Nýjustu upplýsingar um jarðskjálftahrinuna í Herðubreiðartöglum

Jarðskjálftahrinan sem hófst í Herðubreiðartöglum í gær (03-Maí-2014) heldur áfram af fullum krafti. Stærsti jarðskjálftinn síðasta sólarhringinn var með stærðina 3,9. Eins og stendur hafa yfir 380 jarðskjálftar mælst síðan á miðnætti. Miðað við fjölda jarðskjálfta í dag, miðað við jarðskjálftahrinuna í gær. Þá er jarðskjálftahrinan kraftmeiri í dag heldur en í gær. Vegna þess hversu hratt aðstæður breytast þarna, þá munu upplýsingar sem koma fram hérna úreldast mjög hratt.

140504_2015
Jarðskjálftahrinan í Herðubreiðartöglum núna í dag (04-Maí-2014). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

140504_2015_tracer
Fjöldi jarðskjálfta í dag í jarðskjálftahrinunni í Herðubreiðartöglum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

ask.svd.04.05.2014.20.25.utc
Hérna er óróaplott frá SIL mælinum í Öskju. Eins og hérna sést er mikil jarðskjálftahrina í gangi en það er smá stopp í jarðskjálftahrinunni áður en hún hófst aftur af meiri krafti síðustu nótt með jarðskjálftanum með stærðina 3,9. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mko.svd.04.05.2014.19.26.utc
Jarðskjálftahrinan eins og hún kemur fram á SIL stöðinni í Mókollum. Þarna sést smá munur og í Öskju, sá munur er eingöngu vegna fjarlægðar SIL stöðvarinnar frá upptökum jarðskjálftahrinunnar. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

askja.counter.4-may-2014
Jarðskjálftateljarinn hjá mér í dag. Þarna sést vel að það eru fleiri jarðskjálftar að koma fram í dag heldur en í gær. Þessi mynd er undir Creative Commons leyfi. Sjá CC leyfi síðuna fyrir frekari upplýsingar.

Ég býst við frekari jarðskjálftavirkni þarna næstu klukkutímana og næstu daga. Þar sem það eru ekki komin fram nein merki þess að þessi jarðskjálftahrina sé að fara hægja á sér. Stærstu jarðskjálftarnir koma fram á jarðskjálftamælunum mínum (stærri en 3,0) og er hægt að fylgjast með þeirri virkni á jarðskjálftamælavefsíðunni minni hérna.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Gímsfjalli

Frá 20-Janúar-2014 hefur aukin leiðni verið að mælast í Skeiðará. Ástæður þess að aukin leiðni er að mælast í Skeiðará er vegna jarðhitavatns frá Grímsfjalli. Vatnsmagn hefur einnig verið að aukast í Skeiðará á sama tíma og leiðni hefur verið að aukast.

gigjukvisl.svd.14.03.2014.vedur.is
Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Grímsfjalli frá 20-Janúar-2014. Myndin er fengin af Facebook vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Leiðni mælist núna 416 µS/cm samkvæmt Veðurstofu Íslands og þykir það mjög hátt gildi fyrir Skeiðará. Þetta vatn fer í gegnum nokkur vötn á leiðinni til Gígukvíslur og áður en það kemur að mælinum. Því er líklegt að leiðni sé ennþá meiri við upptök Skeiðará við Vatnajökul. Engin sérstök jarðskjálftavirkni eða órói hefur komið fram í kjölfarið á þessari auknu leiðni í Skeiðará. Það er hugsanlegt að ís-skjálftar eigi sér núna stað í Vatnajökli vegna þessa aukna rennslis. Ef það er raunin þá er hægt að fylgjast með því hérna. Það er mjög lítið vatn í Grímsvötnum síðan það gaus þar árið 2011 (umfjöllun um það eldgos er að finna hérna á ensku). Eins og stendur er ekki búist við frekari virkni í Grímsfjöllum.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja þessa vefsíðu og mína vinnu. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal takkan eða leggja beint inn á mig samkvæmt upplýsingum sem er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Beðið eftir eystri Skaftárkatlinum

Jökulhlaupið í Skaftá er alveg að verða búið eða er búið þegar þetta er skrifað (21-Janúar-2014). Þetta jökulflóð var frekar lítið samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem fylgist með gangi þessara flóða. Það er hinsvegar meira eftir. Þar sem það eru tveir katlar í Vatnajökli og eystri Skaftárketilinn er ennþá fullur af vatni.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Eystri og vestari Skaftárkatlanir í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar eystri Skaftárketilinn tæmist þá er reiknað með að það flóð verði mun stærra en flóðið úr vestari Skaftárkatlinum. Síðasta flóð sem átti sér stað úr eystri Skaftárkatlinum var árið 2010 samkvæmt yfirliti frá Háskóla Íslands. Hægt er að skoða hvernig flóðin úr Skaftárkötlum virka hérna á vefsíðu Háskóla Íslands – Jarðvísindastofnun.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.

130621_2020
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.

Djúpir jarðskjálftar í Öskju og Kverkfjöllum

Í dag voru djúpir jarðskjálftar í Kverkfjöllum og Öskju. Enginn þessara jarðskjálfta náði stærðinni 1,0. Dýpi þessara jarðskjálfta var á bilinu 22 til 24 km. Upptök þessara jarðskjálfta voru innan í eldstöðvunum sjálfum og tengjast því einhverjum kvikuhreyfingum.

130331_1700
Jarðskjálftanir í Öskju og Kverkfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Upplýsingar um Kverkfjöll. Upplýsingar um Öskju.

Það er vonlaust að segja til um það hvað er að gerast í Öskju eða Kverkfjöllum. Þetta eru virkar eldstöðvar og því ber að horfa á málin frá því sjónarhorni.