Í morgun hófst jarðskjálftahrina í vestari hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til náði stærðinni Mw3,0.
Þessi jarðskjálftavirknin er vegna þess að kvika er að troða sér upp í jarðskorpuna og er komin á rúmlega 5 km dýpi. Þetta er ekki stórt kvikuinnskot og mun ekki koma af stað eldgosi, það gæti breyst ef það verður mikil aukning í jarðskjálftum þarna og slíkt hefur gerst áður (eldgosið í Ágúst 2022 hófst þannig). Staðan núna er þannig að best er að fylgjast með stöðu mála og breytingum sem kunna að verða. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað sé að fara að gerast.
Aðfaranótt 23-Október-2022 hófst jarðskjálftahrina norður af Herðubreið. Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftahrina, frekar en jarðskjálftahrina sem tengist kvikuhreyfingum. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa komið fram yfir 500 jarðskjálftar.
Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw4,0. Annar jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 varð á undan þessum jarðskjálfta. Annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,3 í þessari jarðskjálftahrinu. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Akureyri samkvæmt fréttum.
Í dag (21-Október-2022) varð jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,0 og varð klukkan 10:23. Jarðskjálftahrinan er hugsanlega búin en það er erfitt að vera viss.
Það er mjög líklegt að hérna sé eingöngu um að ræða jarðskjálftavirkni vegna jarðskorpuhreyfinga. Það er hinsvegar vert að benda á það að sú eldgosavirkni sem hefur verið í Fagradalsfjalli (nýjasta eldstöð Íslands) mun færast austur á Reykjanesskaga. Hversu hratt það gerist og hvenær það gerist er ekki þekkt. Það er vegna skorts á heimildum og síðan eru ritaðar heimildir frá því fyrir 700 til 900 árum síðan mjög fáar og mjög ótraustar vegna skorts á smáatriðum og nákvæmni í besta falli.
Í dag (19-Október-2022) klukkan 10:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 norður af Grímsey. Síðan klukkan 11:58 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 á sama stað. Ég veit ekki hvort að þessir jarðskjálftar fundust í byggð. Jarðskjálftahrina minni jarðskjálfta varð á sama stað. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi.
Þessi jarðskjálftavirkni er væntanlega framhald af jarðskjálftavirkni sem varð á sama stað í September. Ég veit ekki hvort að þarna muni verða fleiri stórir jarðskjálftar en það er möguleiki.
Þann 16-Október-2022 þá hófst kröftug jarðskjálftahrina við Geirfugladrang og Eldeyjarboða á Reykjaneshrygg. Þegar þessi grein er skrifuð þá er stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw4,4 en það gæti breyst án viðvörunnar.
Það er erfitt að segja til um hvernig þessi jarðskjálftahrina mun þróast. Það er þekkt að jarðskjálftahrinur þarna geta vaxið mjög hratt en það hefur einnig gerst að jarðskjálftahrinur þarna hafi stöðvast án nokkurar viðvörunnar.
Lögreglan beinir því til fólks að fara ekki upp að Mýrdalsfjökli og lögreglan hefur einnig bannað tímabundið ferðir í jökulhella sem koma frá Mýrdalsjökli. Þetta er gert í kjölfarið á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrr í dag í eldstöðinni Kötlu. Samkvæmt Veðurstofu Íslands, þá er þessi jarðskjálftahrina mjög svipuð þeirri og varð í Júlí 2011 þegar lítið eldgos varð í Kötlu en það koma af stað jökulflóði sem tók af brú sem er yfir Múlakvísl.
Í Júlí 2011, þá leið um sólarhringur frá því að jarðskjálftavirkni hófst og þangað til að lítið eldgos hófst í Kötlu með tilheyrandi jökulflóði. Ég veit ekki hvort að það mun gerast núna. Það er áhyggjuefni að þessi jarðskjálftavirkni skuli vera mjög svipuð og það sem gerðist í Júlí 2011. Eldgosið í Júlí 2011 var lítið og komst ekki upp úr Mýrdalsjökli.
Stærðir jarðskjálfta sem hafa orðið hingað til eru með stærðina Mw3,8 og síðan jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð en það getur breyst án viðvörunnar.
Í dag (16-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,8 en síðan hafa komið tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,0. Ég veit ekki hvort að stærsti jarðskjálftinn fannst í byggð.
Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar ég skrifa þessa grein og staðan gæti breyst mjög hratt og án nokkurs fyrirvara. Þetta gæti verið venjuleg jarðskjálftahrina og ekkert meira gæti gerst. Þessi gerð af jarðskjálftahrinum er mjög algeng í Kötlu og því veit ég ekki hvað þarf að gerast áður en eldgos hefst í Kötlu.
Í gær (12-Október-2022) hófst jarðskjálftahrina sunnan og austan við Grímsey. Þetta er á sama svæði og jarðskjálftahrina varð fyrir nokkrum vikum síðan. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til var með stærðina Mw3,5. Það er möguleiki á stærri jarðskjálftum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir hafa fundist í nálægum byggðum.
Það er oft mjög mikil jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Það gerist oft þarna að jarðskjálftavirknin aukist. Það gerist einnig mjög oft að jarðskjálftavirknin einfaldlega stöðvast. Hvað gerist verður bara að koma í ljós.
Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.
Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.
Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.
Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.
Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.