Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.

Rauðir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Þeir eru ofan á hverjum öðrum. Þarna er einnig að sjá bláa, appelsínugula og og gula punkta í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Tíminn á myndinni er 26. jún. 23. 16:05.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Aukin jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Reykjanes og Fagradalsfjalli

Aðfaranótt 3. Júní 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á svæði sem kallast Reykjanestá. Stærsti jarðskjálftinn í þeirri hrinu var með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Jarðskjálftahrinan sem varð þarna bendir til þess að um kvikuvirkni hafi verið að ræða en það er erfitt að vera viss um að það sé það sem gerðist núna.

Appelsínugulir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Einnig sem að það eru punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Tími á korti er 03. Jún. 23 klukka 12:35.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes við Reykjanestá og síðan í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru komnir tíu mánuðir síðan það var síðast eldgos í Fagradalsfjalli. Það er mjög líklegt að það muni gjósa þar fljótlega á ný, það er ekki hægt að segja til um hvenær slíkt eldgos verður. Síðustu vikur þá hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast í Fagradalsfjalli og það bendir til þess að kvikuþrýstingur innaní eldstöðinni sé farinn að aukast. Þrýstingurinn er ekki orðinn nægur til þess að eldgos hefjist.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (út í sjó)

Aðfaranótt 4. Maí 2023 varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina og stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,4. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð.

Jarðskjálftahrinan er í neðri vestari hluta kortsins frá Veðurstofu Íslands. Þar er einnig græn stjarna ásamt þeim punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Það eru einnig nokkrir punktar í öðrum eldstöðvum sem sýnir minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni í Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að þarna hafi orðið kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það hafa orðið nokkuð mörg kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes án þess að það hafi komið af stað eldgosi. Það er mjög líklega það sem mun gerast núna.

Jarðskjálftahrina norður af Grindavík, rétt við Bláa lónið

Í morgun (25. Apríl 2023) hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík. Þessi jarðskjálftahrina er rétt við Bláa lónið. Þegar þessi grein er skrifuð, er þessi jarðskjálftahrina ennþá í gangi. Hvort að þetta kemur af stað eldgosi er ekki hægt að segja til um. Kvikan sem er þarna hefur náð dýpinu 2 km miðað við þá jarðskjálfta sem eru þarna að eiga sér stað og það er slæmt ef þessi jarðskjálftahrina heldur áfram að aukast. Það þurfa ekki að verða stórir jarðskjálftar til þess að eldgos geti hafist við réttar aðstæður. Það hefur verið talsvert mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes á undanförnum þremur árum, án þess að það komi af stað eldgosi.

Rauðir punktar norðan við Grindavík sem sýnir litla jarðskjálfta sem þarna eiga sér stað. Þetta er alveg við Bláa lónið en það sést ekki á kortinu. Tímastimpill kortsins er 25. Apr. 23 14:00
Jarðskjálftavirknin norður af Grindavík. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eldgos á þessu svæði mundi vera mjög slæm staða, vegna þess hversu mikið af innviðum fyrir ferðamenn eru á þessu svæði. Þar sem þetta er alveg við Bláa lónið. Það eina sem hægt er að gera er að vakta það sem er að gerast núna.

Það er hægt að sjá jarðskjálftana í hærri upplausn á Skjálfta-Lísa eða á öðrum einkareknum vefsíðum sem bjóða upp á svipaða þjónustu.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga / Reykjaneshrygg

Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.

Vinstra megin á myndinni úti í sjó við enda Reykjanesskaga á Reykjaneshrygg, niðri eru þrjár grænar stjörnur auk rauðra punkta sem sýna jarðskjálftavirknina sem er að eiga sér stað þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.

Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík

Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)

Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Græn stjarna í vestra neðra horni myndarinnar á Reykjanesskaga við Reykjanesstá. Ásamt appelsínugulum punktum og rauðum punkti sem sýnir nýlegan jarðskjálfta þegar þessi mynd er vistuð klukkan 19:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.

Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes

Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.

Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í Fagradalsfjalli er sýnd með rauðum, bláum og appelsínugulum punktum sem ná einnig til eldstöðvarinnar Reykjanes
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Fagradalsfjalli og Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.

Styrkir

Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf