Skaftárhlaup og önnur virkni

Ég hef ekki tíma til þess að skrifa langa grein núna

Skaftárhlaup er að mestu lokið eins og hefur komið fram í fréttum. Flóðið er ennþá í gangi þó svo að mjög hafi dregið úr því eins og komið hefur fram í fréttum. Hægt er að sjá myndir af því tjóni sem flóðið hefur valdið á einni brú hérna (Vísir.is). Hægt er að fá upplýsingar um vatnsmagn flóðsins hérna (mbl.is)

Bárðarbunga

Það virðist sem að jarðskjálftavirkni sé að aukast í Bárðarbungu. Það er ekki ljós hversu mikil aukning á virkni á sér stað þarna. Líklegt er að kvika sé búin að streyma í það miklu magni inn í eldstöðina að þrýstingur er aftur farinn að aukast. Þó hugsanlegt sé að ennþá sé langt í eldgos. Stærsti jarðskjálftinn sem kom fram í þessari viku var með stærðina 3,1.

151004_1635
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni við Hveravelli

Fyrr í þessari viku varð jarðskjálftahrina við Hveravelli. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,5 (eða í kringum þá stærð, vegna vinnu þá gat ég ekki fylgst almennilega með þessari virkni). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað.

151003_1200
Jarðskjálftavirknin við Hveravelli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Vesturlands brotabeltið (WFZ)

Í gær (04-Október-2015) hófst jarðskjálftahrina á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Það er ekki ljóst afhverju þessi jarðskjálftahrina er að eiga sér stað en mér sýnist að hún eigi sé að eiga sér stað í kulnaðri eldstöð sem er þarna á svæðinu. Það er hætta á því að jarðskjálftahrinan þarna vari í lengri tíma, þar sem jarðskjálftar eru mjög sjaldgæfir á þessu. Jarðskjálftahrina á þessu svæði gæti varað í vikur til mánuði hið lengsta ef mikil spenna er í jarðskorpunni. Þó er hugsanlegt að jarðskjálftavirkni þarna hætti eftir nokkra daga.

151004_1520
Jarðskjálftavirkni á Vesturlands brotabeltinu (WFZ). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er einnig hætta á stærri jarðskjálftum á þessu svæði ef mikil hreyfing fer af stað þarna. Ég þekki ekki sögu þessa svæðis varðandi það atriði.

Áhugaverð virkni í Hamrinum (Bárðarbunga) og Tungnafellsjökli

Í gær (11-September-2015) átti sér stað áhugaverð virkin í Hamrinum (sjá undir Bárðarbunga). Hamarinn er eldstöð sem er innan sprungusveims Bárðarbungu. Hamarinn er hugsanlega tengdur eldstöðinni Bárðarbungu en sönnunargöng fyrir því eru mjög veik. Þó benda söguleg gögn til þess að oft gjósi í Hamrinum á svipuðum tíma og í Bárðarbungu. Annað slíkt dæmi er eldstöðin Þórðarhyrna í sprungusvarmi Grímsfjalls.

Sú jarðskjálftahrina sem hófst í Hamrinum byrjaði með litlum jarðskjálfta á 22,3 km dýpi. Nokkrir grunnir jarðskjálftar áttu sér stað á undan þessum jarðskjálfta, en þeir tengjast líklega breytingum í jarðhitakerfi Hamarsins á undan jarðskjálftanum. Þessi staki jarðskjálfti kom af stað hrinu jarðskjálfta á minna dýpi, það bendir til þess að þrýstingur inní eldstöðinni sé orðinn hár, hversu hár er ómögulegt að segja til um, það er einnig ekki hægt að segja til um það hversu nálægt eldgosi eldstöðin er. Miðað við þær vísbendingar sem ég er að sjá núna, þá er útlitið ekki gott að mínu mati. Síðast varð lítið eldgos í Hamrinum í Júlí-2011. Ég skrifaði um það á ensku hérna, hérna og hérna.

150911_2215
Það svæði sem er núna virkt í Hamrinum. Jökulinn á þessu svæði er í kringum 300 til 400 metra þykkur. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.11.09.2015.at.22.48.utc
Þeir jarðskjálftar sem eiga sér stað í Hamrinum eru lágtíðni jarðskjálftar (grænir og rauðir toppar). Einnig sést óróatoppur á græna bandinu, ég veit ekki afhverju sá órói varð en hann virðist ekki koma fram á bláa og rauða bandinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

skr.svd.11.09.2015.at.22.49.utc
Óróatoppurinn sést ekki á SIL stöðinni í Skrokköldu. Ég er ekki viss um afhverju það er. Jarðskjálftavirkni sést mjög vel. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Virkni í Tungnafellsjökli

Það hefur einnig verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Tungnafellsjökli. í gær (11-September-2015) varð jarðskjálftahrina í Tungnafellsjökli. Jarðskjálftahrinan hófst á jarðskjálfta á 12,3 km dýpi og varð öll á svipuðu dýpi í kjölfarið. Þetta bendir til þess að kvikuinnskot hafi átt sér stað í dag á þessu svæði. Hvenær slíkt gæti er ekki hægt að spá fyrir um. Það er einnig hugsanlegt að kvika sér á minna dýpi nú þegar vegna þeirrar virkni sem átti sér stað í kringum eldgosið í Bárðarbungu.

150911_2215
Jarðskjálftavirknin í Tungnafellsjökli. Tungnafellsjökull er fyrir norðan Bárðarbungu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu hafði stærðina 1,9. Þetta var einnig grynnsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu. Eftir því sem ég best veit þá hafa ekki orðið neinar yfirborðsbreytingar í Tungnafellsjökli eftir því sem ég kemst næst. Það verða ekkert alltaf yfirborðsbreytingar í eldstöðvum (hverir og jarðhiti) áður en eldgos hefst.

Skaftárhlaup hafið frá Skaftárkötlum

Í gær (16-Júní-2015) hófst lítið skaftárhlaup frá vestari skaftárkatlinum að talið er. Þetta er mjög lítið flóð og getur mest orðið rúmlega 900m³/sek. Aðal hættan frá þessum flóðum eru þær gastegundir sem losna útí andrúmsloftið þegar vatnið kemur undan jökli. Vegna þess þá mælist Veðurstofan til þess að fólk haldi sig fjarri þeim ám sem flóðið fer í og fari ekki nærri þeim jöklum sem flóðið kemur undan. Það er ekki ljóst núna hversu stórt þetta flóð mun verða eða hvort að það komi frá vestari skaftárkatlinum, sem er þó líklegra þar sem stutt er síðan það hljóp úr eystri skaftárkatlinum.

Þegar svona jökulflóð verða, þá koma fram óróakviður frá þeim skaftárkatli sem hleypur úr. Það er ekki almennilega vitað afhverju þetta gerist en það er talið að þegar vatnið fer úr katlinum sem flæðir úr þá valdi það suðu í jarðhitakerfinum (hverir) sem þarna eru. Það er mjög lítill möguleiki á því að þetta flóð komi af stað eldgosi þarna, möguleikinn er til staðar en mjög lítill.

Fréttir af Skaftárhlaupi

Skaftárhlaup líklega hafið (Rúv.is)
Lítið Skaft­ár­hlaup lík­lega hafið (mbl.is)
Skaftárhlaup mjög líklega hafið (Vísir.is)

Lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum

Í dag (11-Maí-2015) hófst lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum. Þetta jökulhlaup er ekki hættulegt. Það sem er þó hættulegt við það eru þær gastegundir sem losna núna útí loftið. Þessar gastegundir eru hættulegar ef fólk fer of nálægt jökulánni Gígukvísl, sérstaklega þar sem flóðið kemur undan jökli. Hættan er sú að fólk skaði í sér augun og lungun vegna brennisteinssambanda í loftinu sem fylgja þessu flóði auk annara tegunda af gasi.

grf.svd.11.05.2015.at.20.47.utc
Óróinn í Grímsvötnum þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukni órói í Grímsvötnum á líklega uppruna sinn í háhitasvæðum undir jöklinum sem sjóða núna þegar þrýstingurinn fellur skyndilega af þeim. Auk óróans frá hlaupinu sjálfu. Það er ekkert sem bendir til þess núna að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum á þessari stundu.

Fréttir af jökulhlaupinu

Lítið hlaup í Gígjukvísl (Rúv.is)

Djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu og Öræfajökli

Í dag (28-Mars-2015) hafa verið djúpir jarðskjálftar í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að ný kvika sé að koma inn í eldstöðina af miklu dýpi. Hvort að þetta muni valda nýju eldgosi er ekki ljóst, eins og staðan er núna þá hefur ekkert gerst og ekki víst að nokkuð muni gerast. Jarðskjálftinn með mesta dýpið var á 21,1 km dýpi, aðrir jarðskjálftar voru á minna dýpi.

150328_2210
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur af þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Öræfajökull

Í dag (28-Mars-2015) hefur einnig verið djúp jarðskjálftavirkni í Öræfajökli (Wikipedia grein er hægt að lesa hérna). Þessi virkni í Öræfajökli er ekki ný og hefur verið í gangi síðustu tíu árin með hléum. Tímabil á milli jarðskjálftahrina eru mismunandi löng. Sú jarðskjálftavirkni sem hefur átt sér stað í dag er djúp og vegna þess væntanlega ekki vegna sprunguhreyfinga, þessir jarðskjálftar eiga uppruna sinn í kvikuhreyfingum á þessu dýpi. Allir jarðskjálftarnir voru minni en 1,5 að stærð.

Það sem hefur verið skráð sögulega um eldgosin árin 1362 og 1728 bendir til þess að eldgos í Öræfajökli hefjist með miklum krafti (jarðskjálftum stærri en 4,0 koma fram) og miklu öskufalli auk mikils jökulsflóðs sem fylgir í kjölfarið, að stig eldgoss í Öræfajökli virðist vara í hátt í 48 klukkustundir, hvað gerist eftir að því stigi líkur er óljóst vegna skorts á gögnum. Heimildir hafa tapast eða hvað gerist seinna í eldgosi í Öræfajökli hefur einfaldlega ekki verið skráð niður. Eldgos virðast geta varað upp í 45 daga miðað við heimildir af eldgosunum 1362 og 1728. Núverandi jarðskjálftahrina á sér stað í Öræfajökli, þar sem eldstöðin liggur aðeins norður á því svæði þar sem núverandi jarðskjálftavirkni er að eiga sér stað. Það er enginn sprungusveimur tengdur Öræfajökli, það hinsvegar útilokar ekki að sprungusveimur geti tilheyrt Öræfajökli án þess að slíkt sé þekkt. Staðan í dag bendir ekki til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Öræfajökli. Sú staða gæti breyst án viðvörunar, þar sem slíkt er alltaf hætta með eldfjöll.

Bárðarbunga heldur áfram að síga

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá heldur Bárðarbunga áfram að síga um 2 sm á dag. Jökulinn innan öskju Bárðarbungu er farinn af stað og veldur það risi uppá rúmlega 1,5 sm á dag samkvæmt mælingum, þetta ris ætti þó að vera rúmlega 3 – 4 sm á dag samkvæmt frétt Rúv. Mismunurinn er því það sig sem ennþá á sér stað í Bárðarbungu núna. Ekkert samband er við GPS tæki Veðurstofunnar í öskju Bárðarbungu og því verða vísindamenn að fljúga yfir eldstöðina til þess að sjá hversu mikið sig er að eiga sér stað. Næsta mæling mun fara fram eftir páska samkvæmt fréttum. Heildarsig síðan eldgos hófst í Holuhrauni þann 31-Ágúst-2014 er orðið 60 metrar samkvæmt síðustu mælingum á Bárðarbungu.

Frétt Rúv

Bárðarbunga hefur sigið um 60 metra (Rúv.is)

Ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni

Í dag (27-Febrúar-2015) var ekkert hraunstreymi sjáanlegt frá gígnum í Holuhrauni. Eldgosinu er ekki opinberlega lokið en þetta virðist vera lok eldgossins í Holuhrauni og Bárðarbungu. Það virðist vera sem að talsvert gasstreymi sé ennþá frá gígnum í Holuhrauni, væntanlega mun draga úr því á næstu vikum og mánuðum.

Hægt er að sjá nýtt myndband af gígnum í Holuhrauni hérna.

Ekki glóð í gígnum í Holuhrauni – Myndband (Rúv.is)

Það er ekki vitað hvað gerist næst í Bárðarbungu og hvenær það gerist en fylgst verður með stöðu mála og séð hvernig þróunin verður. Það eina sem hægt er að gera núna er að bíða og sjá til hvað gerist næst.

Staðan í Bárðarbungu þann 10-Febrúar-2015

Engar stórar breytingar hafa átt sér stað í eldgosinu í Holuhrauni síðan síðasta grein var skrifuð. Sigið í Bárðarbungu heldur áfram. Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og áður. Mengun vegna Brennisteinsdíoxíðs heldur áfram að vera vandamál undan vindi. Það eru komnar upp áhyggjur af súru þegar það mun fara að vora á Íslandi vegna þessarar mengunar, þar sem mikið af brennisteinsdíóxíð hefur bundist í snjó sem mun bráðna þegar vorar og renna í ár og yfir graslendi. Þegar brennisteinsdíóxíð binst við vatn þá myndar það súrt regn, sem hefur einnig verið vandamál.

150210_1820
Jarðskjálftar í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá mikil í Bárðarbungu og var stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkustundirnar með stærðina 4,7. Það hefur ekki orðið jarðskjálfti með stærðina 5,0 síðan 8-Janúar samkvæmt fréttum. Ég tók eftir nokkrum djúpum jarðskjálftum sem höfðu átt sér stað í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Þessir djúpu jarðskjálftar benda til þess að kvika sé að koma upp af miklu dýpi inn í eldstöðina. Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta þýðir á þessari stundu.

Breyting á uppfærslum

Þar sem farið er að draga úr breytingum í Bárðarbungu og eldgosinu í Holuhrauni. Þá ætla ég að draga úr fjölda þeirra greina sem ég skrifa um Bárðarbungu. Af þessum sökum þá verður enginn grein á Föstudaginn (13-Febrúar). Næsta grein verður á Miðvikudaginn 18-Febrúar. Eftir það verða uppfærslur einu sinni í viku um stöðuna í Bárðarbungu. Ef eitthvað stórt gerist, þá mun ég skrifa grein um það eins fljótt og hægt er. Ég hef núna skrifað vikulegar greinar um Bárðarbungu í rúmlega fimm mánuði og það er mjög erfitt að skrifa alltaf um það sama.

Staðan í Bárðarbungu þann 3-Febrúar-2015

Síðan síðasta uppfærsla var skrifuð þann 30-Janúar-2015 um stöðuna í Bárðarbungu hefur ekki mikið gerst í eldgosinu í Holuhrauni. Það hefur lækkað talsvert í gígnum samkvæmt myndum sem voru teknar í dag og birtar á internetinu. Háir hamrar hafa myndast þar sem hraunáin er, ég er ekki með nákvæma hæð á þeim en ég er að áætla að hæðin sé í kringum 30 til 40 metrar (ég gæti haft rangt fyrir mér).

150203_1840
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutímana. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn síðustu 48 klukkutímana var með stærðina 4,6. Annars hefur jarðskjálftavirkni verið með svipuðu móti og síðustu vikur í Bárðarbungu. Ég hef hinsvegar verið að sjá óróapúlsa síðustu daga í Bárðarbungu og það liggur ekki fyrir afhverju þessir óróapúlsar eru að eiga sér stað. Stærsti óróapúlsinn varð þann 30-Janúar-2015, síðan þá hafa minni óróapúslar komið fram. Það er ekki ljós afhverju þessir óróapúslar eru að koma fram núna. Hugsanlegar ástæður eru kvikuhreyfingar innan Bárðarbungu eða breytingar á háhitasvæðum í Bárðarbungu.

Komin er ný vefmyndavél við Holuhraun og hægt er að sjá þessa nýju vefmyndavél hérna.

Staðan í Bárðarbungu þann 30-Janúar-2015

Síðan ég skrifaði síðustu grein um Bárðarbungu þá hefur lítið breyst í sjálfu eldgosinu. Það virðast hafa verið einhverjar breytingar í Bárðarbungu og mun ég fara yfir það síðar í þessari grein hérna. Hraunflæðið úr gígnum í Holuhrauni er ennþá í kringum 100m³/sek. Það virðast þó vera talsverðar breytingar á þessu flæði milli vikna, það hefur hinsvegar dregið mjög mikið úr þessu flæði undanfarnar vikur. Magn þess hrauns sem hefur komið upp er í kringum 1,4 km³ (rúmkílómetrar). Samkvæmt síðustu fréttum þá hefur hraunið verið að þykkna næst gígnum og er þar orðið rúmlega 40 metra þykkt. Nýtt mat jarðfræðinga bendir til þess að eldgosinu geti lokið á næstu 4 til 15 mánuðum.

150130_2050
Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu síðustu 48 klukkutíma. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftavirkni er ennþá frekar mikil í Bárðarbungu, en jarðskjálftavirknin hefur verið að minnka stöðugt síðustu vikunar. Það koma hinsvegar toppar í jarðskjálftavirkina og þess á milli þá minnkar virknin. Ég veit ekki ennþá hvort að lítið eldgos hafi átt sér stað í sjálfri Bárðarbungu í gær. Ekkert hefur verið staðfest ennþá og það getur liðið langur tími þangað til að þetta fæst staðfest. Ég er einnig farinn að sjá óróatoppa vegna háhitavirkni í Bárðarbungu (eftir því sem mér sýnist).

Ef eitthvað gerist í Bárðarbungu þá mun ég skrifa um það eins fljótt og hægt er.