Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 3-Júlí-2018)

Síðustu klukkutíma hefur verið talsverð jarðskjálftavirkni í suðurhlíðum Öræfajökuls. Þessi jarðskjálftahrina hófst í kringum 29-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Á þessari stundu virðist sem að jarðskjálftavirknin sé nærri þjóðvegi eitt eða alveg undir honum.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli þann 3-Júlí-2018. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi breyting á jarðskjálftavirkni er mjög áhugaverð að mínu áliti og bendir til þess að vandræði séu á leiðinni í Öræfajökli. Það eru ekki neinir eldgígar svo ég viti til í hlíðum Öræfajökuls en hugsanlegt er að slíkir gígar hafi verið þurrkaðir út af jökulhreyfingum síðustu alda. Það er góð ástæða að mínu mati að fylgjast með þróun þessar jarðskjálftavirkni.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli (staðan 29-Júní)

Þessa stundina er jarðskjálftahrina í gangi í Öræfajökli. Þessi jarðskjálftavirkni hófst þann 26-Júní-2018 og hefur að mestu leiti verið í gangi síðan þá. Þessa studina eru eingöngu litlir jarðskjálftar að eiga sér stað en stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,1 en varð fyrir utan eldstöðina (en virðist samt tengjast virkninni þar) og þessi jarðskjálfti bendir til þess að stressið í jarðskorpunni sé að breytast mjög hratt á þessu svæði þessa stundina (mitt álit).


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (rauðu punktanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það sem einnig gerðist í dag var jarðskjálftahrina í hlíðum Öræfajökuls og það er mjög varasamt merki ef eitthvað er að fara gerast þar. Þar sem eldgos í hlíðum Öræfajökuls getur verið mjög stórt vandamál þar sem slíkt eldgos er nær þjóðvegi eitt og stórhættulegt ef engin viðvörun verður á slíku eldgosi. Það þarf sérstaklega að fylgjast með slíkri virkni að mínu mati.

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (07-Mars-2018) var jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin var á tveim svæðum. Í sjálfri Bárðarbungu og síðan suð-austan við Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í sjálfri Bárðarbungu er eðlileg og tengist þenslu eldstöðvarinnar þar sem kvika er þessa stundina að streyma inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin á sér stað þegar kvikan þrýstir jarðskorpunni upp þegar kvikan flæðir inn í kvikuhólfið af miklu dýpi. Jarðskjálftahrinan suð-austur af Bárðarbungu er áhugaverðari. Þar er kvikuinnskot á ferðinni og það hefur verið virkt á þessu svæði í nokkur ár. Jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti er ennþá á dýpinu 15 til 23 km en aukin jarðskjálftavirkni þýðir að hugsanlega sé aukin hætta á eldgosi á þessu svæði ef jarðskjálftavirknin minnkar ekki. Aukin kvikuvirkni í Bárðarbungu virðist hafa ýtt undir jarðskjálftavirkni í þessu kvikuinnskoti síðustu mánuði.

Það er mikil hætta á sterkum jarðskjálfta í Bárðarbungu á næstu dögum eða vikum.

Það var einnig áhugaverður atburður þegar jarðskjálftavirknin gekk yfir í Bárðarbungu. Það virðist sem að óróahviða hafi komið fram á miðbandinu (1-2Hz) þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað. Þetta er mjög óvenjulegt. Hvað þetta þýðir er ekki augljóst á þessari stundu.


Óróahviðan sést nærri endanum (rauða, græna, bláa) á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Áframhaldandi jarðskjálftahrina í Öræfajökli, ný jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Öræfajökli þann 25-Febrúar-2018 heldur áfram. Flestir af þeim jarðskjálftum sem koma fram eru litlir, flestir eru minni en 1,0 að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli og Tungnafellsjökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldstöðin Tungnafellsjökull

Norð-vestur af Öræfajökli er eldstöðin Tungnafellsjökull. Þar hefur jarðskjálftavirkni tekið sig upp aftur eftir talsvert hlé. Flestir jarðskjálftar sem verða þar eru einnig mjög litlir og langflestir eru minni en 1,0 að stærð. Eftir eldgosið í Bárðarbungu 2014 – 2015 jókst jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli en það var einnig mikil jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli á meðan eldgosið í Bárðarbungu stóð yfir vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Það er líklegt að núverandi jarðskjálftavirkni sé vegna spennubreytinga í jarðskorpunni.

Kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu

Í gær (21-Janúar-2018) kom fram kvikuinnskot suð-austur af Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot kom fram á svæði sem er aðeins utan við megineldstöðina og líklega utan við sjálft Bárðarbungu kerfið eins og það er sett fram á kortum í dag.


Kvikuinnskotið suð-austur af Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram var eingöngu með stærðina 1,2 en minnsta dýpi sem kom fram á 13,9 km og stærðin á þeim jarðskjálfta var eingöngu 0,8. Það er mitt mat að hættan á eldgosi á þessu svæði er að aukast eftir því sem þessi kvikuinnskotavirki heldur áfram. Það er ekki hægt að setja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Þetta svæði hefur verið virkt í talsverðan tíma núna og þarna verða regluleg kvikuinnskot.

Jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli

Aðfaranótt 18-Janúar-2018 klukkan 02:14 varð jarðskjálfti með stærðina 3,1 í Öræfajökli. Þeim jarðskjálfta fylgdi annar jarðskjálfti með stærðina 2,0 og síðar kom jarðskjálfti með stærðina 1,8. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Öræfajökli (græn stjarna). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftahrinan átti sér stað varð aukning á hærri tíðni á SIL stöðvum í kringum Öræfajökli. Það er möguleiki á að hérna hafi verið að um að ræða smáskjálfta sem ekki var hægt að staðsetja almennilega eða að hérna sé um að ræða litlu jarðskjálftana sem mældust í Öræfajökli á þessum sama tíma. Ég er ekki viss á þessari stundu hvort er raunin en ég vonast að myndin verði skýrari eftir því sem meira af gögnum kemur inn með aukinni jarðskjálftavirkni í Öræfajökli.


Breyting á óróaplotti á SIL stöðinni Fagurhólsmýri sem er við Öræfajökul. Breytingin á óróanum sést vel á endanum á þessari mynd (bláu toppanir). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er rólegt í Öræfajökli.

Kvikuinnskot staðfest í Öræfajökli

Nýlegar mælingar hafa staðfest kvikuinnskot í Öræfajökli, þetta kvikuinnskot er í suðurhluta Öræfajökuls og er það svæði að sýna þenslu þessa dagana. Þessa stundina er áætlað að það magn kviku sem er að koma upp í eldstöðina sé rúmlega það magn sem gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þessa stundina er kvikuinnskotið á dýpi sem er á bilinu 2 til 6 km og það útskýrir aukna jarðhitavirkni í Öræfajökli og afhverju þessi jarðhitavirkni er að aukast þessa dagana. Hversu lengi þessa staða mun vara er ekki vitað þessa stundina. Öræfajökull er eldkeila og hagar sér sem slíkt, hægt er að lesa frekar um eldkeilur hérna og hérna.


Jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í síðustu viku voru mældir 160 jarðskjálftar í Öræfajökli og er það metfjöldi jarðskjálfta sem hafa mælst í Öræfajökli síðan mælingar hófst (árið 1995?). Þessa stundina þá virðist jarðskjálftavirkni vera stöðug en það er ekki hægt að segja til um það hvenær það breytist.

Vefmyndavélar

Það eru komnar tvær vefmyndavélar sem sýna Öræfajökul. Þessir tenglar eru þannig að þeir virka aðeins í takmarkaðan tíma.

Vefmyndavél á Fagurhólsmýri (virkar aðeins tímabundið)
Vefmyndavél á brú (virkar aðeins tímabundið)

Styrkir

Þeir sem vilja styrkja mig geta gert það með tvennum hætti. Annað hvort notað PayPal takkana hérna til hliðar eða með því að fara á síðuna styrkir og fylgja þar bankaupplýsingum til þess að leggja inn á mig. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Staðan í Bárðarbungu og Jökulsá á Fjöllum

Leiðni er ennþá mjög há í Jökulsá á Fjöllum og hefur verið það síðan 14 Nóvember og eitthvað fyrir þann dag. Upptök þessarar háu leiðni í Jökulsá á Fjöllum er að finna í Bárðarbungu. Það er aðeins farið að draga úr leiðinni síðan toppurinn varð (ég veit ekki hvenær sá toppur var). Í fréttum gærdagsins var einnig sagt frá því að hitinn í að minnsta kosti einum katli er svo mikill að uppúr honum kemur gufa. Ég hef ekki heyrt neinar útskýringar á því frá leiðangri gærdagsins afhverju leiðnin er svona há í Jökulsá á Fjöllum.

Sú staðreynd að það er hverakerfi sem gefur frá sér gufu þýðir að orkustigið í Bárðarbungu kerfinu er mjög mikið þessa stundina og mestar líkur eru á því að losun á þessari orku verði í gegnum eldgos. Þessi auki jarðhiti hefur einnig aukið hættuna á litlum eldgosum í Bárðarbungu sem erfitt verður að staðfesta og gætu jafnvel ekki náð uppúr jöklinum nema að þau séu nærri einum af þeim kötlum sem hafa myndast.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbunugu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgosahrina hefst í Bárðarbungu.

Óvissustigi lýst yfir og flugkóði breytt í gulan fyrir Öræfajökul

Í gær (17-Nóvember-2017) var óvissustigi lýst fyrir fyrir Öræfajökli af Almannavörnum auk þess sem öryggiskóði fyrir flug var breytt í gulan (hægt að sjá hérna)

Staðan eins og hún er núna er sú að ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls er þessi ketill rúmlega 1 km breiður og í kringum 21 til 25 metra djúpur samkvæmt frumrannsóknum. Þetta er í fyrsta skipti í skráðri sögu sem að svona ketill myndast í Öræfajökli. Það er núna talið að þessi ketill hafi verið að tæma sig alla þessa viku og því hafi fundist lykt af brennisteini á svæðinu þennan tíma. Hægt er að sjá Kvíá hérna á Google Maps. Þessa stundina er ekki mikið um jarðskjálfta í Öræfajökli, það mátti búast við þessu (ég reikna með því). Það er einnig nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að Öræfajökull náði þessu stigi á nokkrum mánuðum á meðan það tók Eyjafjallajökul rúmlega 16 ár að ná þessu sama stigi þangað til að eldgos hófst í þeirri eldstöð.

Það er ekki til mikið af gögnum um Öræfajökul um eldri eldgos sem hafa orðið. Síðasta eldgos varð árið 1727 til 1728 (289 ár síðan) og eldgosið þar á undan varð árið 1362 (655 ár síðan) og varði í nokkra mánuði. Þessa stundina hef ég ekki mikið af gögnum til að vinna með. Þar sem ekki hafa verið stundaðar miklar mælingar í kringum Öræfajökul þar sem enginn bjóst við að þróunin yrði svona hröð í Öræfajökli. Það var eingöngu í Október að það rann upp fyrir vísindamönnum hvað væri að gerast í Öræfajökli.


Engir jarðskjálftar í Öræfajökli síðustu 48 klukkutímana (blá doppa syðst í Vatnajökli). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hægt er að sjá myndir af katlinum í öskju Öræfajökuls hérna.

Ef eitthvað gerist þá mun ég uppfæra þessa grein eða skrifa nýja ef að ástæða þykir til þess.

Há leiðni í Jökulsá á Fjöllum líklega vegna Bárðarbungu

Síðustu 10 daga hefur verið há leiðni í Jökulsá á Fjöllum og það virðist sem að þessi háa leiðni í Jökulsá á Fjöllum komi frá Bárðarbungu frekar en Kverkfjöllum eins og talið var í fyrstu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum sem Veðurstofa Íslands hefur þá er ekki aukið rennsli úr Kverkfjöllum eins og talið var. Þar að auki þá hefur ekki komið fram neinn toppur í þessu jökulflóði eins og búast mátti við þegar lónið í Kverkfjöllum tæmir sig.

Það er ennþá mjög óljóst hvað er í gangi þarna. Það hafa ekki komið fram nein merki þess að þarna hafi orðið eldgos í Bárðarbungu á undanförnum dögum. Ekki er ljóst hvaðan þetta jökulvatn er að koma þar sem ekki hefur verið hægt að fljúga yfir svæðið á undanförnum dögum vegna veðurs. Það er möguleiki á því að ketill í Vatnajökli sé að tæma sig núna en það vantar samt hefðbundinn topp í slíku jökulflóði. Hinsvegar miðað við það hversu langan tíma þetta jökulflóð hefur varað þá er ljóst að slíkur ketill hlýtur að vera talsvert stór. Þetta gæti einnig þýtt mjög slæmar fréttir fyrir brýr og annað sem er neðar þar sem Jökulsá á Fjöllum rennur um ef að stórt jökulflóð verður skyndilega eða ef eldgos hefst þarna án nokkurs fyrirvara.

Fréttir af þessum atburðum

Upptök frekar í Bárðarbungu en Gengissigi (Rúv.is)