Tveir sterkir jarðskjálftar norður af Grindavík

Í dag (18-Júlí-2020) klukkan 05:41 og klukkan 05:56 urður tveir sterkir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 og Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes. Þessir jarðskjálftar fundust í Grindavík og í Reykjanes. Það er ekki neitt komið fram í GPS gögnum sem sýnir þetta kvikuinnskot sem er greinilega farið af stað þarna. Sterkustu jarðskjálftarnir voru aðeins á 2,5 km dýpi.


Jarðskjálftahrinan norðan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi kvikuinnskot eru núna orðin endurtekin og það bendir sterklega til þess að þarna muni eldgos eiga sér stað. Það sem ekki er hægt að segja til um að hvenær slíkt eldgos yrði en væntanlega kæmu fram fleiri jarðskjálftar áður en að eldgosi yrði. Núverandi dýpi minni jarðskjálfta er frá 8 km til 0,1 km. Jarðskjálftar sem eiga sér stað á grunnu dýpi eru væntanlega bara jarðskjálftar sem eiga sér stað í jarðskorpunni vegna spennubreytinga og þrýstibreytinga vegna kviku sem er dýpra á þessu svæði. Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði.