Í dag (31-Október-2022) klukkan 14:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,2 í Bárðarbungu. Þetta er hefðbundinn jarðskjálfti vegna þenslu í Bárðbungu eftir stóra eldgosið árið 2014 til 2015.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og einnig á þessu korti er ótengd jarðskjálftavirkni við Herðubreið. Mynd frá Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og gerðist á nokkura mánaða fresti.
Í dag (24-Júlí-2022) klukkan 13:45 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,9 í eldstöðinni Bárðarbungu. Rétt á undan þessum jarðskjálfta varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,4.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er stærsti jarðskjálfti í Bárðarbungu síðan Janúar 2020 samkvæmt fréttum. Þessi jarðskjálftavirknin verður vegna þessa að kvika er að flæða inn í Bárðarbungu og það þenur út eldstöðina. Þessi jarðskjálftavirkni í dag mun ekki koma af stað eldgosi en sýnir að eldstöðin er að undirbúa eldgos í framtíðinni.
Styrkir
Ég minni á að það er hægt að styrkja mína vinnu með því að leggja inn á mig. Upplýsingar um það er að finna á síðunni Styrkir eða með því að nota PayPal takkann hérna til hliðar. Ég er alveg blankur núna síðustu vikuna í Júlí og það er ekki gott. Takk fyrir stuðninginn. 🙂
Í morgun klukkan 08:16 (29-Júní-2022) varð kröftugur jarðskjálfti með stærðina Mw3,5 í Bárðarbungu. Þetta er annar stóri jarðskjálftinn í Bárðarbungu í Júní.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu í Vatnajökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þetta er sama virkni og síðast í Bárðarbungu. Ég útskýrði þá virkni þegar jarðskjálftinn varð í Bárðarbungu þann 27-Júní-2022.
Í dag (27-Júní-2022) klukkan 05:49 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,3 í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálfti varð vegna þess að eldstöðin er að þenja sig út eftir eldgosið árið 2014 til 2015.
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu mun halda áfram þangað til að kvikuhólfið í eldstöðinni er orðið fullt. Það gæti tekið allt frá 10 árum og upp í 70 ár. Það verða nokkrir svona jarðskjálftar á hverju ári en þessum jarðskjálftum mun fara fækkandi og í staðinn verða stærri jarðskjálftar.
Í morgun (25-Mars-2022) varð jarðskjálftahrina í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni kemur til vegna þess að eldstöðin er að þenjast út eftir að eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw4,1 en aðrir jarðskjálftar voru minni.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og síðan eldgosinu lauk í Bárðarbungu í Febrúar 2015. Síðan þá hefur eldstöðin verið að þenjast út og með tímanum mun þessi jarðskjálftavirkni breytast og lengra verða á milli jarðskjálfta af þessari stærð. Stærðir þessara jarðskjálfta mun fara niður í 1 til 2 jarðskjálfta á ári á næstu árum. Eftir það mun tíðni þessara jarðskjálfta lækka niður í einn til tvo jarðskjálfta á nokkura ára fresti.
Klukkan 10:11 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,8 (Veðurstofa Íslands) eða Mw5,0 (EMSC) í Bárðarbungu.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu klukkutímana. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Í gær (21-Febrúar-2021) varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,0 í Bárðarbungu, ásamt nokkrum minni jarðskjálftum. Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið árin 2014 til 2015. Það er ekki hægt að segja til um það hvenær næsta eldgos verður í Bárðarbungu en það gæti orðið eftir 10 ár eða eftir 100 ár. Síðasta eldgos á undan eldgosinu árið 2014 var árið 1902.
Í dag (29-Desember-2021) varð jarðskjálfti í Bárðarbungu með stærðina Mw3,6 (Veðurstofa Íslands) eða mb4,5 (EMSC upplýsingasíðan er hérna).
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni er eðlileg og er hluti af þenslu sem á sér núna stað í Bárðarbungu. Það verður ekki eldgos núna og það verður hugsanlega ekki eldgos í nokkur ár eða áratugi í Bárðarbungu.
Í morgun klukkan 07:20 þann 6-Nóvember-2021 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,0 í eldstöðinni Bárðarbungu. Það varð hrina lítilla jarðskjálfta bæði fyrir og eftir stóra jarðskjálftann.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Þessi jarðskjálftavirkni sýnir að eldstöðin Bárðarbunga heldur áfram að þenjast út eftir eldgosið sem varð árið 2014 til 2015. Þetta bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast. Áður en það gerist þarf meiri tíma að líða og það munu einnig verða fleiri jarðskjálftar þarna áður en það gerðist.
Það er orðið mjög langt síðan ég skrifaði um eldstöðina Bárðarbungu. Það er því kominn tími á nýja grein.
Þann 27-Júlí-2021 klukkan 19:02 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,9 í Bárðarbungu. Þegar klukkan varð 22:12 þá kom fram annar jarðskjálfti sem var með stærðina Mw4,5. Samkvæmt vefsíðu EMSC þá var stærð þessa jarðskjálfta mb4,8. Hægt er að lesa þær upplýsingar hérna.
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftavirknina í Bárðarbungu má rekja til þess að kvika er að flæða inn í kvikuhólfið sem er í Bárðarbungu og er eldstöðin að þenjast út. Þetta mun enda með eldgosi en ekki er hægt að segja til um hvenær það gerist.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.