Staðan í Grindavík þann 19. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein og staða mála gæti breyst án fyrirvara og án viðvörunnar. Þessi grein er skrifuð klukkan 23:04 þann 19. Nóvember 2023.

Jarðskjálftinn í Krýsuvík

Í nótt klukkan 05:35 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,7 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þetta var hefðbundinn brotaskjálfti og fannst þessi jarðskjálfti í Reykjavík. Þessi jarðskjálfti verður vegna hreyfinga við Grindavík og allrar færslunnar sem hefur orðið þar síðustu daga.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn og rauðir punktar sína kvikuganginn eins og hann er við Grindavík.
Jarðskjálftavirknin við Keifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan í dag

Hérna eru einnig upplýsingar um stöðuna eins og hún var þann 18. Nóvember 2023. Ég var að reyna að taka mér smá frí frá þessu.

  • Það hafa orðið litlar breytingar síðustu daga. Hlutar af Grindavík halda áfram að síga eða rísa eftir því hvar farið er um í bænum. Mesta færsla sem hefur mælst var um 25 sm á einum degi síðar þegar ég sá mælingar þaðan. Ég veit ekki hvort að þessi tala er rétt í dag.
  • Þensla í Svartsengi er um 130mm síðan Föstudaginn 10. Nóvember 2023 samkvæmt GPS mælingum.
  • Innflæði kviku inn í Svartsengi er metið í kringum 50m3/sek samkvæmt fréttum  þegar þessi grein er skrifuð. Innflæði kviku inn í kvikuinnskotið var í kringum 75m3/sek fyrir nokkrum dögum síðan.
  • Jarðskjálftavirkni er mjög svipuð í 15 km löngu kvikuinnskotinu eða frá 800 til 2000 jarðskjálftum á dag.
Kort af Reykjanesskaga sem sýnir þensluna í Svartsengi. Rauða svæðið þýðir mesta þensluna og í Svartsengi er það um 30mm á einum degi. Þarna er einnig grænir punktar sem sýnir um 10mm þenslu á svæðinu í kring.
Þenslan í Svartsengi. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos verður á þessu svæði. Það tekur tekið allt að þrjár til fjórar vikur áður en það fer að gjósa þarna. Það er einnig möguleiki á því að það verði eftir styttri tíma en það er engin leið að segja til um það. Þar sem það er ekkert hægt að segja til um slíkt þegar það kemur að eldstöðvum og kvikugöngum.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýja grein eins fljótt og ég get.

Tveir jarðskjálftar í tengslum við virkni í Fagradalsfjalli

Í dag (5. Október 2023) urðu tveir jarðskjálftar sem tengjast virkninni í Fagradalsfjalli. Fyrri jarðskjálftinn varð í Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu og var með stærðina Mw3,3. Þetta var brotajarðskjálfti sem kom fram vegna þenslunar í Fagradalsfjalli. Seinni jarðskjálftinn varð norður af Grindavík og var með stærðina Mw3.2. Sá jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu sem tengist kvikuinnskoti á því svæði. Þetta svæði norður af Grindavík hefur verið að sjá mjög mikið af jarðskjálftavirkni á síðustu mánuðum. Það er allt saman tengt kvikuinnskoti á þessu svæði.

Tvær grænar stjörnur í tenglsum við þenslu í Fagradalsfjalli. Ein er vestan við Fagradalsfjall og hin er austan við Fagradalsfjall í eldstöðvarkerfinu Krýsuvík-Trölladyngja.
Jarðskjálftavirknin í tengslum við virkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukna jarðskjálftavirkni síðustu vikur bendir sterklega til þess að það muni gjósa aftur á þessu svæði fljótlega. Hvenær það gerist er ekki hægt að segja til um og þegar þessi grein er skrifuð, þá er jarðskjálftavirknin of lítil til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Það gæti þó breyst án viðvörunnar eins og var raunin með síðustu eldgos. Það er einnig möguleiki að eitthvað hafi breyst eftir síðasta eldgos, en svar við þeirri spurningu mun ekki koma fram fyrr en þegar næsta eldgos hefst. Það eina sem er hægt að gera núna er að bíða eftir því sem vill gerast.

Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í gær (26. September 2023) varð jarðskjálfti í Kleifarvatni með stærðina Mw3,3. Nokkrir minni jarðskjálftar komu fram bæði fyrir og eftir þennan jarðskjálfta.

Græn stjarna í Kleifarvatni og það er einnig mikið af jarðskjálftum í öðrum hlutum á Reykjanesskaga.
Jarðskjálftinn í Kleifarvatni og síðan er meira að gerast á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti varð líklega vegna þess að það er komin fram þensla í eldstöðinni Fagradalsfjall sem er þarna vestan við. Það eru engin merki um það að eldgos sé að fara að hefjast á þessu svæði í Kleifarvatni.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í nótt, þann 9. September 2023 hófst jarðskjálftahrina með jarðskjálfta með stærðina Mw3,8 klukkan 03:24. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjavíkursvæðinu samkvæmt fréttum.

Græn stjarna við Kleifarvatn ásamt rauðum punktum á sama svæði. Það eru einnig rauðir punktar hér og þar á Reykjanesskaga vegna jarðskjálftavirkni á öðrum svæðum.
Græn stjarna á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Þar sem það er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu vegna þenslu í Fagradalsfjalli.

Spennutengdur jarðskjálfti í Krýsuvík-Trölladyngju

Í dag (8. Júlí 2023) klukkan 17:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 í Krýsuvík-Trölladyngju. Þetta er jarðskjálfti sem er tengdur spennubreytinga vegna þenslu milli Keili og Fagradalsfjalls.

Mjög þétt jarðskjálftavirkni í Krýsuvík, þessi jarðskjálftavirkni sést mjög illa í allri þeirri jarðskjálftavirkni sem hefur orðið í Fagradalsfjalli.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í Krýsuvík-Trölladyngju, auk mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er hætta á frekari svona jarðskjálftum, bæði fyrir og eftir að eldgosið. Það er hætta á því að þessir jarðskjálftar verði stærri en Mw5,0 og þessir jarðskjálftar geta einnig orðið á svæðum þar sem ekki hefur nein virkni áður.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (Kleifarvatn)

Í dag (28. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja í Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:21 og fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Auk þess sjást rauðir punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við Krýsuvík-Trölladyngju. Tími á korti er 28. Júní, 23, 13:10.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög óljóst hvað er að gerast þarna núna. Líklegast útskýringin fyrir þessari jarðskjálftavirkni er þensla í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja. Á þessari stundu þá tel ég það sé ólíklegt að það verði eldgos í Krýsuvík-Trölladyngju. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálfti í Kleifarvatni

Í dag (30. Maí 2023) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Kleifarvatni í eldstöðinni Krýsuvík. Ég veit ekki hvort að þessi jarðskjálfti fannst en það er möguleiki. Þetta er annar jarðskjálftinn með þessa stærð á þessu svæði á síðustu dögum.

Græn stjarna í Kleifarvatni, auk þess eru bláir punktar og rauður punktur í eldstöðinni Reykjanes sem er talsvert vestan við Kleifarvatn.
Jarðskjálftavirkni í Kleifarvatni. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta virðist vera hefðbundin jarðskjálftavirkni. Það virðast ekki vera neinar kvikuhreyfingar í eldstöðinni Krýsuvík. Það er hugsanlegt að þarna sé um áhrif að ræða vegna þenslu í öðrum eldstöðvum í nágrenninu (Fagradalsfjall) en það er erfitt að vera viss um að svo sé núna. Það ætti að koma í ljós eftir nokkrar vikur ef svo er.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í gær (27. Maí 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Það er ekki að sjá að þessi jarðskjálftahrina tengist þeirri þenslu sem er í eldstöðinni Fagradalsfjall (það er samt möguleiki en eins og er, þá er erfitt að vera viss). Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,0. Jarðskjálftahrinan varð suður-vestur af Kleifarvatni.

Græn stjarna suður-vestur af Kleifarvatni þar sem jarðskjálftahrinan er á einum litlum punkti. Auk annara jarðskjálfta sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðasta sólarhringinn.
Jarðskjálftahrinan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina er ekkert sem bendir til þess að þessi jarðskjálftahrina sé vegna kvikuhreyfinga á þessu svæði. Það eru engin (augljós) merki um það að eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sé að verða virk. Þessa stundina er eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja sofandi.

Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (21. Desember 2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,4 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Þessi jarðskjálfti er vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjalli. Þetta mögulega þýðir að þenslan í eldstöðinni Fagradalsfjalli sé að verða nægjanlega mikil til þess að koma af stað eldgosi, hvenær það gerist er samt ekki hægt að segja til um.
Lesa áfram „Jarðskjálfahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja“

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja

Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Græn stjarna vestan við Kleifarvatn í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Ásamt nokkrum rauðum punktum í kringum grænu stjörnuna. Ásamt fleiri punktum víðsvegar um Reykjanesskaga af jarðskjálftum af mismunandi aldri
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.