Staðan í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu í Fagradalsfjalli, það fer líklega að gjósa mjög fljótlega

Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótlega hérna.

Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli hélt áfram þann 22-Desember og þann 23-Desember. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,9 og fannst yfir stórt svæði. Það hefur ekki verið tilkynnt um neitt tjón á eignum ennþá í þessari jarðskjálftahrinu.
Það eru núna þrjár jarðskjálftamiður í þessari jarðskjálftahrinu. Fyrsta jarðskjálftamiðjan er norðan við stóra gíginn, jarðskjálftamiðja tvö er undur stóra gígnum, jarðskjálftamiðja þrjú er í Nátthagakrika. Það er það svæði þar sem fólk gekk upp að eldgosinu á gönguleið A og B.

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Mikið af grænum stjörnum á kortinu og mikið af rauðum punktum
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þétt jarðskjálftavirkni á yfirlitsgrafinu frá Veðurstofunni. Mikið af punktum við 2 styrkja línuna en einnig talsvert af puntkum við 3 styrkja jarðskjálfta línuna
Þétt jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ljóst að þessi jarðskjálftavirkni mun ekki hætta fyrr en eldgos hefst á ný á þessu svæði. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst þarna. Ef að nýr gígur opnast á þessu svæði, þá mun jarðskjálftavirknin halda áfram að stækka þangað til að það gerist. Ef að gígur sem er nú þegar á svæðinu byrjar að gjósa, þá mun það koma af stað einhverri jarðskjálftavirkni. Það er ljóst er að kvikan mun finna sér leið þar sem mótstaða er minnst í jarðskorpunni, alveg sama hver sú leið er. Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa orðið meira en 6000 jarðskjálftar og í kringum 50 til 100 af þeim hafa verið jarðskjálftar sem eru stærri en Mw3,0.

Jarðskjálftahrina í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðinni, í Fagradalsfjalli, eldgos er mögulegt fljótlega

Staðan núna breytist mjög hratt og því verða upplýsingar í þessari grein úreltar mjög hratt.

Það er möguleiki á að eldgos sé að fara að hefjast aftur í Fagradalsfjalli (Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðin) eftir að jarðskjálftahrina hófst þar klukkan 17:00 þann 21-Desember-2021. Jarðskjálftahrinan hefur verið að vaxa mjög hratt síðustu klukkutímana og það sér ekki á þeim vexti þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3. Yfir 150 jarðskjálftar hafa mælst frá því klukkan 17:00.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli með mörgum rauðum punktum og síðan grænni stjörnu sem sýnir stærsta jarðskjálftann
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli í eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staða mála er að breytast mjög hratt á þessu svæði. Þegar þessi grein hefur eldgos ekki ennþá hafist en það er aðeins spurning um klukkutíma áður en eldgos hefst á þessu svæði á ný. Það gæti gerst í nótt eða einhverntímann á morgun. Það er engin leið að vita það þegar þessi grein er skrifuð.

Ég mun setja inn nýja uppfærslu seint á morgun. Þar sem ég verð upptekinn framan af degi í öðrum hlutum. Það er ekki hægt að komast hjá þessu.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík

Í dag (8-Desember-2021) hefur verið jarðskjálftahrina norður af Grindavík. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina Mw3,1 klukkan 10:44. Það kemur ekki fram í fréttum hvort að þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík. Jarðskjálftavirkni þarna hefur hægt og rólega verið að aukast síðan það hætti að gjósa í Fagradalsfjalli þann 18-September-2021. Það er ennþá jarðskjálftahrina á svæðinu og eru þar litlir jarðskjálftar að koma fram þegar þessi grein er skrifuð.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina norður af Grindavík“

Þensla mælist á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli

Samkvæmt frétt Rúv í dag (16-Nóvember-2021) þá er þensla farin að mælast á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli en þetta er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Þessi þensla bendir til þess að eldgos gæti hafist aftur í Fagradalsfjalli, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos byrjaði. Þar sem það er mjög líklegt að kvika sé að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Þenslan er núna orðin nógu mikil til þess að sjást á gervihnattamyndum sem fylgjast með aflögun í efri lögum jarðskorpunnar. Í efri lögum jarðskorpunnar þá kemur þessi aflögun fram sem lítil en það er líklega ekki öll myndin hérna.

Frétt Rúv

Gosið enn í dvala – Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi (Rúv.is)

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í gær (12-Október-2021) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Flestir af þeim jarðskjálftum sem komu fram voru út í sjó. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,2 út í sjó en ekkert mjög langt frá ströndinni.

Jarðskjálftavirkni út í sjó er sýndur með tveim grænum stjörnum þar sem stærstu jarðskjálftanir urðu á Reykjaneshrygg. Það er einnig græn stjarna við Keili sem hafði jarðskjálftavirkni á sama tíma
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist beint kvikuhreyfingum á þessu svæði en það hafa verið merki um það að kvika sé komin mjög grunnt í jarðskorpuna á þessu svæði án þess að það gjósi. Það þýðir að kvikan er á ferðinni þarna án þess að gjósa. Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast á Reykjanesinu aftur og á Reykjaneshrygg á sama tíma eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli stöðvaðist.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina nærri Keili

Þegar þessi grein er skrifuð þann 3-Október-2021 þá er jarðskjálftahrina við Keili ennþá í gangi. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,2 þann 2-Október-2021. Það gæti breyst án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga við Keili er sýnd með nokkrum grænum stjörnum sem raðast upp ofan á hverja aðra.
Jarðskjálftavirknin við Keili á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem ég er að sjá í þessari jarðskjálftahrinu er það mín skoðun að þessir jarðskjálftahrina á upptök sín í kviku sem er þarna við Keili. Kvikan sem er þarna virðist vera föst en afhverju það gerist veit ég ekki en það er áhugavert að fylgjast með því. Það bendir einnig til þess að kvikan sem hafi gosið í Fagradalsfjalli hafi komið þarna upp og það sé því ástæðan afhverju eldgosið þar stöðvaðist. Það er hugmyndin núna, hvort að það er rétt veit ég ekki.

Almannavarnir og Veðurstofu Íslands hafa varað fólk við því að fara að Keili vegna hættu á eldgosi og stórum jarðskjálfta á því svæði.

Þegar þessi grein er skrifuð þá er óljóst hvort að breytingar hafa orðið á jarðhitasvæðum næst Keili. Það hafa komið fram fréttir um það en þær eru óstaðfestar eins og er.

Það er núna hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 á svæðinu í nágrenni við Keili. Jarðskjálftavirknin við Keili sýnir munstur sem fylgir mikilli virkni og síðan lítilli virkni þess á milli. Það er ekki góður skilningur á því afhverju jarðskjálftavirknin er svona þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg suður af Keili sem er sýnd með rauðum punktum á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga suður af Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.

Það eldstöðvarkerfi sem er núna að gjósa er Krýsuvík-Trölladyngja.

Grein uppfærð þann 29-September-2021 klukkan 11:46. Rétt dagsetning um upphaf jarðskjálftahrinunar sett inn.

Stór hraunhellir opnast, kemur af stað miklu hraunflæði niður í Nátthaga

Í gær (15-September-2021) um klukkan 11:10 opnaðist hraunhellir í hrauninu í Geldingadalir og það kom af stað hraunflóði sem fór niður í Nátthaga. Hraunið fór Geldingadal á minna en 20 mínútum. Hraunið stoppaði á varnargarði sem kom í veg fyrir að það færi niður í Nátthagakrika. Ef að hraunið kemst niður í Nátthagakrika þá verður gönguleiðum A og B lokað varanlega eða þá að það verður að endurteikna þá gönguleið alveg frá grunni. Hraun niður í Nátthagakrika þýðir einnig að stutt er fyrir hraunið að fara í átt að Grindavík og yfir nálæga vegi sem eru þar.

Hraunflæðið í gær fór niður í Nátthaga en fór ekki langt miðað við eldra hraun sem er þarna til staðar nú þegar. Þetta snögga hraunflæði kom fólki í stórhættu og sýnir að hraunið er fullt af hraunhellum sem eru stórhættulegir og geta opnast hvenær sem er án viðvörunnar. Hraunflæðið sem hófst í gær er ennþá í gangi eftir minni bestu þekkingu. Útsýni hefur hinsvegar verið takmarkað vegna þoku á svæðinu núna í kvöld.

Einn eða tveir fávitar sáust ganga nærri og á gígnum í Fagradalsfjalli í gær og ég held að þetta sé sama fólkið og Landhelgisgæslan þurfti að bjarga af Gónhóli í gær eftir að það varð lokað inni á Gónhól vegna þess að nýji hraunstraumurinn hafði lokað leiðinni sem fólkið hafði farið þangað yfir nokkru áður.

Gígurinn er núna rúmlega 334 metra hár yfir sjávarmáli. Eins og er þá er gígurinn ekki að vaxa að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.

Myndir af þessu hraunflæði er hægt að finna á samfélagsmiðlum. Ég get ekki notað þessar myndir vegna höfundarréttarmála. Það er einnig eitthvað af myndböndum af þessu á YouTube.

Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.