Jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Kleifarvatni

Í dag (9-Ágúst-2022) klukkan 11:43 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 og varð í Kleifarvatni. Þegar þessi grein er skrifuð, þá hafa ekki orðið neinir fleiri stærri jarðskjálftar á þessu svæði. Í dag hafa verið litlir jarðskjálftar í Krýsuvíkur-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu og einnig í Fagradalsfjalli. Eitthvað af þessum jarðskjálftum eru bara brotaskjálftar, þetta á mestu við um jarðskjálfta sem eru að eiga sér stað í Kleifarvatni og austur af Grindavík (ég veit ekki alveg með svæðið vestur af Grindavík). Þetta er vegna þenslu í kvikuganginum sem nær frá Fagradalsfjalli og að Keili. Jarðskjálftavirknin fyrir núverandi eldgos kom einnig af stað stórum hreyfingum á misgengjum á stóru svæði. Hvað það þýðir fyrir mögulegar kvikuhreyfingar á svæðinu er óljóst eins og er.

Rauðir og appelsínugulir punktar við Keifarvatn og við Keili, auk nokkra appelsínugula punkta við Fagradalsfjall
Jarðskjálftavirknin við Kleifarvatn og Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu tvo daga hefur ekkert útsýni verið á eldgosið á vefmyndavélum og hefur aðgengi verið lokað að eldgosinu vegna þess að auki. Ég vona að veðrið lagist í kvöld eða á morgun þannig að hægt verði að sjá hvað er að gerast í eldgosinu en það er bara að bíða og sjá. Það hefur einnig verið mikil rigning þarna og ég mæli ekki með því að fólk fari að eldgosinu í þessu veðri. Lögreglan getur einnig sektað fólk sem fer inn á lokaða svæðið. Síðan var svæðinu lokað fyrir börn undir 12 ára aldri. Þar sem fjarlægðin er 7 km í aðra áttina (14 km í heildina) yfir svæði sem er mjög erfitt.

Staðan í eldgosinu í Meradölum þann 5-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein um stöðu mála í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli.

  • Gossprungan er núna um 120 metra löng. Eldgosið framleiðir núna um 18 m3/sec samkvæmt mælingum vísindamanna í gær.
  • Hraun flæðir núna yfir hraun frá eldgosinu í fyrra yfir í eystri Meradali. Þetta er um 1 km fjarlægð. Hægt er að sjá mynd af þessu á Facebook hérna.
  • Samkvæmt efnagreiningu á hrauninu sem er komið upp. Þá virðist vera að þetta eldgos sé úr efni sem var að gjósa í gamla gígnum þegar eldgos hætti þar í September 2021. Það þýðir að á meðan eldri kvikan er að koma upp, þá hefur nýja kvikan ekki ennþá náð yfirborði.
  • Sprungur sem eru staðsettar norð-austan við eldgosið í Meradölum eru farnar að hreyfa sig. Það bendir sterklega til þess að eldgos sé að fara að hefjast á því svæði. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um. Eldgos þarna gæti hinsvegar lokað einni af þeim leiðum sem eru núna notaðar til þess að komast af eldgosinu. Ef að eldgos hefst sunnan við núverandi eldgos, þá er möguleiki á að, þá gæti orðið erfitt eða vonlaust að komast að eldgosinu og sjá það, allavegna að þeim hluta eldgossins sem er í Meradölum.

Þetta er allt það sem ég get skrifað um eldgosið þennan Föstudag. Næsta grein um eldgosið verður 12-Ágúst ef ekkert stórt gerst á þeim tíma og það er alltaf möguleiki á því.

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli þann 4-Ágúst-2022

Þetta hérna er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Greinin er skrifuð klukkan 17:04 þann 04-Ágúst-2022.

  • Eldgosið er stöðugt eins og er. Hlutar af sprungunni hafa hætt að gjósa og er mesti hluti eldgossins aðeins í syðri hluta sprungunnar.
  • Gígur hefur ekki myndast útaf hrauntjörninni sem er þarna og kemur í veg fyrir myndun gígs.
  • Það er í kringum 20 m3/sec til 30 m3/sec af hrauni að koma upp í þessu eldgosi núna. Þetta mun breytast án viðvörunar.
  • Dalurinn Meradalir er að fyllast af hrauni og er núna orðin að 800C heitri hrauntjörn sem er þarna á svæðinu. Það er hugsanlegt að dalurinn muni fyllast upp af hrauni eftir um eina viku og er nú þegar byrjað að flæða inn í nálæga dali (sem ég er ekki viss hvað heita eða hvort að þeir hafa nafn). Ef að eldgosið minnkar, þá mun það taka um þrjár til fjórar vikur fyrir hraunið að fylla dalinn.
  • Gossprungan getur farið að stækka í báðar áttir án nokkurar viðvörunnar og það eru vísbendingar um það að norðurhluti þessar sprungu sé á hreyfingu og því getur farið að gjósa þar án viðvörunnar. Suðurhluti sprungunnar er undir hrauni og því er ekki hægt að fylgjast með þeim hluta.
  • Miðbandið í óróanum (1 – 2Hz) heldur áfram að aukast og það segir að aukin kvika sé að flæða um í gegnum kvikuinnskotið. Það er vísbending um að hugsanlega sé stærra eldgos á leiðinni. Hvort að það gerist og hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um.
  • Stærsti jarðskjálfti síðustu 24 klukkutímana var með stærðina Mw3,4 klukkan 09:26. Í gær (03-Ágúst-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,6 klukkan 05:42 og síðan varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 klukkan 12:00. Þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð, sérstaklega jarðskjálftavirknin sem er ennþá í gangi eftir að eldgosið hófst. Minniháttar jarðskjálftar halda áfram þó svo að eldgos sé hafið.
  • Það er meira vatn í þessu hrauni og það eykur gasmagnið þegar kvikan nær yfirborði. Það er einnig meira af SO2, CO, CO2 gasi í þessu eldgosi, þar sem það er meira hraun að koma upp.

Ég mun setja inn uppfærslur á hverjum föstudegi á meðan þetta eldgos er í gangi. Nema ef eitthvað meiriháttar gerist, þá mun ég skrifa grein eins fljótt og hægt er. Á venjulegum degi, þá verða yfirleitt ekki neinar stórar breytingar á þessu eldgosi.

Staðan í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Meradölum í Fagradalsfjalli. Þetta er skrifað klukkan 21:48 þann 3-Ágúst-2022.

Stór hluti af sprungunni sem fór að gjósa klukkan 13:16 í dag í Meradölum er ennþá virk. Það hefur dregið mjög úr jarðskjálftavirkni eins og gerðist þegar það fór að gjósa í Fagradalsfjalli árið 2021.

Það er aðeins farið að draga úr virkni í nyrsta hluta sprungunnar og því spurning um tíma hvenær eldgosavirkni hættir þar. Ég veit ekki hversu hratt það gerist. Eldgosavirknin er að mestu leiti í syðri hluta gossprungunnar og það virðist sem að þar sé gígur farinn að myndast. Eins og þetta lítur út núna. Frétt Rúv í dag var það nefnt að fólk hefði verið að ganga yfir svæði þar sem gas var að koma upp og samkvæmt hitamyndavél mun heitari jörð en umhverfið. Það bendir sterklega til þess að kvika sér þar grunnt undir og það getur komið af stað eldgosi án nokkurs fyrirvara á þeim svæðum. Ég veit ekki almennilega hvar þau svæði eru en þau hljóta að vera í nágrenni við gönguleiðina sunnan við eldri gíginn sem gaus árið 2021.

Styrkir

Ég vil minna fólk að það er hægt að styrkja mínu vinnu. Það er hægt með PayPal takkanum hérna til hliðar eða með bankamillifærslu. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna á síðunni Styrkir. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 7-Ágúst-2021

Þetta er stutt uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Krýsuvík-Trölladyngju eldstöðvarkerfinu þann 7-Ágúst-2021 .

Síðustu vikur þá hefur ekki mikið verið hægt að skrifa um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli. Þar sem lítið hefur breyst milli daga. Það breyttist í kvöld. Þar sem það virðist sem að eldgosið sé komið í nýjan fasa. Eldgosið er núna stöðugt, frekar en að gjósa í nokkra klukkutíma og síðan gerist ekkert í nokkra klukkutíma eins og hefur verið að gerast síðustu vikur. Ég veit ekki hvort að það á eftir að breytast en þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.

Rauður litur kemur frá gígnum og hraun rennur niður hliðar gígsins auk þess sem að gasský stígur upp frá gígnum
Eldgosið í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv ohf.

Mest af hrauninu er að renna niður í Meradali þegar þessi grein er skrifuð. Eitthvað af hraun rennslinu á sér stað neðanjarðar og fer undir hraunið sem er í syðri-Meradölum sem eru fyrir ofan Nátthaga. Það sést á því að gas útstreymi hefur aukist mikið á þessu svæði og bendir það til þess að nýtt hraun sé farið að renna þarna undir. Hraunrennsli á yfirborði getur breyst án fyrirvara hvenær sem er.

Ferðamenn halda áfram að koma sér í mikla hættu með því að ganga út á hraunið. Ef það verður slys úti á hrauninu þá er ekki hægt að bjarga viðkomandi einstaklingi, þar sem það verður of seint hvort sem er.

Uppfærsla 7-Ágúst-2021 klukkan 13:52

Í dag (7-Ágúst-2021) klukkan 08:00 þá einfaldlega hætti eldgosið að gjósa eftir að hafa verið virkt í rúmlega tvo og hálfan dag. Afhverju þetta gerist er ennþá mjög óljóst. Eldgosið hætti mjög snögglega og féll óróinn mjög hratt í morgun. Þegar þessi uppfærsla er skrifuð klukkan 13:53 er eldgosið ennþá óvirkt.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 18-Júní-2021. Þetta eldgos telst ennþá vera hluti af eldgosi í Krýsuvík-Trölldayngja eldstöðvarkerfinu en það gæti breyst í framtíðinni.

  • Það eru engin merki um að eldgosinu sé að fara að ljúka.
  • Meirihlutann af vikunni þá hefur hraunið flætt um hraungögn sem ekki hafa sést á yfirborðinu að miklu leiti. Í dag (18-Júní) breyttist það aftur og er hraun núna á yfirflæði úr gígnum.
  • Gígurinn er óstöðugur og eru hraun algeng úr honum. Sérstaklega innan í gígnum en það er hugsanlegt að allt það magn hrauns sem er í gígnum haldi innri hlutum gígsins uppi eins og er.
  • Hraun þekur núna allan Nátthaga og er hraunið á leið úr Nátthaga á næstu klukkutímum til dögum. Það verður ekki gerð nein tilraun til þess að stöðva framgagn hraunsins fram í sjó og yfir Suðurstrandarveg.
  • Geldingadalir eru fullir af hrauni og er komið aðeins yfirflæði í hraunið sem er þar. Það er hætta á að hraun flæði inn í Nátthagakrika og það var ýtt upp smá varnargarði til þess að tefja það ferli. Það er óljóst hvort að það virkaði. Eins og er þá hefur hraun ekki farið í þá áttina.
Hraun flæðir úr gígnum í appelsínugulum lit yfir á eldra hraun sem er í kringum gíginn. Gas kemur upp úr gígnum og rekur til norður.
Hraun flæðir upp úr gígnum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.
Horft niður í Nátthaga en sést illa vegna gasmóðu sem er í dalnum. Það sést glitta í bíl í fjarlægð. Ásamt því að aðeins sést í hraunið sem er á leiðinni úr dalnum.
Nátthagi og hraunið í dalsbotninum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv.

Það eru engar frekari fréttir af þessu eldgosi. Næsta uppfærsla ætti að vera þann 25-Júní-2021.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 5-Júní-2021

Það hefur ekki orðið mikil breyting á eldgosinu í Fagradalsfjalli vikuna 28-Maí-2021 til 5-Júní-2021. Hérna er um að ræða eldstöðvarkerfið Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn heldur áfram að stækka. Það virðist sem að gígurinn stækki með því að það hrinur innan í honum og þá stækkar hann útá við í látunum sem fylgja í kjölfarið. Núverandi hæð gígsins er milli 300 til 500 metrar. Þetta er samt mjög illa metið í gegnum vefmyndavélar.
  • Það svæði sem hefur verið mest notað til þess að horfa á eldgosið er núna lokað þar sem hraun hefur flætt yfir gönguleiðina sem þar er.
  • Vegna þess þá er núna hætta á því að vestari varnargarðurinn fari fljótlega undir hraun og þá flæðir meira hraun niður í Nátthaga.
  • Hraunið fer ekki mjög langt en það hleðst upp í staðinn og á svæðum er þykktin orðin nokkur hundruð metrar miðað við það landslag sem þarna er.
  • Ef að eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera þá mun allt svæðið fara undir hraun á næstu 6 til 10 mánuðum. Þar sem hraunið mun bara halda áfram að hlaðast upp þarna.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka.

Það eru engar aðrar fréttir af eldgosinu sem ég veit um. Eldgosið heldur áfram eins og það hefur verið að gera síðan það hófst þann 19-Mars-2021. Annarstaðar á Íslandi hefur verið mjög rólegt og lítið gerst og ekkert fréttnæmt.

Vegna hausverks sem ég var með síðustu 12 klukkutímana þá er þessi grein aðeins seinna á ferðinni en venjulega.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 28-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Það hafa ekki orðið neinar meiriháttar breytingar á eldgosinu síðan síðasta grein var skrifuð. Það er talsvert af litlum breytingum sem er að eiga sér stað.
  • Stóri kvikustrókar hættu í síðari hluta vikunnar. Það er einhver kvikustrókavirkni en sú virkni er frekar lítil miðað við það sem sést á vefmyndavélum.
  • Hraun flæðir núna niður í Nátthaga og er reiknað með að það nái niður að Suðurstrandarvegi á næstu 20 til 60 dögum eftir því hversu mikið hraun flæðir niður í Nátthaga.
  • Vestari varnargarðurinn hefur komið í veg fyrir að hraun flæði þar niður í Nátthaga hingað til þegar þessi grein er skrifuð. Slæmt veður í dag (28-Maí-2021) kemur í veg fyrir að hægt sé að fylgjast almennilega með því sem er að gerast á þessu svæði í dag. Á svæðinu er mikil rigning og þoka.
  • Stórar hrauntjarnir hafa myndast í hrauninu og hlaupa þessar hrauntjarnir reglulega fram og auka þannig þykktina á hrauninu. Hraunið hleypur einnig fram í hraunrásum sem eru inní sjálfu hrauninu og brjótast fram út við jaðar hraunsins. Þetta leyfir hrauninu einnig að brjótast fram án viðvörunar og stækka hraun jaðarinn þannig.
  • Hraunið er hægt og rólega að auka þykkt sína og hefur slík atburðarrás átt sér stað á undanförnum vikum. Það er að valda því að gönguleiðin að útsýnisstaðnum að gígnum fer hugsanlega undir hraun á næstu vikum ef hraunið heldur áfram að þykkna með þessum hætti. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunið þykknar á þessu svæði. Þetta gæti tekið aðeins nokkrar vikur að gerast frá því sem er núna.

Að öðru leiti hefur verið mjög lítið að gerast í eldgosinu sjálfu og litlar breytingar þar. Þetta stig eldgossins gæti haldið áfram mánuðum saman. Það eru vísbendingar um að þetta sé fyrsta stigið í að búa til dyngju eða hugsanlega eldkeilu. Það verður að bíða og sjá hvað gerist í þessu eldgosi.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 21-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

Það hafa ekki orðið miklar breytingar síðan síðasta grein var skrifuð um eldgosið. Þetta eldgos hefur núna varða í tvo mánuði og nokkra daga betur og sýnir engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka.

  • Hraunstrókavirkni heldur áfram eins og hefur verið undanfarin mánuð.
  • Magn hrauns sem er að koma upp hefur aukist í rúmlega 11m3 úr 5m3 þegar eldgosið hófst.
  • Hraunið er núna á leiðinn til sjávar með því að fara niður Nátthagadal. Það er verið að reyna að stöðva það hraun með því að setja upp varnargarða. Það er mín persónulega skoðun að það mun ekki virka og að mestu tefja hraunið sem á einnig eftir að fara yfir hæð sem er þarna á svæðinu og er fyrir hrauninu hvort sem er. Þetta mun taka nokkra daga til viku í mesta lagi fyrir hraunið að fara yfir varnargarðana og hæðina sem er þarna. Hversu hratt þetta gerist veltur á því hversu mikið hraunflæði er í þessa átt. Stefna hrauns getur breyst án nokkurs fyrirvara og breytist stöðugt.
  • Meirihlutinn af hrauninu fer núna niður í Meradali og mun líklega gera það í talsverðan tíma í viðbót. Þegar hraunið fer niður í Meradali þá eru engir innviðir í hættu eins og er.
  • Vart hefur orðið SO2 mengunar á suðurlandi síðustu daga. Í gær (20-Maí-2021) varð einnig vart við mikla stöðuspennu vegna eldgossins en það olli sem betur fer ekki neinni eldingarvirkni á svæðinu þar sem eldgosið er, en hættan var til staðar í talsverðan tíma í gær.

Það eru engar frekari fréttir af eldgosinu og það hefur verið rólegt á öðrum stöðum á Íslandi þessa vikuna.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 15-Maí-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem tilheyrir eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það eru ekki miklar breytingar á eldgosinu og hefur það verið mjög svipað og undanfarnar vikur. Það sem hefur verið að breytast undanfarið er að magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu hefur aukist um 70% síðan eldgosið hófst þann 19-Mars samkvæmt fréttum frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

  • Eldgosið heldur áfram í einum gíg eins og hefur verið undanfarnar vikur. Núna koma hinsvegar miklir kvikustrókar upp í eldgosinu með reglulegu millibili þegar þessi grein er skrifuð. Stærstu kvikustrókanir ná hæðinni að 400 til 500 metra hæð yfir gígnum. Þessir kvikustrókar sjást því vel frá Reykjavík og öðrum nálægum bæjarfélögum.
  • Hraunið er mjög nálægt því að komast niður í Nátthagadal og er núna verið að gera tilraun til þess að stöðva framvindu hraunsins. Ástæðan er að nærri Náttagadal er ljósleiðari og suðurstrandarvegur sem má ekki fara undir hraun. Ég reikna fastlega með því að tilraunir til þess að stöðva rennsli hraunsins niður í Nátthaga takist ekki þegar hraunið fer aftur að renna í átt að Nátthaga.
  • Stærsti gígurinn er núna í kringum 50 til 90 metra hár. Hæð gígsins er alltaf að breytast vegna þess að það hrynur stöðugt úr gígnum, bæði innan hans og utan. Þetta ferli hruns virðist vera hægt og rólega að stækka gíginn.
  • Kvikan sem er núna að koma upp er að koma upp af ennþá meira dýpi samkvæmt mælingum Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Samkvæmt breytingum á efnasamsetningu sem kemur fram í hrauninu.
  • Það eru engin merki þess að eldgosinu sé að fara að ljúka fljótlega.

Það er erfitt að segja til um það hvað gerist næst í þessu eldgosi. Það er möguleiki á því að nýir gígar opnist fyrir utan núverandi gígalínu sem er að mestu hætt að gjósa, fyrir utan einn gíg. Á meðan eldgosið í Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa þá er mjög erfitt að vita hvað gerist næst.