Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes á Reykjanesskaga / Reykjaneshrygg

Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.

Vinstra megin á myndinni úti í sjó við enda Reykjanesskaga á Reykjaneshrygg, niðri eru þrjár grænar stjörnur auk rauðra punkta sem sýna jarðskjálftavirknina sem er að eiga sér stað þarna.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.

Lítil jarðskjálftahrina í Bárðarbungu

Í dag (7. Febrúar 2023) hófst lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina hófst klukkan 11:21 með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,2 og varði til klukkan 12:02. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.

Græn stjarna og rauðir punktar í vestanverðum Vatnajökli. Nokkrir rauðir punktar eru einnig á sama svæði sem sýna minni jarðskjálfta í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út mjög hratt. Miðað við það sem gerðist áður en eldgosið árin 2014 til 2015 áttu sér stað, þá mun öll jarðskjálftavirkni stöðvast í lengri tíma þegar Bárðarbunga verður tilbúin í næsta eldgos. Á meðan jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Bárðarbungu, þá þýðir það að eldstöðin er ennþá að undirbúa sig fyrir næsta eldgos.

Aukning í stærri jarðskjálftum í eldstöðinni Kötlu (ekkert eldgos á leiðinni núna)

Það er ekki víst að þetta sé eitthvað þegar ég skrifa þessa grein. Þar sem það er mjög lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu núna, langt fyrir neðan bakgrunnsvirkni sem er í Kötlu. Yfir síðustu mánuði, þá hef ég orðið var við þá breytingu í jarðskjálftavirkni að stærri jarðskjálftar eru að koma fram í Kötlu. Það er möguleiki að þetta þýði ekki neitt sérstakt. Hinsvegar hef ég ekki séð þetta áður í eldstöðinni í Kötlu. Þessa stundina er nánast engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu.

Mýrdalsjökull og askjan merkt með ílöngum hring á korti Veðurstofu Íslands af eldstöðinni Kötlu. Í miðjum hringum er rauður punktur sem er nýjasti jarðskjálftinn í öskju Kötlu. Ásamt bláum punkti við jaðar öskjunnar.
Eldstöðin Katla og fáir jarðskjálftar í dag (3. Febrúar 2023). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag (3. Febrúar 2023) var með stærðina Mw2,7. Þetta er það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Það hafa komið fram einn eða tveir svona jarðskjálftar á síðustu mánuðum. Það er möguleiki að þetta gæti verið eðlilegt og ekkert meira muni gerast. Þessa stundina er hinsvegar vonlaust að vita hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.

Jarðskjálftar á Reykjaneshrygg, langt frá ströndinni

Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.

Í vinstra horninu eru tvær stjörnur sem sýna stærri jarðskjálfta, önnur stjarnan er nærri syðri hluta kortsins. Það er bara einn punktur sem sýnir minni jarðskjálfta á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.