Í dag (17. Febrúar 2023) klukkan 09:26 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 um 4 km norður af Herðubreið. Þessi jarðskjálfti virðist hafa komið af stað jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftavirkni tengist þeirri þenslu sem er að eiga sér stað núna í Öskju.
Jarðskjálftavirkni norður af Herðubreið. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það hefur verið aukning í jarðskjálftum á þessu svæði við Herðubreið. Hvað veldur þessari aukningu á jarðskjálftum er óljóst.
Í dag (14. Febrúar 2023) klukkan 01:24 hófst jarðskjálftahrina sem er 70 til 90 km norður af Kolbeinsey. Það er möguleiki að þessi jarðskjálftahrina sé í sjálfri Kolbeinsey. Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa orðið þegar þessi grein er skrifuð voru með stærðina Mw3,5 samkvæmt Veðurstofunni. Samkvæmt EMSC þá hafa orðið tveir jarðskjálftar með stærðina mb4,5.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Fjarlægðin frá landi gerir það erfitt fyrir jarðskjálftamælanet Veðurstofunnar að mæla þessa jarðskjálfta. Þannig að það gæti verið mun meira að gerast heldur en kemur fram á jarðskjálftakortinu. Það er alltaf möguleiki á stórum jarðskjálfta á þessu svæði.
Uppfærsla Grein uppfærð klukkan 17:11 þann 14. Febrúar 2023
Veðurstofan er búin að yfirfara þessa jarðskjálfta og það eru um átta jarðskjálftar sem komu fram og voru með stærðina yfir Mw3,0. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina mb4,6 samkvæmt vefsíðu EMSC og er hægt að skoða upplýsingar um þann jarðskjálfta hérna.
Jarðskjálftavirknin norður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið. Þó er fjarlægðin frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar slík að það kemur í veg fyrir að minni jarðskjálftar sem þarna verða mælist.
Samkvæmt frétt á Rúv í kvöld (12. Febrúar 2023) þá er búist við að það muni gjósa í Fagradalsfjalli núna í ár (2023) eða á næsta ári (2024). Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi eldgos verða. Það verða sterkar jarðskjálftahrinur áður en eldgosin hefjast í Fagradalsfjalli eins og gerðist áður en það fór að gjósa í Mars 2021 og síðan í Ágúst 2022. Áður en það fór að gjósa í Fagradalsfjalli í Mars 2021, þá hafði ekki gosið í Fagradalsfjalli í 6000 til 8000 ár. Það þýðir að það er frekar óljóst hvernig eldstöðin hagar sér og það mun taka smá tíma að sjá hvernig eldgosin verða í Fagradalsfjalli. Það er hinsvegar mjög líklegt að eldgosin í Fagradalsfjalli verði mjög svipuð og eldgosin í Kröflu árið 1975 til 1984, þó með þeim breytingum að eldgosin í Fagradalsfjalli munu vara lengur en gerðist í Kröflu, þetta er miðað við eldri gögn frá öðrum eldstöðum á Reykjanesskaga. Það má búast við að það muni gjósa í Fagradalsfjalli næstu 10 til 20 árin með hléum eins og gerst hefur nú þegar. Þessa stundina er Fagradalsfjall á rólegu tímaskeiði.
Þetta útilokar ekki eldgos í eldstöðinni Reykjanes (vestan við Fagradalsfjall) og síðan í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (austan við Fagradalsfjall). Síðustu eldgos í þessum eldstöðvum voru fyrir 700 til 900 árum síðan og þegar þessi grein er skrifuð, þá eru ekki nein augljós merki þess að þessar eldstöðvar eru að fara að gjósa. Það hefur verið mikið um kvikuinnskot í eldstöðinni Reykjanes síðan árið 2019 en það hefur ekki komið af stað eldgosi ennþá. Eldstöðin Krýsuvík-Trölladyngja hefur ekki haft nein kvikuinnskot ennþá. Eldstöðvar austan við Krýsuvík-Trölladyngja, eldstöðvanar Brennisteinsfjöll og Hengilinn hafa ekki sýnt neina virkni ennþá. Það gæti breyst án viðvörunnar ef að kvika fer að leita upp í þær eldstöðvar.
Í gær (10. Febrúar 2023) klukkan 16:23 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 rétt um 41 km suður af eldstöðinni Kolbeinsey. Þessi jarðskjálfti varð í Tjörnesbrotabeltinu.
Jarðskjálftavirknin suður af Kolbeinsey. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálfti var langt frá landi og langt frá byggð og fannst því ekki.
Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi og því geta upplýsingar breyst snögglega og án viðvörunnar. Stærsti jarðskjálftinn sem hefur mælst sjálfvirkt var með stærðina Mw3,7 þegar þessi grein er skrifuð. Á þessari stundu hafa um 30 til 40 jarðskjálftar átt sér stað en sú tala gæti breyst snögglega. Þessi jarðskjálftahrina ber þess merki að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni en það er engin góð leið til þess að staðfesta það ennþá, þar sem merkin eru ennþá ekki augljós.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftahrina er í eldstöðinni Reykjanes, sú eldstöð er bæði á þurru landi og nær út í sjó og því geta þarna orðið ösku og hraungos á sama tíma ef það fer að gjósa. Hingað til hefur eldstöðin Reykjanes aðeins verið með jarðskjálftahrinur og kvikuinnskot. Hvenær það breytist er ekki hægt að segja til um.
Í dag (7. Febrúar 2023) hófst lítil jarðskjálftahrina í eldstöðinni Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftahrina hófst klukkan 11:21 með jarðskjálfta sem var með stærðina Mw3,2 og varði til klukkan 12:02. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram í þessari jarðskjálftahrinu voru minni að stærð.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út mjög hratt. Miðað við það sem gerðist áður en eldgosið árin 2014 til 2015 áttu sér stað, þá mun öll jarðskjálftavirkni stöðvast í lengri tíma þegar Bárðarbunga verður tilbúin í næsta eldgos. Á meðan jarðskjálftavirkni á sér stað í eldstöðinni Bárðarbungu, þá þýðir það að eldstöðin er ennþá að undirbúa sig fyrir næsta eldgos.
Það er ekki víst að þetta sé eitthvað þegar ég skrifa þessa grein. Þar sem það er mjög lítil jarðskjálftavirkni í Kötlu núna, langt fyrir neðan bakgrunnsvirkni sem er í Kötlu. Yfir síðustu mánuði, þá hef ég orðið var við þá breytingu í jarðskjálftavirkni að stærri jarðskjálftar eru að koma fram í Kötlu. Það er möguleiki að þetta þýði ekki neitt sérstakt. Hinsvegar hef ég ekki séð þetta áður í eldstöðinni í Kötlu. Þessa stundina er nánast engin jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu.
Eldstöðin Katla og fáir jarðskjálftar í dag (3. Febrúar 2023). Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Stærsti jarðskjálftinn í dag (3. Febrúar 2023) var með stærðina Mw2,7. Þetta er það sem hefur verið að gerast síðustu mánuði. Það hafa komið fram einn eða tveir svona jarðskjálftar á síðustu mánuðum. Það er möguleiki að þetta gæti verið eðlilegt og ekkert meira muni gerast. Þessa stundina er hinsvegar vonlaust að vita hvað gerist í eldstöðinni Kötlu.
Í gær (30. Janúar 2023) urðu tveir jarðskjálftar með stærðina Mw3,2 langt úti á Reykjaneshrygg. Það mældist aðeins einni minni jarðskjálfti en vegna fjarlægðar frá jarðskjálftamælaneti Veðurstofunnar þá er ómögulegt eða erfitt að mæla litla jarðskjálfta úti á Reykjaneshrygg.
Jarðskjálftavirkni á Reykjaneshrygg. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Fyrir utan þessa jarðskjálftavirkni, þá hefur verið mjög rólegt á Íslandi. Slæmt veður hefur einnig komið í veg fyrir að jarðskjálftar mælist á Íslandi undanfarnar tvær vikur.
Jarðskjálftavirkni sem tengist þenslu í Bárðarbungu áttu sér stað í dag (8. Janúar 2023). Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Febrúar árið 2015. Lesa áfram „Jarðskjálfti í Bárðarbungu“
Í morgun (7. Janúar 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þeir jarðskjálftar sem komu fram hafa verið litlir að stærð og stærstu jarðskjálftarnir samkvæmt sjálfvirkri mælingu voru með stærðina Mw1,0. Dýpi þessar jarðskjálftahrinu var frá 7 km og til 9,5 km dýpi. Lesa áfram „Jarðskjálftahrina í Brennisteinsfjöllum“
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.