Jarðskjálftahrina ~338 kílómetra austur af Íslandi

Síðustu 24 klukkutímana hefur líklega verið jarðskjálftahrina rúmlega 338 kílómetra austur af Íslandi. Aðeins tveir jarðskjálftar hafa mælst og voru þeir með stærðina 3,1 og 3,2 en vegna fjarlægðar þá hafa ekki aðrir jarðskjálftar mælst.


Jarðskjálftavirknin sem er austur af Íslandi. Þessi jarðskjálftavirkni er svo langt frá Íslandi að hún er í raun nær Færeyjum en Íslandi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég hef afskaplega litla þekkingu hvað er á þessu svæði. Þarna norðar er hinsvegar Ægishryggur (Wikipedia á ensku) sem er kulnað eldgosahryggur og rekbelti. Þessi jarðskjálftavirkni er fyrir utan þann hrygg en ekki mjög langt. Það er mjög líklegt að þessi jarðskjálftavirkni sé innanfleka-jarðskjálftavirkni sem verður einstaka sinnum á svona svæðum, sérstaklega þar sem þetta svæði hefur ekki verið virkt í milljónir ára samkvæmt rannsóknum.

Jarðskjálftahrina í Kolbeinsey

Í gær (24-Maí-2017) og aðfaranótt 25-Maí-2017 var jarðskjálftahrina í Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftanir voru með stærðina 3,6 (tveir þannig) og síðan stærðina 3,5 en aðrir jarðskjálftar sem urðu voru minni að stærð. Enginn órói kom fram þegar þessir jarðskjálftar áttu sér stað en það útilokar ekki þann möguleika að kvikuinnskot hafi átt sér stað þarna. Hafi kvikuinnskot átt sér stað þarna, þá náði það ekki til yfirborðs. Kolbeinsey er langt frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofu Íslands og er næsta SIL stöð í rúmlega 25 km fjarlægð en mun lengra er í næstu SIL stöðvar. Þessi fjarlægð gerir mjög erfitt að fylgjast með þessum jarðskjálftum og sjá hvað er að gerst en líklega mundi gosóri koma fram á jarðskjálftamælinum í Grímsey.


Grænu stjörnunnar sýna hvar jarðskjálftahrinan í Kolbeinsey varð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos á þessu svæði varð árið 1755 en ekki er vitað nákvæmlega hvar það varð, síðasta eldgos sem vitað er hvar varð með einhverri vissu átti sér stað árið 1372 og varð norð-vestur af Grímsey. Það bendir til þess að eldstöðvarkerfi Kolbeinseyjar fari í áttina að Grímsey. Þessa stundina er engin mælanleg jarðskjálftavirkni í Kolbeinsey.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu í gær (20-Maí-2017)

Í gær (20-Maí-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,9 og Mw3.8, í kringum 10 jarðskjálftar komu fram í þessari jarðskjálftahrinu. Þessi jarðskjálftavirkni er öðruvísi en söguleg virkni í Bárðarbungu á tímabilinu 1970 til 1994 þegar það gaus í Gjálp. Fram að þeim tíma höfðu jarðskjálftar með stærðina 5 orðið einu sinni til tvisvar á ári. Sú virkni sem á sér stað núna bendir til þess að kvika sé að safnast hraðar upp í eldstöðinni en á tímabilinu 1970 til 1994. Ég veit ekki afhverju það er raunin.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sú breyting hefur orðið á jarðskjálftavirkninni undanfarið að er að jarðskjálftum hefur aðeins fækkað og í staðinn koma stærri og kröftugri jarðskjálftar og jarðskjálftahrinur.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,8 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,9 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá CC leyfi síðuna.

Samkvæmt frétt á Global Volcanism Program þá er mesta kvikusöfnunin í Bárðarbungu á 10 km dýpi og ekkert bendir til þess að kvikusöfnun sé að eiga sér stað á minna dýpi. Það er ekki víst að kvikusöfnun þurfi að eiga sér stað á minna dýpi áður en eldgos hefst í Bárðarbungu, þar sem hugsanlegt er að eldgos geti hafist með því að kvikuinnskot fari af stað og valdi eldgosi eins og gerðist í eldgosinu í Holuhrauni (2014 – 2015). Það sem hefur verið staðfest er að kvika er að safnast undir Bárðarbungu þessa stundina og eldstöðin er að þenjast út. Þessi kvikusöfnun mun stoppa eða halda áfram þangað til að nýtt eldgos verður í Bárðarbungu.

Jarðskjálftavirkni á Tjörnesbrotabeltinu

Undanfarin mánuð hefur verið jarðskjálftahrina rétt utan við Flatey á Skjálfanda. Þetta er ekki jarðskjálftahrina sem er mjög stór, hvorki í fjölda jarðskjálfta eða stærð þeirra jarðskjálfta sem hafa orðið. Stærstu jarðskjálftarnir undanfarin mánuð hafa náð stærðinni 2,5 til 3,0 en allir aðrir jarðskjálftar hafa verið minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina boðar líklega ekki neina sérstaka atburði en það er alltaf hætta á því að eitthvað gefi sig og jarðskjálfti sem finnist verði á svæðinu.


Jarðskjálftavirknin á Tjörnesbrotabeltinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa einnig orðið aðrar jarðskjálftahrinu á Tjörnesbrotabeltinu undanfarið en þær eru einnig ekki stórar. Þessi jarðskjálftavirkni er ekki tengd þeirri jarðskjálftavirkni sem er núna að eiga sér stað nærri Flatey á Skjálfanda held ég. Tjörnesbrotabeltið er eitt af virkari jarðskjálftasvæðum á Íslandi og verða þar hundruðir jarðskjálftar á hverju ári. Það eina sem er undarlegt er þessi þráðláta jarðskjálftavirkni nærri Flatey á Skjálfanda. Hinsvegar er þetta ekki í fyrsta skipti sem svona jarðskjálftahrinur verða á Tjörnesbrotabeltinu og venjulega þá endast þær eingöngu í nokkrar vikur og hætta síðan án þess að nokkuð merkilegt gerist.

Jarðskjálftahrina á Suðurlandsbrotabeltinu

Í dag, þann 6-Maí-2017 klukkan 12:08:58 varð jarðskjálfti með stærðina 4,4 – 4,5 á suðurlandsbrotabeltinu, nærri Árnesi, nokkru vestan við Heklu. Jarðskjálftinn fannst víða á suðurlandi en olli ekki neinu tjóni. Annar jarðskjálfti varð einni mínútu seinna og var sá jarðskjálfti með stærðina 3,3. Jarðskjálftinn varð á svæði sem líklega olli stórum jarðskjálfta á árunum 1623 eða 1624 (sjá hérna á ensku). Jarðskjálftinn sem varð í dag er ekki nægjanlega stór til þess að vera flokkaður sem suðurlandsskjálfti en eingöngu jarðskjálftar sem eru stærri en 5,5 fá þann titil. Engu að síður er þetta mesta jarðskjálftavirkni á suðurlandsbrotabeltinu í langan tíma.


Jarðskjálftavirknin á suðurlandsbrotabeltinu. Grænu stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálfta með stærðina 4,4 til 4,5 og jarðskjálftans með stærðina 3,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 til 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,4 til 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Útslagið er meira en það sem jarðskjálftamælurinn ræður við. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.


Jarðskjálftinn með stærðina 3,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Útslagið er meira en það sem jarðskjálftamælirinn ræður við. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi vefsíðunni.

Það er vona á eftirskjálftavirkni á þessu svæði næstu klukkutímana og jafnvel næstu daga. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að þarna verði stór jarðskjálfti í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það er alltaf möguleiki en það er engin leið til þess að vita það fyrirfram.

Jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg í dag (19.04.2017)

Í dag klukkan 12:34 varð jarðskjálfti með stærðina 4,3 á Reykjaneshrygg. Þessi jarðskjálfti fannst í Keflavík og á nálægum svæðum. Hrina eftirskjálfta kom fram í kjölfarið og voru stærstu eftirskjáfltanir með stærðina 2,9 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,3. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni virðist vera hefðbundin rekvirkni sem á sér stað á Reykjaneshrygg og hefur slík jarðskjálftavirkni verið í gangi undanfarnar virkur á Reykjaneshrygg djúpt suður af Íslandi. Það er góður möguleiki á því að áframhald verði á þessari jarðskjálftavirkni næstu daga og vikur.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Sterk jarðskjálftahrina í Kötlu í dag (19.04.2017)

Í dag (19.04.2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Kötlu og voru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina 3,0 og 3,1. Þetta er öflugasta jarðskjálftavirkni í Kötlu síðan í Janúar-2017 þegar jarðskjálfti með stærðina 4,3 átti sér stað. Enginn gosórói kom fram í Kötlu í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu.


Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Græna stjörnurnar sýna staðsetningu jarðskjálftanna með stærðina 3,0 og 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þeir jarðskjálftar sem ég mældi á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð sýnir að umrædd jarðskjálftavirkni er blanda af lágtíðni/hátíðni jarðskjálfta. Það þýðir að kvika ber ábyrgð á jarðskjálftahrinu dagsins í Kötlu. Það kom fram í fréttum í dag að umrædd jarðskjálftahrina er að mestu leiti langt frá háhitasvæðum sem er að finna undir Mýrdalsjökli og því er þessi jarðskjálftahrina ekki tengd þeim. Jarðskjálftahrinan í dag varð nærri svæði þar sem gaus síðast árið 1755 og einnig nærri svæði þar sem varð lítið eldgos árið 1955 (komst ekki upp úr jöklinum).


Stærsti jarðskjálftinn í Kötlu eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi og nánari upplýsingar er að finna á síðunni CC leyfi.

Þessi jarðskjálftavirkni getur verið vísbending um það hvað mun hugsanlega á leiðinni í Kötlu. Það er þó engin leið til þess að segja til um slíkt með neinni vissu í dag. Þar sem núverandi jarðskjálftavirkni hefur verið í gangi frá Ágúst-2016 að mestu leiti. Hvernig þetta þróast á eftir að koma í ljós, vegna skorts á gögnum er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það hvað gerist næst í Kötlu en nýjustu eldgosagögnin sem íslendingar hafa eru frá árinu 1918 og eru mjög ónákvæm vegna skorts á vísindaþekkingu á þeim tíma.

Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (17.04.2017) klukkan 11:58 varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 4,2. Þessi jarðskjálftahrina varði í rúmlega eina klukkustund.


Græna stjarnan sýnir staðsetningu jarðskjálftans með stærðina 4,2. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu eftirskjáfltanir voru með stærðina 2,8 en sú tala getur breyst eftir því sem farið verður betur yfir jarðskjálftagögnin og þá er hugsanlegt að ég mundi uppfæra þessa grein með nýrri upplýsingum. Enginn gosórói eða annars skonar órói kom fram á svæðinu í þessari jarðskjálftahrinu.

Jarðskjálfti með stærðina 4,5 á Reykjaneshrygg

Síðustu nótt varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 á Reykjaneshrygg og hófst í kjölfarið jarðskjálftahrina á þessu svæði. Heildarfjöldi jarðskjálfta sem kom fram í þessari jarðskjálftahrinu er í kringum 71 en það er ekki búið að fara yfir þessa jarðskjálftahrinu hjá Veðurstofu Íslands. Það er einnig möguleiki á því að nokkrir jarðskjálftar með stærðina 3,0 hafi átt sér stað án þess að búið sé að fara yfir þá.


Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg, græna stjarnan sýnir hvar jarðskjálftinn með stærðina 4,5 átti sér stað. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.


Jarðskjálftinn með stærðina 4,5 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi, sjá nánar á CC leyfi.

Þessi jarðskjálftahrina er hefðbundin flekahreyfing miðað við þann rekdal sem er til staðar á þessu svæði. Miðað við eldri jarðskjálftahrinur á þessu svæði þá er hætta á því að frekari jarðskjálftavirkni verði á þessu svæði næstu daga og jafnvel vikur áður en það róast aftur. Engin breyting varð á óróaplottum í kjölfarið á þessum jarðskjálfta, það þýðir að engin kvika kom upp í kjölfarið á þessari jarðskjálftahrinu og mjög ólíklegt sé að kvika sé valda jarðskjálftavirkni á þessu svæði.

Kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (06-Apríl-2017) varð kröftug jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Jarðskjálftavirknin hófst í morgun klukkan 10:46 og stærsti jarðskjálftinn varð klukkan 15:08 en sá jarðskjálfti var með stærðina 4,1 en annar stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,2. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni og hefur komið fram eitthvað í kringum tugur af þeim í Bárðarbungu.


Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin er á sömu slóðum og eldri jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarna mánuði í Bárðarbungu og hófst í September-2015. Það sem er öðruvísi núna er að ég fékk tvö mismunandi merki á jarðskjálftamælana mína í þessari jarðskjálftavirkni, merkið sem kom fram í Böðvarshólum er annað en það merki sem ég fékk á jarðskjálftamælinn minn í Heklubyggð. Munurinn kom mest fram á norður-suður ásnum í Böðvarshólum miðað við Heklubyggð en Böðvarshólar eru staðsettir norð-vestur af Bárðarbungu en Heklubyggð er staðsett suð-vestur af Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju þessu munar stafar en þetta bendir til þess að einhverskonar hreyfing hafi átt sér stað í þessari jarðskjálftahrinu. Ég reikna með að Veðurstofa Íslands hafi einnig séð þennan mun á jarðskjálftamerkjum á sínu mælaneti. Síðan September-2015 hefur verið þensla í Bárðarbungu og það eru engin merki ennþá þess efnis að dregið hafi úr þenslunni ennþá.

Styrkir

Ég vil minna fólk að styrkja mína vinnu ef það getur. Hægt er að gera það með Paypal eða beint með banka millifærslu, hægt er að fá upplýsingar fyrir slíkri millifærslu hérna. Takk fyrir stuðninginn. 🙂