Meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í gær (24-Júlí-2021) og í dag (25-Júlí-2021) hefur verið aukning í jarðskjálftavirkni í Kötlu. Það er ekki ljóst hvað er að valda þessari aukningu á jarðskjálftum í Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa komið fram voru með stærðina Mw2,6.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu er merkt með rauðum punkti, síðan gulum punktum sem ná frá suður hluta öskju Kötlu og norður með og síðan til austurs innan öskjunnar.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Einn af þeim möguleikum sem gæti hafa komið þessari jarðskjálftavirkni af stað er ef að katlar innan Mýrdalsjökuls hafa verið að tæma sig af vatni og þá fellur þrýstingur hratt sem kemur af stað jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Ég veit ekki hvort að það hefur verið það sem gerðist núna. Það hinsvegar tekur vatnið úr kötlum Mýrdalsjökuls nokkra klukkutíma að ná niður í jökulár á svæðinu ef þetta er það sem gerðist. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Frá 22-Júlí-2021 hefur verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur að mestu leiti verið í austur hluta öskju Kötlu og stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst var með stærðina Mw3,0.

Jarðskjálftavirknin í Kötlu í austari hluta öskjunnar sýndir með rauðum punktum á korti frá Veðurstofu Íslands. Til vesturs er á kortinu minni jarðskjálftahrina sem einnig varð í öskju Kötlu.
Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni sem bendir sterklega til þess að hérna sé eingöngu um að ræða venjulega jarðskjálftavirkni sem tengist sumrinu. Jarðskjálftavirkni er einnig of lítil til þess að hérna sé um virkni sem bendir til hættu af eldgosi. Það gæti þó breyst ef jarðskjálftavirknin breytist og verður stærri.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Aðfaranóttina að 11-Apríl-2021 urðu djúpir jarðskjálftar í Kötlu. Dýpi þessara jarðskjálfta var frá 22,1 km til 24,5 km.

Djúpir jarðskjálftar í Kötlu sem ná frá austri til vestur.
Jarðskjálftar í Kötlu á miklu dýpi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru minni en Mw1,0 að stærð. Snemma í morgun voru litlir jarðskjálftar sem voru ofar í jarðskorpunni í Kötlu en sú jarðskjálftavirkni tengist líklega ekki þessum djúpu jarðskjálftum sem áttu sér stað. Þessari jarðskjálftavirkni er lokið og ég reikna ekki með því að þarna gerist eitthvað meira.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu í gærmorgun (27-Júlí-2020)

Í gærmorgun (27-Júlí-2020) varð jarðskjálftavirkni í Kötlu. Þetta var hefðbundin jarðskjálftavirkni í Kötlu á grunnu dýpi.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,8 en aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Það varð engin breyting á óróa fyrir eða eftir að þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Þessir jarðskjálftar hafa verið tengdir við að katlar í Mýrdalsjökli hafa verið að tæmast í sumar. Það gerist mjög oft á sumrin.

Jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í nótt þann 23-Júlí-2020 klukkan 05:36 varð jarðskjálfti í eldstöðinni Kötlu með stærðina Mw3,3. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálfta og það þýðir að kvikan hefur ekki farið af stað í kjölfarið á jarðskjálftanum. Á þeim klukkutímum sem síðan þessir jarðskjálfti átti sér stað hefur ekki orðið nein breyting á óróa í Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem höfðu orðið fyrr um nóttina voru með stærðina Mw2,7 og Mw2,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég reikna ekki með að neitt meira gerist og að eldstöðin Katla verður bara róleg.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu

Dagana 25-Apríl-2018 og 26-Apríl-2018 varð lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Jarðskjálftahrinan varð í suðurhluta öskju Kötlu.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir í þessari hrinu voru með stærðina 2,1 og 1,8 en allir aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að sumarjarðskjáltavirknin sé að hefjast í Kötlu þetta árið og því má búast við talsverði jarðskjálftavirkni í Kötlu næstu mánuði.

Há leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli (eldstöðin Katla)

Síðustu daga hefur verið mikil leiðni í jökulám sem koma frá Mýrdalsjökli vegna þess að katlar sem eiga uppruna sinn í jarðhita sem kemur frá eldstöðinni Kötlu hafa verið að tæma sig. Vegna þess hversu kalt er í veðri núna þá er ekki mikið bræðsluvatn eða vatn í öðrum ám í jökulám núna sem þýðir að nærri því eingöngu bræðsluvatn er núna í jökulám frá Mýrdalsjökli. Þessa stundina er leiðnin í Múlakvísl á Mýrdalssandi í kringum 567µS/cm (ég veit ekki hvar mælirinn er staðsettur). Það hefur einnig fylgt þessu talsvert gas og stendur mælingin núna í 1ppm og er þetta því hættulegt magn af H2S sem er að mælast.

Það hafa verið örfáir litir jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga en enginn af þeim hefur náð stærðinni 2,0 þessa stundina.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hvað er að gerast er erfitt að segja til um á þessari stundu. Það eina sem er vitað með vissu er að katlar eru að tæma sig í nærliggjandi jökulár á þessari stundu.

Brennisteinslykt frá Múlakvísl

Þann 3-Október-2017 kom fram jarðskjálftavirkni í Kötlu eins og ég fjallaði um hérna. Aðfaranótt 3-Október kom fram óróapúsl í Kötlu sem varði í nokkra klukkutíma en þessi óróapúls var ekkert rosalega sterkur og sést því ekkert rosalega vel á SIL stöðvum í kringum Kötlu.

Í dag (8-Október-2017) kom fram í fréttum Rúv að brennisteinslykt hefði fundist af Múlakvísl í dag og undanfarna daga auk þess að leiðni hefði að auki verið hærri undanfarna daga í Múlakvísl. Helsta hugmyndin að því hvað er í gangi er að einn af yfir tuttugu kötlum í Mýrdalsjökli hefði verið að tæma sig eins og gerist reglulega í Mýrdalsjökli. Í þessum kötlum þá safnast bræðsluvatn og því tæmast þessir katlar þegar þeir eru orðnir fullir og þrýstingurinn orðin nægur til þess brjóta sér leið undir jökulinn. Þetta olli litlu flóði í Múlakvísl auk þess að valda þeim óróa sem kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar í kringum Mýrdalsjökul. Ég veit ekki alveg hvað er raunin hérna en aukin jarðskjálftavirkni hefur verið tengd svona atburðum í sumar þegar þeir hafa orðið og svona atburðir hafa orðið reglulega í allt sumar. Þessa stundina er leiðni frekar há í Múlakvísl samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofu Íslands en það dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu daga.

Fréttir af þessu

Brennisteinslykt á Mýrdalssandi (Rúv.is)

Stutt greining á atburðunum í Kötlu þann 28 og 29 Júlí-2017

Veðurstofa Íslands hefur gefið út áhugaverðar myndir sem sýna virkina í Kötlu þann 28 og 29 Júlí-2017 í áhugaverðu ljósi. Þessi gögn gefa hugsanlega vísbendingar um það hvað gerist rétt áður en eldgos hefst í Kötlu.

Óróapúslar í Kötlu

Þann 28 Júlí hófst virkni í Kötlu sem kom fram í litlum óróapúlsum á nokkrum jarðskjálftamælum sem Veðurstofa Íslands er með í kringum Kötlu. Þann 29 Júlí jókst óróapúlsinn umtalsvert miðað við það sem hann hafði verið daginn á undan. Það er nærri því vonlaust að sjá þessa óróapúlsa þann 28 Júlí á óróagrafi Veðurstofunar á vefsíðu þeirra (óróagröf).


Óróinn eins og hann kom fram á jarðskjálftamælum Veðurstofu Íslands þann 28 Júlí-2017. Hver tíðni er með sína eigin línu. Tíminn er láréttur og kraftur er lóðréttur á þessu grafi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Óróinn eins og hann kom fram þann 29 Júlí-2017. Enda jókst óróinn eftir miðnætti frá því hann hafði áður verið. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi gögn benda til þess að rétt áður en lítið eldgos varð í Kötlu þá varð líklega suða í jarðhitakerfum sem eru í Kötlu á þessu svæði þar sem þessir atburðir urðu. Þetta er einnig tengt jökulflóðinu sem kom fram.

Óróinn og jökulflóðið


Óróinn og síðan jökulflóðið og hvernig það tengdist saman samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist vera bein tenging milli óróans og síðan jökulflóðsins eins og það kom fram á mælum Veðurstofunnar. Það er því mín skoðun að það hafi orðið lítið eldgos undir Mýrdalsjökli í Kötlu. Hversu lengi það eldgos varði er ekki vitað og góð spurning. Óróagögn benda til þess að þetta litla eldgos varði bara í nokkra klukkutíma áður en það kláraðist. Nýjar sprungur hafa sést í kringum ketill 10 í Mýrdalsjökli. Hægt er að sjá staðsetningar katla í Mýrdalsjökli hérna (á ensku) á vefsíðu Jarðvísinda hjá Háskóla Íslands.

Í venjulegu ári þá mundi þetta vera endir sögunar með virkina í Kötlu. Lítið eldgos í Kötlu og síðan ekkert meiri virkni. Í þetta skiptið virðist það ekki vera raunin. Litlir púlsar af óróa hafa verið að koma fram undanfarna viku (vika 31) í Kötlu og það virðist vera áframhaldandi ferli. Mikið af þessum óróapúlsum er erfitt að sjá á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar og sumir sjást eingöngu á einni eða tveim jarðskjálftamælum hjá Veðurstofunni. Þessa stundina er Katla róleg og ekkert að gerast og það gæti verið staða sem mundi vara í talsverðan tíma vegna þessa litla eldgoss (mín skoðun) sem varð í Kötlu og jökulflóðið sem kom fram í kjölfarið úr Mýrdalsjökli.

Jökulhlaupi frá Mýrdalsjökli (Kötlu) lokið

Veðurstofa Íslands hefur tilkynnt að jökulflóði frá Mýrdalsjökli sem fór í Múlakvísl er núna lokið. Engir jarðskjálftar hafa mælst í Kötlu síðustu 12 klukkutímana og leiðni í Múlakvísl hefur einnig farið niður á eðlilegt stig.


Jarðskjálftavirkni í Kötlu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Litakóði fyrir Kötlu er ennþá gulur og verður ekki breytt fyrr en einhverntímann í næstu viku. Þó svo að þessu jökulflóði sé lokið þá getur virkni tekið sig upp aftur í Kötlu án mikillar viðvörunar. Þessa stundina er hinsvegar rólegt í Kötlu og ekkert jökulflóð í gangi.