Örlítil jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Þessa dagana er ekki mikið að gerast á Íslandi, þannig að ég hef ekki mikið til að skrifa um. Þannig að ég ætla að skrifa um smá jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu.

Nokkrir jarðskjálftar hafa orðið á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkustundirnar og stærstu jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 en almennt hafa jarðskjálftar verið mjög litlir að stærð.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Svona rólegheitatímabil eru algeng á Íslandi og á meðan svo er þá hef ég ekki mikið til þess að skrifa um þar sem ég skrifa að mestu leiti um raunatburði en ekki atburði sem hafa gerst í fortíðinni á Íslandi. Ég er að athuga með að skrifa um atburði annarstaðar á plánetunni á meðan svona rólegheit ertu á Íslandi.

Jarðskjálftahrina nærri Grenivík (Dalvíkur misgengið/Tjörnesbrotabeltið)

Klukkan 09:41 hófst jarðskjálftahrina á Dalvíkur misgenginu en það misgengi er hluti af Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem varð fannst yfir stórt svæði, þar á meðal á Akureyri og á nálægum svæðum. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var með stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar hafa verið minni hingað til, stærsti eftirskjálftinn var með stærðina 1,6. Dýpi stærsta jarðskjálftans var 12,3 km.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 3,5. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þetta er skrifað er mjög lítil eftirskjálftavirkni á þessu svæði en nokkrir jarðskjálftar hafa komið fram síðustu klukkutímana. Þeir jarðskjálftar eru mjög litlir og hafa líklega ekki fundist. Síðasti jarðskjálftinn sem kom fram varð klukkan 13:18. Þessa stundina er mjög lítil jarðskjálftavirkni á þessu svæði og ekki líklegt að það breytist næstu klukkutímana.

Smáskjálftavirkni á Íslandi þann 28-September-2016

Hérna er stutt grein um þá smáskjálftavirkni sem hefur átt sér stað á Íslandi þann 28-September-2016. Sumar af þessum jarðskjálftahrinum hófstu fyrir einhverjum dögum síðan og hafa verið í gangi fram til 28-September-2016.

Kolbeinsey

Þetta er stærsta jarðskjálftahrinan í þessu yfirliti. Þann 28-September-2016 varð kröftug jarðskjálftahrina í Kolbeinsey og þar urðu nokkrir jarðskjálftar sem voru með stærðina nokkuð yfir þrjá en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er erfitt að meta raunstærð og dýpi rétt. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Kolbeinsey varð árið 1755 og hefur ekkert eldgos verið skráð síðan. Það geta hinsvegar hafa orðið eldgos þarna án þess að nokkur yrði þeirra var enda er svæðið langt frá landi og mjög afskekkt.

Austur af Grímsey (Tjörnesbrotabeltið)

Austan við Grímsey hefur verið lítil jarðskjálftahrina í gangi síðustu daga. Á svæði þar sem er hugsanlega eldstöð. Sú jarðskjálftahrina sem hefur verið í gangi síðustu daga virðist eiga uppruna sinni í flekahreyfingum á þessu svæði en ekki eldstöðvarvirkni, þar sem hreyfing Tjörnesbrotabeltisins á þessu svæði er 20mm á ári, rekhreyfingin á þessu sama svæði er aðeins 5mm á ári. Sjá mynd sem útskýrir þetta allt saman hérna (vedur.is).

160929_0025
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu og í Kolbeinsey. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Suðurland (Suðurlandsbrotabeltið, SISZ)

Undanfarna vikur hefur lítil jarðskjálftahrina átt sér stað austan við Þjórsárbrú. Þetta hefur verið mjög lítil jarðskjálftahrina og stærstu jarðskjálftarnir aðeins náð stærðinni 2,1. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og bendir ekki til þess að stór jarðskjálfti sé á leiðinni. Þetta gætu verið eftirskjálftar af stóru jarðskjálftunum árið 2000 og 2008.

160929_0045
Jarðskjálftahrinan á Suðurlandi austan við Selfoss. Jarðskjálftahrinan er þar sem rauði bletturinn er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Reykjanesskagi

Jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga þann 28-September-2016 nærri Fagradalsfjalli. Þetta var ekki stór jarðskjálftahrina og varð stærsti jarðskjálftinn með stærðina 2,1. Í þessari hrinu urðu 60 jarðskjálftar, þó svo þessi jarðskjálftahrina hafi ekki verið stór í stærð jarðskjálfta þá varð talsverður fjöldi af jarðskjálftum á þessu svæði.

160928_1425
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Örlítið hefur verið um staka jarðskjálfta undanfarið án þess að nokkur frekari virkni eigi sér stað í kjölfarið. Það er ekki alveg ljóst afhverju svona jarðskjálftar verða. Þrátt fyrir að alltaf sé eitthvað um staka jarðskjálfta í hverri viku.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (26-Ágúst-2016) varð lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Á þessari stundu er ekki um að ræða stóra jarðskjálftahrinu en í kringum 50 jarðskjálftar hafa orðið. Líkur eru á því að fleiri jarðskjálftar muni koma fram ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram.

160826_1540
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu sést vel á korti Veðurstofunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þarna hafa orðið nokkrar jarðskjálftahrinur síðan í Júlí og það eru miklar líkur á því þarna verði frekari jarðskjálftavirkni og jafnvel möguleiki á jarðskjálftum sem ná stærðinni 3,0. Ég reikna með að þarna verði einhver jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.

Jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu og jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi síðustu 24 klukkustundirnar (rúmlega).

Bárðarbunga

Eins og mátti búast við þá varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 í Bárðarbungu. Þessa vikuna virðist sem að aðeins einn jarðskjálfti stærri en þrír hafi átt sér stað. Miðað við útslag jarðskjálftans, þá er ýmislegt sem bendir til þess að kvika, frekar en brotahreyfingar hafi valdið jarðskjálftanum.

160531_1635
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna með að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

Tjörnesbrotabeltið

Lítil jarðskjálftahrina átti sér stað á Tjörnesbrotabeltinu í dag, rétt fyrir utan Kópasker. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og urðu aðeins í kringum 40 jarðskjálftar, stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,0.

160531_1735
Jarðskjálftahrinan fyrir utan Kópasker. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessari jarðskjálftahrinu er lokið. Jarðskjálftahrinur eins og þessi eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu.

Lítil jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (11-Apríl-2016) klukkan 16:49 hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina og varði aðeins í 15 mínútur.

160411_2050
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 3,2 og annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,0. Aðrir jarðskjálftar voru minni að styrkleika. Jarðskjálftahrinunni er lokið þessa stundina.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (04-Febrúar-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 á Tjörnesbrotabeltinu (TFZ). Þessi jarðskjálfti varð fyrir vestan Kópasker en ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst þar.

160204_1550
Jarðskjálftinn á Tjörnesbrotabeltinu. Græna stjarnan er þar sem jarðskjálftinn átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu hefur núna verið í gangi í rúmlega mánuð og það virðast ekki vera nein sérstök merki þess að þessi jarðskjálftahrina muni enda fljótlega. Talsverðar sveiflur eru í jarðskjálftavirkninni, jarðskjálftavirknin eykst í smá tíma og dettur síðan niður aftur. Eftir að jarðskjálftinn með stærðina 3,1 átti sér stað þá jókst jarðskjálftahrinan aðeins í skamman tíma en minnkaði síðan aftur eftir skamman tíma. Ég reikna fastlega með því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga.

Staðan á jarðskjálftahrinunni á Tjörnesbrotabeltinu þann 18-Janúar-2016

Síðan 12-Janúar-2016 hefur verið jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu, þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þó svo að dregið hafi talsvert úr henni síðustu daga. Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 3,3 og dýpið 17,8 km. Fjöldi jarðskjálfta síðustu 48 klukkutímana er aðeins 53.

160118_2235
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki gott að segja til um það hversu lengi þessi jarðskjálftarhrina mun halda áfram á Tjörnesbrotabeltinu. Þó má búast við því að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram næstu daga hið minnsta. Síðan er það spurning hvort að ný jarðskjálftahrina muni hefjast í kjölfarið á þeirri jarðskjálftahrinu sem núna er í gangi á Tjörnesbrotabeltinu, það gerist stundum á þessu svæði.

Staðan á Tjörnesbrotabeltinu þann 15-Janúar-2016

Síðustu 48 klukkutímana hafa orðið 219 jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur orðið á þessum tíma hafði stærðina 3,2 með dýpið 6,2 km. Dýpi jarðskjálftanna þýðir að hérna er um að ræða brotajarðskjálfta og að þeir eigi ekki upptök sín í kvikuhreyfingum. Það er ekkert sem bendir til þess að það muni breytast.

160115_1405
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ný jarðskjálftahrina er einnig hafin sunnan við jarðskjálftahrinuna sem hófst þann 12-Janúar-2016. Sú jarðskjálftahrina er ennþá mjög lítil en mjög þétt í fjölda jarðskjálfta sem hafa mælst. Báðar þessar jarðskjálftahrinur eru litlar eins og stendur. Það misgengi sem þessi jarðskjálftahrina á sér stað á færist um 20mm/ári í hægri handar hreyfingu. Rekið er 5mm/ári. Árið 2013 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina á nákvæmlega sama misgengi (hægt er að lesa um það hérna og um upptök jarðskjálftahrinunnar hérna). Það er ekki hægt að útiloka að stærri jarðskjálftar verði á þessu misgengi. Þar sem núverandi jarðskjálftavirkni útilokar það ekki.

Jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (12-Janúar-2016) hófst jarðskjálftahrina á suðurhluta Tjörnesbrotabeltsins. Jarðskjálftahrinan var mjög lítil að stærð og stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 2,4 en aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað þarna voru minni að stærð. Þessa stundina hafa 92 jarðskjálftar mælst og síðustu klukkutímana hefur dregið úr jarðskjálftahrinunni. Hugsanlegt er að virknin í jarðskjálftahrinunni aukist aftur, það er hinsvegar möguleiki á því að þessi jarðskjálftahrinan hætti alveg.

160113_1710
Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur eru mjög algengar á Tjörnesbrotabeltinu, þannig að ég skrifa oft um þetta svæði. Þarna geta orðið eldgos (samkvæmt sögulegum gögnum), það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að það sé raunin núna. Það er hætta á sterkari jarðskjálftum á þessu svæði eins og stendur. Fyrir 40 árum síðan varð jarðskjálfti með stærðina 6,0 á þessu svæði (aðeins austar miðað við núverandi jarðskjálftahrinu), fréttir af þessum jarðskjálfta fyrir 40 árum síðan er að finna hérna.