Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli þann 4-Ágúst-2022

Þetta hérna er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Greinin er skrifuð klukkan 17:04 þann 04-Ágúst-2022.

  • Eldgosið er stöðugt eins og er. Hlutar af sprungunni hafa hætt að gjósa og er mesti hluti eldgossins aðeins í syðri hluta sprungunnar.
  • Gígur hefur ekki myndast útaf hrauntjörninni sem er þarna og kemur í veg fyrir myndun gígs.
  • Það er í kringum 20 m3/sec til 30 m3/sec af hrauni að koma upp í þessu eldgosi núna. Þetta mun breytast án viðvörunar.
  • Dalurinn Meradalir er að fyllast af hrauni og er núna orðin að 800C heitri hrauntjörn sem er þarna á svæðinu. Það er hugsanlegt að dalurinn muni fyllast upp af hrauni eftir um eina viku og er nú þegar byrjað að flæða inn í nálæga dali (sem ég er ekki viss hvað heita eða hvort að þeir hafa nafn). Ef að eldgosið minnkar, þá mun það taka um þrjár til fjórar vikur fyrir hraunið að fylla dalinn.
  • Gossprungan getur farið að stækka í báðar áttir án nokkurar viðvörunnar og það eru vísbendingar um það að norðurhluti þessar sprungu sé á hreyfingu og því getur farið að gjósa þar án viðvörunnar. Suðurhluti sprungunnar er undir hrauni og því er ekki hægt að fylgjast með þeim hluta.
  • Miðbandið í óróanum (1 – 2Hz) heldur áfram að aukast og það segir að aukin kvika sé að flæða um í gegnum kvikuinnskotið. Það er vísbending um að hugsanlega sé stærra eldgos á leiðinni. Hvort að það gerist og hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um.
  • Stærsti jarðskjálfti síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,4 klukkan 09:26. Í gær (03-Ágúst-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 klukkan 05:42 og síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 klukkan 12:00. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, sérstaklega jarðskjálftavirknin sem er ennþá í gangi eftir að eldgosið hófst. Minniháttar jarðskjálftar halda áfram þó svo að eldgos sé hafið.
  • Það er meira vatn í þessu hrauni og það eykur gasmagnið þegar kvikan nær yfirborði. Það er einnig meira af SO2, CO, CO2 gasi í þessu eldgosi, þar sem það er meira hraun að koma upp.

Ég mun setja inn uppfærslur á hverjum föstudegi á meðan þetta eldgos er í gangi. Nema ef eitthvað meiriháttar gerist, þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Á venjulegum degi, þá verða yfirleitt ekki neinar stórar breytingar á þessu eldgosi.

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Eldgos hafið í Fagradalsfjalli

Í dag (03-Ágúst-2022) um klukkan 13:30 hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Þetta eldgos er rétt norðan við gíginn sem gaus í fyrra (2021) frá Mars til September. Það virðist sem að gossprungan sé ennþá að lengjast bæði til norðurs og suðurs. Það bendir til þess að kraftur eldgossins sé að aukast hægt og rólega.

Þetta eru allar upplýsinganar sem ég hef í augnablikinu. Þetta eldgos sést mjög vel á vefmyndavélum Rúv og Morgunblaðsins á YouTube.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég fæ þær. Hvenær það gerist veit ég ekki.

Uppfærsla 1

Miðað við myndir frá vefmyndavél Morgunsblaðsins. Þá hófst eldgos klukkan 13:16.

Mynd af hraunbreiðu og fjöllum á Reykjanesskaga og síðan sést í smá ský sem kemur upp úr jörðinni þar sem kvikan hefur náð að brjóta sér leið upp í gengum jarðskorpuna. Klukkan á vefmyndavélinni er 13:16.
Upphaf eldgossins í Fagradalsfjalli þann 3-Ágúst-2022 klukkan 13:16. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Morgunblaðinu. – Þessi mynd verður fjarlægð ef það kemur krafa um slíkt.

Kvikan er á leiðinni upp í Fagradalsfjalli, síðustu mælingar segja um 1600 metra eftir

Samkvæmt frétt á Vísir.is (tengill neðst) þá er samkvæmt gervihnattamælingum kvikan byrjuð að rísa upp í Fagradalsfjalli. Þessa stundina á kvikan um 1600 metra eftir þangað til að kvikan kemst upp á yfirborðið og eldgos hefst. Hraði kvikunar núna er í kringum 130 metrar á dag og því ætti eldgos að hefjast í kringum 11-Janúar-2022. Þetta er núverandi mat á aðstæðum en það gæti breyst ef kvikan eykur hraðan eða hægir á sér á leiðinni upp jarðskorpuna.

Það er óljóst hvaða svæði mun gjósa þar sem nýi kvikugangurinn er til hliðar við eldri kvikuganginn og því er ekki víst að það gjósi í eldri gígum. Það eru því meiri líkur en minni að það muni gjósa í nýjum gígum þegar eldgos hefst, eitthvað af hugsanlegum nýjum gígum munu opnast á svæði sem er nú þegar undir undir nýju hrauni af eldra eldgosinu. Svæðið mun því verða mjög áhugavert þegar eldgos loksins hefst.

Frétt Vísir.is

Kvikan á uppleið en á enn 1.600 metra eftir

Jarðskjálftahrina suður af Keili

Á Laugardeginum 25-September-2021 hófst jarðskjálftahrina suður af Keili sem er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg suður af Keili sem er sýnd með rauðum punktum á jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga suður af Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur verið í lengsta hléi síðan það hófst þann 19-Mars-2021 og þegar þessi grein er skrifuð þá er hléið ennþá í gangi.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að eldgosatímabilið sem er núna í gangi sé ekki ennþá lokið á Reykjanesskaga. Þó svo að ekkert sé að gerast í augnablikinu.

Það eldstöðvarkerfi sem er núna að gjósa er Krýsuvík-Trölladyngja.

Grein uppfærð þann 29-September-2021 klukkan 11:46. Rétt dagsetning um upphaf jarðskjálftahrinunar sett inn.

Stór hraunhellir opnast, kemur af stað miklu hraunflæði niður í Nátthaga

Í gær (15-September-2021) um klukkan 11:10 opnaðist hraunhellir í hrauninu í Geldingadalir og það kom af stað hraunflóði sem fór niður í Nátthaga. Hraunið fór Geldingadal á minna en 20 mínútum. Hraunið stoppaði á varnargarði sem kom í veg fyrir að það færi niður í Nátthagakrika. Ef að hraunið kemst niður í Nátthagakrika þá verður gönguleiðum A og B lokað varanlega eða þá að það verður að endurteikna þá gönguleið alveg frá grunni. Hraun niður í Nátthagakrika þýðir einnig að stutt er fyrir hraunið að fara í átt að Grindavík og yfir nálæga vegi sem eru þar.

Hraunflæðið í gær fór niður í Nátthaga en fór ekki langt miðað við eldra hraun sem er þarna til staðar nú þegar. Þetta snögga hraunflæði kom fólki í stórhættu og sýnir að hraunið er fullt af hraunhellum sem eru stórhættulegir og geta opnast hvenær sem er án viðvörunnar. Hraunflæðið sem hófst í gær er ennþá í gangi eftir minni bestu þekkingu. Útsýni hefur hinsvegar verið takmarkað vegna þoku á svæðinu núna í kvöld.

Einn eða tveir fávitar sáust ganga nærri og á gígnum í Fagradalsfjalli í gær og ég held að þetta sé sama fólkið og Landhelgisgæslan þurfti að bjarga af Gónhóli í gær eftir að það varð lokað inni á Gónhól vegna þess að nýji hraunstraumurinn hafði lokað leiðinni sem fólkið hafði farið þangað yfir nokkru áður.

Gígurinn er núna rúmlega 334 metra hár yfir sjávarmáli. Eins og er þá er gígurinn ekki að vaxa að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.

Myndir af þessu hraunflæði er hægt að finna á samfélagsmiðlum. Ég get ekki notað þessar myndir vegna höfundarréttarmála. Það er einnig eitthvað af myndböndum af þessu á YouTube.

Fagradalsfjall er hluti af Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.

Óstaðfest virkni í nágrenni við Keilir í eldgosinu í Fagradalsfjalli

Þetta er óstaðfest og getur því verið rangt af mörgum ástæðum. Þetta geta einnig verið rangar tilkynningar en það sem sést á vefmyndavélum bendir til þess að eitthvað sé að gerast. Það hefur eitthvað sést til þessa á vefmyndavélum. Hérna eru tvær myndir sem ég náði af þessari virkni.

Svarthvít mynd í áttina að Keili sýnir ljósan blett sem er svæði sem er heitara en umhverfi sitt á þessari hitamyndavél.
Það er eitthvað þarna á þessari hitamyndavél sem er vísað í áttina að Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Securitas og Mílu.
Svört mynd með tveim ljós punktum. Ljós punkturinn til vinstri er virkni í bíl eða álíka og því manngert. Ljósi punkturinn til hægri er kannski eldgosavirkni á nýjum stað en það er óstaðfest.
Tveir ljós punktar á vefmyndavél sem kallast Reykjanes. Vinstri punkturinn er manngerður en það er ekki víst með ljós punktinn til hægri hvort að það er eldgos á nýjum stað eða manngert ljós. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Mílu.

Það er óljóst hvað er að gerast og þetta gæti allt saman verið rangt. Ég er hinsvegar einnig að sjá í eitthvað ljós koma reglulega upp á bak við stóra gíginn á einni af vefmyndavélum mbl.is á YouTube af stóra gígnum. Stóri gígurinn er óvirkur núna.

Ég veit ekki hvenær staðfesting kemur fram. Þá hvort að þetta er eldgos. Hvort að þetta er ekki eldgos en það mun koma staðfesting á því hvort að þetta er eldgos eða ekki eldgos. Ég mun setja inn uppfærslur hingað inn á næstu klukkutímum ef ég læri eitthvað nýtt um stöðuna á þessu.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Ljósið sem sést á seinni myndinni og er til hægri er mjög líklega vitinn á Reykjanesi og því er þetta manngert ljós. Það sem sést á hitamyndavélinni hefur ekki ennþá verið staðfest hvað er.

Uppfærsla klukkan 03:10 þann 7-September-2021

Það sem fólk taldi sig sjá í gær reyndist vera rangt. Þetta gerist stundum og það er lítið við því að gera. Það sem sást á hitamyndavélinni er gígurinn og hitastreymi frá honum. Stóri gígurinn er ennþá óvirkur og núna eru brennisteins útfellingar frá brennisteinsgufunni farnar að koma fram á gígnum.

Grein uppfærð klukkan 03:11 þann 7-September-2021.

Grein uppfærð klukkan 13:42 þann 7-September-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 19-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu.

  • Eldgosið heldur áfram þessum undarlegu skiptingu milli þess að gjósa ekki í nokkra klukkutíma og síðan að gjósa í nokkra klukkutíma.
  • Afleiðingin af þessu ferli í eldgosinu er sú að hraunið rennur aldrei langt frá stærsta gígnum og hleðst eingöngu upp í nágrenni við hann. Það hækkar gíginn og er hann núna kominn í rúmlega 200 metra hæð (+- 50 metra) samkvæmt minni ágiskun.
  • Eldgosið hefur núna varað í fimm mánuði. Eldgosið í Holuhrauni árið 2014 til 2015 sem kom úr Bárðarbungu varði í sex mánuði.
  • Þegar þessi grein er skrifuð þá hafa ekki nýir gígar opnast svo að það sjáist en það útilokar ekki að nýir gígar hafi opnast undir hrauninu. Þar sem þarna eru mjög stórir hraunhellar sem gefur möguleikann á því að nýir gígar opnist þar undir án þess að nokkur verði þeirra var.

Það eru engar frekari uppfærslur um þetta eldgos þegar þessi grein er skrifuð. Það gæti breyst án fyrirvara en mér þykir það samt ólíklegt eins og er.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 16-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hefur verið staðfest að nýr gígur hefur opnast í barminum á stóra gígnum. Það fór að móta fyrir þessum gíg fyrir nokkrum dögum síðan. Þessi gígur fylgir eftir virkninni í stóra gígnum og er því óvirkur þegar virknin fellur niður þar.
  • Þessi nýi gígur mun breyta hraunflæðinu þarna þannig að hraun mun núna flæða niður í Syðri-Meradali og niður í Geldingadali.
  • Þessa stundin er gígurinn að byggjast upp. Þar sem gígurinn er í gígbarminum á stærri gígnum þá er þetta allt saman mjög óstöðugt og mikil hætta á hruni þarna.
  • Það er mjög líklegt að fleiri nýir gígar munu halda áfram að myndast í kjölfarið á myndun þessa nýja gígs.
  • Það er spurning hvort að þessi gígur tákni að nýtt stig sé hafið í eldgosinu. Það er ekki ennþá orðið ljóst eða komið neitt svar við þessari spurningu.
  • Nýi gígurinn sést vel á öllum vefmyndavélum.

Þoka hefur komið í veg fyrir að það sjást vel í báða gígana. Ég reikna með að þetta verði staðan í dag og á morgun (17-Ágúst-2021) og jafnvel næstu daga. Þokan kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með eldgosinu.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 11-Ágúst-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Eldgosið heldur áfram eins og hefur verið. Eldgos í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma. (Hérna er mín persónulega skoðun) Hvert eldgos sem er svona er í raun ekkert annað en stutt eldgos í eldstöðinni sem er þarna. Alveg eins og er í öðrum eldstöðvum en tíminn milli eldgosa er bara styttri þarna. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast svona.
  • Sprungur hafa myndast í gónhólnum sem er næst gígnum. Afhverju þetta er að gerast er ennþá óljóst. Það eru tveir möguleikar sem útskýra þetta. Fyrsti möguleikinn er að hérna sé um að ræða sprungur vegna spennu í jarðskorpunni vegna eldgossins. Annar möguleiki er að þarna sé komin fram þensla vegna þess að kvika er að fara að þrýsta sér þarna upp. Þetta sást fyrst í eldgosinu, þá kom fram sprungumyndum nokkrum dögum áður en eldgos hófst á því svæði.
  • Hraunflæði er núna í kringum 9m3/sec samkvæmt mælingum Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Þetta eldgos er mjög lítið og er miklu minna en eldgosið í Heklu árið 2000 sem var minnsta eldgos í skráðri sögu (samkvæmt fréttum). Á meðan eldgosið er svona lítið þá mun hraunið ekki fara langt og eingöngu renna stutt frá gígnum og hlaðast upp á svæðinu næst honum og á nærliggjandi svæðum.

Fólk heldur áfram að fara út á hraunið sem er stórhættulegt þar sem undir hraun skorpunni getur verið stórir hellar sem eru fullir af hrauni og það hraun er allt að 1100C gráðu heitt. Ef að þakið brotnar á svona helli og fólk fellur ofan í þá. Þá er engin leið til þess að bjarga viðkomandi þar sem það verður orðið of seint hvort sem er. Síðan getur hraun skorpan bara brotnað upp án viðvörunar og þá hleypur fljótandi hraun fram án nokkurar viðvörunnar og afleiðinganar af því mun valda alveg jafn miklum dauðsföllum.