Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Aðfaranótt 13-Febrúar 2021 klukkan 02:30 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er venjuleg vegna þess að eldstöðin er að þenjast út og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk Febrúar 2015.

Græn stjarna sýnir jarðskjálftann með stærðina 4,0 í Bárðarbungu í norð-vestur hluta Vatnajökuls. Það eru einnig nokkrir minni jarðskjálftar sem koma fram og eru merktir með appelsínugulum punktum.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Græna stjarna sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina Mw4,0. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verður jarðskjálfti af þessari stærð á nokkura vikna til mánaða fresti í Bárðarbungu og síðast varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 þann 21-Desember 2020. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun halda áfram í mjög langan tíma eða þangað til að næsta eldgos verður eftir 20 til 100 ár.

Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (21-Desember-2020) varð kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu. Stærð jarðskjálftans var Mw3,9.


Jarðskjálftinn í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það voru tveir jarðskjálftar á undan stærsta jarðskjálftum og voru þeir með stærðina Mw2,4 og MW2,8. Það virðist sem að minni jarðskjálftavirkni hafi stöðvast þegar þessi grein er skrifuð. Síðan eldgosinu í Bárðarbungu lauk árið 2015 þá hafa komið fram jarðskjálftar með stærðina Mw3,0 til Mw5,0 með nokkura vikna millibili. Það er ekkert sem bendir til þess að það sé að breytast.

Aukinn jarðhiti í Bárðarbungu

Það var sagt frá því í fréttum fyrir nokkrum dögum síðan að það hefur orðið vart við aukinn jarðhita í Bárðarbungu og þessi jarðhiti hefur verið að aukast síðustu mánuði samkvæmt athugunum jarðvísindamanna. Það hefur einnig orðið vart við gufu koma upp frá einum af þeim kötlum sem eru núna við jaðar öskju Bárðarbungu. Það hefur einnig orðið vart við að eldri jarðhitasvæði eru farin að stækka.

Stærsta áhættan af þessu er jökulflóð sem geta komið frá Bárðarbungu sem skapa hættu á tjóni og geta skapað hættu fyrir fólk ef snöggt jökulflóð verður frá Bárðabungu. Þessi aukning í jarðhita bendir til þess að kvika sé að rísa ofar upp í jarðskorpuna á barmi öskju Bárðarbungu. Það er ekki hægt að segja til um það hvað er að gerast í öskju Bárðarbungu þar sem jökullinn þar er ~600 metra þykkur þar sem þykktin er mest. Ef það væri ekki fyrir Vatnajökul þá væri líklega ennþá eldgos í gangi í Bárðarbungu en vegna þunga Vatnajökuls þá gerist það ekki fyrr en kvikan sem er í Bárðarbungu nær meiri þrýstingi en sem nemur þrýstingum frá Vatnajökli. Það gerðist ekki í eldgosinu 2014 og 2015 en þá þurfti kvikan að finna sér aðra leið og fann sér leið með kvikuinnskoti sem fór um ~46 km leið áður frá aðal eldstöðinni áður en eldgos hófst. Þessi möguleiki er hugsanlega lokaður núna þar sem eldgosið 2014 til 2015 lokaði þeim möguleika en venjulega gýs aðeins einu sinni í svona kvikuinnskotum eftir að eldgosi líkur og flæði kviku stöðvast.

Frétt Rúv

Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (27-September-2020) klukkan 00:06 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands þá er þetta stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan í Apríl 2020.


Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Mynd notuð með leyfi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að hugsanlega sé kvika að troða sér upp þarna en það eru engin gögn sem staðfesta að svo sé. Það er einnig mögulegt að askjan sé bara að rísa eftir að hafa sigið um 60 metra í eldgosinu 2014 til 2015. Það eru engin merki um yfirvofandi eldgos eftir jarðskjálftann og síðan jarðskjálftinn átti sér stað, þá hefur verið rólegt í Bárðarbungu og aðeins minniháttar jarðskjálftavirkni átt sér stað í Bárðarbungu og nágrenni.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu í fyrradag (14-Júlí-2020)

Í fyrradag þá urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 23:41 þann 13-Júlí-2020) og jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (klukkan 00:56 þann 14-Júlí-2020). Þessir jarðskjálftar eiga sér stað vegna þess að kvika er að safnast fyrir í eldstöðinni eftir eldgosið sem varð í Holuhrauni árið 2014 til Febrúar 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina Mw2,5 og voru þetta eftirskjálftar. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í Bárðarbungu núna og það voru engin merki þess að eldgos væri að fara að hefjast enda mundi slíkt valda mun meiri jarðskjálftavirkni og yrði sú jarðskjálftavirkni svipuð þeirri sem varð áður en eldgosið hófst í Holuhrauni í September 2014 til Febrúar 2015 í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu

Í dag (14-Júní-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í Bárðarbungu. Svona jarðskjálftavirkni er regluleg í Bárðarbungu eftir eldgosið í Holuhrauni árin 2014 til 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjulega í norð-austur hluta öskjunnar eða í suður-austur hluta öskjunnar. Þessi jarðskjálfti varð í suður-austur hluta öskjunnar. Það verða frekari jarðskjálftar í Bárðarbungu á næstu dögum og vikum og ættu ekki að koma neinum á óvart í dag.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu í nótt (30-Maí-2020)

Stakur jarðskjálfti varð í eldstöðinni Bárðarbungu klukkan 01:20 og var stærð þessa jarðskjálfta Mw3,5 og þetta var stakur jarðskjálfti. Síðast þegar svona gerðist kom fram sterkur jarðskjálfti nokkru síðar en það gerist ekki alltaf. Þessi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu er vegna þess að eldstöðin er að þenjast út vegna innflæði kviku eftir eldgosið í Holuhrauni Ágúst árið 2014 til Febrúar 2015. Jarðskjálftinn sem varð í dag varð á hefðbundum stað í norð-austur hluta Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni er venjulegt og þýðir ekki að eldgos sé væntanlegt vegna þess að eftir eldgosið 2014 til 2015 mun líða talsverður tími þangað til að eldgos verður næst í Bárðarbungu.

Sterkur jarðskjálfti í Bárðarbungu nóttina 20 Apríl 2020

Nóttina 20-Apríl 2020 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og er þetta sterkasti jarðskjálftinn í Bárðarbungu síðan í Janúar 2020 og hægt er að lesa um þann jarðskjálfta hérna.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona kom jarðskjálftinn fram á jarðskjálftamælunum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á fyrsta jarðskjálftamælinum mínum.


Jarðskjálftinn eins og hann kom fram á seinni jarðskjálftamælinum mínum.

Þarna sést mjög mikil hreyfing í jarðskorpunni sem verður að teljast eðlilegt þar sem Bárðarbunga er að þenjast út eftir að eldstöðin hrundi í eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 og 2015.

Styrkir

Þeir sem vilja geta styrkt mína vinnu með því að nota PayPal takkana hérna á vefsíðunni eða með því að versla við Amazon. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Jarðskjálfti í Bárðarbungu

Í dag (25-Janúar-2020) klukkan 14:25 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í Bárðarbungu. Það kom bara einn jarðskjálfti fram en það útilokar ekki að annar jarðskjálfti verði í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar ekki gerst þar sem seinni jarðskjálftinn kemur ekki alltaf.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út á mjög miklum hraða. Hvenær næsta eldgos verður er ekki hægt að segja til um. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu er 3 til 8 ár.