Jarðskjálfti með stærðina 3,8 á Reykjaneshrygg [Uppfærðar upplýsingar]

Í dag (11-Maí-2014) klukkan 01:57 varð jarðskjálfti með stærðina 3,6 á Reykjaneshrygg, dýpi þessa jarðskjálfta var 11,6 km. Þarna er eldstöð eins og kemur fram hérna. Það hafa ekki komið fram neinar tilkynningar um að þessi jarðskjálfti hafi fundist.

140511_1455
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 er græna stjarnan sem er nær landi á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið jarðskjálftavirkni á þessum hluta Reykjaneshryggjar síðustu tvær vikur (17 dagar hingað til). Jarðskjálftavirkni hefur hinsvegar verið frekar lítil þarna og ekki mikið um jarðskjálfta sem hafa farið yfir stærðina 2,0. Það hefur bæði verið fjölgun og minnkun í þessari jarðskjálftahrinu á þessu tímabili. Ég skrifaði fyrst um jarðskjálftahrinu þarna þann 4-Aprí-2014, og síðan aftur um jarðskjálftahrinu þann 13-Apríl-2014. Síðan aftur þann 24-Apríl-2014 (tengill hérna) og enn á ný þann 28-Apríl-2014 (tengill hérna).

Ég reikna með að jarðskjálftavirkni þarna muni halda áfram, þó svo að sveiflur muni verða í jarðskjálftavirkni á þessu svæði. Jarðskjálftavirkni hefur nærri því verið stöðug á þessu svæði allan Apríl og það sem liðið er af Maí. Hugsanlegt er að þessi jarðskjálftavirkni geti verið vegna kvikuinnskota á þessu svæði á Reykjaneshryggnum, hinsvegar er ekkert sem bendir til þess að það þarna sé að fara að gjósa. Ég reikna með að jarðskjálftavirkni muni halda áfram á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur. Ég er með tvo jarðskjálftamæla og allir stærri jarðskjálftar munu sjást ágætlega á jarðskjálftamælunum mínum, hægt er að skoða vefsíðuna hérna.

Uppfærðar upplýsingar: Samkvæmt nýrri yfirfarinni niðurstöðu hjá Veðurstofu Íslands. Þá var stærð jarðskjáfltans sem varð í gær (11-Maí-2014) 3,8 með dýpið 11,5 km. Tveir jarðskjálftar með stærðina 3,1 (klukkan 01:55 og 01:59) áttu sér einnig stað á svipuðum tíma á þessu svæði.

140512_1655
Jarðskjálftavirknin á Reykjaneshrygg í dag. Grænu stjörnurnar tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag hefur verið jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg og hafa tveir jarðskjálftar átt sér stað sem eru stærri en 3,0. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum frá Veðurstofu Íslands. Ég reikna með að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað þarna á næstunni. Jarðskjálftavirkni á þessu svæði kemur í bylgjum með löngum hléum á milli. Jarðskjálftar sem eru stærri en 2,5 sjást ágætlega á mínum jarðskjálftamælum, vefsíðan fyrir jarðskjálftamælana mína er hérna.

Uppfært klukkan 18:50.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Síðustu daga hefur verið lítil jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í dag jókst þessi jarðskjálftahrina og það kom fram jarðskjálfti með stærðina 3,6 og var með dýpið 15,6 km. Þegar þetta er skrifað hafa orðið þarna í kringum 100 jarðskjálftar, en þessi jarðskjálftahrina er stöðugt að bæta við sig jarðskjálftum og því úreldast þessar upplýsingar frekar hratt eins og er.

140509_1205
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálftann með stærðina 3,6. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140509.101700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 3,6 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá frekari upplýsingar á CC leyfi síðunni.

Eins og stendur er erfitt að segja til um það hvað er að gerast á Reykjaneshrygg. Vísbendingar eru um það að þessi jarðskjálftahrina eigi upptök sín í kvikuinnskot þarna á svæðinu. Það hefur þó ekki verið staðfest eins og er. Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að þarna sé eldgos að fara að hefjast. Hægt er að sjá jarðskjálfta sem þarna verða (stærstu jarðskjálftarnir koma mjög vel fram) hérna á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Jarðskjálftamælirinn í Böðvarshólum uppfærist ekki eins og stendur vegna bilunar í 3G sendi á því svæði þar sem sá jarðskjálftamælir er (3G er notað til þess að útvega tengingu við internetið). Einnig er hægt að fylgjast með stöðu mála á vefsíðu Veðurstofunnar hérna.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (26-Apríl-2014) og í dag (27-Apríl-2014) var jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina var frekar lítil. Þarna hefur hinsvegar verið talsverð jarðskjálftavirkni á undanförnum vikum. Síðasta jarðskjálftahrina á þessu svæði varð þann 13-Apríl-2014.

140427_1400
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur á þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vegna staðsetningar þá er næstum því vonlaust að vita hvað er að gerast þarna. Þó er ljóst að ekki hefur eldgos ennþá átt sér stað þarna ennþá. Þó eru uppi grunsemdir um að kvika sé þarna á ferðinni eins og var raunin þann 13-Apríl-2014. Það sem er áhugavert við jarðskjálftahrinur á þessu svæði er sú staðreynd að þær detta niður í skemmri og lengri tíma. Ég veit ekki ástæðuna fyrir því. Næmni er einnig léleg fyrir þetta svæði, þar sem næstu SIL stöðvar eru í 35 til 50 km fjarlægð. Eins og staðan er í dag þá er vonlaust að átta sig á því hvort að þarna muni eldgos eiga sér stað eða ekki. Ég reikna með frekari jarðskjálftavirkni á þessu svæði á næstu dögum til vikum.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (23-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg (GVP tengill hérna). Stærsti jarðskjálftinn sem kom í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina 3,4 og dýpið var 9,3 km. Í kjölfarið komu fram 28 jarðskjálftar og varði sú jarðskjálftavirkni í rúmlega tvo klukkutíma.

140424_1330
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg í gær. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu daga og vikur. Þar sem jarðskjálftavirkni á þessu svæði rís oft hægt og rólega, toppar og fellur síðan rólega. Stundum hættir jarðskjálftavirknin á þessu svæði mjög hratt en slíkt er sjaldgæfara. Eins og stendur eru engin merki um það að kvika sé að valda þessari jarðskjálftavirkni á þessum stað á Reykjaneshryggnum.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (14-Apríl-2014) hófst jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina á upptök sín ekki langt frá Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Stærðir jarðskjálfta í þessari hrinu er í kringum 3,0 og eitthvað stærri en það. Þetta er önnur jarðskjálftahrinan á þessu svæði núna í Apríl. Fyrri jarðskjálftahrinan átti sér stað þann 4-Apríl eins og hægt er að lesa um hérna. Hægt er að fylgjast með því þegar jarðskjálftar koma inn á jarðskjálftavefsíðunni minni hérna.

140413_1530
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálftahrina er vegna brotabeltishreyfinga á þessu svæði eða vegna þess hvort að þarna sé kvika á ferðinni. Jarðskjálftahrinan er líklega ennþá í gangi. Þó svo að engin virkni hafi átt sér stað síðustu klukkutímana. Jarðskjáltahrinur á þessu svæði eru þekktar fyrir að detta niður í styttri eða lengri tíma. Eins og stendur hafa ekki komið fram nein merki um að þarna hafi verið eldgos á ferðinni eða aðrar kvikuhreyfingar í jarðskorpunni.

Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (4-Apríl-2014) um miðnætti varð jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hafði stærðina 3,5 og fannst á landi. Þessi jarðskjálftahrina er rúmlega 30 km frá landi. Eins og stendur er smá hlé í jarðskjálftahrinunni en möguleiki er á að hún haldi áfram. Það er þó alveg jafn líklegt að þessi jarðskjálftahrinu gæti verið lokið í bili.

140404_1805
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta stærri en 3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óstaðfestar fréttir á Rúv.is segja að þetta gæti verið vegna kvikuinnskota í eldstöðinni sem þarna er til staðar. Það hefur þó ekki ennþá fengist staðfest hvort að það sé raunin. Ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram. Þá má reikna með að staðfesting fáist á því hvort að þetta sé jarðskjálftahrina vegna kvikuhreyfinga eða plötuhreyfinga á þessu svæði. Jarðskjálftahrinur á þessu svæði eiga það til að byrja rólega og taka sér hlé þess á milli sem að mikil jarðskjálftavirkni varir í skamman tíma (nokkra klukkutíma). Hvort að það gerist núna veit ég ekki, mér þykir þó líklegt að þetta svæði á Reykjaneshryggnum haldi sig við þekkt munstur miðað við fyrri virkni. Það besta sem hægt er að gera er að fylgjast með. Hægt er að sjá jarðskjálftavirknina sem þarna á sér stað hérna á jarðskjálftavefsíðunni sem ég er með.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014

Ég afsaka hvað þessi póstur kemur seint inn. Ég hef verið að fást við meira en eitt tölvuvandamál hjá mér. Nánar um seinna tölvuvandamálið í sérstökum pósti.

Þann 10-Janúar-2014 urðu þrír jarðskjálftar á Reykjaneshrygg. Stærðir þessara jarðskjálfta voru 3,1 og 3,5. Þriðji jarðskjálftinn var minni með stærðina 2,5.

140110_1700
Tveir jarðskjálftar á Reykjaneshrygg þann 10-Janúar-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessir jarðskjálftar voru brotaskjálftar á þessu svæði og það er ekkert sem bendir til þess að þeir eigi upptök sín í kviku á þessu svæði.

Minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í dag (04-Nóvember-2013) klukkan 04:03 varð minniháttar jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og dýpið 12,2 km.

Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjáftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru algengar á þessu svæði og þarna hafa orðið jarðskjálftahrinur síðustu vikur. Það eru engar vísbendingar um að þarna sé að fara hefjast eldgos og ekkert bendir til þess að það sé raunin. Stærsti jarðskjálftinn sem varð þarna kom vel fram á jarðskjálftamælunum hjá mér og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna (næstu 24 klukkutímana) á jarðskjálftamæla-vefsíðunni sem ég er með.

Ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg

Í gær (18-Október-2013) hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg. Í þessari hrinu hafa eingöngu 16 jarðskjálftar mælst, sá stærsti mældist með stærðina 3,3 og dýpið 6,1 km.

131018_2320
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Græna stjarnan táknar jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með frekari jarðskjálftum á þessu svæði á næstu dögum til vikum. Það er þó erfitt að segja til um það hvenær slíkar jarðskjálftahrinur munu eiga sér stað. Það er því best að fylgjast með á vef Veðurstofu Íslands og á vefsíðunni minni með jarðskjálftagröfunum.

Jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg

Í dag (15-Október-2013) klukkan 01:43 hófst ný jarðskjálftahrina á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá mjög lítil og hefur stærsti jarðskjálftinn eingöngu haft stærðina 2,5. Þessi jarðskjálftahrina er í gangi þessa stundina, þó svo að mjög hafi dregið úr virkninni síðustu klukkutímana.

131015_2050.2
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

131015_2050
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Rétt fyrir utan ströndina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta svæði á Reykjanesinu hefur undanfarið séð talsverða jarðskjálftavirkni síðustu daga og það er líklegt að frekari jarðskjálftar muni eiga sér stað á næstu dögum til mánuðum á þessu svæði.