Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Kötlu

Klukkan 22:57 þann 29-Júlí-2022 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í eldstöðinni Kötlu. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram í kjölfarið. Það er möguleiki á að stærð þessa jarðskjálfta breytist eftir nokkra klukkutíma, þar sem það tekur talsverðan tíma að finna út rétta stærð jarðskjálfta sem verða í Kötlu.

Græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli. Rauðir punktar sem sýna minni jarðskjálfta innan öskju Kötlu í Mýrdalsjökli
Jarðskjálftavirknin í Kötlu í Mýrdalsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki hvað er í gangi. Það er möguleiki á að þetta sé ekkert nema venjuleg sumarvirkni í Kötlu. Þar sem eldstöðin Katla kemur stundum með svona jarðskjálfta án þess að eldgos verði. Það verður bara að bíða og sjá hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í Bárðarbungu

Í dag (24-Júlí-2022) klukkan 13:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í eldstöðinni Bárðarbungu. Rétt á undan þessum jarðskjálfta varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan Janúar 2020 samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálftavirknin verður vegna þessa að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu og það þenur út eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni í dag mun ekki koma af stað eldgosi en sýnir að eldstöðin er að undirbúa eldgos í framtíðinni.

Styrkir

Ég minni á að það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig. Upplýsingar um það er að finna á síðunni Styrkir eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ég er alveg blankur núna síðustu vikuna í Júlí og það er ekki gott. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í morgun (12-Júlí-2022) varð lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Það urðu um 30 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu og fannst stærsti jarðskjálftinn. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,3 og Mw3,4. Seinni jarðskjálftinn fannst í byggð næst upptökum jarðskjálftanna.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari nærri Reykjanestánni í eldstöðinni Reykjanes. Rauðir punktar sem sýna nýrri og minni jarðskjálfta í kringum grænu stjörnunar.
Jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur verið frekar rólegt á Reykjanesinu síðustu mánuði. Það er alltaf minniháttar jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga vegna kviku og virkni sem tengist henni. Það hefur verið lítið um stóra jarðskjálfta á Reykjanesinu undanfarna mánuði. Ég veit ekki afhverju það er staðan. Gögn frá GPS mælum sýna að það hefur orðið lítil breyting þarna síðustu mánuði. Það útskýrir að einhverju leiti minni jarðskjálftavirkni á Reykjanesinu. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina boði breytingar á stöðu mála en það er eitthvað sem nauðsynlegt er að fylgjast með. Það hefjast ekki öll eldgos með stórum jarðskjálftahrinum.

Aukin jarðskjálftavirkni í Kötlu

Í dag (10-Júlí-2022), þá jókst jarðskjálftavirkni í Kötlu. Flestir jarðskjálftarnir voru með stærðina yfir Mw2,0 sem er óvenjulegt. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0.

Rauðir punktar og græn stjarna í öskju Kötlu í Mýrdalsjökli.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu í dag. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst þegar þessi grein er skrifuð hvað er að gerast. Það er möguleiki að það komi jökulflóð í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það eru engin merki um að eldgos sé að fara að hefjast þessa stundina en það gæti breyst án mikils fyrirvara. Þetta gæti einnig bara verið hefðbundin jarðskjálftavirkni sem verður í Kötlu yfir sumartímann. Þegar þessi grein er skrifuð, þá er svarið á því hvað er að gerast mjög óljóst.

Jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg

Á Mánudaginn (4-Júlí-2022) hófst jarðskjálftahrina við Geirfugladrang á Reykjaneshrygg. Stærsti jarðskjálftinn á Mánudaginn var með stærðina MW3,2 og síðan í gær (Þriðjudag 5-Júlí-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1.

Græn stjarna út í sjó við Geirfugladrang sem sýnir staðsetninguna á Reykjaneshrygg. Þetta er talsvert langt frá landi
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist fylgja aukinni jarðskjálftavirkni á öllu Reykjanesinu síðustu mánuði. Þá bæði á Reykjanesskaga og á Reykjaneshrygg. Þar sem sjávardýpi er mjög mikið á þessu svæði, þá mundi þurfa mjög stórt eldgos til þess að það næði upp á yfirborðið. Ég veit ekki hversu margir jarðskjálftar hafa orðið þarna, þar sem það hefur verið aukin jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu daga.

Jarðskjálftamælingar

Þar sem jarðskjálftamæla búnaðurinn minn er gamall og það er orðið erfitt að reka hann. Þá ákvað ég að hætta að mæla jarðskjálfta tímabundið eða þangað til að ég get fjárfest í nýjum jarðskjálftamælabúnaði. Hvenær það gerist veit ég ekki, þar sem ég veit ekki hvenær ég hef efni á því að kaupa nýjan búnað. Það er í dag hægt að fylgjast með þeim jarðskjálftamælum sem eru frá Raspberry Shake á Íslandi hérna. Ég ætla mér að uppfæra í Raspberry Shake þegar ég hef efni á því.

Kröftugur jarðskjálfti í Bárðarbungu í morgun

Í morgun klukkan 08:16 (29-Júní-2022) varð kröftugur jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þetta er annar stóri jarðskjálftinn í Bárðarbungu í Júní.

Græn stjarna ofan á toppi minni jarðskjálfta í eldstöðinni Bárðarbungu í Vatnajökli
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er sama virkni og síðast í Bárðarbungu. Ég útskýrði þá virkni þegar jarðskjálftinn varð í Bárðarbungu þann 27-Júní-2022.

Jarðskjálftahrina í sigdal í Tjörnesbrotabeltinu

Í gær (27-Júní-2022) hófst jarðskjálftahrina á Tjörnesbrotabeltinu í sigdal sem þar er. Þetta er á svæði sem er norð-vestur af Gjögurtá. Stærsti jarðskjálftinn fannst á Siglufirði og var með stærðina Mw3,2.

Græn stjarna út í sjó þar sem jarðskjálftavirknin varð á Tjörnesbrotabeltinu. Austan við Grímsey er einnig jarðskjálftahrina sem er sýnd með nokkrum appelsínugulum og bláum punktum.
Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í Júní árið 2020 varð þarna mjög stór jarðskjálftahrina þar sem stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw5,8. Þessi jarðskjálftavirknin núna er hugsanlega eftirskjálftavirkni af þeirri jarðskjálftahrinu. Ég er ekki viss, en það er möguleiki.

Jarðskjálfti í Bárðarbungu í nótt

Í dag (27-Júní-2022) klukkan 05:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti varð vegna þess að eldstöðin er að þenja sig út eftir eldgosið árið 2014 til 2015.

Græn stjarna þar sem jarðskjálftavirknin er í Bárðarbungu auk þess sem það er rauður punktur þar. Þetta er innan Vatnajökuls
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu mun halda áfram þangað til að kvikuhólfið í eldstöðinni er orðið fullt. Það gæti tekið allt frá 10 árum og upp í 70 ár. Það verða nokkrir svona jarðskjálftar á hverju ári en þessum jarðskjálftum mun fara fækkandi og í staðinn verða stærri jarðskjálftar.

Kröftugir jarðskjálftar í Presthnjúkum

Ein af þeim eldstöðvum Íslands sem hefur yfirleitt aldrei jarðskjálfta er eldstöðin Presthnjúkar. Það virðist hinsvegar vera að breytast. Í gær (23-Júní-2022) klukkan 22:12 varð jarðskjálfti með stærðina MW4,6 og síðan eftirskjálfti með stærðina Mw3,7 urðu í eldstöðinni. Jarðskjálftarnir fundust á stóru svæði vestan, sunnan og norðan lands vegna þess hversu upptökin eru nærri miðju Íslands.

Tvær grænar stjörnur ofan á hverri annari í eldstöðinni Presthnjúkar, sem er merkt sem ílangur hringur í Langjökli. Norð-austan við eldstöðina Presthnjúka er eldstöðin Hveravellir
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Presthnjúkar. Höfundarréttur þessarar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er erfitt að segja til um hvað er að gerast hérna. Þar sem eldstöðin er illa þekkt. Það urðu nokkur lítil eldgos milli áranna 700 til 900, eða í kringum þau ár. Á þessari stundu er ekki hægt að segja til um það hvort að nýtt eldgosatímabil sé að hefast í eldstöðinni Presthnjúkar. Hinsvegar, vegna virkninnar sem er suður-vestur af Presthnjúkum. Þá er ekki hægt að útiloka slíkt eins og er.

Sterkur jarðskjálfti norð-vestur af Grindavík

Aðfaranótt 14-Júní-2022 varð jarðskjálfti með stæðina Mw3,9 norð-vestur af Grindavík, þetta er vestan við fjallið Þorbjörn. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjanesinu. Þetta er einnig sterkasti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 15-Maí-2022.

Græn stjarna noður af Grindavík sýnir staðsetningu stærsta jarðskjálftans. Þarna eru einnig minni jarðskjálftar sem eru merktir sem gulir og bláir punktar á Reykjanesskaga
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga og norð-vestan við Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í kjölfarið á stærsta jarðskjálftanum kom fram talsverð eftirskjálftavirkni, þar voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina Mw2,1 til Mw2,9. Þessi jarðskjálfti varð á því svæði þar sem hefur myndast kvikuinnskot samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði.

– Þessi grein er aðeins styttri en venjulega. Þar sem ég er á takmörkuðu interneti þegar það kemur að gagnamangi sem ég get notað.