Jarðskjálfti í Bárðarbungu (21. Febrúar 2023)

Í dag (21. Febrúar 2023) klukkan 08:41 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti verður vegna þess að það er núna þensla í Bárðarbungu eftir að eldgosinu lauk í Holuhrauni árið 2015. Jarðskjálftar með þessa stærð munu eiga sér stað í Bárðarbungu einu sinn til tvisvar á ári þangað til að eldstöðin er tilbúin í næsta eldgos og það mun mjög líklega ekki gerast fyrr en eftir marga áratugi. Það munu koma fram minni jarðskjálftar milli þessara stóru jarðskjálfta. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti á Akureyri.

Græn stjarna í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli. Auk rauðra punkta sem sýna minni jarðskjálftana sem eru að eiga sér stað í Bárðarbungu. Það sjást einnig punktar í öðrum eldstöðvum á þessu svæði á Íslandi í formi appelsínugulra punkta og gulra punkta sem eru dreifðir um kortið.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðast var bilið milli eldgosa í Bárðarbungu rétt um 112 ár. Þá var rólegt í Bárðarbungu milli áranna 1902 til ársins 2014. Minnsti tími milli eldgosa í Bárðarbungu virðist vera í kringum 40 ár, en flest eldgos verða í kringum 90 ára til 112 ára mörkin. Þetta er miðað við gögn frá Global Volcanism Program um Bárðarbungu. Það er talsverð óvissa í þessum gögnum, þannig að minnsta tímabil milli eldgosa gæti verið minna en það sem kemur fram.

Ég hef einnig tekið upp að nota staðlaða skilgreiningu á stærðinni á jarðskjálftum eins og hún er útskýrð hérna. Þetta mun einfalda aðeins skrifin hjá mér hérna þegar það kemur að jarðskjálftum. Ég mun íslenska þessi heiti með tímanum.

Jarðskjálftahrina norður af Herðubreið

Í dag (17. Febrúar 2023) klukkan 09:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 um 4 km norður af Herðubreið. Þessi jarðskjálfti virðist hafa komið af stað jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist þeirri þenslu sem er að eiga sér stað núna í Öskju.

Græn stjarna norður af Herðubreið auk punkta í eldstöðinni Öskju sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni norður af Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði við Herðubreið. Hvað veldur þessari aukningu á jarðskjálftum er óljóst.

Kröftug jarðskjálftahrina norður af Kolbeinsey [uppfærð]

Í dag (14. Febrúar 2023) klukkan 01:24 hófst jarðskjálftahrina sem er 70 til 90 km norður af Kolbeinsey. Það er möguleiki að þessi jarðskjálftahrina sé í sjálfri Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw3,5 samkvæmt Veðurstofunni. Samkvæmt EMSC þá hafa orðið tveir jarðskjálftar með stærðina mb4,5.

Tvær grænar stjörnur úti í sjó norður af Kolbeinsey. Auk rauðra punkta og allra annara jarðskjálfta sem verða á Íslandi. Þar sem þetta kort sýnir allt Ísland og sjóinn í kring.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjarlægðin frá landi gerir það erfitt fyrir jarðskjálftamælanet Veðurstofunnar að mæla þessa jarðskjálfta. Þannig að það gæti verið mun meira að gerast heldur en kemur fram á jarðskjálftakortinu. Það er alltaf möguleiki á stórum jarðskjálfta á þessu svæði.

Uppfærsla
Grein uppfærð klukkan 17:11 þann 14. Febrúar 2023

Veðurstofan er búin að yfirfara þessa jarðskjálfta og það eru um átta jarðskjálftar sem komu fram og voru með stærðina yfir Mw3,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,6 samkvæmt vefsíðu EMSC og er hægt að skoða upplýsingar um þann jarðskjálfta hérna.

Grænar stjörnur sem sýna jarðskjálftana langt norður af Íslandi og norður af Kolbeinsey. Þessir jarðskjálftar eru úti í sjó. Á kortinu sjást einnig jarðskjálftar sem hafa orðið annarstaðar á Íslandi.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þó er fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar slík að það kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar sem þarna verða mælist.

Jarðskjálfti suður af Kolbeinsey

Í gær (10. Febrúar 2023) klukkan 16:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 rétt um 41 km suður af eldstöðinni Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð í Tjörnesbrotabeltinu.

Græn stjarna og gulir punktar suður af Kolbeinsey. Þetta er út í sjó.
Jarðskjálftavirknin suður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti var langt frá landi og langt frá byggð og fannst því ekki.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga / Reykjaneshrygg

Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.

Vinstra megin á myndinni úti í sjó við enda Reykjanesskaga á Reykjaneshrygg, niðri eru þrjár grænar stjörnur auk rauðra punkta sem sýna jarðskjálftavirknina sem er að eiga sér stað þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.

Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (7. Febrúar 2023) hófst lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina hófst klukkan 11:21 með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,2 og varði til klukkan 12:02. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna og rauðir punktar í vestanverðum Vatnajökli. Nokkrir rauðir punktar eru einnig á sama svæði sem sýna minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út mjög hratt. Miðað við það sem gerðist áður en eldgosið árin 2014 til 2015 áttu sér stað, þá mun öll jarðskjálftavirkni stöðvast í lengri tíma þegar Bárðarbunga verður tilbúin í næsta eldgos. Á meðan jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Bárðarbungu, þá þýðir það að eldstöðin er ennþá að undirbúa sig fyrir næsta eldgos.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi

Í dag (06. Febrúar 2023) klukkan 10:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi. Þessi jarðskjálfti varð innan 12 tíma frá því að jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 varð 50 km sunnar miðað við þennan jarðskjálfta. Þetta gæti verið eftirskjálfti en það er óljóst á þessari stundu. Samkvæmt USGS (upplýsingar frá CNN) þá geta allt að 10.000 manns hafa látist í þessum jarðskjálftum vegna staðsetningar þessa jarðskjálfta. Það er hætta á því að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Samkvæmt fréttum þá hafa einnig 582 manns látist í Sýrlandi vegna jarðskjálftans. Það er mjög mikil eftirskjálftavirkni á þessu svæði núna. Annar stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw6,7 klukkan 01:28 UTC.

Appelsínugulir punktar sem sýna jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu sem er hafin í Tyrklandi. Stærð punktanna fer eftir stærð jarðskjálftana og það er mikið af litlum og einn mjög stór hringur á kortinu.
Jarðskjálftavirknin í Tyrkland á korti frá USGS. Mynd frá USGS/Almenningur.

Upplýsingar um jarðskjálftans með stærðina Mw7,5 er að finna hérna á vefsíðu EMSC og síðan hérna á vefsíðu USGS. Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw6,7 er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Uppfærsla (klukkan 23:42)

USGS er búið að staðfesta að þetta er eftirskjálfti í þessari jarðskjálftavirkni í Tyrklandi.