Minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu

Í dag (8-Október-2019) hefur verið minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur komið fram var með stærðina Mw1,2.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar þessi grein er skrifuð hafa ekki komið fram neinar breytingar á óróamælingum í kringum Kötlu. Veðurstofa Íslands og Almannavarnir eru að fylgjast með þróun mála.

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert að með PayPal eða með banka millifærslu. Ég er að flytja til Danmerkur er það mjög dýrt og styrkir væru góðir til þess að hjálpa mér að eiga við þann kostnað. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Frekari upplýsingar hérna.

Millifærsla á banka

Bankareikningur: 0159-05-402376
Kennitala: 160780-4369
Nafn: Jón Frímann Jónsson

Jarðskjálftavirkni í Heklu (það er engin eldgosahætta af þessari virkni)

Síðustu daga hefur verið jarðskjálftavirkni í Heklu. Þessi jarðskjálftavirkni er í suðurhluta eldstöðvarkerfi Heklu. Það er ekki augljóst hvað veldur þessari jarðskjálftavirkni í Heklu.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er engin hætta á eldgosi vegna þessar jarðskjálftavirkni. Það er ennfremur ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftavirkni muni leiða til eldgoss. Áður en það verður eldgos mun koma fram meiri jarðskjálftavirkni í Heklu.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Heklu

Í dag (09-Júní-2017) hefur verið lítil jarðskjálftavirkni átt sér stað í Heklu. Stærsti jarðskjálftinn hafði eingöngu stærðina 1,0 og mesta dýpið sem kom fram var 2,2 km.


Jarðskjálftavirknin í Heklu sem er til hægri á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það getur hinsvegar breyst án mikils fyrirvara. Það er hugsanlegt að eldgosavirknin í Heklu sé vegna gufu eða gas sprengingina í eldstöðinni, allavegna á minna dýpi en það er erfiðara að segja til um það þegar komið er á meira dýpi. Þar er líklegra að um sé að ræða gas frekar en gufu að ræða en einnig gæti verið um kviku að ræða.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu.

Þrír litlir jarðskjálftar í Heklu

Í gær (02.03.2017) urðu þrír litlir jarðskjálftar í Heklu. Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað meira sé að fara að gerast í eldstöðinni á þessari stundu. Stærsti jarðskjálftinn í þessari virkni var með stærðina 0,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Heklu. Það er ennfremur mín skoðun að Hekla hafi aftur skipt yfir í eldri hegðun, það þýðir eitt til tvö eldgos á öld. Því verður væntanlega næsta eldgos í Heklu á tímabilinu 2030 til 2100.

Stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi

Hérna er stutt yfirlit yfir jarðskjálftavirkni á Íslandi þann 28-Febrúar-2016.

Bárðarbunga

Síðustu 48 klukkutímana þá hefur verið jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, einnig sem það hefur verið virkni í kvikuinnskotum í Bárðarbungu á sama tíma. Einhver hluti af þessari jarðskjálftavirkni átti sér stað á 15km dýpi, eftir slíka jarðskjálfta þá virðist sem að jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í heildina aukist. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að troða sér inn í Bárðarbungu á miklu dýpi.

Kvikuinnskot kom fram í jaðri Bárðarbungu og á svæði þar sem það hefur komið áður fram. Það er mjög óvenjulegt að kvikuinnskot séu svona þrautseig á einum stað. Staðsetningin er rúmlega suð-austur af öskju Bárðarbungu.

Tungnafellsjökull

Síðustu daga hafa nokkrir jarðskjálftar komið fram í Tungnafellsjökli. Margir af þessum jarðskjálftum voru með dýpið 15km. Það bendir til þess að einhver kvikuhreyfing sé að eiga sér stað innan Tungnafellsjökuls. Þó er ólíklegt að það fari að gjósa vegna þessar kvikuhreyfinga, þar sem ekkert bendir til þess að þessi kvika muni ná til yfirborðsins.

Askja

Fyrr í þessari viku (Viku 8) varð jarðskjálftahrina í Öskju. Þessi jarðskjálftahrina varð á miklu dýpi, eða í kringum 22 km dýpi. Það bendir til þess að kvika sé ennþá að flæða inn í kvikuhólf Öskju eins og hefur gerst reglulega síðan árið 2010. Þessa studina er ekkert sem bendir til þess að eldgos muni eiga sér stað á næstunni í Öskju.

160228_1940
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu, Öskju og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Síðustu daga hefur örlítil jarðskjálftavirkni verið í Goðabungu í Kötlu. Þarna virðist vera um að ræða hefðbundna jarðskjálftavirkni fyrir Goðabungu og þetta svæði almennt. Enginn önnur áhugaverð virkni átti sér stað í Kötlu í þessari viku (Viku 8).

Hekla

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Heklu síðustu daga. Engin önnur virkni fylgdi þessum jarðskjálftum og ekki er vitað afhverju þessir jarðskjálftar áttu sér stað og uppruni þeirra er óljós.

Torfajökull

Minniháttar jarðskjálftavirkni átti sér stað í Torfajökli um helgina og síðustu daga. Þarna virðist vera um að ræða jarðskjálftavirkni sem tengist hugsanlega breytingum í jarðhitakerfi Torfajökuls.

160228_2120
Jarðskjálftavirkni í Kötlu, Torfajökli og Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítil jarðskjálftavirkni síðustu daga á Íslandi. Smáhrinur áttu sér stað á Reykjanesinu og síðan á Tjörnesbrotabeltinu en þær eru ekki nægjanlega stórar svo að ég skrifi um þær.

Jarðskjálftar í Heklu

Síðustu nótt (11-Janúar-2016) urðu litlir jarðskjálftar í Heklu. Enginn af þessum jarðskjálftum náði stærðinni 2,0.

160111_1600
Jarðskjálftarnir í Heklu (til hægri). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Enginn önnur virkni kom þarna fram í kjölfarið á þessum jarðskjálftum. Engin breyting hefur orðið á óróa síðustu 24 klukkutíma síðan þessir jarðskjálftar áttu sér stað. Eins og þetta lítur út núna þá virðast þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í spennubreytingum í Heklu og á þessu svæði.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (vika 01 2016)

Núverandi jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu mun gerast reglulega þangað til að næsta eldgos verður. Vegna þess mun ég ekki skrifa um allar þær jarðskjálftahrinur sem munu eiga sér stað í Bárðarbungu, ég mun helst skrifa um jarðskjálftahrinur þar sem jarðskjálftar verða stærri en 3,0 verða. Staðan í Bárðarbungu er að verða flóknari vegna aukinnar virkni kviku á miklu dýpi og einnig vegna þess að kvikan er að búa sér til leiðir upp á yfirborðið á mörgum nýjum stöðum. Síðan eldgosinu í Holuhrauni lauk þá hefur jarðskjálftum verið að fjölga í Bárðarbungu á undanförnum mánuðum. Þetta sést best á því að næstum því hverri viku verða jarðskjálftar sem ná stærðinni 3,0 eða sterkari í Bárðarbungu. Það hefur einnig verið að koma fram djúp jarðskjálftavirkni undir Trölladyngju Í upphafi var jarðskjálftavirknin á 28 km dýpi en er núna komin upp í rúmlega 20 km dýpi, það ferli tók aðeins 1,5 til 2,5 mánuði (mjög stuttur tími). Það er mín skoðun að þessi jarðskjálftavirkni í Trölladyngju sé áhyggjuefni. Það er alltaf möguleiki á því að kvikan stoppi og komist ekki upp á yfirborðið í Trölladyngju. Ef kvikan kemst mjög nærri yfirborðinu án þess að gjósa þá gæti myndast ný hæð eða háhitasvæði. Hvað svo sem gerist á þessu svæði verður áhugavert.

160110_2155
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í gær (10-Janúar-2016). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Seinna vandamálið sem er að koma fram núna er Loki-Fögrufjöll einnig þekkt sem Hamarinn. Jarðskjálftinn sem átti sér stað í Hamarinum var með stærðina 3,2 og dýpið 0,7 km. Í Bárðarbungu varð einnig jarðskjálfti með stærðina 3,2 og dýpið 0,1 km. Hamarinn er flókin eldstöð með grunn kvikuhólf. Eftir síðasta jökulhlaup úr skaftárkötlum var ljóst að jarðhitasvæðið er að stækka og að auka virkni sína. Það þýðir að aukin orka er að flæða inn í jarðhitasvæðin í Hamrinum. Það gerist eingöngu þegar ný og heitari kvika kemur inn í eldstöðina. Þessi breyting er varasöm, bæði til styttri og lengri tíma. Til styttri tíma þýðir þetta að mínu áliti að aukin hætta sé á litlum eldgosum í Hamrinum. Hættan að stórum eldgosum hefur einnig aukist við þessa breytingu í Hamrinum. Síðasta stóra eldgos í Hamrinum varð árið 1910 í Júní til Október 1910. Síðasta litla eldgos í Hamrinum varð í Júlí 2011 að mínu áliti. Það eldgos hefur ekki verið staðfest af jarðfræðingum og ég veit ekki afhverju það er raunin. Jökul-flóð fylgdi því litla eldgosi.

Til þess að auka flækjustigið þá er hætta á eldgosum á svæðum þar sem ekki hefur gosið áður, þar sem hætta er á því að nýjar sprungur opnist án mikils fyrirvara í nágrenni við Bárðarbungu. Einnig sem að kvikuinnskot gætu farið á ný svæði án nokkurs fyrirvara. Það er hugsanlegt að núverandi eldgosatímabil í Bárðarbungu vari næstu 20 árin. Eldgosatímabilið sem hófst árið 1862 lauk ekki fyrr en árið 1910. Nýjasta eldgosatímabilið hófst árið 2014 og það er ennþá í gangi. Lengsta eldgosatímabilið sem ég sé í gögnum GVP (Global Volcanism Program) hófst árið 1697, en því lauk ekki fyrr en 1797.

Virkni í Heklu

Í dag varð stakur jarðskjálfti með stærðina 1,7 í Heklu. Engin frekari jarðskjálftavirkni varð í Heklu á kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

Frostabrestir

Síðastliðinn sólarhring hefur verið mjög kalt á Íslandi. Þetta hefur valdið frostabrestum víða á landinu undanfarinn sólarhring. Þeir geta komið fram sem hærri órói á SIL stöðvum (bláa bandið). Einnig sem að frostabrestir geta komið fram sem mjög litlir jarðskjálftar á mælakorti Veðurstofu Íslands.

Lítil jarðskjálftahrina í Heklu

Síðan í gær (26-Mars-2015) hefur verið lítil jarðskjálftahrina í Heklu. Þetta hefur ekki verið samfelld jarðskjálftavirkni og fjöldi jarðskjálfta hefur ekki verið mikill. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur átt sér stað var með stærðina 1,4.

150327_1330
Jarðskjálftavirknin í Heklu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin sem átti sér stað í Heklu var á miklu dýpi, mesta dýpið sem kom fram var 17 km (stærð jarðskjálfta var 1,4). Aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi en dýpi þeirra atburða var allt meira en 10 km. Ég veit ekki hvað er að gerast í Heklu. Það er hinsvegar möguleiki á því að þetta sé kvika á ferðinni djúpt í Heklu, frekar en að þetta séu jarðskjálftar vegna spennubreytinga í jarðskorpunni á þessu svæði. Ég reikna ekki með því að eldgos sé að fara að hefjast í Heklu eins og staðan er núna.

Jarðskjálfti í Heklu, áframhaldandi jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (30-Júní-2014) klukkan 03:52 varð jarðskjálfti með stærðina 1,0 í Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 0,1 km og telst þetta því vera yfirborðsjarðskjálfti og á upptök sín í breytingum á jarðskorpunni í Heklu. Engin önnur virkni hefur komið fram í kjölfarið á þessum jarðskjálfta í Heklu.

140630_1835
Jarðskjálftavirkni í Heklu og Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni heldur áfram í Kötlu (sjá mynd). Virkasta svæðið í Kötlu er nærri svæði sem kallast Hábunga í Mýrdalsjökli. Síðustu 24 klukkutímana hefur stærsti jarðskjálftinn haft stærðina 1,6 með dýpið 0,2 km. Dýpri jarðskjálftar eru einnig að eiga sér stað, dýpsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana var á 20,6 km dýpi. Grynnri jarðskjálftar hafa einnig átt sér stað á sama svæði, eins og stendur er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar nauðsynlegt að fylgjast með virkni í Kötlu þar sem hugsanlegt er að þessi atburðarrás leiði til eldgoss, þessi jarðskjálftavirkni gæti einnig ekki leitt til eldgoss í Kötlu. Það er engin leið til þess að vita það eins og stendur hvað er nákvæmlega að gerast í Kötlu.

Styrkir: Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það vill. Hægt er að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálfti suður af Heklu

Í dag (03-Júní-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 2,5 suður af eldstöðinni Heklu. Dýpi þessa jarðskjálfta var 9,6 km. Nokkrir minni jarðskjálftar fylgdu í kjölfarið. Engin merki um eldgos er að sjá frá Heklu í kjölfarið á þessum jarðskjálfta.

140603_1605
Jarðskjálftarnir suður af Heklu núna í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er í dag þá er allt rólegt í Heklu. Það er þó gott að hafa varan á sér ef fólk ætlar sér að fara á topp Heklu þar sem eldgos geta hafist með skömmum fyrirvara. Undanfarin fyrir eldgos í Heklu er jarðskjálftahrina sem kemur fram rúmlega einni til tveim klukkustundum á undan áður en það fer að gjósa. Þessi jarðskjálfti kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð og er hægt að sjá jarðskjálftann hérna.