Þensla mælist á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli

Samkvæmt frétt Rúv í dag (16-Nóvember-2021) þá er þensla farin að mælast á miklu dýpi undir Fagradalsfjalli en þetta er hluti af Krýsuvíkur-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu. Þessi þensla bendir til þess að eldgos gæti hafist aftur í Fagradalsfjalli, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos byrjaði. Þar sem það er mjög líklegt að kvika sé að safnast saman undir Fagradalsfjalli á miklu dýpi. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er ekki eitthvað sem hægt er að segja til um.

Þenslan er núna orðin nógu mikil til þess að sjást á gervihnattamyndum sem fylgjast með aflögun í efri lögum jarðskorpunnar. Í efri lögum jarðskorpunnar þá kemur þessi aflögun fram sem lítil en það er líklega ekki öll myndin hérna.

Frétt Rúv

Gosið enn í dvala – Mæla litlar hreyfingar á miklu dýpi (Rúv.is)

Þensla og jarðskjálftavirkni í Öskju

Þensla hefur verið að aukast í eldstöðinni Öskju síðustu vikur frá því að þetta ferli hófst í lok Ágúst. Samkvæmt fréttum þá er þenslan núna orðin 14 sm, síðan vart varð við þensluna í lok Ágúst. Laugardaginn 9-Október varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 í Öskju og það er stærsti jarðskjálfti í eldstöðinni í 20 ár samkvæmt fréttum (ég set inn mynd seinna ef ég man eftir því).

Askja er mjög afskekkt og það er erfitt að komast þangað þar sem vetur er að skella á. Ef eldgos verður í vetur þá verður best að fylgjast með því á óróamælum, þar sem á þessu svæði er engar eða mjög takmarkaðar vefmyndavélar. Þangað til að Veðurstofan eða einhver með flugvél (ef veður leyfir slíkt) kemur með myndir af eldgosinu ef það gerist.

Óvissustigi lýst yfir vegna þenslu í Öskju, gul viðvörun fyrir flug einnig gefin út

Vegna þess hversu hröð þenslan er í eldstöðinni Öskju. Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar og það olli því að Almannavarnir ákváðu að setja Öskju á óvissustig og gula viðvörun gagnvart flugi.

Grænir þríhyrningar sem sýna stöðu eldstöðvanna á Íslandi. Aðeins Askja, Grísmfjall eru gul. Síðan er Krýsuvík appelsínugul.
Staða eldstöðvanna á Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þenslan er núna rúmlega 7 sentimetrar. Hvort og þá hvenær það kemur af stað eldgosi er eitthvað sem ekki er hægt að segja til um. Eldstöðin Askja í dag er það sem er eftir af fjalli sem sprakk í stóru eldgosi árið 1875. Flest eldgos í Öskju í dag eru hraungos nema ef vatn kemst í eldgosið og þá verður sprengigos á meðan vatn kemst í eldgosið.

Þensla hófst í Öskju í Ágúst 2021

Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands þá hófst þensla í eldstöðinni Öskju í Ágúst 2021. Þenslan hefur mælst um 5 sm á mánuði núna. Þenslan á sér stað á svæði sem kallast Ólafsgígar og er rétt fyrir utan öskjuvatn.

Þensla í öskju er sýnd með rauðum lit við Ólafsgíga og er rétt fyrir utan öskjuvatn. Þessi rauði litur minnkar eftir því sem fjarlægð frá miðju þenslunar eykst.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þessi þensla muni leiða til eldgoss. Þessi þensla hefur hinsvegar valdið jarðskjálftavirkni í Öskju en flestir jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir að stærð.

Þenslan í Öskju. Myndin sýnir færslur á norður - suður og austur - vestur og síðan upp færslum. Þessi færsla er sýnd með punktum og síðan brotinni línu sem er rauð á myndinni.
Þenslan í eldstöðinni Öskju. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Tilkynning Veðurstofu Íslands

Land rís við Öskju

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla á stöðinni í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 23-Apríl-2021 fyrir síðustu viku. Upplýsingum er safnað og settar fram eftir bestu getu. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja er að gjósa.

Engar stórar breytingar hafa komið fram í eldgosinu í vikunni. Hérna er það helsta sem gerðist.

  • Samkvæmt nýlegri efnagreiningu á hrauninu sem er að gjósa. Þá er kvikan sem er að koma upp ennþá frumstæðari en kvikan sem kom upp fyrir mánuði síðan og kemur af meira dýpi í möttlinum. Þetta eykur líkunar á því að eldgosið muni vara í mánuði til ár á þessu svæði. Frekari upplýsingar er að finna hérna á Facebook.
  • Þykkt hraunsins er að jafnaði um 16 metrar en getur farið í allt að 50 metra næst gígunum í Geldingadal sem er núna hægt og rólega að fyllast af hrauni. Hraunið rennur ekki langt og hleðst því upp næst eldgosinu.
  • Þegar þessi grein er skrifuð. Þá virðist sem að gígur eitt sé að hætta að gjósa eða það hefur dregið mjög úr eldgosi þar núna. Það er einhver virkni þar ennþá en það er einnig mjög mikið gasútstreymi að koma þarna upp.
  • Gígar halda áfram að hrynja án mikils fyrirvara. Þetta gerist handahófskennt og kemur af stað hraunflóðum þegar gígur hrynur án fyrirvara.
  • Mesta virknin núna virðist vera í gígum sem opnuðust þann 7. Apríl 2021 og dagana eftir það.

Að öðru leiti en þessu þá er eldgosið mjög stöðugt og hraunflæði virðist vera stöðugt í kringum 5m2/sekúndu samkvæmt síðustu fréttum sem ég sá um eldgosið.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 19-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngja.

  • Gígurinn sem hóf að gjósa þann 5-Apríl-2021 er hættur að gjósa. Ég er ekki viss hvenær gígurinn hætti að gjósa en það var einhverntímann síðustu daga.
  • Minni gígar hafa opnað en enginn af þeim hefur náð að búa til gíg og hafa flestir af þeim einnig hætt að gjósa og verið í kjölfarið grafnir undir nýju hrauni frá stærri gígum.
  • Jarðskjálftavirkni hefur verið að koma fram eftir kvikuganginum í dag. Ég er ekki viss afhverju það er þegar þessi grein er skrifuð.
  • Nýjar sprungur hafa víst komið fram sunnan við núverandi eldgos. Ég er ekki viss um staðsetningu þessara nýju sprunga. Það virðast ekki vera neinar sprungur sjáanlegar norður af gígnum sem er hættur að gjósa þegar þessi grein er skrifuð.
  • Gígur 1 er farin að gefa frá sér mikinn reyk. Á meðan eldgos heldur áfram í seinni gígnum á sama svæði. Ég veit ekki almennilega afhverju gígur eitt er að koma með svona reyk og hefur verið með svona reik síðustu daga.
  • Eldgosið er núna búið að vara í einn mánuð. Það hófst þann 19-Mars-2021.
  • Samkvæmt síðustu fréttum þá er magn hrauns sem er að koma upp í eldgosinu aukist síðan eldgosið hófst.

Ég er ekki með neinar frekari upplýsingar en það gæti breyst án viðvörunnar. Ef það gerist þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 9-Apríl-2021

Þetta er stutt grein um eldgosið í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.

Það hefur mikið verið að gerast þessa vikuna og hægt er að lesa eldri greinar um það sem gerðist fyrr í vikunni.

  • Samkvæmt mælingum frá Háskóla Íslands þá kemur upp 50% meira hraun núna en í upphafi eldgossins þann 19-Mars-2021. Það kemur einnig upp mun meira af gasi í eldgosinu núna. Það hefur valdið vandræðum háð vindátt.
  • Það er mikil hætta á því að eldgos hefjist suður af Geldingadalir þar sem eldgosið hófst. Það er einnig mikil hætta á því að eldgos hefjist norður af gígnum sem byrjaði að gjósa þann 5-Apríl-2021.
  • Það er engin breyting á þenslu. Hægt hefur á þenslunni en ekki hafa aðrar breytingar orðið.
  • Það er áframhaldandi jarðskjálftavirkni í kvikuinnskotinu frá Keili til Fagradalsfjalls.

Það er ljóst að breytingar sem geta orðið munu verða án mikils fyrirvara og án þess að það komi fram jarðskjálftavirkni eða mjög lítil jarðskjálftavirkni mun koma fram.

Næsta uppfærsla verður þann 16-Apríl-2021 ef ekkert mikið gerist. Þar sem þetta eldgos er alltaf að gerast þá er mjög líklegt að helgin og næsta vika verði mjög áhugaverð.  Ef eitthvað gerist þá mun ég skrifa grein eins fljótt og ég mögulega get.

Uppfærsla klukkan 22:51

Veðurstofan gaf út þetta hérna kort og kom með þessar upplýsingar á síðunni hjá sér í kvöld um hættuna á því að nýjar gossprungur geti opnast norður og suður af núverandi eldgosum í Fagradalsfjalli. Síðan hjá Veðurstofunni er uppfærð reglulega og ef þú ert að skoða þetta löngu eftir 9 og 10 Apríl þá er möguleiki á því að þú þurfir að leita eftir þessum upplýsingum.

Kortið sýnir það svæði sem er núna talið hættulegt norður og suður af eldgosinum í Geldingadal og í Fagradalsfjalli. Þar sem hættan er að á að nýjar sprungur geti opnast án fyrirvara. Þetta svæði nær talsvert frá eldgosunum. Hraunin eru merkt inná kortið með fjólubláum lit.
Svæðið þar sem hættan er á að farið geti að gjósa án nokkurs fyrirvara. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kortið sýnir það svæði þar sem er hætta á að eldgos komi upp án viðvörunnar.

Uppfærsla klukkan 15:41 þann 10-Apríl-2021

Um klukkan 03:15 þann 10-Apríl-2021 opnaðist ný gossprunga sem hefur fengið númerið 4 í Fagradalsfjalli. Þessi gossprunga opnaðist milli gígsins númer 2 (annan dag páska) og gígs númer 3 (7-Apríl). Eldgosið frá nýja gígnum virðist ekki vera mjög stórt en það opnaðist undir nýju hrauni sem hafði runnið þarna nokkrum dögum áður frá gíg númer 2. Í gíg 1 (19-Mars) þá lækkaði talsvert mikið í eldgosinu þar á meðan gígur númer 4 fór að gjósa.

Ég tek eftir að nýjar gossprungur virðast vera að opnast með meiri hraða en áður og virðist stærsta breytingin hafa átt sér stað í því eftir að gígur númer 3 fór að gjósa.

Yfirlit yfir nýjar gossprungur í Fagradalsfjalli hingað til.

1 sprungan opnaðist 19-Mars.
2 sprungan opnaðist 5-Apríl.
3 sprungan opnaðist 7-Apríl.
4 sprungan opnaðist 10-Apríl.

Tíminn sem er á milli þess að nýjar sprungur opnast virðist vera á milli 3 til 4 dagar eins og er. Mig grunar að það gæti breyst fljótlega og án mikillar viðvörunnar. Það er einnig möguleiki á því að nýjar sprungur sem munu opnast í framtíðinni verði stærri og lengri en hefur verið að gerast síðustu daga eftir því sem eldgosið varir lengur. Það virðast vera stigsbreytingar í eldgosinu sem er núna í Fagradalsfjalli. Ég er ekki viss hvaða stig eldgosið er í núna þar sem ég hef aldrei sé svona hegðun í eldgosi áður og mér er ekki kunnugt um svona hegðun í eldgosi í neinni eldstöð erlendis frá þessa stundina.

Myndband af gossprungu 4 að opnast í nótt.

Nátt­úr­an er óút­reikn­an­leg og ófyr­ir­sjá­an­leg (mbl.is)

Grein uppfærð klukkan 22:58.
Grein uppfærð klukkan 16:04 þann 10-Apríl-2021

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli þann 6-Apríl-2021 (Önnur uppfærsla dagsins)

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Fagradalsfjalli sem er hluti af eldstöðvarkerfi Krýsuvík-Trölladyngju.

  • Síðastliðna nótt var ný sprunga uppgötvuð milli nýja og gömlu gíganna. Sprungan er um 150 metra löng og þar streymir heitt loft upp.
  • Það hefur einnig verið tilkynnt að ný sprunga er að myndast norður af nýju gígunum og þar hefur land einnig verið að síga. Engar aðrar breytingar hafa verið tilkynntar þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það hraun sem flæðir niður í Meradalir kólnar mjög hratt þegar þangað er komið. Hraunáin fer hinsvegar fram mjög hratt niður í Meradali og það hraun er á mikilli hreyfingu.
  • Það er núna reiknað með að þetta sé upphafið af mjög löngu eldgosatímabili á Reykjanesskaga sem mun vara í margar aldir með hléum sem eru 10 til 20 ár með eldgosavirkni sem varir í 30 til 50 ár þess á milli.

Ástandið á Fagradalsfjalli er að breytast mjög hratt á hverjum degi og hættan á að nýtt eldgos hefjist án viðvörunar er núna mjög mikil.

Staðan í eldgosinu í Geldingadalir þann 2-Apríl-2021

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í eldgosinu í Geldingadalir (fyrrum, þar sem dalurinn er núna fullur af hrauni eða við það að fyllast af hrauni). Eldgosið á sér stað í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Eldgosið hefur verið stöðugt alla vikuna. Aðfaranótt Sunnudagsins 28-Mars-2021 þá hruni önnur hliðin af gígunum í hraunið sem er þar fyrir neðan. Báðir gíganir eru núna rúmlega að sömu stærð.

  • Það hraun sem er að koma upp í eldgosinu er frumstætt Þóleiít samkvæmt efnaskýrslu frá Jarðfræðideild Háskóla Íslands sem hægt er að lesa hérna (pdf á ensku).
  • Báðir gíganir eru óstöðugir og hrun í þeim eru mjög algeng. Þessi grjóthrun valda því að útlit gíganga breytist mjög hratt og án nokkurs fyrirvara.
  • Íslendingar halda áfram að láta eins of fífl fyrir framan vefmyndavélar sem sýnda eldgosið (að ég held allar vefmyndavélar). Vefmyndavél Rúv er stór þarna (með sólarrafhlöðum og öllu tilheyrandi) sem auðvelt er að forðast.
  • Hraunsuða er algeng í hrauninu frá eldgosinu og brýst oft upp í gegnum nýja jarðskorpuna sem þarna hefur myndast án fyrirvara og endurmyndar hraunið á mjög skömmum tíma.
  • Hraunslettuvirkni er mjög breytileg en magn hrauns sem kemur upp í eldsgosinu virðist vera mjög stöðugt miðað við það sem sést á vefmyndavélum og samkvæmt því sem sérfræðingar hafa verið að sjá í eldgosinu og samkvæmt síðustu fréttum sem ég fann af eldgosinu.
  • Það er óljóst hvenær hraunið fer að flæða úr Geldingadalir (fyrrum). Það mun hugsanlega gerst um helgina eða í næstu viku.
  • Við skrif þessar greinar þá er að taka eftir því að margt í aðstæðum í gígnum bendir til þess að hugsanlega sé stórt hrun yfirvofandi í þeim. Þá sérstaklega þeim gíg sem er hægra megin á skjánum. Hvenær slíkt hrun verður og hvort að það verður get ég ekki sagt til um. Það sem ég er hinsvegar að sjá bendir til þess að gíganir sem þarna eru séu ekkert mjög stöðugir þegar þessi grein er skrifuð.
  • Þegar ég skrifaði ensku greinina (þessar greinar eru yfirleitt samhljóða) þá varð stórt hrun úr gígnum sem er vinstra megin á skjánum (ég veit ekki hvað er suður og norður þarna). Við það hrun þá virtist gosrásin hafa aðeins lokast og það jók hraunslettuvirkni í gígnum vinstra megin mjög mikið í skamman tíma  meðan gosrásin var að hreinsa sig af því grjóti sem hafði hrunið ofan í hana.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að fara að ljúka. Það er möguleiki á því að þetta eldgos muni vara í mjög langan tíma. Næsta uppfærsla um þetta eldgos verður þann 9-Apríl-2021 ef ekkert stórt gerist á þeim tíma.

Uppfærsla á grein þann 3-Apríl-2021 klukkan 14:22

Eldgosið í Geldingadal. Tveir gígar gjósa og úr öðrum þeirra kemur gusa af hrauni en í honum er eldgosið orðið meira lokað inni. Á gígnum sem er hægra megin á skjánum er smá hraunfoss
Eldgosið í Geldingadal þann 3-Apríl-2021 klukkan 13:56. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Rúv og myndin er fengin af YouTube streymi Rúv.

Það er núna í gígnum sem er norðar (til hægri á skjánum?) smá hraunfoss. Þetta er ekkert rosalega stór hraunfoss en hann er samt nokkra metra hár. Það er mikill munur á hraunslettu virkni í gígnum og gíganir sem eru búnir að hlaðast upp eru báðir mjög óstöðugir. Það verða mörg hrun á hverjum degi og breytingar á hverjum degi.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu hérna með því að nota PayPal takkann hérna á vefsíðunni. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Auglýsingar

Ég sótti aftur um aðild að Amazon Associates og fékk þar inn næstu 180 daga þar sem á þeim tíma þarf ég að fá sölu til að geta haldið aðganginum opnum (þessi regla gildir um alla svona aðganga hjá Amazon núna). Ef þú kaupir vörur af Amazon þá er hægt að nota auglýsinga borðana hérna á síðunni til þess að versla og um leið styrkja mig um smá upphæð í leiðinni.

Grein uppfærð klukkan 14:22 þann 3-Apríl-2021