Staðan í Grindavík þann 15. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 15. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Almennt, þá hefur ekki mikið breyst síðan í gær (14. Nóvember 2023).

  • Það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík. Það er sterkur vindur á svæðinu og það veldur því að minni jarðskjálftar sjást ekki á mælum Veðurstofunnar.
  • Hluti hafnar Grindavíkur er farinn að síga samkvæmt fréttum. Hversu mikið veit ég ekki en það gæti verið talsvert sig.
  • Hraði sigs í Grindavík hefur aukist frá 7 sm á sólarhring í 12 sm á sólarhring samkvæmt fréttum. Sum svæði innan Grindavíkur hafa lækkað um 2 metra eða meira.
  • Innflæði kviku er ennþá 75 m3/sek inn í kvikuganginn samkvæmt fréttum í dag. Þetta er mikið innflæði af kviku inn í kvikuganginn. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015, þá var flæði kviku í því eldgosi um 90 m3/sek þegar mest var.
  • Samkvæmt frétt á mbl.is. Þá virðist sem að kvika sé að flæða beint upp úr megin kvikuhólfinu á 20 til 40 km dýpi á þessu svæði á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa þá frétt hérna.
  • Hluti af Grindavík hefur tapað rafmagninu, ásamt heitu og köldu vatni vegna sigs og annara hreyfinga á jarðvegi og jarðskorpu á þessu svæðum innan Grindavíkur. Það á að reyna bráðabirgðaviðgerð á morgun ef aðstæður leyfa.
  • Eldgos gæti orðið við Sundahnúka eða Hagafell. Þar er mesta innflæði af kviku samkvæmt Veðurstofu Íslands og fréttum.
  • Það verður líklega eldgos í mörgum gígum á sama tíma. Miðað við það sem ég er að sjá í þessari atburðarrás. Það þýðir að hraun mun ná yfir stærra svæði á minni tíma þegar eldgos hefst. Eldgosin í Geldingadal, Meradölum og síðan við Litla-Hrút voru lítil eldgos þar sem það var bara einn gígur sem gaus.
  • Það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að kvikan nái upp til yfirborðs og fari að gjósa. Það er óljóst hvað það er. Hinsvegar er kvika kominn á 500 metra dýpi eða grynnra samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þetta litla dýpi þýðir að eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða án þess að tekið sé eftir því í kvikuganginum.

Það er möguleiki á því að hluti af Grindavík fari undir sjó eftir því sem hlutar af bænum halda áfram að síga niður. Þegar eldgosið hefst, hvað fer undir hraun veltur alveg á því hvar eldgosið kemur upp og er alveg handahófs kennt og ekki hægt að segja til um það hvar hraunið rennur.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Ef eitthvað gerist á morgun, þá mun ég skrifa um það. Annars ætla ég að skrifa næst grein þann 17. Nóvember 2023. Þar sem breytingar á milli daga eru ekki það miklar þessa stundina.

Staðan í Grindavík þann 14. Nóvember 2023

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í Grindavík og nágrenni. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar hratt og án viðvörunnar.

  • Talið er að kvikan sé núna á um 400 metra dýpi þar sem kvikan stendur sem grynnst. Ég er ekki viss um hvar þar er, en mig grunar að það sé norð-austur af Grindavík.
  • Það er mikill vindur á Reykjanesinu og þá hverfa litlir jarðskjálftar í hávaða frá vindinum og öldugangi. Þrátt fyrir það þá er Veðurstofan að mæla frá 700 til 3000 jarðskjálfta á dag í kvikuganginum. Það hefur orðið fækkun á stærri jarðskjálftum. Stærðir jarðskjálfta er núna frá Mw0,0 til Mw3,1 þegar þessi grein er skrifuð.
  • Flæði kviku inn í kvikuganginn er núna frá 73 m3/sek til 75 m3/sek. Þegar þetta byrjaði á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 þá var mesta innflæðið í kringum 1000 m3/sek.
  • Brennisteinstvíoxíð hefur verið að mælast í nágrenni við Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög grunnt.
  • Það var í fréttum í dag að hlutar Grindavíkur halda áfram að síga um að hámarki 7 sentimetra á hverjum 24 tímum. Það er möguleiki á því að þetta sé ójafnt ferli á svæðinu.
  • Vötn á svæðinu suður af Grindavík eru byrjuð að stækka vegna sigs samkvæmt færslu hjá Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Það er stór spurning hvort að hluti af þessu svæði fer undir sjó eftir því sem sígur.
  • GPS stöðin norður af Grindavík hefur lækkað um 1400mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023. GPS stöðvar austan við Grindavík eru að fara upp hafa sumar hverjar hækkað um allt að 1 metra. Á meðan GPS stöðvar vestan við Grindavík eru að síga.
Rauðir punktar sýna kvikuinnskotið við Grindavík mjög vel og alla 15 km sem það nær. Þarna er einnig ein græn stjarna í sjálfum kvikuganginum.
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan breytist mjög hratt og oft á klukkutíma fresti. Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég get og eins hratt og mér er mögulegt að gera.

Staðan í Grindavík þann 13. Nóvember 2023

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Grindavík. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Staðan í dag er mjög svipuð stöðunni í glær. Jarðskjálftum hefur haldið áfram að fækka í dag en það kann að vera tímabundið þar sem sigdalurinn heldur áfram að stækka. Flæði kviku inn í kvikuganginn heldur áfram á aðeins minna afli en Föstudaginn 10. Nóvember 2023.

  • Flæði kviku á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 var 1000 rúmmetrar á sekúndu samkvæmt því sem Veðurstofa Íslands og sérfræðingar segja.
  • Sigdalurinn hefur lækkað verstari hluta af Grindavík um 1 til 2 metra. Austari hluti Grindavíkur hefur hækkað um svipað á móti. Sumar af sprungum eru um 20 metra djúpar eða dýpri.
  • Sigdalurinn er um 2 km breiður þar sem hann er breiðastur í kringum Grindavík samkvæmt fréttum. Sigdalurinn heldur áfram að breikka samkvæmt mælingum.
  • Það er mikið tjón í Grindavík í mörgum húsum. Ef ekki vegna jarðskjálftanna, þá vegna landsigsins sem er að eiga sér núna stað.
  • Það er ennþá mjög mikil hætta á eldgosi og kvikugangurinn virðist vera að halda lengd sinni í 15 km. Þetta getur breyst án viðvörunnar.
  • Órói á SIL stöðvum nærri kvikuganginum hefur ekkert minnkað, jafnvel eftir að jarðskjálftavirkni hafi farið minnkandi. Þetta er vegna stöðugs innflæðis af kviku inn í kvikuganginn.
Margir rauðir punktar sýna kvikuganginn sem liggur undir Grindavík í suður-vestur til norður-austur. Þessi mynd sýnir hundruðir jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin sýnir kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að vita hvað gerist næst. Það er mín skoðun að eldgos muni hefjast á þessu svæði. Þetta er einnig upphafið af virkni sem mun vara í talsverðan tíma á þessu svæði áður en það fer að róast aftur.

Kvikugangurinn við Grindavík gæti einnig hleypt upp eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanesi og jafnvel komið af stað eldgosi í þeim. Það getur allt gerst í þeim án nokkurar viðvörunnar. Ef ekki eldgos, þá jarðskjálftavirkni.

Ég mun setja inn uppfærslur þegar ég veit meira hvað er að gerast.

Staðan í Grindavík vegna kvikuinnskotsins

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar. Það lítur út fyrir að vera rólegt en er það í raun ekki. Þessi grein er skrifuð þann 13. Nóvember 2023 klukkan 00:02.

  • Það er komið fram mikið sig í Grindavík samkvæmt fréttum. Mesta sigið er í kringum 1 metra. Þetta er nógu mikið til þess að flokkast sem sigdalur. Þetta er í frétt mbl.is hérna.
  • Kvika gæti verið allt að nokkra tugi metra undir yfirborðinu í Grindavík eða nærri Grindavík. mbl.is sagði frá þessu hérna. Þetta er lifandi uppfærsla og fréttin gæti verið horfin.
  • Þessi atburðarrás var ekki eitthvað sem einhver var að búast við. Enda hafði ekki verið nein sérstök jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga fyrir Föstudaginn 10. Nóvember 2023. Um klukkan 08:00 hefst jarðskjálftavirkni við Sundahnúksgíga og var talið upphaflega að um væri að ræða hefðbundna brotaskjálfta vegna þenslunar í Svartsengi. Það var ekki fyrr en eitthvað eftir klukkan 08:00 að Veðurstofan (samkvæmt fréttum) að þarna er ekki um að ræða hefðbundna brota jarðskjálfta. Það varð síðan allt brjálað í jarðskjálftavirkni milli klukkan 16:00 og 19:00.  Þessi jarðskjálftahrina var mjög þétt og það urðu margir jarðskjálftar með stærðina Mw4,0 innan Grindavíkur.
  • Það er tjón í Grindavík á vegum, húsum, pípum og rafmagnsvírum og öðrum innviðum vegna færslunnar sem kvikugangurinn hefur valdið.
  • Kvikugangurinn virðist vera nokkrir metrar í þvermál og allt að eins metra djúpur. Ég hef ekki séð neinar opinberar tölur um dýpt og breidd kvikugangsins. Einu upplýsinganar sem ég hef er lengd kvikugangsins og það er að lengdin er 15 km þegar þessi grein er skrifuð.

Þetta er ekki lítill atburður í eldstöðinni sem veldur þessu. Það sem ég veit ekki og enginn virðist vita almennilega er hvaða eldstöð er að fara að valda þessu. Þetta gæti verið eldstöðin Fagradalsfjall eða þetta gæti verið eldstöðin Reykjanes.

Jarðskjálftar sem mynda beina línu frá sjónum og í gegnum Grindavík og norð-austur af Grindavík upp að Sundhnúksgígar. Kortið sýnir jarðskjálftavirkni síðustu sjö daga.
Jarðskjálftavirknin síðustu sjö daga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég hef þær. Ég mun einnig setja inn nýjar upplýsingar ef eitthvað gerist ef ég get.

Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík, skyldurýming hefur verið fyrirskipuð

Þetta er stutt grein. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar á mjög skömmum tíma.

  • Rýming hefur verið fyrirskipuð í Grindavík. Allir eiga að yfirgefa Grindavík eftir tvo tíma (miðað við frá klukkan 23:00) samkvæmt skipun Almannavarna. Margir hafa yfirgefið Grindavík í dag vegna mjög mikillar jarðskjálftavirkni á svæðinu í dag (10. Nóvember 2023).
  • Kvikuinnskot hefur náð undir eða er að ná undir Grindavík. Þetta þýðir að kvikuinnskotið er um 4 til 7 km langt miðað við þar sem það byrjar norðan við Grindavík.
  • Það er ennþá mjög mikil jarðskjálftavirkni. Það hefur þó dregið úr jarðskjálftavirkninni frá því um klukkan 18:00 þegar jarðskjálftavirknin var sem mest.
  • GPS gögn benda til þess að þarna sé meiri kvika á ferðinni en í öllum þremur síðustu eldgosum samanlagt.
  • Það er hugsanlegt að kvikan sé frá eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta er eingöngu hugmynd eins og er. Það þýðir að kvikan sem er að koma upp í eldstöðinni Reykjanes (Svartsengi) er ekki ennþá farin af stað. Það gæti gerst án mikillar viðvörunnar einnig.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég get og hef nýjar upplýsingar. Það er mikið að gerast og staða mála óljóst. Það er einnig mikið af rangfærslum þarna úti. Athugið með heimildir.

Veðurstofan staðfestir að kvikan sé farin að stíga upp til yfirborðs

Veðurstofan er búinn að staðfesta að hún sé farin að sjá á mælum hjá sér að kvika sé farin að rísa upp til yfirborðs á því svæði við Sundahnjúka. Þetta virðist ekki vera tengt kvikuinnskotinu sem er núna að eiga sér stað við Svartsengi (eldstöðin Reykjanes) og kvikuinnskotið þar. Það er einnig óljóst hversu mikil kvika er þarna á ferðinni og hvaða eldstöð er að fara af stað þegar þessi grein er skrifuð. Það er einnig ekkert sem tengir þessa virkni við eldstöðina Fagradalsfjall. Það mun taka smá tíma að fá svör við þessum spurningum þegar eldgos er hafið.

Það eru smá breytingar á jarðskjálftavirkni og tengist það því þegar kvikan fer í gegnum mýkri jarðlög og þá dregur úr jarðskjálftavirkni. Þetta gerist vegna þess að kvikan fer í gegnum mismunandi jarðlög sem eru öll jafn hörð upp á yfirborðið. Mýkri jarðlög eru ástæða þess að það dregur úr jarðskjálftum tímabundið. Þegar kvikan fer í gegnum harðari jarðlög, þá koma stórir jarðskjálftar fram. Það er að mestu ekki hægt að segja til um það hvernig jarðlög kvikan er að fara í gengum á leið sinni upp til yfirborðs. Þetta hinsvegar sést á jarðskjálftavirkninni.

Ég set inn nýrri upplýsingar eftir því sem ég get.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Litla-Hrúti þann 11. Júlí klukkan 18:29

Þetta er stutt grein þar sem eldgosið er að mestu leiti stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Staðan getur þó breyst án fyrirvara á þessu svæði.

  • Eldgosið hefur breyst á síðustu klukkutímum. Eldgosið er núna að virðist vera bara í einum gíg. Þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er núna kvikuinnskot sem liggur 1 km undir Keili og hefur stefnuna norð-austur. Þetta er hugsanlega nýtt kvikuinnskot og tengist ekki því kvikuinnskoti sem er núna að gjósa. Það er hugsanlegt að þetta kvikuinnskot komi af stað öðru eldgosi á þessu svæði. Á þessari stundu er ekki hægt að vera viss um hvað gerist.
  • Eldgosið hefur komið af stað miklum gróðureldum á svæðinu í kringum Litla-Hrút. Það er mjög eitrað reykský sem kemur frá þessum gróðureldum.
  • Það er mjög áhugavert að það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni en jarðskjálftavirknin hefur ekki stöðvast eins og gerðist í fyrra eldgosinu. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskotinu sem liggur undir Keilir.
  • Í gær (10. Júlí 2023) þá var mesta lengd gossprungunnar um 1500 metrar eða 1,5 km. Síðan þá hefur eldgosið minnkað og er núna og er komið í einn gíg sem er 50 til 100 metra langur.
Appelsínugult svæði sem markar hættusvæði milli Keili og Merdalir, þar sem eldgosið er. Tvær bláar línur sýna kvikuganginn og síðan rauð lína sem sýnir gossprunguna. Fljólublátt svæði sýnir hraunið frá því árið 2021 og 2022.
Hættusvæðiskort frá Veðurstofu Íslands og öðrum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands og annara.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta eldgos mun vara. Þar sem kvikuinnskot eru lélegir kvikugeymar og endast oftast mjög stutt þegar þeir fara að gjósa ef það er ekki stöðugt innflæði af kviku upp úr möttlinum. Það er of snemmt að segja til um það núna hvað gerist. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar eldgos endar þarna á einhverju svæði, þá gýs þar ekkert aftur um alla framtíð. Það þýðir að þarna er líklega eingangs eldgosagígaraðir (Monogenetic volcanic field) (Wikipedia). Samkvæmt tilkynningu þá þarf ISOR að færa jarðskjálftamælinn FAF (Fagradalsfjall), þar sem hraunið var að fara að flæða yfir þann mæli. Hægt er að lesa tilkynninguna hérna á Facebook síðu ISOR.

Þar sem svona eldgos eru yfirleitt án mikilla frétta eða atburða þá ætla ég aðeins að uppfæra stöðuna þegar það eru fréttir eða ef eitthvað gerist í eldgosinu eða á svæðinu í kringum Litla-Hrút.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu við Litla-Hrút þann 10. Júlí 2023 klukkan 19:13

Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.

  • Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
  • Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
  • Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
  • Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
  • Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.

Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 7. Júlí 2023 klukkan 14:43

Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
  • Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
  • Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Fullt af grænum stjörnum og punktum sem sína minni jarðskjálfta á Reykjanesskaga og við Fagradalsfjall. Þetta eru fleiri punktar en ég get talið.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.

Það er eitthvað að gerast í Grímsvötnum

Það er erfitt að skrifa um þetta. Þar sem það er ekkert farið að gerast á yfirborðinu og það er alveg möguleiki að ekkert gerist á yfirborðinu. Það virðist sem að eitthvað sé að gerast í Grímsfjalli. Þar sem jökulflóðið er að klárast eða er búið og það þýðir venjulega að óróinn ætti að vera farinn að lækka, en það hefur ekki ennþá gerst og ég er ekki viss um hvað það þýðir. Það er möguleiki að þetta sé suða í jarðhitakerfum í Grímsfjalli. Suðan gerist þegar þrýstingslækkun verður á jarðhitasvæðunum í Grímsfjalli. Þegar þetta er skrifað, þá hefur óróinn ekki náð eldgosastigum en það gæti breyst án viðvörunnar.

Vaxandi órói á jarðskjálftamælinum í Grímsfjalli. Línunar eru bláar, grænar og fjólubláar. Ásamt óveðurstoppi frá 10/10.
Óróinn í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Rauður punktur í Grímsfjalli í miðjum Vatnajökli. Ásamt nokkrum öðrum punktum í Grímsfjalli og í Vatnajökli.
Jarðskjálftavirknin í Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að vita hvað er að gerast. Það sem það virðist hafa orðið breyting í Grímsfjalli eftir stóra eldgosið í Maí 2011. Hver sú breyting er veit ég ekki. Þessi breyting virðist hinsvegar hafa fækkað eldgosum í Grímsfjalli og það eru núna komin 11 ár frá því að síðasta eldgos varð. Það getur verið að þetta haldi áfram ef ekkert eldgos verður núna í kjölfarið á jökulflóðinu núna.