi grein er skrifuð. Eftir því sem liðið hefur á vikuna hefur jarðskjálftavirknin færst á eitt hringlaga svæði, miðað við núverandi jarðskjálftavirkni. Það bendir sterklega til þess að kvika sé ástæða þess að þarna sé jarðskjálftavirkni núna.

Rauðir punktar sem sýna jarðskjálfta í suðurhluta Brennisteinsfjalla, auk gulra punkta sem sýna eldri jarðskjálfta. Einnig eru rauðir punktar í Henglinum í ótengrdri jarðskjálftahrinu.
Jarðskjálftavirknin í suðurhluta Brennisteinsfjalla. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin myndar hring eins og hún sést á skjálfta-lísu Veðurstofu Íslands. Punktanir eru misjafnir að stærð eftir stærð jarðskjálftanna sem þeir sýna.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd á vefsíðu Skjálfta-lísu á vef Veðurstofu Íslands. Skjáskot af vefsíðu Veðurstofu Íslands.
Mynd frá Google Earth, sýnir svæðið og náttúru þessa. Vestan við þar sem jarðskjálftahrinan er núna er eldra hraun og síðan virðast vera eldri gígar sem eru mjög mikið veðraðir á því svæði þar sem jarðskjálftahrinan er, sem er austan við eldra hraunið og norðan við Hlíðarvatn.
Mynd frá Google Earth sem sýnir svæðið og náttúru þess. Höfundarréttur myndar er frá Google Earth (Google/Alphabet).

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan of lítil til þess að koma af stað eldgosi. Þar sem jarðskorpan er köld og því getur kvikan ekki farið um einfaldlega innan jarðskorpunnar. Dýpi jarðskjálftahrinunnar er núna í kringum 5 til 7 km þegar þessi grein er skrifuð og hefur lítið breyst yfir vikuna. Það sem ekki sést ennþá á vefsíðunni Skjálfta-lísu. Þá er möguleiki á því að jarðskjálftahrinan hafi farið að færast aðeins austar frá því sem var þegar þessi jarðskjálftavirkni hófst. Það er möguleiki á því að þessi jarðskjálftavirkni stöðvist, eitthvað sem gerist oft þegar nýtt eldgosatímabil er að hefjast í eldstöðvum.

Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Í gær (5. Mars 2023) klukkan 18:00 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 norður af Herðubreið. Þetta er lítil jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi á þessu svæði síðan í Október 2022 (eða í kringum þann mánuð).

Græn stjarna og jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Ásamt rauðum punktum sem eru einnig á sama svæði. Herðubreið er staðsett norð-austur af eldstöðinni Öskju. Í eldstöðinni Öskju eru einnig bláir punktar sem sýna litla jarðskjálfta á því svæði.
Jarðskjálftavirkni norður af Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Dýpi þessa jarðskjálfta var í kringum 4,2 km og jarðskjálftavirkni hefur verið að minnka undanfarna mánuði á þessu svæði. Ef þetta er kvika, þá er ekki mjög mikið af kviku á þessu dýpi. Jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög lítil, miðað við þá jarðskjálftavirkni sem kemur fram rétt áður en eldgos verður. Það er ljóst, að ef þetta er kvika, þá er þessi kvika ekki að leita upp til yfirborðsins eins og stendur.