Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (7. Febrúar 2023) hófst lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina hófst klukkan 11:21 með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,2 og varði til klukkan 12:02. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna og rauðir punktar í vestanverðum Vatnajökli. Nokkrir rauðir punktar eru einnig á sama svæði sem sýna minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út mjög hratt. Miðað við það sem gerðist áður en eldgosið árin 2014 til 2015 áttu sér stað, þá mun öll jarðskjálftavirkni stöðvast í lengri tíma þegar Bárðarbunga verður tilbúin í næsta eldgos. Á meðan jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Bárðarbungu, þá þýðir það að eldstöðin er ennþá að undirbúa sig fyrir næsta eldgos.

Jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi

Í dag (06. Febrúar 2023) klukkan 10:24 varð jarðskjálfti með stærðina Mw7,5 í suður Tyrklandi. Þessi jarðskjálfti varð innan 12 tíma frá því að jarðskjálfti með stærðina Mw7,8 varð 50 km sunnar miðað við þennan jarðskjálfta. Þetta gæti verið eftirskjálfti en það er óljóst á þessari stundu. Samkvæmt USGS (upplýsingar frá CNN) þá geta allt að 10.000 manns hafa látist í þessum jarðskjálftum vegna staðsetningar þessa jarðskjálfta. Það er hætta á því að raunveruleg tala látinna sé mun hærri. Samkvæmt fréttum þá hafa einnig 582 manns látist í Sýrlandi vegna jarðskjálftans. Það er mjög mikil eftirskjálftavirkni á þessu svæði núna. Annar stærsti eftirskjálftinn var með stærðina Mw6,7 klukkan 01:28 UTC.

Appelsínugulir punktar sem sýna jarðskjálftana í þessari jarðskjálftahrinu sem er hafin í Tyrklandi. Stærð punktanna fer eftir stærð jarðskjálftana og það er mikið af litlum og einn mjög stór hringur á kortinu.
Jarðskjálftavirknin í Tyrkland á korti frá USGS. Mynd frá USGS/Almenningur.

Upplýsingar um jarðskjálftans með stærðina Mw7,5 er að finna hérna á vefsíðu EMSC og síðan hérna á vefsíðu USGS. Upplýsingar um jarðskjálftann með stærðina Mw6,7 er að finna hérna á vefsíðu EMSC.

Uppfærsla (klukkan 23:42)

USGS er búið að staðfesta að þetta er eftirskjálfti í þessari jarðskjálftavirkni í Tyrklandi.

Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Lesa áfram „Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja“

Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík

Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“

Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram

Í nótt og dag (18. Desember 2022) hélt jarðskjálftahrinan sem á sér stað núna rúmlega 47 km austur af Fonti áfram. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð hafði stærðina Mw3,3 en minni jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað. Þó voru nokkrir jarðskjálftar sem voru samt stærri en Mw3,0 að stærð. Auk þess hafa orðið nokkrir jarðskjálftar sem náðu stærðinni Mw2,5.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrinan 47 km austur af Fonti heldur áfram“