Í dag (19. Desember 2022) og í gær (18. Desember 2022) hefur verið jarðskjálftahrina rúmlega 3 km norður af Grindavík sem er í eldstöðinni Reykjanes. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw2,9 og fannst í Grindavík. Ég held að flestir jarðskjálftar sem voru yfir stærðina Mw2,0 hafi fundist í Grindavík og hugsanlega einnig minni jarðskjálftar. Þegar þessi grein er skrifuð. Þá er jarðskjálftahrinan ennþá í gangi en slæmt veður kemur í veg fyrir að jarðskjálftar komi sjálfkrafa inn á vefsíðu Veðurstofunnar.
Lesa áfram „Jarðskjálftahrina 3 km norður af Grindavík“
Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes (03-Desember-2022)
Í dag (03-Desember-2022) klukkan 12:49 hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes með jarðskjálfta sem náði stærðinni Mw3,5 á 7 km dýpi. Þetta var stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Það urðu í kringum 40 jarðskjálftar þegar þessi grein er skrifuð. Það bárust ekki neinar tilkynningar um að stærsti jarðskjálftinn hafi fundist í nálægum bæjum.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að nýtt tímabil virkni sé að byrja á þessu svæði á Reykjanesskaga og Reykjaneshrygg eftir talsvert hlé frá því að eldgosinu lauk í Fagradalsfjalli í Ágúst. Tímabilið eftir að eldgosinu lauk í Ágúst í eldstöðinni Fagradalsfjalli hefur verið mjög rólegt á þessu svæði. Það hefur ekki ennþá orðið eldgos í eldstöðinni Reykjanes ennþá. Hinsvegar hefur kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna haldið þar áfram. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær þessi kvikuinnskotavirkni inn í jarðskorpuna mun kom af stað eldgosi.
Jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu
Í dag (29-Nóvember-2022) klukkan 01:09 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,8 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundin þenslu jarðskjálfti í Bárðarbungu og fleiri svona jarðskjálftar munu eiga sér stað á næstum mánuðum og árum.

Hérna er eingöngu um hefðbundna jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Eftir eldgosið í Bárðarbungu árin 2014 til ársins 2015 þá verður mjög langt þangað til að næsta eldgos verður í Bárðarbungu. Þangað til munu koma svona jarðskjálftar eins og varð núna í dag.
Kröftug jarðskjálftahrina í Öræfajökli
Í dag (22-Nóvember-2022) klukkan 10:04 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,1 í Öræfajökli. Samkvæmt fréttum og Veðurstofu Íslands, þá er þetta stærsti jarðskjálfti í Öræfajökli síðan árið 2018. Þessi jarðskjálfti fannst á nálægum sveitarbæjum. Minni jarðskjálfti með stærðina Mw2,6 hafði orðið þarna nokkru fyrr og fannst einnig á svæðinu. Minni jarðskjálftar áttu sér einnig stað í öskju Öræfajökuls. Hinsvegar er slæmt veður á svæðinu að koma í veg fyrir almennilega mælingu á minni jarðskjálftum þarna.

Síðast þá var svona jarðskjálftavirkni í Öræfajökli á árunum 2018 til 2019 áður en jarðskjálftavirknin fór að minnka aftur. Það eru merki um að kvika sé á ferðinni innan í Öræfajökli en hvort og hvenær það mun valda eldgosi er ekki hægt að segja til um.
Hugsanlegt kvikuinnskot í Fagradalsfjall
Snemma í morgun (10-Nóvember-2022) varð jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli, aðeins norðan við þann stað þar sem eldgosið varð í Ágúst 2022. Þetta var hugsanlega mjög lítið kvikuinnskot sem þarna varð og varði í kringum 1 klukkustund áður en það stoppaði. Dýpi jarðskjálftanna var í kringum 5 til 7 km.

Þessi jarðskjálftavirknin gefur hugsanlegar vísbendingar um það hvar næsta eldgos verður í Fagradalsfjalli. Miðað við fyrri reynslu, þá verður ekki mikil viðvörun á því þegar eldgos er að hefjast. Í Ágúst þá byrjaði það eldgos með litlu kvikuinnskoti og lítilli jarðskjálftahrinu, sem síðan þróaðist yfir í stóra jarðskjálftahrinu dagana áður en eldgos hófst. Það er áhugavert að eldgosavirknin sé að færa sig norð-austur frekar en suður-vestur en óljóst afhverju það er að gerast.
Breyting á jarðskjálftavirkninni við Herðubreið
Í fyrradag (24-Október-2022) varð breyting á jarðskjálftavirkninni í kringum fjallið Herðubreið. Ég veit ekki ennþá hvenær hvenær þessi breyting átti sér stað á jarðskjálftavirkninni en gerðist nokkrum klukkustundum áður en ég varð breytingarinnar varð. Breytingin sem varð virðist vera sú að núna er jarðskjálftahrinan á tveimur stöðum frekar en einum stað. Seinni breytingin er sú að jarðskjálftahrinan virðist vera vaxandi þegar þessi grein er skrifuð. Þegar þessi grein er skrifuð, þá eru allir jarðskjálftarnir sem hafa komið fram mjög litlir og enginn af þeim hefur náð stærðinni Mw3,0 ennþá. Það gæti þó breyst án viðvörunnar. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 2 til 3 km þegar þessi grein er skrifuð.

Hvað gerist næst er ekki hægt að segja til um. Eldgos á þessu svæði hefur ekki gerst í að minnsta kosti 12.000 ár og hugsanlega lengur. Ég veit ekki hvort að þarna þarf að verða mjög kröftug jarðskjálftavirkni til þess að eldgos verði. Svæðið er nú þegar mjög sprungið frá landreki og síðan eldri jarðskjálftahrinum sem þarna hafa orðið áður. Það gerir kvikunni mögulega fært á að komast ofar í jarðskorpuna án mikilla vandamála. Það er allavegana ein hugmynd um stöðu mála á þessu svæði. Það er möguleiki að ég hafi rangt fyrir mér, þar sem ég hef ekki upplýsingar um hvernig jarðskorpan er þarna nákvæmlega í kringum Herðubreið.
Jarðskjálftahrina í vestur hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls
Í morgun hófst jarðskjálftahrina í vestari hluta eldstöðvarinnar Fagradalsfjalls. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu hingað til náði stærðinni Mw3,0.

Þessi jarðskjálftavirknin er vegna þess að kvika er að troða sér upp í jarðskorpuna og er komin á rúmlega 5 km dýpi. Þetta er ekki stórt kvikuinnskot og mun ekki koma af stað eldgosi, það gæti breyst ef það verður mikil aukning í jarðskjálftum þarna og slíkt hefur gerst áður (eldgosið í Ágúst 2022 hófst þannig). Staðan núna er þannig að best er að fylgjast með stöðu mála og breytingum sem kunna að verða. Það er ekki hægt að segja til um það hvort að eitthvað sé að fara að gerast.
Ný sprunga opnast í suðurhluta Grímsfjalls (ekkert eldgos ennþá)
Það hefur sprunga opnast upp í syðri hluta Grímsfjalls án þess að eldgos hafi hafist á þessari stundu. Myndir af svæðinu sýna mikla jarðhitavirkni í þessari sprungu. Ég sé á Facebook (tengill fyrir neðan) að þetta er ný sprunga á svæði þar sem ekki hefur verið sprunga áður. Miðað við nýlega sögu, þá er ýmislegt sem bendir til þess að þarna muni gjósa næst þegar eldgos hefst í Grímsfjalli. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eða hversu stórt slíkt eldgos verður. Sprungan er á svæðinu Lat: 64° 24′ 13,476″ N Lon: 17° 13′ 57,282″ W. Það er möguleiki að sprungan sé ennþá að vaxa og þarna eru núna holur í jöklinum sem eru nægjanlega stórar til þess að gleypa stóra bíla í heilu lagi.

Hægt er að skoða Facebook póstinn hérna og sjá myndinar sem ég get ekki sett inn hérna vegna höfundarréttar.
Jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja
Í dag (12-Október-2022) klukkan 14:18 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Krýsuvík-Trölladyngja. Í kjölfarið komu fram minni jarðskjálftar. Þessi jarðskjálftavirkni virðist eiga sér stað vegna þenslu í eldstöðinni Fagradalsfjall og það bendir sterklega til þess að þenslan í Fagradalsfjalli sé að ná brotamörkum á ný. Það er ekki von á eldgosi frá eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja.

Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að mjög líklega sé sterkari jarðskjálftavirkni á leiðinni. Það er samt ekki hægt að segja til um það hvenær slík jarðskjálftavirkni mundi hefjast. Þetta hefur verið munstrið síðustu mánuði. Jarðskjálftavirknin hefst með þessum og einn daginn þá hefst mjög stór jarðskjálftahrina á þessu svæði. Hvað gerist núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.
Auking í jarðskjálftavirkni í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes
Í gær (06-Október-2022) jókst jarðskjálftavirknin í eldstöðvunum Fagradalsfjalli og Reykjanes. Vinsamlegast athugið að Global Volcanism Program hefur núna flokkað Fagradalsfjall sem sér eldstöð sem tengist ekki Krýsuvík-Trölladyngja eldstöðvarkerfinu eftir að Veðurstofa Íslands breytti sínum skilgreiningum eftir rannsóknir á eldgosum í Fagradalsfjalli. Ég mun því nota þessa skilgreiningu frá og með þessari grein þegar ég skrifa um það sem er að gerast í Fagradalsfjalli. Ég mun ekki uppfæra eldri greinar, þar sem það er of mikil vinna en þetta gildir í reynd einnig um þær.
Þetta þýðir einnig að Fagradalsfjall er nýjasta eldstöðin á Íslandi.

Jarðskjálftavirknin í upphafi eldgosatímabils í Fagradalsfjalli er ekki mjög stór. Jarðskjálftar verða stærri þegar kvika fer að troða sér inn í jarðskorpuna en þangað til eru jarðskjálftar litlir en þangað til, þá er jarðskjálftavirknin að mestu leiti aðeins mjög litlir jarðskjálftar og litlar jarðskjálftahrinur.
Styrkir
Það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig með bankamillifærslu með þessum upplýsingum hérna fyrir neðan. Styrkir hjálpa mér að komast af og vinna við þessa vefsíðu. Ég er einnig mjög blankur núna í Október. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Bankabók: 0123-26-010014
Banki: Landsbankinn hf