Í dag (14-Apríl-2014) varð jarðskjálftahrina í Heklu. Þessi jarðskjálftahrina átti upptök sín sunnan við Vatnafjöll og var stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu með stærðina 2,9 og var með dýpið 8,6 km. Á þessu svæði eru gígar sem hafa gosið í fortíðinni, ég veit ekki hvenær það gaus á þessu svæði síðast. Stærsti jarðskjálftinn kom greinilega fram á jarðskjálftamælinum mínum á Heklubyggð eins og hægt er að sjá hérna.
Jarðskjálftahrinan sunnan við Vatnafjöll. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn kom vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Jarðskjálftinn með stærðina 2,9 kom svona fram þar.
Jarðskjálftinn er á klukkan 04:00 línunni. Jarðskjálftinn sést mjög vel og er öðruvísi en bakgrunnshávaðinn á jarðskjálftamælinum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.
Þessa stundina eru engin merki þess efnis að eldgos sé að fara hefjast í Heklu. Það hefur allt verið rólegt síðan þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í eldstöðvarkerfi Heklu. Þessa stundina er allt rólegt og engi merki um annað en að það muni vera þannig áfram. Þetta gæti auðvitað breyst en eins og stendur eru engin merki um slíka breytingu í eldstöðvarkerfi Heklu. Þó svo að jarðskjálftavirkni eigi sér núna stað í Heklu og eldstöðvarkerfinu.