Minni leiðni í jökulám úr Mýrdalsjökli

Í dag (12-Júlí-2014) hefur leiðni í jökulám úr Mýrdalsjökli verið minnkandi, ásamt því að rennsli úr þessum jökulám hefur farið minnkandi á sama tíma vegna þessa flóðs sem hefur staðið undanfarna daga. Magn hættulegra gastegunda er hinsvegar ennþá nærri hættumörkum eins og stendur og er fólki ráðlagt að halda sig frá jökulám úr Mýrdalsjökli.

140712_1750
Minni jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu er kominn niður í eðlilega bakgrunnsjarðskjálfta. Síðustu daga hefur dregið mjög úr þeirri jarðskjálftavirkni sem var í Kötlu síðustu vikur. Það er hinsvegar hætta á því að þessi rólegheit muni enda án fyrirvara, þar sem slík hegðun hefur gerst áður samkvæmt mælingum vísindamanna.

Ef stórfelldar breytingar verða. Þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Annað: Í Desember-2014 mun ég flytja aftur til Íslands. Það er hægt að lesa afhverju ég þarf að flytja aftur til Íslands hérna (á ensku).

Styrkir: Endilega muna að styrkja mína vinnu. Það kemur í veg fyrir að ég verði blankur. Takk fyrir stuðninginn.

Óvissustigi lýst yfir varðandi Kötlu

Í gær (8-Júlí-2014) var lýst yfir óvissustigi í Kötlu vegna lítils jökulsvatns sem er að koma undan Mýrdalsjökli. Það fylgir þessu jökulvatni mikið magn af brennistein og öðrum hættulegum gastegundum. Þess vegna ráðleggja almannavarnir fólki um að vera ekki á þessu svæði og alls ekki stoppa nærri Múlakvísl og öðrum jökulám sem renna úr Mýrdalsjökli. Einnig sem að fólk er ráðlagt að hafa kveikt á farsímum sínum þegar það er í nágrenni Kötlu, þannig að hægt sé að senda því neyðar SMS ef eitthvað alvarlegt gerist í Kötlu.

140708_2130
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutíma (8-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan núna [þegar þetta er skrifað] er að það er rólegt í Kötlu eins og stendur. Þessi rólegheit gætu ekki enst, þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur það munstur að hætta í nokkra klukkutíma og byrja síðan aftur. Stærsti jarðskjálftinn síðust 24 klukkutímana var jarðskjálfti með stærðina 3,0 og síðan var jarðskjálfti með stærðina 2,7 auk fjölda annara minni jarðskjálfta sem einnig áttu sér stað í Kötlu síðasta sólarhringinn.

140708.091700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn í Kötlu í gær (8-Júlí-2014) klukkan 09:18. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarið er mjög lík þeirri jarðskjáltavirkni sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Eins og staðan er núna hefur enginn órói mælst á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun leiða til eldgoss eða ekki. Hættan á eldgosi núna er hærri en venjulega á meðan jarðskjálftavirknin er svona mikil, það þýðir hinsvegar ekki að eldgos muni eiga sér stað. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð og síðan er hægt að skoða vefmyndavél sem er vísað í átt að Kötlu hérna. Katla sést ef það er ekki mjög skýjað.

Styrkir: Endilega muna eftir að styrkja mína vinnu, þar sem ég kemst ekkert langt á þeim örorkubótum sem ég er að fá. Það er hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon (UK er notað fyrir Ísland) og þá með því að smella á auglýsingaborðana hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með beinum hætti með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkan hérna til hliðar. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig beint er að finna hérna.

Staðan í Kötlu klukkan 23:31

Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í Kötlu. Þessar upplýsingar gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara.

Núverandi jarðskjálftavirkni í Kötlu er að aukast þessa stundina. Eins og staðan er núna þá eru engin augljós merki um það að eldgos sé yfirvofandi. Það gæti hinsvegar breyst án fyrirvara eins og ég met stöðuna núna. Það er einnig ekki hægt að vita eins og er hvort að þessi virkni í Kötlu muni halda áfram að aukast eða minnka. Samkvæmt fyrri reynslu þá er það mitt mat að þessi virkni muni halda áfram að aukast á næstu dögum og vikum áður en það fer aftur að draga úr þessari virkni. Þessi aukna virkni mun hugsanlega ekki leiða til eldgoss, þar sem aukin jarðskjálftavirkni þarf ekki endilega að þýða að eldgos sé yfirvofandi. Hinsvegar hefur þessi aukna jarðskjálftavirkni í Kötlu aukið líkunar á því að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu eins og staðan er núna. Þangað til að það fer að draga úr jarðskjálftavirkninni þá er hættan á eldgosi hærri en venjulega. Hinsvegar eru þess engin merki eins og er að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu.

140707_2017
Jarðskjálftavirknin í Kötlu klukkan 20:17 í kvöld (7-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar lítið eldgos átti sér stað í Kötlu í Júlí-2011 (ég skrifaði um það hérna og hérna á ensku). Þá urðu einnig svona jarðskjálftahrinur í Kötlu eins og sjást núna og hófst þær rúmum mánuði áður en það litla eldgos átti sér stað. Sú virkni sem átti sér þá stað varð í öðrum stað í Kötlu öskjunni en sú virkni sem núna á sér stað. Jarðskjálftavirknin í dag er á svæði sem hefur hugsanlega ekki gosið síðan árið 1918 þegar síðasta stóra eldgos varð í Kötlu.

140706.234343.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í þann 6-Júlí-2014. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi fyrir nánari upplýsingar.

Þessi jarðskjálfti sýnir að kvika í Kötlu er undir talsverðum þrýstingi. Þessi þrýstingur veldur því að þeir jarðskjálftar sem koma fram mynda tornillo jarðskjálfta. Þessir jarðskjálftar eru lágir í tíðni og frekar eintóna og með langt útslag. Ég get ekki sagt til um það hvað gerist næst í Kötlu, ef eitthvað meira gerist en bara jarðskjálftavirkni. Meira vatn hefur einnig verið í Múlakvísl síðasta sólarhringinn, það er hinsvegar möguleiki á því að það sé bara regnvatn sem er að fara í ána, þar sem mikil rigning hefur verið á þessu svæði síðasta sólarhringinn, leiðni hefur einnig verið hærri á sama tíma í Múlakvísl, það er ekki ljóst á þessari stundu afhverju það stafar. Ég mun halda áfram að fylgjast með stöðinni í Kötlu á meðan virknin er svona mikil.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja mína vinnu. Þar sem mér finnst alltaf erfitt að vera blankur. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum

Í gær (14-Maí-2014) varð jarðskjálftahrina í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálftahrina var mjög lítil og náði enginn jarðskjálfti stærðinni 2,0 samkvæmt sjálfvirkum niðurstöðum Veðurstofu Íslands. Jarðskjálftar eru ekki algengir í Kverkfjöllum en svona jarðskjálfthrinur gerast einstakasinnum engu að síður.

140514_1935
Jarðskjálftahrinan í Kverkfjöllum er þar sem rauðu punktanir eru í austanverðum Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef ekki neinar vísbendingar afhverju þessi jarðskjálftahrina átti sér stað. Hugsanlega var um að ræða kvikuinnskot í Kverkfjöll eða breytingar í háhitasvæðum eldstöðvarinnar. Á meðan jarðskjálftahrinan átti sér stað varð ekki nein breyting á óróaplottum nærri Kverkfjöllum. Hægt er að skoða vefmyndavélar Kverkfjalla hérna, en þær hafa því miður ekki uppfærst síðan 1-Maí-2014. Ég er ekki að reikna með neinni breytingu í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag.

Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Gímsfjalli

Frá 20-Janúar-2014 hefur aukin leiðni verið að mælast í Skeiðará. Ástæður þess að aukin leiðni er að mælast í Skeiðará er vegna jarðhitavatns frá Grímsfjalli. Vatnsmagn hefur einnig verið að aukast í Skeiðará á sama tíma og leiðni hefur verið að aukast.

gigjukvisl.svd.14.03.2014.vedur.is
Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Grímsfjalli frá 20-Janúar-2014. Myndin er fengin af Facebook vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Leiðni mælist núna 416 µS/cm samkvæmt Veðurstofu Íslands og þykir það mjög hátt gildi fyrir Skeiðará. Þetta vatn fer í gegnum nokkur vötn á leiðinni til Gígukvíslur og áður en það kemur að mælinum. Því er líklegt að leiðni sé ennþá meiri við upptök Skeiðará við Vatnajökul. Engin sérstök jarðskjálftavirkni eða órói hefur komið fram í kjölfarið á þessari auknu leiðni í Skeiðará. Það er hugsanlegt að ís-skjálftar eigi sér núna stað í Vatnajökli vegna þessa aukna rennslis. Ef það er raunin þá er hægt að fylgjast með því hérna. Það er mjög lítið vatn í Grímsvötnum síðan það gaus þar árið 2011 (umfjöllun um það eldgos er að finna hérna á ensku). Eins og stendur er ekki búist við frekari virkni í Grímsfjöllum.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja þessa vefsíðu og mína vinnu. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal takkan eða leggja beint inn á mig samkvæmt upplýsingum sem er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Beðið eftir eystri Skaftárkatlinum

Jökulhlaupið í Skaftá er alveg að verða búið eða er búið þegar þetta er skrifað (21-Janúar-2014). Þetta jökulflóð var frekar lítið samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem fylgist með gangi þessara flóða. Það er hinsvegar meira eftir. Þar sem það eru tveir katlar í Vatnajökli og eystri Skaftárketilinn er ennþá fullur af vatni.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Eystri og vestari Skaftárkatlanir í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar eystri Skaftárketilinn tæmist þá er reiknað með að það flóð verði mun stærra en flóðið úr vestari Skaftárkatlinum. Síðasta flóð sem átti sér stað úr eystri Skaftárkatlinum var árið 2010 samkvæmt yfirliti frá Háskóla Íslands. Hægt er að skoða hvernig flóðin úr Skaftárkötlum virka hérna á vefsíðu Háskóla Íslands – Jarðvísindastofnun.

Skaftárhlaup er hafið

Í dag (19-Janúar-2014) var það tilkynnt að Skaftárhlaup væri hafið. Talið er að hlaupið núna komi úr vestari katlinum og verði mjög lítið. Rennsli í Skaftá þessa stundina er í kringum 370 m3/s samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Enginn órói hefur mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar ennþá, þannig að engar breytingar hafa átt sér stað ennþá í eldstöðinni þar sem háhitasvæði Skaftárkatla er í Vatnajökli. Talið er að vestari skaftárketilinn sé að tæmast, það mun þó ekki verða staðfest fyrr en hægt verður að fljúga yfir svæðið og staðfesta þannig hvaða ketill er að tæma sig.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Skaftárkatlar í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

skaftarkaltar.rennsli.svd.19-Januar-2014
Rennslis og flóðamælar Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

Óvissustigi hefur verið líst yfir á svæðinu af Almannavörnum og það er mælst til þess að fólk ferðist ekki um þetta svæði á meðal skaftárhlaupið gengur yfir. Vegna hættu á eitrun á svæðinu vegna brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu. Einnig sem að fólki hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nærri skaftárkötlum vegna sprungumyndunar sem á sér stað þegar ketilinn tæmist af vatni. Hægt er að fylgjast með breytingum á skaftárhlaupinu hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Aukin leiðini í Múlakvísl

Þann 8-Janúar-2014 skrifaði ég um aukna rafleiðni í Múlakvísl. Þessi aukna rafleiðni hefur haldið áfram þessa vikuna samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta er núna önnur vikan þar sem rafleiðnin er svona óeðlilega há miðað við árstíma. Rafleiðnin í Múlakvísl um þessar mundir er í kringum ~327 til ~360 µS/cm. Venjulegt gildi fyrir Múlakvísl á þessum árstíma er í kringum ~180 µS/cm. Rennsli hefur einnig aukist í Múlakvísl í kjölfarið á þessum breytingum á leiðinni. Frá 31-Desember-2013 hefur rafleiðni í Múlakvísl verið meiri en 220 µS/cm og er það mjög óvenjulegt.

rafleidni.mulakvisl.januar.1-15.2014
Rafleiðni í Múlakvísl samkvæmt grafi frá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mulakvisl_animated
Breytingar á Múlakvísl þessa daga sem rafleiðni hefur verið hærri í Múlakvísl. Myndin er fengin héðan af vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir jarðskjálftar (fyrir utan hefðbundna virkni) eða órói hefur mælst í kjölfarið á þessum breytingum í Múlakvísl. Talið er að ketill í Mýrdalsjökli sé að leka vatni útí Múlakvísl og það útskýri þessa auknu leiðni sem er núna að koma fram. Engar vísbendingar eru um það að einhverjar breytingar séu að eiga sér stað í eldstöðinni Kötlu eins og er.

Fréttir af þessu

Rafleiðni há en enginn órói mælist (mbl.is)

Styrkir: Það er hægt að styrkja þessa vefsíðu og þar með tryggja að ég haldi áfram að skrifa um íslenska jarðfræði, eldgos og jarðskjálfta. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna. Ég mun fljótlega setja upp Paypal takka svo að fólk geti styrkt mig sjálfkrafa einu sinni í mánuði. Einnig sem ég mun setja upp leið fyrir fólk til þess að styrkja mig á hefðbundin hátt með Paypal.

Færsla uppfærð klukkan 20:57 UTC þann 15-Janúar-2014.
Færsla uppfærð klukkan 20:59 UTC þann 15-Janúar-2014.

Aukin rafleiðni í Múlakvísl

Styrkir: Ef þú kannt við það sem ég er að skrifa hérna. Þá er hægt að styrkja mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi. Sérstaklega þar sem þessi vefsíða er núna orðin algerlega auglýsingalaus eins og ég útskýri hérna.

Í dag kom það fram í fjölmiðlum að aukin rafleiðni hefur verið að mælast í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli. Þar sem Mýrdalsjökull situr ofan á eldstöðinni Kötlu. Líklegast er ketill að tæma sig í Mýrdalsjökli og hefur það ferli nú þegar tekið nokkra daga, en þessi breyting í Múlakvísl hófst þann 31-Desember-2013 og hefur varað fram til dagsins í dag.

Engin aukning hefur orðið í virkni (óróa eða jarðskjálftum) í Kötlu í kjölfarið á þessari auknu leiðni. Þannig að það bendir frekar til þess að þetta sé bara ketill að tæma sig undir jökli. Þá vegna háhitasvæðis sem bræðir jökulinn hægt og rólega. Eins og stendur er engin hætta talin á tjóni vegna þessar aukningar á leiðni í Múlakvísl og það er heldur ekki talin hætta á auknu vatnsmagni í Múlakvísl eins og er. Ef jökulflóð mun eiga sér stað, þá er talið að það muni verða mjög lítið og ekki valda neinu tjóni.

Fréttir af þessu

Aukin rafleiðni en ekki útlit fyrir hlaup (Rúv.is)
Fylgjast vel með Múlakvísl (mbl.is)
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl (Vísir.is)

Leiðni-toppur í Skjálfandafljóti

Fimmtudaginn 22-Nóvember-2013 klukkan 20:20 kom fram leiðni-toppur í vatnamælingum Veðurstofu Íslands í Skjálfandafljóti. Það er ekki vitað hvaða eldstöð eða háhitasvæði þessi leiðni-toppur kom frá í Vatnajökli og ekkert jökulflóð kom í kjölfarið á þessum leiðni-toppi. Engrar frekari virkni hefur orðið vart í Skjálfandafljóti síðan þetta átti sér stað svo ég viti til.