Staðan í Bárðarbungu Miðvikudaginn 29-Október-2014

Miðvikudaginn 29-Október-2014 var eldgosið í Holuhrauni búið að vera í tvo mánuði og það virðist sem að fari ekki að enda á næstunni. Virknin er mjög svipuð og á Mánudaginn 27-Október-2014. Eldgosið er minna en í upphafi en það er fullkomlega eðlilegt. Nýja hraunið í Holuhrauni er núna orðið 64,6 ferkílómetrar að stærð og er þetta orðið stærsta hraun á Íslandi síðan í gaus í lakagígum 1783 – 1784.

141029_2225
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil í Bárðarbungu eins og hefur verið síðustu tvo mánuði. Jarðskjálftar með stærðina fimm eða stærri verða á 20 til 35 tíma fresti eins og staðan er núna. Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga um rúmlega 40 sm á dag og mest af þessu sigi gerist án þess að jarðskjálftavirkni eigi sér stað. Það hefur ekki neitt stórt eldgos átt sér stað í sjálfri Bárðarbungu ennþá, einu eldgosin sem hafa orðið þar hingað til hafa verið lítil og í mesta lagi varað í tvo til þrjá klukkutíma undir jökli. Ég hef ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu að sinni.

Staðan í Bárðarbungu þann 27-Október-2014

Yfir helgina var hefðbundin virkni í Bárðarbungu eins og hefur verið síðustu tvo mánuði. Stærstu jarðskjálftarnir sem áttu sér stað um helgina voru með stærðina 5,2 og 5,3. Mikil mengun var í Höfn í Hornafirði vegna eldgossins í Holuhrauni og fór mengunin upp í 21.000 μg/m3 þegar toppanir af brennisteinsdíoxíði voru að eiga sér stað. Mengun vegna eldgossins er ennþá mikil á svæðum á sunnan við Vatnajökul.

141027_2325
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn þann 27-Október-2014 var með stærðina 5,3 og átti sér stað í suð-austur hluta Bárðarbungu öskjunnar. Síðan hefur verið rólegt varðandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Samkvæmt Veðurstofunni þá er þetta eðlilegt og hefur sést áður. Askja Bárðarbungu heldur áfram að síga og er núna búinn að lækka um 40 metra frá upphafi óróans í Ágúst. Nýjir sigkatlar hafa verið að myndast samkvæmt fréttum og eldri sigkatlar (sem ég vissi ekki um fyrr en í dag) hafa verið að dýpka og bendir það til þess að jarðhiti sé að aukast í Bárðarbungu. Nýju og gömlu sigkaltanir sjást mjög vel hérna á mynd frá Háskóla Íslands og er hægt að skoða hérna. Gögn frá GPS mælingum sýna örlitla þenslu í kvikuinnskotinu, það bendir til þess að eldgosið nái ekki að gjósa út allri þeirri kviku sem er að flæða inn í kvikuinnskotið þessa stundina.

Staðan í Bárðarbungu þann 24-Október-2014

Staðan í Bárðarbungu þann 24-Október-2014.

Staðan í Bárðarbungu hefur lítið breyst frá 23-Október-2014. Fjöldi jarðskjálfta sem er stærri en 3,0 er kominn upp í 67 jarðskjálfta. Heildarfjöldi jarðskjálfta er orðinn 283 þegar þetta er skrifað. Síðan í gær (23-Október-2014) hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast, en þó með sveiflum þar sem jarðskjálftavirknin eykst í nokkra klukkutíma og dettur svo niður þess á milli.

141024_2210
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu þann 24-Október-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Mestur fjöldi jarðskjálfta á sér stað í norð-austur hluta Bárðarbungu, við öskju jaðarinn. Það er nærri því enginn jarðskjálftavirkni í miðju öskjunnar, þar sem mesta sigið á sér stað núna. Askja Bárðarbungu heldur heldur áfram að síga rúmlega 30 til 40 sentimetra á dag. Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í kvikuinnskotinu í Holuhrauni í dag. Eldgosið í Holuhrauni er hinsvegar svipað og í gær eftir því sem ég kemst næst og ekki neinar breytingar á því samkvæmt fréttum. Nýjustu mælingar á nýja Holuhrauninu segja að það sé orðið 63 ferkílómetrar að stærð og stækkar eitthvað daglega, þó er ljóst að mikið hefur dregið úr eldgosinu og því stækkar hraunið ekki eins mikið og það gerði áður. Líklegt er þó að hraunið sé að þykkna á svæðum, þó svo að á einstaka svæðum þá komið talsvert nýtt hraun fram við jarðar hraunbreiðunar. Ég held að það sé ekkert annað að frétta af eldgosinu í Bárðarbungu eftir því sem kemst næst.

Annað: Frá og með næstu viku mun ég eingöngu skrifa greinar um stöðu mála í Bárðarbungu á Mánudögum, Miðvikudögum og Föstudögum. Þetta er vegna þess að breytingin á milli daga er ekki svo mikil þessa stundina. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa um það nýja grein eins fljótt og hægt er.

Staðan í Bárðarbungu þann 23-Október-2014

Þessa stundina virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu og það hefur verið mikið um jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 og 4,0 í dag. Mest öll jarðskjálftavirknin er í norð-austur hluta öskju Bárðarbungu en ég er ekki viss um hvað þessi virkni þýðir og hvað er að gerast í eldstöðinni.

141023_2020
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óvíst hvort það hafi komið fram óróapúlsar í Bárðarbungu í dag, það getur vel hafa gerst án þess að ég tæki eftir því. Það er ljóst að þó svo að eldgosinu í Holuhrauni ljúki þá er langt frá því að virknin í Bárðarbungu sé lokið. Nýtt eldgos mun líklega hefjast og það er mikil hætta á því að slíkt eldgos verði undir jökli og muni valda jökulhlaupi og öskufalli. Engin eldgos hafa átt sér stað í öskju Bárðarbungu ennþá. Staðan á eldgosinu í Holuhrauni er svipuð og í gær held ég. Þar sem ekkert hefur sést til eldgossins í dag vegna veðurs þá er erfitt að vera viss um hvaða breytingar hafa átt sér nákvæmlega stað í Holuhrauni síðasta sólarhringinn.

Ef eitthvað meiriháttar gerist. Þá mun ég setja upp uppfærslu hingað til inn eins fljótt og hægt er.

Staðan í Bárðarbungu þann 22-Október-2014

Staðan í Bárðarbungu hefur ekki breyst mikið frá því gær. Eldgosið í Holuhrauni er með svipuðum hætti og í gær samkvæmt fréttum. Samkvæmt fréttum um eldgosið í Holuhrauni er ljóst að það er að draga rólega úr því og enn daginn mun það enda, en það er ekki víst hvenær það mun gerast. Virkni í Bárðarbungu sjálfri er hinsvegar langt frá því að vera búinn og býst við að nýtt eldgos geti hafist án nokkurs fyrirvara. Það hefur ekki orðið mikil breyting á þenslu í kvikuinnskotinu samkvæmt GPS mælingum sem hægt er að skoða hérna.

141022_2125
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í dag. Grænar stjörnur eru jarðskjálftar stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna þess hversu mikil jarðskjálftavirkni er í Bárðarbungu þá þýðir ekki fyrir mig að nefna stærstu jarðskjálftana. Jarðskjálftar með stærðina 3,0 – 4,9 verða á eins til tveggja tíma á fresti. Jarðskjálftar sem eru stærri en 5,0 verða á 20 til 30 klukkutíma fresti. Þeir sem vilja athuga stærðir jarðskjálfta í Bárðarbungu geta gert það á vefsíðu Veðurstofunnar hérna. Stórir jarðskjálftar koma einnig fram á jarðskjálftamælunum mínum og er hægt að fylgjast með þeim hérna.

Fréttir af Bárðarbungu í dag

„Þetta hætt­ir einn góðan veður­dag“ (mbl.is)
Gæti numið 25 þúsund rúmmetrum á sekúndu (Rúv.is)

Annað: Þar sem litlar breytingar eru á eldgosinu í Bárðarbungu dags daglega. Þá ætla ég að draga úr skrifum frá og með næsta Mánudegi. Þannig að ég mun skrifa á Mánudegi, Miðvikudegi og síðan á Föstudegi. Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Staðan í Bárðarbungu þann 21-Október-2014

Hérna er staðan í Bárðarbungu þann 21-Október-2014.

Stærstu jarðskjálftarnir í höfðu stærðina 5,3 og 4,7 aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað í dag voru minni, en talverður fjöldi af jarðskjálftum með stærðina 3,0 og 4,0 hefur átt sér stað í dag. Stærsti jarðskjálftinn í dag var einnig með dýpið 15,6 km og það bendir til þess að eitthvað sé að gerast innan í Bárðarbungu, það er þó ekki ljóst hvað það er á þessari stundu.

141017_2100
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í dag. Grænu stjörnurnar eru jarðskjálftar sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að aukast í dag í kvikuinnskotinu frá Bárðarbungu og það bendir til þess að þrýstingur sé að aukast innan kvikuinnskotsins sem núna gýs úr í Holuhrauni. Stærð hraunsins í Holuhrauni er samkvæmt síðustu mælingu orðin rúmlega 60,4 ferkílómetrar. Magn hrauns þarna getur verið þar sem þykktin er í kringum 10 til 30 metrar, jafnvel meira á svæðum. Eftir því sem ég kemst næst, þá er ekkert meira að frétta af eldgosinu í Bárðarbungu í dag.

Staðan í Bárðarbungu þann 20-Október-2014

Hérna er yfirlit yfir virknina í Bárðarbungu um helgina.

Virknin í Bárðarbungu helgina 18 – 19 Október

Stærstu jarðskjálftar helgarinnar voru með stærðina 5,4 og 5,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni. Eldgosið í Holuhrauni hélt áfram eins og það hefur gert undanfarið. Þetta er núna orðið stærsta eldgos á Íslandi síðustu 200 árin samkvæmt jarðvísindamönnum. Annað en þetta, þá var engin sérstök breyting á virkninni í Holuhrauni.

Virknin í Bárðarbungu Mánudaginn 20-Október-2014

Það hefur talverð jarðskjálftavirkni verið í dag (20-Október) en stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 5,0 og annar stærsti jarðskjálftinn hafði stærðina 4,8. Aðrir jarðskjálftar voru minni en talsvert var um jarðskjálfta með stærðina 3,0 og 4,0 í dag. Aukin jarðskjálftavirkni var einnig í kvikuinnskotinu sem gýs úr núna í Holuhrauni.

141021_0005
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðust 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hraunið í Holuhrauni heldur áfram að stækka og er núna í kringum 61 ferkílómetri samkvæmt jarðvísindamönnum. Þann 16-Október þá voru komnir tveir mánuðir síðan virknin í hófst í Bárðarbungu og fyrsta eldgosið sem átti sér stað varð þann 23-Ágúst, en það eldgos varð undir jökli og varði aðeins í nokkrar klukkustundir. Að öðru leiti er staðan óbreytt samkvæmt síðustu fréttum.

Staðan í Bárðarbungu föstudaginn 17-Október-2014

Í dag (17-Október-2014) náði Bárðarbunga þeim áfanga að hafa gosið stærsta eldgosi á Íslandi síðan í Skaftáreldunum sem áttu sér stað árin 1783 til 1784. Hraunið í Holuhrauni er núna orðið stærra en það hraun sem Hekla gaus árið 1947 í rúmlega 13 mánaða eldgosi. Stærð þess hrauns er 0,8 km³. Stærð hraunsins í Holuhrauni er núna orðin meiri en 59 ferkílómetrar að stærð og það er orðið meira en 0,83 km³ að magni samkvæmt Háskóla Íslands og Twitter skilaboðum þeirra um þetta.

141017_2100
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftar dagsins voru með stærðina 4,4 og 4,2. Aðrir jarðskjálftar voru minni og enginn jarðskjálfti náði stærðinni 5,0 í dag. Það var ekki mikil breyting í eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt vísindamönnum á svæðinu, þó hefur eldgosið verið að losa óvenjumikið gas síðasta sólarhringinn samkvæmt mælingum. Engar stórar breytingar er að sjá á GPS mælingum á svæðinu, hægt er að skoða GPS mælinganar hérna. Nýjar myndir af eldgosinu er einnig hægt að sjá hérna á vefsíðu mbl.is. Ef rólegt verður um helgina þá mun næsta uppfærsla um Bárðarbungu koma á Mánudaginn. Ef eitthvað gerist þá mun ég annað hvort skrifa nýja grein eða uppfæra þessa hérna grein.

Staðan í Bárðarbungu þann 16-Október-2014

Staðan í Bárðarbungu hefur lítið breyst frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 5,0 og næst stærsti jarðskjálfti dagsins hafði stærðina 4,6. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Það hafa verið fleiri jarðskjálftar í dag miðað við í gær. Enga breytingu er að sjá á eldgosinu í Holuhrauni samkvæmt myndbandi sem er á vefsíðu Rúv og er hægt að skoða hérna. Engar breytingar er að sjá á eldgosinu samkvæmt þessu myndbandi, eins og hefur verið staðan síðustu 1,8 mánuði í þessu eldgosi. Af þessum sökum hef ég ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála varðandi eldgosið í Holuhrauni fyrir 16-Október-2014.

Ég mun halda áfram að skrifa um eldvirknina í Bárðarbungu svo lengi sem hún varir. Jafnvel þó svo að það verði næstu 10 árin.

Staðan í Bárðarbungu þann 15-Október-2014

Í dag (15-Október-2014) varð ekki mikil breyting á stöðunni frá því í gær (15-Október-2014). Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina 5,4 og fannst vel á Akureyri. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni. Ég hef ekki frétt að neinum breytingum á eldgosinu í Holuhrauni sem heldur áfram eftir því sem ég best veit, og ekki er að sjá neina breytingu á eldgosinu sé að ljúka. Við jarðskjálftann þá lækkaði askja Bárðarbungu um rúmlega 15 sm.

141015_2255
Jarðskjálftarnir í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég held að það séu ekki neinar frekari fréttir af stöðu mála í Bárðarbungu eins og er, það er alltaf eitthvað að gerast á hverjum degi og því held ég áfram að skrifa um það litla sem þó gerist. Sá stöðugleiki sem er í eldgosinu og í virkninni í Bárðarbungu er blekkjandi, þar sem að þetta getur allt saman breyst án nokkurs fyrirvara.

Fyrir þá sem hafa áhuga, þá hægt að hlusta á jarðskjálftann sem varð í dag (15-Október-2014) sem ég mældi. Ég breytti þeim gögnum sem ég hef um jarðskjálftann í hljóðskrár frá þeim tveim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þetta er ekki langur hljóðbútur, rétt um 3 sekúndur hver þeirra. Þessir hljóðbútar eru undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi vefsíðunni.

Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum.
141015.111600.bhrzZ

Jarðskjálftamælirinn í Heklubyggð.
141015.111607.hkbzZ