Sterkur jarðskjálfti í Nátthagakrika suður-vestur af Fagradalsfjalli

Ég get mjög takmarkað birt nýjar greinar. Þetta mun ekki komast í lag fyrr en 5. Júlí þegar ég fæ internet tengingu í Danmörku.

Í dag (8-Júní-2022) klukkan 05:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Nátthagakrika sem er suður-vestur af Fagradalsfjalli. Í kjölfarið á þessum jarðskjálfta hafa komið fram minni jarðskjálftar og sumir með dýpi sem er aðeins 2 km. Það er óljóst hvað er í gangi en engar sérstakar breytingar hafa orðið á GPS mælum þarna síðustu daga.

Appelsínugulir punktar og síðan rauðir punktar sem sýna virknina frá Grindavík til Fagradalsfjalls á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldri gögn sýna að kvika er að safnast saman undir Fagradalsfjalli í jarðskorpunni og hefur verið að gera það síðan eldgosinu lauk þar. Hvenær sú kvika gýs er ekki hægt að segja til um. Það er einnig ekki hægt að segja til um það hvenær næsta hrina jarðskjálfta og eldgosa hefst í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Styrkir

Þeir sem geta og vilja, þá er hægt að styrkja mína vinnu með því að nota PayPal eða með banka millifærslu. Styrkir koma í veg fyrir að ég verði rosalega blankur og hjálpa mér við að reka þessa vefsíðu. Upplýsingar er að finna á síðunni Styrkir sem er aðgengileg frá borðanum hérna uppi. Takk fyrir aðstoðina. 🙂