Staðan í Bárðarbungu klukkan 23:23

Þetta er stutt yfirlit yfir stöðu mála í Bárðarbungu. Ég er ennþá veikur en ég geri mitt besta.

Styrkir: Fólk getur styrkt mína vinnu með því að leggja inn á mig. Upplýsingar hvernig hægt er að gera það er að finna hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með því að versla í gegnum Amazon eða með því að nota PayPal takkann sem er hérna.

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar mjög fljótt og án viðvörunar.

Hérna eru nokkrir stuttir punktar um stöðu mála í Bárðarbungu.

  • Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í dag (22-Ágúst-2014) miðað við það sem var í gær (21-Ágúst-2014).
  • Kvikuinnskotið hefur haldið áfram að stækka í dag á 5 til 10 km dýpi. Það virðist ekki hafa hægt á sér eða dregið úr því eins og stendur. Það bendir einnig ýmislegt til þess að kvikunnskotið verði fyrir minna viðnámi í jarðskorpunni, það hefur þýtt færri jarðskjálfta í dag. Kvikuinnskotið er talið vera í kringum 25 km langt í dag og dýpið er 5 til 10 km.
  • Askja Bárðarbungu hefur gefið aðeins eftir þar sem þrýstingslækkun hefur átt sér stað innan kvikuhólfs Bárðarbungu, þar sem mikil kvika hefur farið í kvikuinnskotið enda er núna áætlað að rúmlega 200 milljón m³ rúmmetrar af kviku hafi farið í kvikuinnskotið.
  • Samkvæmt frétt Rúv þá er þenslan í dag orðin 20 sm og er þetta byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
  • Síðan þessi virkni hófst í Bárðarbungu hafa rúmlega 5000 jarðskjálftar mælst í Bárðarbungu síðan þessi hrina hófst þann 16-Ágúst-2014.

Það er einnig ýmislegt sem bendir þess að þessi virkni í Bárðarbungu gæti verið upphafið af nýju tímabili eldgosa í Bárðarbungu. Upp er komin sú hugmynd að það sem er að gerast í Bárðarbungu er eitthvað svipað og það sem gerðist í Kröflu (upplýsingar um eldgos í Kröflu er að finna hérna) þegar eldgos áttu sér stað þar. Það á eftir að koma í ljós hvort að þessi hugmynd um eldgos í Bárðarbungu og hugsanleg líkindi við eldgos í Kröflu standist.

140822_1900
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140822_1900_trace
Aðeins hefur dregið úr jarðskjálftavirkni síðust 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.22.08.2014.at.20.26.utc
Órói er ennþá mjög mikill þó svo að dregið hafi úr jarðskjálftavirkinni í dag. Þessi mikli órói tengist væntanlega því kvikuinnstreymi sem á sér núna stað inn í kvikuinnskotið á 5 til 10 km dýpi. Þessi órói virðist ekki tengjast jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu (að einhverju leiti). Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

DYNC_3mrap.svd.22.08.2014.at.20.19.utc
GPS gögn sýna vel færsluna sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Þensla til norðurs hefur minnkað en þensla til vesturs heldur áfram óbreytt eins og er. Frekari GPS gögn er að finna hérna (á ensku). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

140821.234945.hkbz.psn.2
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 4,7 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Heklubyggð. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

140821.234948.bhrz.psn.2
Jarðskjálftinn sem var með stærðina 4,7 eins og hann kom fram á jarðskjálftamælinum mínum í Böðvarshólum. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC Leyfi síðunni.

Stærsti jarðskjálftinn hingað til hafði stærðina 4,7 (EMSC upplýsingar er að finna hérna). Sá jarðskjálfti varð í gær (21-Ágúst-2014). Í dag varð síðan jarðskjálfti með stærðina 4,3 í Bárðarbungu (EMSC upplýsingar hérna). Þessir jarðskjálftar eiga sér stað vegna lækkunar öskjunnar í Bárðarbungu eins og er útskýrt hérna að ofan. Ef að kvikuinnskotið, þá er hætta á því að jarðskjálftavirkni haldi áfram að aukast. Það er ekki vitað hvort að einhver kvika er að koma af dýpi inn í Bárðarbungu (möttlinum) þar sem engir djúpir jarðskjálftar hafa átt sér stað ennþá.

Færsla uppfærð klukkan 23:29.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 19:41

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja mína vinnu ef það getur. Ef fólk smellir á Amazon auglýsinganar þá gildir hver smellur í 90 daga, en ég fæ aðeins tekjur af hverri sölu í gegnum Amazon en ekki af hverjum smelli.

Þessar upplýsingar geta orðið úreltar á mjög skömmum tíma.

Ég skipti núna upplýsingum um Bárðarbungu. Þar sem mjög mikið af upplýsingum er til staðar um stöðuna í Bárðarbungu núna. Þetta mun leyfa mér að fjalla betur um stöðuna í Bárðarbungu eftir því sem líður á atburðina í Bárðarbungu.

140820_1755
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirknin minnkaði aðeins í gær (19-Ágúst-2014) en jókst aftur í dag (20-Ágúst-2014). Það er einnig áhugavert er að jarðskjálftavirkni hefur aukist í öskju Bárðarbungu. Askjan er full af jökli sem er 700 metra þykkur og eldgos þar yrði einstaklinga slæmt. Stærstu jarðskjáfltanir sem hafa orðið (þegar þetta er skrifað) hafa náð stærðinni 3,2 og stærðinni 3,0. Yfir 700 jarðskjálftar hafa mælst í dag samkvæmt bestu tölum sem ég hef núna.

140820_1755_trace
Jarðskjálftavirknin er mjög mikil síðustu 48 klukkustundirnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.20.08.2014.at.18.10.utc
Óróinn er ennþá mjög mikill eins og sést á Dyngjuháls SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Sá mikli órói sem ennþá að mælast þýðir að mikil kvika er ennþá að streyma inn í Bárðarbungu eldstöðina af miklu dýpi. Það eru smá sveiflur í þessu flæði og kemur það bæði fram í örlítið lægri óróa á mælum Veðurstofunnar og í örlítið færri jarðskjálftum. Jarðskjálftagögn sýna að kvikan er að þrýsta sér leið norð-austur mjög hægt. Það er óljóst hversu mikla kviku jarðskorpan þarna tekur við og hversu langan tíma það tekur fyrir kvikuna að fylla þetta rými sem þarna er til staðar. Ég sé einnig á mínum jarðskjálftamælum vísbendingar um það að kvika sé farin að leita sér að leið upp á yfirborðið.

140820.005800.hkbz.psn
Lágtíðniskjálfti sem varð í Bárðarbungu í dag (20-Ágúst-2014) klukkan 00:58. Þessi myndir er undir Creative Commons leyfinu. Sjá CC leyfi síðunar fyrir frekari upplýsingar.

Þetta er lágtíðnijarðskjálfti. Slíkir jarðskjálftar verða til þegar kvika brýtur sér leið í jarðskorpunni, yfirleitt upp á yfirborðið. Þegar kvikan brýtur sér leið upp á yfirborðið þá losnar gas úr kvikunni og það veldur þessari lágtíðni sem sést í jarðskjálftanum. Þetta þýðir að eitthvað af kviku er farið að brjóta sér leið upp á yfirborðið, en er augljóslega ekki komið upp á yfirborðið (þegar þetta er skrifað) þar sem eldgos er ekki hafið. Kvikan á þessu svæði er undir miklum þrýsting, þar sem að jökulinn er að minnsta kosti 600 metra þykkur á þessu svæði auk þrýstings frá jarðskorpunni.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 16:33

Þetta hérna er stutt færsla um stöðu mála í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar geta orðið úreltar fljótt.

Það hefur lítil breyting átt sér stað í Bárðarbungu síðan í gær (18-Ágúst-2014), en jarðskjálftavirkni hefur verið að færast norð-austur samkvæmt mælingum en fjöldi jarðskjálfta er sá sami í dag og í gær. Jarðskjálftahrinan er komin nærri Kverkfjöllum, en er ennþá innan sprungusveims Bárðarbungu. Ég veit ekki hvað gerist ef kvika frá Bárðarbungu kemst í snertingu við kviku sem er í Kverkfjöllum.

140819_1545
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkustundir. Stærsti jarðskjálftinn í dag hafði stærðina 3,1. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140819_1545_trace
Það hefur verið mikil jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag hefur haft stærðina 3,1 eins og áður segir. Eins og staðan er núna þá hafa ekki komið fram fleiri jarðskjálftar með þessa stærð ennþá. Það gæti þó breyst án fyrirvara.

dyn.svd.19.08.2014.at.15.59.utc
Óróinn er ennþá mikill á SIL stöðinni í Dyngjuhálsi. Þó svo að ekkert eldgos sé hafið í Bárðarbungu. Ég veit ekki afhverju þessi órói kemur fram, hugsanlegt sé að þetta sé vegna kvikuhreyfinga í jarðskorpunni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróinn sýnir mjög greinilega þá púsla sem hafa orðið í Bárðarbungu síðan þessi virkni hófst. Þetta virðist virka þannig að þegar óróinn minnkar þá dregur úr jarðskjálftavirkni, og þegar óróinn eykst þá eykst jarðskjálftavirknin. Það hefur þó gerst að jarðskjálftavirknin hefur fyrst aukist og síðan hefur óróinn aukist í kjölfarið.

DYNC_3mrap.svd.strokkur.raunvis.hi.is.svd.19.08.2014.at.13.06.utc
GPS gögn sýna mikið innstreymi kviku í Bárðarbungu. Hægt er að finna fleiri gögn hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

GPS gögn sýna að innflæði kviku í Bárðarbungu er mjög mikið og snöggt. Þar sem þessi gögn eru aðeins fyrir nokkra daga (heildartímabilið er 3 mánuðir). Ég reikna með að frekari þensla muni eiga sér stað á næstu dögum. Ég veit ekki hversu mikla þenslu þarf að eiga sér stað áður en eldgos hefst.

GFUM_3mrap.strokkur.raunvis.hi.is.svd.19.08.2014.at.13.34.utc
Þenslan í Bárðarbungu sést einnig vel á GPS mælinum sem er á Grímsfjalli. Hægt er að finna fleiri gögn hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Eins og stendur þá bendir ekkert til þess að draga sér úr þessari virkni. Ég veit ekki hvenær þetta mun enda í eldgosi. Fyrir þá sem eru að leita að vefmyndavélum af Bárðarbungu, þá hefur Míla sett upp nýja vefmyndavél og hægt er að horfa á hana hérna.

Viðvörunarstig Bárðarbungu hækkað

Hérna er stutt yfirlit um stöðu mála í Bárðarbungu. Þessar upplýsingar munu úreldast mjög fljótt þar sem aðstæður breytast mjög hratt í Bárðarbungu.

Veðurstofan hefur hækkað viðvörunarstig fyrir flugumferð í Appelsínugult (sjá hérna). GPS mælingar hafa staðfest að kvika er á ferðinni í Bárðarbungu og er þenslan bæði mikil og hröð þessa stundina.

DYNC_rap.svd.18.08.2014.at.15.13.utc.raunvis.hi.is
GPS mæligögn frá Háskóla Íslands. Þessi mæligögn sýna mikla hreyfingu á GPS mælingum síðustu daga. Frekari GPS gögn er að finna hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Háskóla Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið svipuð í dag og í gær. Það eru smá sveiflur í virkninni en yfir heildina þá er jarðskjálftavirknin mjög stöðug.

140818_1440
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IASK.svd.18.08.2014.at.14.46.utc
Tromlurit Veðurstofunnar sýnir einnig áhugaverðan atburð klukkan 11:00 þar sem kemur fjöldi af litlum jarðskjálftum, og í kjölfarið jókst óróinn frá Bárðarbungu. Þetta er SIL stöðinn í Öskju. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IDYN.svd.18.08.2014.at14.46.utc
Sama sést á Dyngjuhálsi SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

IKRE.svd.18.08.2014.at.14.48.utc
Þetta sést einnig mjög vel á Kreppuhrauni SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni hefur verið mjög stöðug í dag og hefur lítið breyst frá því í gær, gæti jafnvel verið örlítið hærri.

Jarðskjálftavirknin hefur verið að færast norð-austur síðustu klukkutímana. Jarðskjálftavirknin sem er við Dyngjuháls virðist verið stöðug í augnablikinu. Það virðist hafa dregið úr jarðskjálftavirkni í öðrum hlutum Bárðarbungu eins og staðan er núna. Það gæti breyst án viðvörunar.

140818_1440_trace
Jarðskjálftavirknin hefur verið mjög stöðug í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Óróinn sem hefur verið í Bárðarbungu síðan þetta hófst er stöðugur eins og hefur verið raunin síðan þessi atburðarrás hófst. Það koma fram smá sveiflur í takt við það þegar dregið hefur úr jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu.

dyn.svd.18.08.2014.at.14.46.utc
Óróinn á SIL stöðinni við Dyngjuháls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

kre.svd.18.08.2014.at.14.47.utc
Óróinn við Kreppuhraun SIL stöðinni. Þar sést einnig að óróinn er að aukast síðasta klukkutímann. Ástæður þess eru ókunnar eins og er. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.18.08.2014.at.14.46.utc
Vonaskarð SIL stöðinn sýnir einnig þennan aukna óróa. Á Vonaskarð er svipað og sést á Kreppuhraun SIL stöðinni. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég veit ekki afhverju óróinn er eins og hann er núna. Sérstaklega þar sem eldgos er ekki hafið þegar þetta er skrifað (eftir því sem ég best veit). Þetta gæti stafað af breytingum á háhitasvæðum sem eru þarna undir jöklinum, eða þarna er einhver önnur ástæða að verki sem ég veit ekki hver er.

Jarðskjálfti með stærðina 3,3 í Kverkfjöllum

Í dag (17-Ágúst-2014) varð jarðskjálfti með stærðina 3,3 og 9,5 km dýpi í Kverkfjöllum. Þessi jarðskjálfti var hluti af lítilli jarðskjálftahrinu sem átti sér stað í Kverkfjöllum og tengist hugsanlega þeirri virkni sem núna á sér stað í Bárðarbungu.

140817_2155
Jarðskjálftinn í Kverkfjöllum auk jarðskjálftanna í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti fannst af ferðamönnum og skálavörðum nærri Kverkfjöllum þegar hann átti sér stað. Það er ekkert sem bendir til þess að frekari jarðskjálftavirkni muni eiga sér stað í Kverkfjöllum þó svo að mikil læti séu til staðar í Bárðarbungu eins og er. Ég reikna ekki með frekari virkni í Kverkfjöllum, þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt þar sem um er að ræða virka eldstöð.

Staðan í Bárðarbungu klukkan 19:37

Hérna eru nýjustu upplýsingar um stöðu mála í Bárðarbungu. Vinsamlegast athugið að ég er eingöngu áhugamaður um jarðfræði og hérna er eingöngu um að ræða mína túlkun á þeim gögnum sem eru aðgengilegar mér. Fyrir opinberar upplýsingar um stöðu mála í Bárðarbungu skal tala við Almannavarnir eða Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu heldur áfram og sýnir engin merki þess að hún sé að hætta. Síðan á miðnætti þá hefur teljari hjá mér talið 635 jarðskjálfta í dag (klukkan 19:35). Þessi tala verður úrelt mjög fljótt vegna stöðugrar virkni í Bárðarbungu. Heildartalan fyrir jarðskjálfta sem komu fram í gær (16-Ágúst-2014) var í kringum 480 jarðskjálftar. Hægt er að sjá stærstu jarðskjálftana hérna á þeim jarðskjálftamælum sem ég er með.

140817_1840
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Þessi jarðarskjálftahrinur eru núna komnar í tvo hópa sem eru sunnan í Bárðarbungu og síðan í nyrðri hluta eldstöðvarinnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan hefur myndað línu sem er suð-suð-austur. Ég veit ekki hvort að þetta er vegna fjölda jarðskjálfta og sjálfvirkar staðsetningar í SIL kerfinu. Það er möguleiki á því að jarðskjálftarnir séu raunverulega að raða sér upp í þessa línu eins og sést á korti Veðurstofu Íslands.

140817_1840_trace
Jarðskjálftavirknin er mjög þétt eins og sjá má hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur lítið dregið úr jarðskjálftavirkninni síðasta sólarhringinn. Jarðskjálftavirknin féll aðeins niður um klukkan 12:00 en tók sig aftur upp um klukkutíma síðar. Á heildina litið þá hefur ekkert dregið úr jarðskjálftavirkninni í Bárðarbungu og eins og staða mála er núna, þá er ekkert sem bendir til þess að það muni draga úr virkninni á næstu klukkutímum.

dyn.svd.17.08.2014.at.18.49.utc
Óróinn í Bárðarbungu eins og hann kemur fram á Dyngjuhálsi. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.17.08.2014.at.18.48.utc
Óróinn í Bárðarbungu eins og hann kemur fram í Vonaskarði. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það eru kenningar uppi um afhverju þessi órói kemur fram í Bárðarbungu, en eins og staðan er núna þá hefur enginn af þeim verið sönnuð. Ekkert bendir til þess að eldgos hafi ennþá átt sér stað, þó er hugsanlegt að smágos hafi komið þessu öllu af stað, en það hefur ekki verið staðfest eins og er, ef slíkt eldgos átti sér stað þá er líklegt að því sé lokið núna. Það er einnig möguleiki á að virknin sé svo mikil í Bárðarbungu að þetta kemur fram sem órói á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar, slíkt gerist ekki oft en getur gerst í einstaka tilfellum. Hver ástæðan fyrir þessum óróa er, þá er ljóst að eins og er þá er það eldgos sem er ekki að valda þessum óróa eins og stendur.

Flogið hefur verið yfir Bárðarbungu og ekkert hefur sést á yfirborðinu eins og er. Vísindamenn eru núna að setja upp nýjan mælabúnað og vefmyndavélar til þess að fylgjast með Bárðarbungu til þess að sjá betur hvað er að gerast. Ég reikna ekki með því að vefmyndavélin verði aðgengileg á internetinu.

Stutt yfirlit um jarðskjálftahrinuna í Bárðarbungu klukkan 02:44 UTC

Hérna er stutt yfirlit um jarðskjálftahrinuna í Bárðarbungu.

Jarðskjálftahrinan heldur áfram í Bárðarbungu og virðist lítið ætla að hægja á sér. Síðustu klukkutíma hafa tveir aðskildar hópar af jarðskjálftum komið fram í Bárðarbungu. Fyrri jarðskjálftahrinan er á svæði sem kallast Kistufell, seinni jarðskjálftahrinan er í suður-austur hluta Bárðarbungu, aukin jarðskjálftavirkni í suður-austur hluta Bárðarbungu virðist auka þann óróa sem hefur verið að koma fram síðan í gær. Ég veit ekki afhverju það er (þegar þetta er skrifað), ekkert eldgos hefur ennþá verið staðfest frá Bárðarbungu. Þar sem eldstöðin er undir jökli þá er staðfesting mjög erfið við bestu aðstæður.

140817_0140
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu. Hérna sjást vel tveir hópar af jarðskjálftum sem eru núna virkir í Bárðarbungu. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140817_0140_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt eins og sést hérna. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.17.08.2014.at.01.58.utc
Óróinn er mjög hár á Dyngjuháls SIL stöðinni. Afhverju þetta stafar er ekki alveg ljóst ennþá. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.17.08.2014.at.01.58.utc
Óróinn í Vonaskarð SIL stöðinni. Þar sést að óróinn hefur lækkað síðustu klukkutíma en er kominn á mjög stöðugur núna. Höfundurréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og staðan er núna þá hefur ekki stórt eldgos hafist í Bárðarbungu. Það gæti hinsvegar breyst án viðvörunar eftir því sem þessi virkni heldur áfram. Það er hætta á því að stór jarðskjálfti muni eiga sér stað í Bárðarbungu áður en stórt eldgos hefst, þar sem jarðskorpan á þessu svæði er allt að 40 km þykk. Síðasta eldgos varð árið 1794 í Bárðarbungu. Árið 1910 varð eldgos í eldstöðinni sem er kennd við Hamarinn sem er suð-vestur af Bárðarbungu (gaus síðast smágosi árið 2011 að mínu áliti). Eldgos á sprungureynum eru einnig möguleiki, þar sem slík eldgos hafa margoft átt sér stað frá Bárðarbungu. Það er hætta á slíku eldgosi frá Bárðarbungu, slíkt eldgos þarf hinsvegar ekki að eiga sér stað.

Staðan í Bárðarbungu breytist hratt því mun þessi færsla úreldast hratt. Af þeim sökum mun ég setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem þörf er á.

Stutt yfirlit um virknina í Bárðarbungu klukkan 18:30

Þetta er stutt yfirlit yfir virknina í Bárðarbungu.

Það er búið að lýsa yfir óvissustigi í Bárðarbungu og einnig hefur staðan verið breytt yfir í gult. Það eru sveiflur í jarðskjálftavirkninni, sem er hefðbundið fyrir eldstöð að þessari gerð. Þar sem jarðskjálftahrinur eru aldrei samfelldar í svona eldstöðvum. Það er einnig stormur á þessu svæði og það dregur úr næmni SIL kerfisins sem þarna.

140816_1705
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Grænar stjörnur tákna jarðskjálfta sem eru stærri en 3,0 að stærð. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærstu jarðskjálftarnir sem hafa mælst hafa náð stærðinni 3,1 og 3,5. Það er einnig möguleiki á að fleiri jarðskjálftar með stærðina hafi komið fram, en sjást ekki á sjálfvirka kortinu. Ef einhverjar slíkir jarðskjálftar eru þarna, þá koma þeir fram þegar farið verður yfir þá jarðskjálfta sem komið hafa fram af jarðfræðingi hjá Veðurstofu Íslands.

140816_1710_trace
Jarðskjálftahrinan hefur verið mjög þétt eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.17.12.utc
Óróinn eins og hann sést á Dyngjuháls SIL stöðinni. Óróinn hefur minnkað síðustu klukkutíma eins og sést hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.17.12.utc
Órínn eins og hann sést á Vonaskarð SIL stöðinni. Hérna sést vel að óróinn hefur minnkað síðustu klukkutíma. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

hus.svd.16.08.2014.17.13.utc
Óróinn eins og hann sést á Húsbóndi SIL stöðinni. Eins og á SIL stöðvunum fyrir sem eru hérna fyrir ofan, þá er óróinn einnig minnkandi hérna. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðustu klukkutíma hefur óróinn sem mælst hefur á SIL stöðvum í kringum Bárðarbungu verið að lækka. Þessum minni óróa hefur ekki fylgt minni jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Það er staðan þegar þetta er skrifað. Stöðug jarðskjálftavirkni þýðir að kvika er ennþá á ferðinni í Bárðarbungu og hefur ekki ennþá fundið sér leið upp á yfirborðið, fyrir utan mögulegt smágos sem hófst í nótt í Bárðarbugu en virðist núna vera að ljúka undir mjög þykkum jöklinum. Ef að óróinn hættir án þess að jarðskjálftavirknin hættir þá þýðir að kvikan er ennþá að leita sér að leið upp á yfirborðið. Þegar kvikan hefur fundið sér leið upp á yfirborðið og eldgos hefst þá mun næstum því öll jarðskjálftavirkni hætta í Bárðarbungu. Hvar og hvenær slíkt mun gerast er ekki hægt að segja til um eins og er.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem frekari upplýsingar liggja fyrir.

Óstaðfest eldgos í Bárðarbungu

Þessar upplýsingar munu verða úreltar mjög fljótt.

Alla síðustu viku (viku 33) þá hefur minniháttar jarðskjálftahrina átt sér stað í Bárðarbungu. Alla vikuna hefur þessi jarðskjálftahrina verið í gangi en hefur verið frekar lítil og enginn stór jarðskjálfti átt sér stað. Í nótt um klukkan 02:20 hófst órói í Bárðarbungu, um klukkan 03:30 hófst síðan jarðskjálftahrinan sem stendur ennþá. Stærstu jarðskjálftarnir hafa náð stærð í kringum 3,0. Dýpi þessara jarðskjálfta er í kringum 5 til 10 km. Síðustu klukkutíma hefur jarðskjálftahrinan færst til í Bárðarbungu og er núna austar en jarðskjálftahrinan sem hefur varað alla vikuna. Samkvæmt fréttum Rúv þá er jökulinn á þessu svæði í kringum 700 metra þykkur, þannig að það mun þurfa stórt eldgos til þess að það komist upp úr jöklum sem þarna er til staðar. Þetta þýðir einnig að mikil hætta er á flóði í jökulám á þessu svæði vegna þessar virkni.

140816.040416.hkbz.psn
Stærsti jarðskjálftinn í nótt sem kom fram á jarðskjálftamælinum mínum. Þessi mynd er undir CC leyfi, sjá nánar á CC leyfi síðunni.

140816_1145
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu klukkan 11:45. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

dyn.svd.16.08.2014.12.01.utc
Óróinn í Báðarbungu á Dyngjuhálsi. Þessi SIL stöð er næst upptökum óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

von.svd.16.08.2014.12.02.utc
Óróinn í Bárðarbungu á Vonaskarð SIL stöðinni. Þessi SIL stöð er önnur næsta SIL stöðin við upptök óróans í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er þessi óróavirkni í Bárðarbungu ekki alveg stöðug og það eru minniháttar sveiflur sem eru að eiga sér stað. Fyrir utan þessa litlu sveiflur þá virðist virkin vera mjög stöðug. Miðað við óróann sem er að koma fram og hversu langt hann nær þá virðist þetta ekki vera stórt atburður (óstaðfest eldgos), en það gæti breyst án fyrirvara. Ég býst við stórum jarðskjálfta áður en stórt eldgos hæfist í Bárðarbungu. Það sem virðist hafa gerst er að kvikuinnskot komst upp á yfirborðið og við það hófst lítið eldgos sem er ennþá í gangi.

Ég mun setja inn nýjar upplýsingar um stöðu mála eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Staða mála gæti breyst án fyrirvara og snögglega.

Óvissustigi lýst yfir varðandi Kötlu

Í gær (8-Júlí-2014) var lýst yfir óvissustigi í Kötlu vegna lítils jökulsvatns sem er að koma undan Mýrdalsjökli. Það fylgir þessu jökulvatni mikið magn af brennistein og öðrum hættulegum gastegundum. Þess vegna ráðleggja almannavarnir fólki um að vera ekki á þessu svæði og alls ekki stoppa nærri Múlakvísl og öðrum jökulám sem renna úr Mýrdalsjökli. Einnig sem að fólk er ráðlagt að hafa kveikt á farsímum sínum þegar það er í nágrenni Kötlu, þannig að hægt sé að senda því neyðar SMS ef eitthvað alvarlegt gerist í Kötlu.

140708_2130
Jarðskjálftavirknin í Kötlu síðustu 48 klukkutíma (8-Júlí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan núna [þegar þetta er skrifað] er að það er rólegt í Kötlu eins og stendur. Þessi rólegheit gætu ekki enst, þar sem jarðskjálftavirkni í Kötlu hefur það munstur að hætta í nokkra klukkutíma og byrja síðan aftur. Stærsti jarðskjálftinn síðust 24 klukkutímana var jarðskjálfti með stærðina 3,0 og síðan var jarðskjálfti með stærðina 2,7 auk fjölda annara minni jarðskjálfta sem einnig áttu sér stað í Kötlu síðasta sólarhringinn.

140708.091700.hkbz.psn
Jarðskjálftinn í Kötlu í gær (8-Júlí-2014) klukkan 09:18. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 3,0. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá nánar á CC leyfi síðunni.

Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað undanfarið er mjög lík þeirri jarðskjáltavirkni sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Eins og staðan er núna hefur enginn órói mælst á jarðskjálftamælum í kringum Kötlu. Það er ekki hægt að vita hvort að þessi jarðskjálftavirkni mun leiða til eldgoss eða ekki. Hættan á eldgosi núna er hærri en venjulega á meðan jarðskjálftavirknin er svona mikil, það þýðir hinsvegar ekki að eldgos muni eiga sér stað. Hægt er að fylgjast með jarðskjálftavirkni hérna á jarðskjálftamæli sem ég er með í Heklubyggð og síðan er hægt að skoða vefmyndavél sem er vísað í átt að Kötlu hérna. Katla sést ef það er ekki mjög skýjað.

Styrkir: Endilega muna eftir að styrkja mína vinnu, þar sem ég kemst ekkert langt á þeim örorkubótum sem ég er að fá. Það er hægt að styrkja mig með því að versla við Amazon (UK er notað fyrir Ísland) og þá með því að smella á auglýsingaborðana hérna. Það er einnig hægt að styrkja mig með beinum hætti með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkan hérna til hliðar. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig beint er að finna hérna.