Sigdalur hefur myndast sunnan við gosstöðvanar á Holuhrauni

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt.

Talsverður sigdalur hefur myndast sunnan við gosstöðvanar í Holuhrauni. Þessi sigdalur hefur myndast vegna landreks á svæðinu. Þar sem sigdalurinn nær undir jökul hefur jökulinn sigið á um tveggja km löngum kafla. Þetta er samkvæmt fréttum í dag. Það hefur einnig komið fram að meiri kvika er að flæða inn í kvikuinnskotið heldur en er að gjósa úr því. Því hefur þrýstingurinn í kvikuinnskotinu aukist og því er hætta á að eldgos brjótist upp á nýjum stað án fyrirvara.

Stærsti jarðskjálftinn síðan á miðnætti var jarðskjálfti með stærðina 5,5 og varð hann í Bárðarbungu eins og fleiri stórir jarðskjálftar síðan þessi atburðarrás hófst.

Ég mun setja inn uppfærslur um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Einnig er fjallað mikið um stöðu mála í fjölmiðlum.

Staðan á eldgosinu klukkan 15:57

Þetta er stutt uppfærsla á stöðu mála í eldgosinu. Athugið að ég er ekki jarðfræðingur, heldur er ég eingöngu áhugamaður um eldgos og jarðskjálfta á Íslandi.

  • Norðurendi eldgossins er á stað þar sem ekki hefur gosið áður svo þekkt sé.
  • Eldgosið hófst klukkan 03:00 – 04:45.
  • Samkvæmt fréttum þá er eldgosið álíka stórt og stærstu eldgosin í Kröflueldunum.
  • Stærsti jarðskjáfltinn í dag var með stærðina 5,1 og átti jarðskjálftinn sér stað í norður-austur hluta öskjunnar í Bárðarbungu.
  • Það er mjög vont veður á svæðinu þessa stundina og því sést mjög lítið til eldstöðvanna.
  • Eldgosasprungan er í kringum 2 km að lengd. Eldgosið er á sama stað og gaus þann 29-Ágúst-2014.
  • Það er hætta á því að nýjar gossprungur opnist á því svæði sem gýs núna á og það er einnig hætta á því að nýjar gossprungur opnist undir jöklinum.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgosinu sé að ljúka á næstunni.
  • Hraun er búið að renna yfir 3 til 5 km svæði. Nýja hraunið er að renna yfir hraun sem rann þarna árið 1797 í eldgosi á sama stað.
  • Eins og stendur er enginn hætta á öskugosi. Þar sem þetta er Hawaian eldgos og það þýðir eingöngu hraungos.

Hægt er að fylgjast með eldgosinu á vefmyndavélum mílu hérna (Bárðarbunga) og hérna (Bárðarbunga 2).

Óljóst hvað er að gerast í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

  • Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil.
  • Sigkatlar hafa myndast í Vatnajökli nærri Bárðarbungu. Þeir eru SA og SSA við Bárðarbungu.
  • Sigkatlanir eru í kringum 4 til 6 km langir og rúmlega 1 km breiðir.
  • Enginn gosórói hefur sést á mælum Veðurstofunnar, en það gæti haft sínar eigin ástæður.

 

140827_2315
Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög mikil síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140827_2315_trace
Mjög þétt jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.27.08.2014.at.23.22.utc
Óróinn er ennþá mjög mikill Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.27.08.2014.at.23.23.utc
Óróinn er ennþá mjög á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sigkatlanir eru á svæði þar sem jarðskjálftar með stærðina 5,0 hafa átt sér stað undanfarið. Auk fjölda annara jarðskjálfta. Hinsvegar hefur þarna ekki átt sér stað nein virki eins og þá sem hefur verið í kvikuinnskotinu síðan 16-Ágúst-2014. Það er ekki ennþá ljóst hvað varð um allt vatnið sem bráðnaði í þessu öllu saman. Á þessu svæði er jökulinn rúmlega 400 til 600 metra þykkur. Það hefur því talsvert magn af vatni bráðnað á þessu svæði núna. Það er möguleiki á því að þetta vatn hafi runnið til Grímsvatna, en það er ekki ennþá búið að staðfesta það ennþá.

Ég mun setja inn frekari upplýsingar þegar ég hef þær.

Jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Öskju

Í dag (27-Ágúst-2014) klukkan 01:26 varð jarðskjálfti með stærðina 4,5 í Öskju. Þetta er stærsti jarðskjálftinn í Öskju síðan árið 1992 samkvæmt fréttum. Eins og stendur eru minni jarðskjálftar að eiga sér stað í Öskju, en það eru jarðskjálftar sem eru mun minni en þessi atburður.

140827_1100
Jarðskjálftinn í Öskju er merktur með grænni stjörnu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin í Öskju virðist eiga sér stað vegna breytinga á stressi í jarðskorpunni. Þær breytingar eiga uppruna sinni í þeirri virkni sem núna er í Bárðarbungu og kvikuinnskotinu sem kemur þaðan. Ég reikna með að frekari jarðskjálftar verði á þessu svæði næstu daga og mánuði vegna þessara spennubreytinga sem núna eiga sér stað í jarðskorpunni. Það er möguleiki á því að einhverjir af þessum jarðskjálftum fari yfir stæðina 5,0. Þessi jarðskjálfti sást á jarðskjálftamælinum mínum og er hægt að sjá hann hérna.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 02:05

Þetta hérna er stutt uppfærsla á stöðinni í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt.

  • Virknin er óbreytt í Bárðarbungu að mestu leiti. Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil við norður enda kvikuinnskotsins. Það eru ennþá að mælast í kringum 1000 jarðskjálftar á hverjum degi.
  • Samkvæmt Veðurstofunni þá virðist sem að kvikuinnskotið sé hætt að lengjast.
  • Stærsti jarðskjálfti síðan árið 2008 átti sér stað í Bárðarbungu þann 26-Ágúst-2014 klukkan 01:26 með jarðskjálfta sem hafði stærðina 5,7. Annar jarðskjálfti með stærðina 4,6 átti sér stað klukkan 11:56 rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Sá jarðskjálfti fannst á Akureyri samkvæmt fréttum. Klukkan 00:19 þann 27-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 5,3 í Bárðarbungu.
  • Það er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Bárðarbungu.
  • Það er mín skoðun að það eru auknar líkur á eldgosi í Bárðarbungu eftir 5,7 jarðskjálftann í Bárðarbungu. Ég veit auðvitað ekki hvort að slíkt eldgos mun eiga sér stað. Hinsvegar þykir mér það líklegasta niðurstaðan miðað við þá stöðu sem er kominn upp.

Jarðskjálftinn sem varð í Bárðarbungu þann 26-Ágúst-2014 klukkan er stærsti jarðskjálfti á Íslandi síðan 2008. Þegar jarðskjálfti með stærðina 6,3 varð á suðurlandi milli Selfoss og Hveragerðis. Jarðskjálftavirkni er ennþá mjög mikil í norður enda kvikuinnskotsins og þann 26-Ágúst-2014 varð stærsti jarðskjálftinn þar með stærðina 4,6. Auk fjölda annara jarðskjálfta sem voru stærri en 3,0.  Það mælast ennþá meira en 1000 jarðskjálftar á hverjum degi þar sem kvikuinnskotið er núna, sem er rúmlega 20 km austur af Trölladyngju.

140827_0100
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu er ennþá mjög mikil. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140827_0100_trace
Hérna sést hversu þétt jarðskjálftavirknin raunverulega er í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.22.30.utc
Óróinn er ennþá mikill vegna kvikinnstreymis í kvikuinnskotið í Bárðarbungu. Þetta er SIL stöðin á Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.26.08.2014.at.22.31.utc
Óróinn kemur einnig vel fram á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.26.08.2014.at.22.25.utc
GPS mælingar sýna að það er mjög mikil kvika að flæða inn í kvikuinnskotið þessa stundina. Hægt er að skoða frekari GPS mælingar hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

140826.012538.hkbz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 kom mjög vel fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140826.012500.bhrz.psn
Jarðskjálftinn með stærðina 5,7 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Þessi stóri jarðskjálfti hefur sagt mér eitt. Það er mun meiri kvika undir Bárðarbungu en er núna að koma út úr kvikuhólfinu. Hversu mikið af þessari kviku getur í raun valdið eldgosi veit ég ekki. Aftur á móti segir skortur á útslagi mér það að kvikan er í Bárðarbungu, þar sem útslagið á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum er mun minna heldur en það ætti að vera, og miðað við það útslag sem ég fæ á jarðskjálftamælinn í Heklubyggð. Það sem er einnig að valda vandræðum er sú staðreynd að askja Bárðarbungu er full af 700 metra þykkum jökli sem veldur miklum þrýstingi á kvikuhólfi Bárðarbungu. Það sem kvikan mun gera er að skjótast norður og suður með fyrst, þar sem það er einfaldara að fara til hliðar en upp vegna þrýstings frá jöklinum. Hversu mikill þrýstingur þarf að vera á kvikunni til þess að valda eldgosi í sjálfri öskju Bárðarbungu veit ég ekki, það eina sem ég veit er að þrýstingurinn þarf að vera mjög mikill til þess að yfirvinna þrýstinginn frá jöklinum í öskjunni.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftum sem verða í Bárðarbungu á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með. Þar koma stærstu jarðskjálftar mjög vel fram. Hægt er að skoða jarðskjálftavefsíðuna mína hérna.

Grein uppfærð klukkan 02:13.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 01:28

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög hratt.

Sérstök smágrein um Öskju

Það eru uppi getgátur um það að kvikuinnskotið muni finna sér leið inn í Öskju. Mér þykir það vera mjög ólíkleg niðurstaða, sérstaklega þar sem slíkt hefur ekki gerst áður milli þessara eldstöðva. Svæðið á milli Bárðarbungu og Öskju er líklega fullt af gömlum kvikuinnskotum sem þýða að líklega kemst kvikuinnskotið ekki í gegnum eitthvað af þessum innskotum (þar sem þetta er eldfjallasvæði, þá þykir mér þetta líklegt). Undanfarna viku hefur kvikuinnskotið verið að fara í gegnum mýkra grjót á þessu svæði. Ég get hinsvegar ekki útilokað að Bárðarbunga hefji eldgos í Öskju með einhverjum öðrum leiðum sem mér eru ekki kunnar. Askja fór að undirbúa eldgos árið 2010, en þá fór kvika að streyma inn í kvikuhólf Öskju á 20 km dýpi. Hinsvegar er eldstöðin ekki tilbúin til þess að hefja eldgos, þar sem ferlið í Öskju virðist vera mjög hægt.

Sérstök smágrein um Tungafellsjökul

Þann 24-Ágúst-2014 varð jarðskjálfti með stærðina 3,0 í Tungafellsjökli. Þar að auki voru nokkrir aðrir jarðskjálftar að auki í Tungafellsjökli. Það er ekkert sem bendir til þess að virkni sé að fara aukast í Tungnafellsjökli. Það hefur verið jarðskjálftavirkni í Tungafellsjökli undanfarið ár sem bendir til þess að kvika hafi verið að streyma inn í eldstöðina á miklu dýpi (meira en 15 km dýpi), en það er ekkert sem bendir til þess að eldstöðin sé tilbúin í eldgos. Það eru einnig góðar líkur á því að jarðskjálftarnir séu að eiga sér stað vegna stress breytinga í jarðskorpunni vegna þess sigs sem er að eiga sér stað í Bárðarbungu núna. Ég tel afar ólíkleg að Bárðarbunga sé að fara ræsa eldgos í Tungafellsjökli, sérstaklega þar sem Tungafellsjökull hefur ekki gosið síðustu 10.000 árin hið minnsta. Tungafellsjökull er staðsettur vestan við Bárðarbungu og er lítil eldstöð.

Staðan í Bárðarbungu

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil og hafa jarðskjálftar með miðlungsstærð (5,0 til 5,9) að eiga sér stað, þeir jarðskjálftar hafa átt stað í ösku Bárðarbungu vegna sigs í öskjunni. Ástæðan fyrir því virðist vera það að kvikuinnstreymi inn í kvikuhólf Bárðarbungu er minna heldur en útstreymið eins og er. Þessi lækkun öskjunnar er einnig að valda stress breytingum í jarðskorpunni í kringum Bárðarbungu, hver niðurstaðan af því mun verða veit ég ekki ennþá. Þar sem jarðskorpan bregst hægar við þessu, en það má búast við sterkari jarðskjálftum á þessu svæði í kjölfarið á þessum spennu breytingum. Jarðskorpan á þessu svæði í kringum 46 km þykk á þessu svæði vegna heita reitsins samkvæmt mælingum vísindamanna (nánar hérna á ensku. Þetta er stórt pdf skjal).

Í dag er kvikuinnskotið á svæði sem gaus síðast árið 1797 samkvæmt sögunni. Það hefur verið óvíst hvaða eldstöð gaus því eldgosi, en það hefur oftast verið kennt við Öskju. Hinsvegar hefur komið fram í fréttum í gær (25-Ágúst-2014) að líklega væri umrætt hraun komið frá Bárðarbungu frekar en Öskju. Í dag (26-Ágúst-2014) er kvikuinnskotið rúmlega 20 km austan við Trölladyngju. Síðasta sólarhringinn hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast á því svæði. Hinsvegar er sú jarðskjálftavirkni ekki nærri því eins mikil og á aðal svæði kvikuinnskotsins við Dyngjuháls.

140826_0035
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140826_0035_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög þétt síðustu 48 klukkustundirnar í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Óróinn er einnig mjög mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.26.08.2014.at.00.49.utc
Sömu sögu er að segja á SIL stöðinni í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.25.08.2014.at.17.39.utc
Þensla vegna kvikuinnskotsins hefur verið mjög mikil samkvæmt GPS mælingum. Hægt er að sjá fleiri mælingar hérna. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Ég heyrði í útvarpinu og fjölmiðlum í dag umræðu um það að líklega mundi ekkert eldgos verða vegna þessa kvikuinnskots. Ég er ekki sammála þessu mati vísindamanna. Þar sem það byggir á þeirri forsendu að þar sem djúpir jarðskjálftar séu að eiga sér stað, þá muni líklega ekki gjósa þarna og engin merki eru um það núna að kvikan sé farin að leita upp. Vandamálið við þetta er að þau gildi sem eru notuð eru röng og hreinlega passa ekki við þau umbrot sem hérna eiga sér stað í Bárðarbungu. Þetta kvikuinnskot mun valda eldgosi. Það gæti auðvitað ekki gosið, það er alltaf möguleiki. Ég hinsvegar tel það vera minnst líklegasta möguleikann í þessu ferli sem núna er í gangi í Bárðarbungu. Kvikuinnskotið mun halda áfram að búa til leið fyrir sjálft sig þangað til að það lendir í mótstöðu sem það kemst ekki í gengum, og þá mun verða einfaldara fyrir það að fara upp frekar en niður. Ég veit ekki hvenær þetta mun gerast, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slíka atburði langt fram í tímann.

Staða mála í Bárðarbungu klukkan 14:14

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög hratt. Þar sem atburðarrásin er mjög hröð í Bárðarbungu.

  • Það er mjög mikil jarðskjálftavirkni undir Dyngjujökli. Það eiga sér stað 3 til 5 jarðskjálftar á hverri sekúndu (besta mat sem ég hef).
  • Jarðskjálftar hafa stækkað.
  • Virkni virðist hafa aukist í Bárðarbungu. Þó hefur ekki neitt eldgos átt sér stað ennþá.
  • Það bendir ekkert til þess farið sé að draga úr þessari virkni.
  • Innskotið í Bárðarbungu lengist og breikkar. Það er núna í kringum 40 km langt (eftir því sem ég kemst næst). Hægt hefur á myndun þessa kvikuinnskots vegna þess að jarðskorpan sem það er fara í gengum er harðari en áður. Harðari jarðskorpa þýðir að fleiri og stærri jarðskjálftar koma fram þegar kvikuinnskotið brýtur bergið.

 

140824_1310
Það hefur verið mjög mikil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu eins og sjá má á þessari mynd. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140824_1310_trace
Fjöldi jarðskjálfta sést mjög vel hérna. Það sést einnig að jarðskjálftavirknin er mjög þétt þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.24.08.2014.at.13.24.utc
Óróinn er orðinn mjög mikill eins og sést á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Þessi stöð er næst kvikuinnskotinu í augnablikinu. Þetta er frá því í dag klukkan 13:24. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.24.08.2014.at.13.24.utc
Óróinn er einnig orðin mjög mikill á SIL stöðinni í Öskju eins og sést hérna. Þetta er frá því klukkan 13:24 í dag (24-Ágúst-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

bbbeginman.svd.24.08.2014.at.11.32.utc
Núverandi lengd kvikuinnskotsins frá Bárðarbungu og undir Dyngjujökul. Þetta eru jarðskjálftarnir frá 16-Ágúst-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróinn virðist aukast í hvert skipti sem kvikuinnflæðið eykst í kvikuinnskotið. Stórir jarðskjálftar eiga sér stað þegar megineldstöðin aðlagar sig að þessu kvikuflæði útúr henni. Það eru vísbendingar um það að þessi kvika komi af miklu dýpi í jarðskorpunni, en skortur á djúpum jarðskjálftum gera það erfitt að staðfesta þær hugmyndir.

140824.000915.hkbz.psn
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 5,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140824.000900.bhrz.psn
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 5,3 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140824.053313.hkbz.psn
Jarðskjálfti sem var með stærðina 5,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Ég nota gögn frá EMSC sem útskýrir aðra stærð sem er sýnd á myndinni. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140824.053300.bhrz.psn
Jarðskjálfti með stærðina 5,1 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Ég nota gögn frá EMSC sem útskýrir aðra stærð sem er sýnd á myndinni.Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Jarðskjálftahrinan er mjög þétt undir Dyngjujökli þessa stundina. Kvikuinnskotið er núna að hluta til á svæði sem er laust við allan jökul. Þannig að öll smágos sem hugsanlega verða þar munu sjást á yfirborðinu. Kvikuinnskotið virðist vera undir miklum þrýstingi, en ég veit ekki ennþá hvort að það mun leiða til eldgoss. Hinsvegar þykir mér það mjög líklegt miðað við stöðu mála eins og hún er í dag.

Hægt er að fylgjast með jarðskjálftamælunum mínum hérna. Vindur sést mjög vel á jarðskjálftamælunum ef hvasst er. Jarðskjálftar sem eru stærri en 3,5 sjást alltaf á jarðskjálftamælinum mínum í þeirri fjarlægð sem um er að ræða hérna.

Um litla eldgosið í Bárðarbungu (staða mála klukkan 23:45)

Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög fljótt og án viðvörunar.

Eldgosið sem átti sér stað í dag (24-Ágúst-2014) í Bárðarbungu var mjög lítið. Þetta eldgos var svo lítið að það breytti ekki einu sinni yfirborði Vatnajökuls, en jökulinn þarna er í kringum 400 metra þykkur. Svona lítil eldgos eru ekki algeng á Íslandi samkvæmt sögunni. Þó svo að þau eigi sér einstaka sinnum stað.

140823_1940
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög mikil í Bárðarbungu í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 4,5 samkvæmt upplýsingum frá EMSC. Aðrir jarðskjálftar hafa verið minni og hafa nokkrir atburðir komið fram í dag sem voru stærri en 3,0.

dyn.svd.23.08.2014.at.23.16.utc
Óróinn í Bárðarbungu hefur verið mjög mikill í dag. Óróinn sem kom fram vegna litla eldgossins í dag er öðruvísi sá órói sem rennsli kviku neðanjarðar sem kemur einnig fram á Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.24.08.2014.at.23.25.utc
Óróinn sást einnig vel á Kreppuhraun SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.23.08.2014.at.19.00.utc
Kvikuinnskotið í jarðskorpuna hefur valdið því að hún þenst út eins og þessi GPS gögn sýna. Hægt er að skoða fleiri GPS gögn hérna (á ensku). Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Háskóla Íslands.

Núverandi GPS gögn sýna að færslan norður hefur hætt, í staðinn er þenslan vestur farin að aukast ennþá meira og er núna 2 til 3 sm á hverju degi. Kvikuinnskotið hefur einnig breytt um stefnu, það leitar núna meira í norður heldur en í norð-austur eins og áður var. Síðan virðist kvikuinnstreymi inn í þennan berggang (visindavefur.is) vera mjög stöðugt og vera að mestu leiti ennþá á 5 til 10 km dýpi. Það hefur ekki dregið úr þessu innstreymi kviku í dag.

Það virðist sem að þetta eldgos hafi verið svo lítið að ég er ekki viss um að það hafi varað í klukkutíma. Þar sem þetta hinsvegar á sér stað undir 400 metrum af jökli þá eru þetta aðalega ágiskanir hjá mér, þar sem ég hef eingöngu mæligögn til þess að nota til þess að sjá þetta eldgos. Ég er viss um að þetta er ekki síðasta litla eldgosið sem mun eiga sér stað þarna, og ég er alveg viss um að einhver af þessum smá eldgosum munu verða á svæði þar sem enginn jökull er til staðar.

Lítið eldgos staðfest í Bárðarbungu

Nýjar upplýsingar. Þessar upplýsingar verða úreltar mjög fljótt.

Lítið eldgos er hafið í Bárðarbungu samkvæmt Veðurstofu Íslands. Sem stendur er þetta eldgos undir jökli og er lítið.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála um leið og ég hef þær.