Sterkur jarðskjálfti 1,4 km austan við fjallið Keili

Í dag (9. Júlí 2023) klukkan 22:22 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 rétt um 1,4 km austan við fjallið Keili. Þessi jarðskjálfti hristi vel upp í Keili og þyrlaði upp skýi af ryki og drullu. Þessi jarðskjálfti tengist þenslu sem á sér stað sunnan við Keili núna, frekar en að tengjast beint við kvikuhreifingar á þessu svæði.

Grænar stjörnur við Fagradalsfjall og Keili á þessu korti. Mjög mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum. Tími á korti er 9. Júlí 2023 klukkan 23:15.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá hætta á því að það verði fleiri svona stórir jarðskjálftar á þessu svæði þangað til að eldgosið hefst.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli og Keili þann 9. Júlí 2023 klukkan 16:44

Þetta er stutt grein. Þar sem staðan hefur ekki breyst mjög mikið frá því síðast.

  • Þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw4,0 komu fram við Keili á síðustu 24 klukkutímum.
  • Jarðskjálftavirknin er að aukast norð-austur af Keili. Af hverju það stafar er óljóst, það er möguleiki að kvikan sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá leið.
  • Það er eins og kvikan sé föst í jarðskorpunni og komist ekki upp á yfirborðið. Það hefur ekki stöðvað að sjá innflæði kviku sem kemur djúpt að innan úr möttlinum þarna undir. Þetta þýðir að þrýstingur kvikunnar í kvikuinnskotinu mun aukast þangað til að eldgos hefst.
  • Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og mun verða mikil þangað til að eldgos hefst.

 

Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðan þessi virkni hófst. Þá hafa um 12000 jarðskjálftar mælst hjá Veðurstofunni samkvæmt fréttum. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,8.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 7. Júlí 2023 klukkan 14:43

Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.

  • Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
  • Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
  • Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Fullt af grænum stjörnum og punktum sem sína minni jarðskjálfta á Reykjanesskaga og við Fagradalsfjall. Þetta eru fleiri punktar en ég get talið.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli þann 6. Júlí 2023 klukkan 14:49

Þetta er stutt grein þar sem það er mikið að gerast.

  • Það fór að draga úr jarðskjálftavirkni um klukkan 04:00 samkvæmt Veðurstofunni og hefur haldið áfram að minnka þegar þessi grein er skrifuð. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög stutt í að komast upp á yfirborðið og gjósa.
  • Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum þó svo að jarðskjálftavirkni fari minnkandi.
  • Færslur á GPS mælum eru á sumum stöðum nærri því 50mm. Það er miklu meira en í síðustu eldgosum á þessu svæði. Þegar færslur voru aðeins milli 15mm til 25mm á sumum svæðum. Færslur eru ekki jafnar á öllum GPS stöðvum.
  • Í dag byrjaði jarðskjálftavirknin að færast aftur nær Fagradadalsfjalli frá Keili. Á sama tíma fór jarðskjálftum að fækka.
  • Hérna eru þær vefmyndavélar sem ég veit af. Rúv, Reykjanes Norður, Reykjanes suður, Live from Iceland, Fagradalsfjall, Live from Iceland, Langihryggur, Morgunblaðið, Perlan.
  • Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst.

 

Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og mikil jarðskjálftavirkni á kortinu af Reykjanesskaga. Margar grænar stjörnur á kortinu. Auk fullt af rauðum punktum að auki um allt.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst. Vegna þess að þarna hefur verið mikil jarðskjálftavirkni og önnur virkni síðustu tvö ár, þá eru komnir fram miklir veikleikar í jarðskorpunni á þessu svæði. Það gerir kvikunni fært að komast með einfaldari hætti upp á yfirborðið og hefja eldgos. Það er spurning hvort að það sé eitthvað við Keili sem veldur því að kvikan virðist ekki komast þar upp með einföldum hætti. Kvika leitar alltaf af þeirri leið sem veitir minnsta mótspyrnu og fer þá leið og kemur þannig af stað eldgosi. Sú staðsetning er núna milli Keili og Fagradalsfjalls virðist vera.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli klukkan 16:59 þann 5. Júlí 2023

Þetta er stutt grein þar sem það er mikið að gerast og aðstæður breytast mjög hratt.

  • Stærsti jarðskjálftinn er ennþá með stærðina Mw4,8 sem varð í morgun.
  • Stærri jarðskjálftum er farið að fjölga mjög mikið síðustu klukkutímana. Veðurstofan hefur einnig varað við því að hætta er á jarðskjálfta með stærðina Mw6,3 í kjölfarið á þessu kvikuinnskoti í Fagradalsfjalli.
  • Kvikan er að koma upp rétt sunnan við Keili.
  • Miðað við það sem ég er að sjá. Þá er hérna á ferðinni miklu meiri kvika heldur en í eldgosum árið 2021 og 2022. Hvort að þetta er rétt hjá mér kemur ekki í ljós fyrr en eldgos hefst.
  • Það er hægt að fylgjast með jarðskjálftum í rauntíma hérna á vefsíðu Raspberry Shake.

 

Mikið af grænum stjörnum og rauðum punktum í Fagradalsfjalli. Tími á korti er 5. Júlí 2023 og klukkan er 16:25.
Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öll gögn benda til þess að eldgos muni hefjast. Hvar eldgosið kemur upp og hvenær er ekki hægt að segja til um.

Ég mun gera mitt besta til þess að setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli klukkan 12:00 þann 5. Júlí 2023

Þetta er stutt grein þar sem staðan er að breytast mjög hratt núna.

  • Stærsti jarðskjálftinn sem hefur ennþá mælst var með stærðina Mw4,8 og fannst yfir stórt svæði.
  • Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Fagradalsfjalli vegna jarðskjálftavirkninnar og hættu á eldgosi.
  • Dýpi kvikunnar er núna í kringum 3 til 6 km en fer minnkandi á hverjum klukkutímanum.
  • Í kringum 2000 jarðskjálftar hafa mælst þegar þessi grein er skrifuð.

 

Fullt af grænum stjörnum og rauðum punktum á Reykjanesskaga í kringum Fagradalsfjall. Tími á korti er 5. Júlí 2023 klukkan er 11:30 á kortinu.
Jarðskjálftahrinan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er aðeins ein vefmyndavél sem er í gangi og vísar á Fagradalsfjall sem ég veit af þessa stundina. Það er hægt að skoða þá vefmyndavél hérna. Ég vonast til þess að þær vefmyndavélar sem Rúv og mbl.is voru með þegar síðasta eldgos fór af stað komist fljótlega í gang aftur.

Uppfærsla á stöðunni í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein, þar sem það er mikið að gerast þessa stundina.

Þessa stundina hafa komið fram um 200 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Fyrsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,1 kom fram klukkan 22:45, þetta er sjálfvirk mæling og því mun stærð þessa jarðskjálftar breytast við yfirferð.

Græn stjarna og fullt af rauðum punktum í Fagradalsfjalli.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mikið að gerast þegar þessi grein er skrifuð. Ég mun reyna að uppfæra um stöðu mála eftir bestu getu hérna.

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 suð-vestur af Keili

Í nótt (6-September-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 rétt um 1,2 km suður-vestur af Keili. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,1 km. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það voru allt saman minni jarðskjálftar.

Græn stjarna nærri Keili á jarðskjálftakorti Veðurstofunnar. Ásamt bláum punktum sem sína minni jarðskjálfta í átt að Fagradalsfjalli
Jarðskjálftavirkni við Keili og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem varð þarna í nótt bendir sterklega til þess að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á þessu svæði eftir eldgosið sem hófst í kjölfarið á jarðskjálftavirkni í Júlí – Ágúst. Hvort að það verður eldgos núna er ekki hægt að segja til um. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Það hefur verið stöðug smáskjálftavirkni á Reykjanesskaga þegar eldgosatímabilið hófst á Reykjanesskaga árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur. Eins og ég nefndi í sérstökum pósti. Þá hjálpa styrkir mér mjög mikið og þökk sé þeim, þá get ég borgað óvæntan símareikning sem ég fékk núna. Þar sem ég hef meiriháttar vandamál núna í September með peninga og komast af yfir mánuðinn. Ég þakka stuðninginn. 🙂