Jarðskjálftavirknin í Skaftafellsfjöllum

Síðan í Maí 2011 hefur verið jarðskjálftavirkni á svæði sem kallast Skaftafellsfjöll. Þetta er norðan við Öræfajökul og sunnan við Grímsfjall í Vatnajökli. Það virðist vera að jarðskjálftavirkni á þessu svæði sé núna varanleg. Eitthvað af þessum jarðskjálftum gætu verið ísskjálftar í Vatnajökli en flestir af þessum skjálftum eru það ekki, það sést á því dýpi sem þessir jarðskjálftar eru að eiga sér stað á.

Jarðskjálftavirknin í Skaftarfellsfjöllum er norðan við Öræfajökull í jaðri Vatnajökuls. Þessi virkni er sýnd á kortinu sem bláir, appelsínugulir og gulir punktar. Í eldstöðinni Öskju og í Herðubreið eru rauðir punktar sem sýna nýja jarðskjálfta.
Jarðskjálftavirknin í Skaftárfellsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Eitt ár af jarðskjálftum í Skaftárfellsfjöllum. Þarna sjást jarðskjálftar á stóru svæði í Skaftárfellsfjöllum og því nágrenni.
Jarðskjálftavirknin í Skaftárfellsfjöllum yfir 365 daga tímabil. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Skjálftalísu á vef Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki fyrir víst hvað er að gerast þarna. Jarðskjálftavirknin sýnir hinsvegar að það er eitthvað að gerast á þessu svæði. Þetta er mín óstaðfesta skoðun er sú að þarna sé eldstöð. Þó svo að ekki séu til neinar heimildir um slíkt og kort sýna eingöngu kulnaða eldstöð á þessu svæði. Þetta er mjög líklega ekki jarðskjálftavirkni í eldstöð sem er útkulnuð, það getur gerst en er mjög ólíklegt í þessu tilfelli. Þar sem jarðskjálftavirknin á þessu svæði er mjög regluleg og hefur verið í gangi síðan í Maí 2011. Það er ískjálftavirkni á þessu svæði en þarna eru einnig að mælast jarðskjálftar á svæði þar sem enginn jökull er og á miklu dýpi í jarðskorpunni. Það er ólíklegt að þetta séu villu í mælingum. Ég reikna ekki með að þarna verði eldgos, að minnsta kosti ekki í mjög langan tíma, ef það þá gerist. Það er möguleiki á að þessi jarðskjálftavirkni hafi verið í gangi mun lengur en síðan í Maí 2011.

– Þetta er ekki skráð eða staðfest eldstöð á þessu svæði. Það breytist aðeins ef að eldgos verður og það er mjög langt í að það gerist, ef það þá gerist. Það er því mjög langt þangað til að staðfesting fæst um hugsanlega eldstöð á þessu svæði.

Jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg

Í dag (21. Febrúar 2023) hófst jarðskjálftahrina nærri Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Þetta er mögulega í öðru eldstöðvarkerfi en Reykjanesi vegna fjarlægðar frá landi og það er ólíklegt að eldstöðin Reykjanes nái svona langt suður. Það er ekkert nafn tengt við þessa eldstöð en Geirfugladrangur. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw3,1. Þessa jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því gætu komið stærri jarðskjálftar á þessu svæði.

Græn stjarna og rauðir punktar þar sem aðal jarðskjálftavirknin er úti á Reykjaneshrygg. Auk gulra punkta á svipuðu svæði sem sýna minni jarðskjálfta.
Jarðskjálftahrinan á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan bendir sterklega til þess að þarna sé kvikuinnskot að eiga sér stað. Þetta svæði á Reykjaneshrygg gaus síðast milli 16 aldar og fram til 18 aldar en síðan þá hefur ekki komið neitt eldgos.

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga / Reykjaneshrygg

Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.

Vinstra megin á myndinni úti í sjó við enda Reykjanesskaga á Reykjaneshrygg, niðri eru þrjár grænar stjörnur auk rauðra punkta sem sýna jarðskjálftavirknina sem er að eiga sér stað þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.

Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík

Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)

Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Græn stjarna í vestra neðra horni myndarinnar á Reykjanesskaga við Reykjanesstá. Ásamt appelsínugulum punktum og rauðum punkti sem sýnir nýlegan jarðskjálfta þegar þessi mynd er vistuð klukkan 19:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.

Hugsanlegt kvikuinnskot í Fagradalsfjall

Snemma í morgun (10-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli, aðeins norðan við þann stað þar sem eldgosið varð í Ágúst 2022. Þetta var hugsanlega mjög lítið kvikuinnskot sem þarna varð og varði í kringum 1 klukkustund áður en það stoppaði. Dýpi jarðskjálftanna var í kringum 5 til 7 km.

Jarðskjálftar í línu norð-austur af Fagradalsfjalli í korti sem er teiknað upp af Skjálfta-lísu á vefsíðu Veðurstofu Íslands. Flestir punktanir eru rauðir og því jarðskjálftar sem urðu í dag.
Jarðskjálftavirknin eins og hún er sýnd í jarðskjálftakorti Veðurstofu Íslands í Skjálfta-lísu. Mynd af vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirknin gefur hugsanlegar vísbendingar um það hvar næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli. Miðað við fyrri reynslu, þá verður ekki mikil viðvörun á því þegar eldgos er að hefjast. Í Ágúst þá byrjaði það eldgos með litlu kvikuinnskoti og lítilli jarðskjálftahrinu, sem síðan þróaðist yfir í stóra jarðskjálftahrinu dagana áður en eldgos hófst. Það er áhugavert að eldgosavirknin sé að færa sig norð-austur frekar en suður-vestur en óljóst afhverju það er að gerast.

Breyting á jarðskjálftavirkninni við Herðubreið

Í fyrradag (24-Október-2022) varð breyting á jarðskjálftavirkninni í kringum fjallið Herðubreið. Ég veit ekki ennþá hvenær hvenær þessi breyting átti sér stað á jarðskjálftavirkninni en gerðist nokkrum klukkustundum áður en ég varð breytingarinnar varð. Breytingin sem varð virðist vera sú að núna er jarðskjálftahrinan á tveimur stöðum frekar en einum stað. Seinni breytingin er sú að jarðskjálftahrinan virðist vera vaxandi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram mjög litlir og enginn af þeim hefur náð stærðinni Mw3,0 ennþá. Það gæti þó breyst án viðvörunnar. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 2 til 3 km þegar þessi grein er skrifuð.

Tveir hópar af rauðum punktum vestan og norðan við Herðubreið sýnir jarðskjálftahrinuna austan við Öskju og sunnan við Herðubreiðartögl
Jarðskjálftavirknin austan við Öskju í Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.

Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Eldgos á þessu svæði hefur ekki gerst í að minnsta kosti 12.000 ár og hugsanlega lengur. Ég veit ekki hvort að þarna þarf að verða mjög kröftug jarðskjálftavirkni til þess að eldgos verði. Svæðið er nú þegar mjög sprungið frá landreki og síðan eldri jarðskjálftahrinum sem þarna hafa orðið áður. Það gerir kvikunni mögulega fært á að komast ofar í jarðskorpuna án mikilla vandamála. Það er allavegana ein hugmynd um stöðu mála á þessu svæði. Það er möguleiki að ég hafi rangt fyrir mér, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvernig jarðskorpan er þarna nákvæmlega í kringum Herðubreið.