Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Lesa áfram „Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja“

Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík

Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (18. Desember 2022) klukkan 11:08 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8. Þessi jarðskjálfti fannst í byggð. Þessi jarðskjálfti er stærsti jarðskjálftinn í Kötlu í talsverðan tíma.

Tvær stjörnur í öskju Kötlu sem sýna tvo jarðskjálfta. Þann syðri sem er frá 16. Desember og síðan þann norðari sem er frá 18. Desember.
Jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hafa komið fram nokkrir minni jarðskjálftar í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni. Það hefur hinsvegar verið mjög lítil jarðskjálftavirkni þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)

Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Græn stjarna í vestra neðra horni myndarinnar á Reykjanesskaga við Reykjanesstá. Ásamt appelsínugulum punktum og rauðum punkti sem sýnir nýlegan jarðskjálfta þegar þessi mynd er vistuð klukkan 19:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.