Í fyrradag þá urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 23:41 þann 13-Júlí-2020) og jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (klukkan 00:56 þann 14-Júlí-2020). Þessir jarðskjálftar eiga sér stað vegna þess að kvika er að safnast fyrir í eldstöðinni eftir eldgosið sem varð í Holuhrauni árið 2014 til Febrúar 2015.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina Mw2,5 og voru þetta eftirskjálftar. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í Bárðarbungu núna og það voru engin merki þess að eldgos væri að fara að hefjast enda mundi slíkt valda mun meiri jarðskjálftavirkni og yrði sú jarðskjálftavirkni svipuð þeirri sem varð áður en eldgosið hófst í Holuhrauni í September 2014 til Febrúar 2015 í Bárðarbungu.