Í nótt (6-September-2022) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 rétt um 1,2 km suður-vestur af Keili. Dýpi þessa jarðskjálfta var 4,1 km. Þessi jarðskjálfti var hluti af jarðskjálftahrinu á þessu svæði. Það voru allt saman minni jarðskjálftar.
Jarðskjálftavirknin sem varð þarna í nótt bendir sterklega til þess að nýtt tímabil jarðskjálftavirkni sé að hefjast á þessu svæði eftir eldgosið sem hófst í kjölfarið á jarðskjálftavirkni í Júlí – Ágúst. Hvort að það verður eldgos núna er ekki hægt að segja til um. Það virðist sem að þessari jarðskjálftahrinu sé lokið í bili. Það hefur verið stöðug smáskjálftavirkni á Reykjanesskaga þegar eldgosatímabilið hófst á Reykjanesskaga árið 2021.
Styrkir
Ég vil minna fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur. Eins og ég nefndi í sérstökum pósti. Þá hjálpa styrkir mér mjög mikið og þökk sé þeim, þá get ég borgað óvæntan símareikning sem ég fékk núna. Þar sem ég hef meiriháttar vandamál núna í September með peninga og komast af yfir mánuðinn. Ég þakka stuðninginn. 🙂