Kröftugur jarðskjálfti í morgun við Grindavík

Í dag (23-Maí-2022) klukkan 07:14 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 norð-austur af Grindavík. Þessi jarðskjálfti fannst í Grindavík og Reykjavík. Þessi jarðskjálfti varð á svæði sem er að þenjast út eða á jaðri svæðis sem er að þenjast út.

Græn stjarna norð-austur af Grindavík og síðan grænar stjörnur norð-vestur af Grindavík auk appelsínugulra punkta sem sýnir minni jarðskjálfta sem hafa orðið við Grindavík
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga við Grindavík síðustu 48 klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt frétt hjá Veðurstofunni þá hefur þenslan við fjallið Þorbjörn náð núna 45mm. Ég veit ekki hversu mikla þenslu jarðskorpan þolir á þessu svæði áður en eldgos hefst á svæðinu. Eldgos á þessu svæði mun líklega hefjast með því að nokkrir gígar munu opnast og síðan mun eldgosið færast yfir í einn gíg sem mun gjósa þangað til að eldgosið endar.