Aðfaranótt 14-Júní-2022 varð jarðskjálfti með stæðina Mw3,9 norð-vestur af Grindavík, þetta er vestan við fjallið Þorbjörn. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er einnig sterkasti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 15-Maí-2022.
Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum kom fram talsverð eftirskjálftavirkni, þar voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina Mw2,1 til Mw2,9. Þessi jarðskjálfti varð á því svæði þar sem hefur myndast kvikuinnskot samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.
– Þessi grein er aðeins styttri en venjulega. Þar sem ég er á takmörkuðu interneti þegar það kemur að gagnamangi sem ég get notað.