Jarðskjálftahrina í Reykjanes eldstöðinni

Það hefur verið jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes síðustu klukkutíma nærri Fagradalsfjalli sem er mögulega innan eldstöðvarinnar Reykjanes en gæti einnig verið aðeins fyrir utan. Þegar þessi grein er skrifuð hefur ekki komið fram neinn jarðskjálfti sem hefur farið yfir stærðina Mw2,0. Það gæti breyst án viðvörunar.


Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að kvika sé farin að leita upp á yfirborðið þegar þessi grein er skrifuð. Jarðskjálftahrinan er hinsvegar eitthvað sem þarf að fylgjast með þar sem hætta er á sterkum jarðskjálftum á þessu svæði á næstu klukkutímum. Þenslu gögn frá GPS mælingum eru ennþá óljós. Það er einnig jarðskjálftahrina norður af Grindavík en síðustu klukkutímana hefur dregið úr þeirri jarðskjálftavirkni.

Þrír kröftugir jarðskjálftar á Tjörnesbrotabeltinu nærri Gjögurtá

Í nótt (19-Júlí-2020) urðu þrír jarðskjálftar nærri Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu á misgengi sem heitir Flatey – Húsavíkur misgengið. Um miðnætti þann 19-Júlí jókst jarðskjálftavirkni snögglega á Tjörnesbrotabeltinu á þessu svæði. Fyrsti jarðskjálftinn sem náði stæðinni Mw3,0 varð klukkan 02:54 og stærst jarðskjálftinn með stærðina Mw4,4 varð klukkan 03:07 og annar stærsti jarðskjálftinn með stærðina Mw3,3 varð klukkan 07:05. Það er ekki hægt að útiloka frekari jarðskjálfta sem verða með stærðina Mw3,0 eða stærri á þessu svæði og það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw7,0 verði á þessu svæði.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta er stærsti jarðskjálftinn á þessu svæði síðan 8-Júlí þegar jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 varð á þessu svæði í rekdalnum sem þarna er og er einnig virkur í þessari jarðskjálftavirkni. Það hafa komið fram meira en 14.000 jarðskjálftar síðan þessi jarðskjálftahrina hófst þann 19-Júní. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir sterkir jarðskjálftar norður af Grindavík

Í dag (18-Júlí-2020) klukkan 05:41 og klukkan 05:56 urður tveir sterkir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 og Mw4,1 í eldstöðinni Reykjanes. Þessir jarðskjálftar fundust í Grindavík og í Reykjanes. Það er ekki neitt komið fram í GPS gögnum sem sýnir þetta kvikuinnskot sem er greinilega farið af stað þarna. Sterkustu jarðskjálftarnir voru aðeins á 2,5 km dýpi.


Jarðskjálftahrinan norðan við Grindavík. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi kvikuinnskot eru núna orðin endurtekin og það bendir sterklega til þess að þarna muni eldgos eiga sér stað. Það sem ekki er hægt að segja til um að hvenær slíkt eldgos yrði en væntanlega kæmu fram fleiri jarðskjálftar áður en að eldgosi yrði. Núverandi dýpi minni jarðskjálfta er frá 8 km til 0,1 km. Jarðskjálftar sem eiga sér stað á grunnu dýpi eru væntanlega bara jarðskjálftar sem eiga sér stað í jarðskorpunni vegna spennubreytinga og þrýstibreytinga vegna kviku sem er dýpra á þessu svæði. Það er ennþá hætta á mjög stórum jarðskjálfta á þessu svæði.

Tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu í fyrradag (14-Júlí-2020)

Í fyrradag þá urðu tveir sterkir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessir jarðskjálftar voru með stærðina Mw3,0 (klukkan 23:41 þann 13-Júlí-2020) og jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 (klukkan 00:56 þann 14-Júlí-2020). Þessir jarðskjálftar eiga sér stað vegna þess að kvika er að safnast fyrir í eldstöðinni eftir eldgosið sem varð í Holuhrauni árið 2014 til Febrúar 2015.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það komu fram tveir jarðskjálftar með stærðina Mw2,5 og voru þetta eftirskjálftar. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Þessi jarðskjálftavirkni er hefðbundin í Bárðarbungu núna og það voru engin merki þess að eldgos væri að fara að hefjast enda mundi slíkt valda mun meiri jarðskjálftavirkni og yrði sú jarðskjálftavirkni svipuð þeirri sem varð áður en eldgosið hófst í Holuhrauni í September 2014 til Febrúar 2015 í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrina við Herðurbreiðartögl

Í gær (10-Júlí-2020) hófst jarðskjálftahrina við Herðurbreiðartögl. Það eru engar eldstöðvar á þessu svæði og því er hérna væntanlega um að ræða jarðskjálfta sem eiga uppruna sinn í flekahreyfingum á þessu svæði. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,2 (klukkan 14:15) og Mw3,1 (klukkan 17:47). Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð og það hafa ekki orðið margir jarðskjálftar ennþá.


Jarðskjálftahrinan við Herðurbreiðartögl. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fjöllin sem þarna eru hlóðust upp í eldgosum fyrir um 12.000 árum síðan eða fyrr.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes norð-austur af Grindavík

Í gær (9-Júlí-2020) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,3 og ástæða þessar jarðskjálftahrinu var innskot kviku á 4 til 6 km dýpi norð-austan við Grindavík á svæði þar sem virðist vera gömul sprunga á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga nærri Grindavík í gær. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki á því að kvikan sem er að valda þessari virkni sé komin eins grunnt og á 3 km dýpi en það er erfitt að vera viss nákvæmlega hver staðan er breytingar á gps gögnum næstu daga ættu að gefa vísbendingar um það hvernig staðan er. Það virðist sem að ekki sé næg kvika á svæðinu til þess að koma af stað eldgosi en það er einnig mögulegt að aðrir óþekktir þættir séu að valda því að kvikan sé ekki að leita til yfirborðs eins og stendur.

Jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 á Tjörnesbrotabeltinu í gær (8-Júlí-2020)

Í gær (8-Júlí-2020) varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 á Tjörnesbrotabeltinu. Þessi jarðskjálfti var nær landi en aðrir jarðskjálftar sem hafa orðið og fannst því betur vegna þessa. Misgengið sem olli þessum jarðskjálfta er með stefnuna norður-suður. Jarðskjálftahrinan sem hófst þann 19-Júní-2020 er ennþá í gangi en dregið hefur mjög úr fjölda jarðskjálfta á þessu svæði undanfarið og síðustu daga hafa bara verið um 300 jarðskjálftar á 48 klukkustundatímabili.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálfta með stærðina Mw6,0 til Mw7,0 á Tjörnesbrotabeltinu og þessi hætta mun verða áfram í talsverðan tíma eftir að jarðskjálftahrinunni er lokið á þessu svæði.

Aukning í jarðskjálftum á Tjörnesbrotabeltinu

Í dag (6-Júlí-2020) varð aukning í jarðskjálftum á Tjörnesbrotabeltinu með jarðskjálfta upp á stærðina Mw3,5 klukkan 18:34 en þar á undan hafði orðið jarðskjálfti með stærðina Mw3,2 klukkan 15:40. Það er möguleiki á því að þessir jarðskjálftar hafi fundist. Þessi jarðskjálftahrina hófst þann 19-Júní og er ennþá í gangi og það eru því komnar þrjár vikur síðan þessi jarðskjálftahrina hófst.


Jarðskjálftahrinan á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mjög mikil hætta á að þarna verði jarðskjálfti með stærðina Mw6,0 til Mw7,2. Það er ekkert sem bendir til þess að byrjað sé að draga úr þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan dettur hinsvegar niður í nokkra klukkutíma til daga reglulega áður en jarðskjálftavirkni eykst aftur.

Lítil jarðskjálftahrina í Kötlu í nótt

Í nótt var lítil jarðskjálftahrina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð.


Jarðskjálftavirknin í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu. Til þess er jarðskjálftavirknin of lítil þessa stundina til þess að eldgos sé á leiðinni. Það er spurning hvort að ketill sé að fara að tæma sig af vatni en slíkt getur valdið jarðskjálftum bæði fyrir og eftir slíkt jökulflóð.

Gögn frá árinu 2010 til 2017 benda til þess að áður en eitthvað fer að gerast í Kötlu þá er hægfara aukning í jarðskjálftum í Kötlu. Það var lítið eldgos í Kötlu í Júlí 2011 (miðað við óróaplott) og síðan gerðist eitthvað í Júlí 2017 (hægt er að lesa þá grein hérna). Í Júlí 2017 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 í Kötlu sem olli ekki eldgosi. Grein um þann jarðskjálfta er að finna hérna.

Það hefur mjög rólegt í Kötlu árið 2020 og þegar þessi grein er skrifuð eru engin merki um að breytingar í Kötlu. Það besta sem hægt er að gera núna er að halda áfram að fylgjast með virkninni í Kötlu.

Uppfærsla fimm á jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu

Þetta hérna er síðasta uppfærslan um jarðskjálftahrinuna á Tjörnesbrotabeltinu þangað til eitthvað meira fer að gerast.

Það hefur dregið úr þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna á Tjörnesbrotabeltinu og mjög fáir jarðskjálftar eru að ná stærðinni Mw3,0 eða stærri. Síðustu 48 klukkustundirnar hafa aðeins fimm jarðskjálftar komið fram með stærðina Mw3,0 eða stærri og aðeins hafa komið fram um 650 jarðskjálftar síðustu 48 klukkustundirnar. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,1 klukkan 04:52.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá mikil hætta á jarðskjálftar með stærðina Mw7,0 til Mw7,4 á Tjörnesbrotabeltinu og það er ennþá viðvörun í gildi frá Veðurstofu Íslands vegna þessa. Misgengið sem kom jarðskjálftanum á Sunnudeginum 21 með jarðskjálftanum Mw6,0 (USGS/EMSC. Veðurstofan er með Mw5,8) var í kringum 20km til 30km langt misgengi í norður-suður átt í vest-suður-vestur af Grímsey. Þegar þessi grein er skrifuð hafa orðið meira en 7000 jarðskjálftar.