Aukinn jarðhiti í Öskju

Þetta er stutt grein um stöðuna í Öskju. Ég er að sjá mjög misvísandi upplýsingar um það sem er að gerast núna og því hef ég greinina stutta.

Það virðist sem að jarðhiti og gas sé farið að aukast í og í kringum eldstöðina Öskju vegna þeirrar þenslu sem er þarna að eiga sér stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist þenslan vera í kringum 80mm til 100mm. Þær fréttir sem ég hef séð af svæðinu gefa ekki nógu góða mynd af því sem er að gerast þarna. Vegna þess er ég að takmarka umfjöllun mína um Öskju, þangað til að það er orðið skýrara hvað er að gerast í Öskju.

Það er ráðlegging hjá Veðurstofu Íslands að fólk almennt ferðist ekki í kringum eða nágrenni við Öskju vegna hættu á gasi eða skyndilegs eldgoss. Það er engin sérstök jarðskjálftavirkni sem fylgir þessum breytingum og það gerir mjög erfitt að átta sig á því hvað er að gerast í Öskju. Staðan í Öskju gæti breyst án viðvörunnar, eins og er stundum staðan í þessum eldstöðvum.

Eldgosinu við Litla-Hrút gæti lokið eftir tvær vikur

Samkvæmt frétt Rúv og Facebook pósti Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá, Háskóla Íslands. Þá gæti eldgosinu við Litla-Hrút verið lokið eftir eina til tvær vikur. Þetta er byggt á því hversu mikið hraunflæðið er að koma frá gígnum. Þessa stundina þá er hraunflæðið að minnka. Þetta væri í samræmi við það sem gerðist í eldgosinu í Meradölum en það eldgos varði í tvær vikur. Eldgosið við Litla-Hrút er búið að vara lengur en það eldgos. Þar sem þetta eldgos er aðeins stærra og meira hraun hefur komið upp í þessu eldgosi.

Fréttir og Facebook póstar um þetta

Eru goslok handan við hornið? (Rúv.is)
Facebook póstur um þessa þróun eldgossins

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 23. Júlí 2023 klukkan 21:42

Þetta er stutt grein. Þar sem það eru ekki miklar nýjar upplýsingar um stöðu mála á þessu svæði.

  • Það er hætta á því að gígurinn muni hrynja hvenær sem er án viðvörunnar. Jarðfræðingar sem fylgjast með svæðinu hafa tekið eftir því að gígurinn er farinn að stækka og er einnig fullur af hrauni. Það þýðir að gígurinn mun hrynja. Í hvaða átt þetta hrun mun verða er ekki vitað. Það er mitt álit að hrunið verði í austur, þar sem minnst mótstaða er fyrir slíku.
  • Þegar gígurinn hrynur. Þá mun hraunið flæða um á meira en 100m/s hraða úr gígnum.
  • Ferðamenn á svæðinu eru í stórhættu ef þeir eru nálægt gígnum vegna þessar hrunhættu á gígnum.
  • Kvikunninnskot hefur verið mælt austan við Keili. Þar er jarðhiti farinn að koma fram og þýðir það að kvikan stendur grunnt. Þegar eldgos hefst þar, ef það byrjar. Þá mun gjósa með svipuðum hætti þar og við Litla-Hrút.

Þetta eru allar þær upplýsingar sem ég hef núna og þetta er það eina sem hefur komið fram á síðustu 13 dögum í þessu eldgosi.

Fréttir af þessu

Veggir gígsins muni hrynja innan skamms (Vísir.is)

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Litla-Hrúti þann 11. Júlí klukkan 18:29

Þetta er stutt grein þar sem eldgosið er að mestu leiti stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Staðan getur þó breyst án fyrirvara á þessu svæði.

  • Eldgosið hefur breyst á síðustu klukkutímum. Eldgosið er núna að virðist vera bara í einum gíg. Þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er núna kvikuinnskot sem liggur 1 km undir Keili og hefur stefnuna norð-austur. Þetta er hugsanlega nýtt kvikuinnskot og tengist ekki því kvikuinnskoti sem er núna að gjósa. Það er hugsanlegt að þetta kvikuinnskot komi af stað öðru eldgosi á þessu svæði. Á þessari stundu er ekki hægt að vera viss um hvað gerist.
  • Eldgosið hefur komið af stað miklum gróðureldum á svæðinu í kringum Litla-Hrút. Það er mjög eitrað reykský sem kemur frá þessum gróðureldum.
  • Það er mjög áhugavert að það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni en jarðskjálftavirknin hefur ekki stöðvast eins og gerðist í fyrra eldgosinu. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskotinu sem liggur undir Keilir.
  • Í gær (10. Júlí 2023) þá var mesta lengd gossprungunnar um 1500 metrar eða 1,5 km. Síðan þá hefur eldgosið minnkað og er núna og er komið í einn gíg sem er 50 til 100 metra langur.
Appelsínugult svæði sem markar hættusvæði milli Keili og Merdalir, þar sem eldgosið er. Tvær bláar línur sýna kvikuganginn og síðan rauð lína sem sýnir gossprunguna. Fljólublátt svæði sýnir hraunið frá því árið 2021 og 2022.
Hættusvæðiskort frá Veðurstofu Íslands og öðrum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands og annara.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta eldgos mun vara. Þar sem kvikuinnskot eru lélegir kvikugeymar og endast oftast mjög stutt þegar þeir fara að gjósa ef það er ekki stöðugt innflæði af kviku upp úr möttlinum. Það er of snemmt að segja til um það núna hvað gerist. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar eldgos endar þarna á einhverju svæði, þá gýs þar ekkert aftur um alla framtíð. Það þýðir að þarna er líklega eingangs eldgosagígaraðir (Monogenetic volcanic field) (Wikipedia). Samkvæmt tilkynningu þá þarf ISOR að færa jarðskjálftamælinn FAF (Fagradalsfjall), þar sem hraunið var að fara að flæða yfir þann mæli. Hægt er að lesa tilkynninguna hérna á Facebook síðu ISOR.

Þar sem svona eldgos eru yfirleitt án mikilla frétta eða atburða þá ætla ég aðeins að uppfæra stöðuna þegar það eru fréttir eða ef eitthvað gerist í eldgosinu eða á svæðinu í kringum Litla-Hrút.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 10. Júlí 2023 klukkan 19:13

Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.

  • Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
  • Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
  • Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
  • Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
  • Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.

Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.

Sterkur jarðskjálfti 1,4 km austan við fjallið Keili

Í dag (9. Júlí 2023) klukkan 22:22 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 rétt um 1,4 km austan við fjallið Keili. Þessi jarðskjálfti hristi vel upp í Keili og þyrlaði upp skýi af ryki og drullu. Þessi jarðskjálfti tengist þenslu sem á sér stað sunnan við Keili núna, frekar en að tengjast beint við kvikuhreifingar á þessu svæði.

Grænar stjörnur við Fagradalsfjall og Keili á þessu korti. Mjög mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum. Tími á korti er 9. Júlí 2023 klukkan 23:15.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á því að það verði fleiri svona stórir jarðskjálftar á þessu svæði þangað til að eldgosið hefst.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli og Keili þann 9. Júlí 2023 klukkan 16:44

Þetta er stutt grein. Þar sem staðan hefur ekki breyst mjög mikið frá því síðast.

  • Þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw4,0 komu fram við Keili á síðustu 24 klukkutímum.
  • Jarðskjálftavirknin er að aukast norð-austur af Keili. Af hverju það stafar er óljóst, það er möguleiki að kvikan sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá leið.
  • Það er eins og kvikan sé föst í jarðskorpunni og komist ekki upp á yfirborðið. Það hefur ekki stöðvað að sjá innflæði kviku sem kemur djúpt að innan úr möttlinum þarna undir. Þetta þýðir að þrýstingur kvikunnar í kvikuinnskotinu mun aukast þangað til að eldgos hefst.
  • Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og mun verða mikil þangað til að eldgos hefst.

 

Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi virkni hófst. Þá hafa um 12000 jarðskjálftar mælst hjá Veðurstofunni samkvæmt fréttum. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,8.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 7. Júlí 2023 klukkan 14:43

Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
  • Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
  • Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Fullt af grænum stjörnum og punktum sem sína minni jarðskjálfta á Reykjanesskaga og við Fagradalsfjall. Þetta eru fleiri punktar en ég get talið.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.

Uppfærsla á stöðunni á jarðskjálftavirkninni við Eldey og Eldeyjarboða þann 7. Júlí 2023 klukkan 13:56

Þetta er stutt grein. Þar sem það er mikið að gerast.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw4,5 við Eldey.
  • Þessi jarðskjálftahrina lítur út fyrir að vera kvikuinnskot. Þar sem þetta svæði er út í sjó, þá er hinsvegar ekki hægt að vera viss.
  • Það er erfitt að vita hvort að þarna verði eldgos. Ef að eldgos verður. Þá verða áhrifin líklega takmörkuð útaf dýpi sjávar.
Mikið af grænum stjörnum á Reykjaneshrygg og síðan á Reykjanesskaga. Það er mikil virkni á Reykjanesinu og Reykjaneshrygg núna og það sýnir sig í fullt af punktum á kortinu.
Mikil jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ólíklegt að mínu áliti að þessir jarðskjálftar tengist virkninni vegna þenslu í Fagradalsfjalli. Þeir jarðskjálftar eru yfirleitt mun nærri Fagradalsfjalli en þessi virkni. Það er ekki hægt að útiloka það en er mjög ólíklegt að svo sé. Eldri jarðskjálftavirkni á sama svæði minnkar einnig þessar líkur á því að virknin í Fagradalsfjalli sé að valda þessari virkni. Það er einnig ólíklegt að hérna sé um að ræða hreyfingar vegna jarðskorpuvirkni. Það er ekki hægt að útilokað það en er ólíkleg ástæða. Það er alltaf erfiðara að ráða í það sem gerist í svæði úti í sjó en á svæðum á landi, þar sem aðgengi er einfaldara.