Staðan við Sundhnúkagíga þann 19. Desember 2023 klukkan 16:40

Þessi grein er stutt og upplýsingar hérna geta breyst og orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember klukkan 16:40.

Eldgosið hefur minnkað síðan það hófst klukkan 22:17 þann 18. Desember 2023. Þetta var viðbúið þar sem um er að ræða sillu sem er að gjósa úr en ekki stóru kvikuhólfi.

  • Eldgosið er núna bundið við þrjá til fjóra gíga. Stærsti gígurinn er það sem eldgosið hófst. Gígamyndun er ennþá í gangi.
  • Hraunið flæðir í áttina að Fagradalsfjalli og þar eru ekki neinir innviðir. Það eru bílastæði sunnan við Fagradalsfjall en þau eru ekki í hættu núna.
  • Vandamálið með þessa gerð af eldgosum er að þau geta stækkað aftur án nokkurar viðvörunnar ef að ný silla fer af stað og fer að flæða inn í núverandi kvikuganga þar sem gýs núna. Hvort að það gerist er ekki hægt að segja til um. Það gæti einnig valdið því að eldgosið heldur áfram í mjög langan tíma. Ef það gerist, þá gæti það gerist að hraunið nái til svæða sem eru mjög langt í burtu.
  • Það tekur nokkra daga að koma í ljós, út frá GPS gögnum hvaða silla er að gjósa og hvað er að gerast í jarðskorpunni á svæðinu.
  • Það er hætta á því að veður verði til vandræða á þessu svæði á næstu dögum miðað við veðurspár.
  • Það er ekki mælt með því að fara um á þessu svæði. Þar sem þetta svæði er erfitt yfirferðar og veðrið gerir það ekki betra. Það er miklu betra að horfa á eldgosið á vefmyndavélum.
  • Hraunið er stórt og það dregur inn kalt loft eftir því sem það hitar loftið í kringum sig. Það býr til sterkan staðbundin vind og það getur verið vandamál í snjónum sem er þarna fyrir hvern þann sem er nálægt eldgosinu.

Kvikuinnskotið er stærra en það svæði sem er að gjósa. Samkvæmt mælingum og fréttum. Þá er syðri endi kvikuinnskotsins sem myndaðist þann 18. Desember rétt um 1,5 km norður af Grindavík. Það gæti gosið á því svæði án viðvörunnar ef þrýstingur byrjar að byggjast upp þar að nýju. Það sama á við um norðari hluta kvikuinnskotsins. Ég veit ekki hversu langt kvikuinnskotið nær norður miðað við núverandi eldgos.

Ég mun skrifa grein um leið og ég veit eitthvað meira. Ég mun skrifa nýja grein fyrr ef eitthvað gerist.

Staðan í eldgosinu við Sundhnúkagíga þann 19. Desember 2023

Þessi grein er skrifuð þann 19. Desember 2023 klukkan 03:01. Upplýsingar í þessari grein geta orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

  • Sprungan er um 4000 metra löng (4 km) samkvæmt fréttum.
  • Eldstöðin sem er að gjósa er Svartsengi. Á sumum kortum er þessi eldstöð sett saman við Reykjanes eldstöðina.
  • Þetta er stærsta eldgosið á Reykjanesskaga sem hefur orðið hingað til.
  • Hraunið flæðir að mestu til austurs, í burtu frá vegum og innviðum. Það getur samt breyst án viðvörunnar.
  • Það er mikil gasmengun í þessu eldgosi. Þetta gas er hættulegt fólki og dýrum.
  • Flæði hrauns úr gígnum er frá um 100m3/sek til 200m3/sek.
  • Sprungan er farin að búa til gíga. Þessi gígamyndun mun halda áfram eftir því sem eldgosið heldur áfram.
  • Það er ennþá hætta á því að sprungna lengist suður í áttina að Grindavík. Það er hinsvegar ekki hægt að vita hvort að það muni gerast.

Ég mun skrifa nýja uppfærslu á morgun (19. Desember) þegar ég hef nýrri upplýsingar um stöðu mála og sé hvernig eldgosið hefur þróast og ég veit meira um stöðu mála.

Eldgos hafið nærri Hagafelli (Uppfærsla fyrir Grindavík þann 18. Desember 2023 klukkan 23:37)

Upplýsingar hérna verða úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Jarðskjálftahrina hófst klukkan 21:05 í kvikuinnskotinu sem myndaðist þann 10. Nóvember. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og tengist því þegar eldgosasprungan er að lengjast suður í áttina að Grindavík. Eldgosið hófst klukkan 22:17. Það er mikið af hættulegu eldfjallagasi í þessu eldgosi. Þetta er ekki eldgos sem er ferðamannavænt og fólk ætti alls ekki að fara að eldgosinu.

Mikið af rauðum punktum og græn stjarna sem sýnir stærsta jarðskjálftann sem var fyrr í kvöld.
Jarðskjálftavirknin við kvikuganginn. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar í nýrri grein seinna í kvöld eða á morgun.

Jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (18. Desember 2023) varð jarðskjálftahrina í Tjörnesbrotabeltinu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4 klukkan 08:06 og fannst í Húsavík, Akureyri og Grímsey samkvæmt fréttum. Aðrir jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna suður-austur af Grímsey ásamt minni punktum sem sýnir jarðskjálftavirknina þar.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinur er mjög algengar á þessu svæði og stórir jarðskjálftar verða þarna mjög reglulega. Þessari jarðskjálftavirkni virðist vera lokið.

Þenslan í eldstöðinni Svartsengi nær sömu eða nærri því stöðu og 10. Nóvember

Þessar upplýsingar eru óljósar, þetta eru hinsvegar bestu upplýsingar sem ég hef um stöðu mála þegar þessi grein er skrifuð.

Það virðist sem að eldstöðin Svartsengi hafi náð sömu eða svipaðri þenslu og varð þann 10. Nóvember. Það hefur orðið smá tilfærsla hvar þessi þensla er að eiga sér stað en núna er þenslan nær fjallinu Þorbirni, það þýðir að þenslan er einnig nær Sundhnúkum og Sundhnúkagígum. Það bendir sterklega til þess að kvika sé að safnast upp á þessu svæði í jarðskorpunni, vegna þess veikleika sem er þarna í jarðskorpunni. Þetta bendir einnig sterklega til þess að þegar kvikan fer af stað, þá muni kvikan koma upp við Sundhnúka og Sundhnúkagíga og inn í það svæði sem kvikugangurinn bjó til þann 10. Nóvember 2023. Sá kvikugangur hefur fyllt upp í allt mögulegt pláss á því svæði sem sigdalurinn bjó til og því eru meiri líkur á því að næsta kvikuinnskot endi með eldgosi.

Það er engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Svartsengi þegar þessi grein er skrifuð. Það eru miklar líkur á því að þegar kvikan fer á hreyfingu á ný, þá muni hefjast mjög mikil og kröftug jarðskjálftahrina í Svartsengi, auk þess sem jarðskjálftahrina mun hefjast nærri Sundhnúkum og Sundhnúkagígum. Þensla í eldstöðvum kemur ekki alltaf af stað aukinni jarðskjálftavirkni, þar sem slíkt veltur mikið á ástandi jarðskorpunnar þegar eldstöðin er virk. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta virkni hefst í Svartsengi, þar sem það er möguleiki á því að kvikan sem hefur flætt í Svartsengi þurfi smá tíma til þess að umbreytast áður en næsti atburður hefst. Hversu langan tíma það tekur er óljóst, það getur verið allt frá sex mánuðum og upp í tvö ár. Það veltur alveg á því hvernig kvika var að flæða þarna inn og hversu gasrík sú kvika er, þannig að þessi atburðarrás getur bæði verið sneggri og styttri en þegar síðasta innflæði af kviku inn í Svartsengi átti sér stað.

Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er allt rólegt í Svartsengi.

Jarðskjálftahrina úti á Reykjaneshrygg

Í dag (9. Desember 2023) milli klukkan 05:55 til 06:44 varð jarðskjálftahrina langt úti á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálftahrina er talsvert frá ströndinni og því mældust minni jarðskjálftar ekki á jarðskjálftamæla Veðurstofunnar. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,8.

Græn stjarna langt úti í sjó á Reykjaneshrygg. Auk þess sem er það eru nokkrir gulir punktar þarna djúpt í sjó á þessu korti frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg sem er úti í sjó. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þetta sé eldstöðin Eldeyjarboði eða önnur ónefnd eldstöð sem er þarna. Þessari jarðskjálftahrinu virðist vera lokið.

Jarðskjálftahrina austur af Grímsey

Í dag (9. Desember 2023) klukkan 11:09 til 12:19 varð jarðskjálftahrina austan af Grímsey. Þetta var lítil jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0.

Græn stjarna og rauðir punktar austur af Grímsey úti í sjó.
Jarðskjálftahrina austan við Grímsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það verða oft jarðskjálftahrinur á þessu svæði á Tjörnesbrotabeltinu. Stórar jarðskjálftahrinur verða þarna á nokkura ára fresti. Tíminn á milli svona stórra jarðskjálftahrina er misjafn. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að það sé tilfellið núna.

Staðan í Grindavík þann 8. Desember 2023

Hérna er staðan í Grindavík eftir því sem ég best veit hvernig hún er. Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar með skömmum fyrirvara og án viðvörunnar.

Ég biðst afsökunar á því hversu seint þessi grein er hjá mér. Ég er að setja upp nýja tölvu og það hefur verið smá vandamál, þar sem ég set tölvurnar mínar saman sjálfur. Frekar en að kaupa tölvu sem er sett saman fyrir mig.

Yfirlit yfir stöðuna í Grindavík

Innflæði kviku inn í kvikuganginn virðist hafa stöðvast fyrir einum eða tveimur dögum síðan. Það þýðir að kvikugangurinn er farinn að kólna niður, þar sem það er ekkert innflæði af nýrri kviku til þess að viðhalda hita í kvikuganginum. Það mun taka kvikuganginn á sumum svæðum mörg ár að kólna alveg niður og á sumum svæðum, jafnvel áratugi. Þetta þýðir einnig að sigdalurinn hefur að mestu leiti hætt að færast til á sumum svæðum. Það er óstöðugleiki í jarðskorpunni við Grindavík og nágrenni og þessi óstöðugleiki mun jafnvel vara í mörg ár, jafnvel áratugi eftir að eldgos hætta á þessu svæði eftir nokkur hundruð ár.

Þenslan hefur núna náð næstum því sömu hæð og var þann 10. Nóvember en það vantaði aðeins um 50mm þangað til að sömu stöðu var náð. Þenslan í Svartsengi virðist einnig vera að búa til sprungur þar en fréttir voru óljósar á því hvar þessar sprungur voru á þessu svæði. Svæðið í kringum Svartsengi, Grindavík og nágrenni er ennþá hættusvæði samkvæmt mati Veðurstofu Íslands.

Myndin sýnir svæðið í kringum Grindavík og síðan sprungur í Grindavík. Svæðin eru, Svæði 1 þar sem er sprungumyndun sem er Svartsengi, síðan svæði tvö sem er nyrst við kvikuganginn, svæði þrjú sem er hættulegast og er norðan af Grindavík. Svæði fjögur sem er Grindavík og þar er hætta á sprungumyndun og sprunguhreyfingum.
Hættusvæðin í kringum Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hægt að ná í þessa mynd af fullri stærð hérna á vef Veðurstofu Íslands.

Þetta er ekki búið og það er ekki hægt að vita hvenær næsta atburðarrás hefst í Svartsengi. Það verður lítil eða engin viðvörun þegar næsta atburðarrás hefst samkvæmt Veðurstofunni. Það verður að mestu leiti aðeins tveggja tíma viðvörun áður en eldgos hefst þarna en hugsanlega verður einnig styttri tími. Það þýðir að vera í Grindavík í lengri tíma er mjög hættulegt.

Þetta er síðasta uppfærslan hjá mér um stöðuna í Grindavík þangað til að eitthvað gerist.

Staðan í Grindavík þann 4. Desember 2023

Þetta er stutt grein og upplýsingar hérna gætu orðið úreltar án mikils fyrirvara.

Það hefur ekki mikið verið að gerast síðustu daga. Hérna er yfirlit yfir síðustu daga.

  • Það er áfram þensla í Svartsengi. Á GPS upplýsingum sem ná yfir 90 daga þá hefur þenslan náð núllpunkti á síðustu dögum, það er, þenslan er kominn á sama stað og hún var þann 25. Október 2023. Þenslan þar samt að aukast um 100mm í viðbót svo að hún nái sömu hæð og var þann 10. Nóvember og sillan brotnaði og kvikuhlaup hófst. Það er hinsvegar mikilvægt að GPS gögn frá Janúar 2020 sýnir að sigið þann 10. Nóvember var um 140mm fyrir neðan upphafspunkinn í Janúar 2020 á GPS gögnunum.
  • GPS gögnin frá Janúar 2020 sýnir að þenslan í Svartsengi er í kringum 230 til 250mm frá Janúar 2020. Það er hægt að skoða þessi GPS gögn hérna (þetta er ekki https tengill, það þarf að bæta við undanþágu í Google Chrome eða nota Mozilla Firefox). Það er mikið um GPS gögn á þessari síðu og því tekur tíma að finna rétt gögn. Það er talsvert um GPS gögn sem ná yfir 12 tíma.
  • Þenslan í Svartsengi þarf hugsanlega að ná sömu stöðu og var þann 10. Nóvember áður en sillan brotnar á ný og nýtt kvikuhlaup hefst. Kvikuhlaupið þann 10. Nóvember virðist hafa breytt aðstæðum í Svartsengi, þannig að ekki er hægt að vera viss hvað gerist næst.
  • Sigdalurinn, eftir því sem ég sé best, heldur áfram að breytast með því að síga og rísa á víxl. Þetta býr til áframhaldandi tjón í Grindavík á húsum og innviðum þar.
  • Það eru færri fréttir um það hvað er að gerast á svæðinu. Það þýðir að ég hef minni upplýsingar um það hvað er að gerast á svæðinu.

Næsta uppfærsla ætti að verða þann 8. Desember nema ef eitthvað gerist í Svartsengi.

Staðan í Grindavík þann 30. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík og upplýsingar hérna geta orðið úreltar án fyrirvara. Þessi grein er skrifuð þann 1. Desember klukkan 00:45.

Það er ekki mikið að gerast í Grindavík þessa dagana. Fólk má núna vera inni í Grindavík frá klukkan 07:00 til klukkan 19:00 held ég að sé tímasetningin á þessu núna. Jarðskjálftavirknin er í lágmarki núna.

Daglegar upplýsingar

  • Dýpsta hola sem hefur uppgötvast er með dýpið 25,7 metrar og er þá kominn niður í grunnvatn á svæðinu. Þannig að líklegt er að þessi hola sé ennþá dýpri en það. Á 25 metra dýpi, þá fer vatnið að fela dýpt sprungunnar. Það er frétt Rúv hérna þar sem eru myndir af þessari holu og vatninu sem er þar.
  • Nýjar sprungur halda áfram að myndast í Grindavík og nágrenni. Ásamt því að jörð heldur áfram að síga á stóru svæði. Þetta er að valda meiri skemmdum á húsum, vegum og fleiri hlutum í Grindavík.
  • Höfnin er búinn að síga um 30 til 40 sm samkvæmt fréttum frá því fyrir um tveimur dögum síðan. Það er spurning hvort að þetta sig haldi áfram og valdi því að sjór nái að flæða þarna inn á stórt svæði.
  • Eldstöðin Svartsengi heldur áfram að þenjast út. Þenslan í dag var 30mm en hefur undanfarna daga verið í kringum 10mm á dag síðustu daga. Aukin þensla bendir til þess að það innflæði kviku sé farið að aukast á ný inn í Svartsengi.

Það er hugsanlegt að eitthvað fari að gerast í kringum eða eftir 9. Desember, þegar reikna má með því að þenslan í Svartsengi nái sömu stöðu og áður en sillan brotnaði þann 10. Nóvember og tæmdi sig í kjölfarið og bjó til kvikuganginn sem er núna undir Grindavík og nágrenni.