Í nótt, þann 9. September 2023 hófst jarðskjálftahrina með jarðskjálfta með stærðina Mw3,8 klukkan 03:24. Þessi jarðskjálfti fannst á öllu Reykjavíkursvæðinu samkvæmt fréttum.
Græn stjarna á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er óljóst hvort að þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi. Þar sem það er mikil jarðskjálftavirkni á svæðinu vegna þenslu í Fagradalsfjalli.
Nóttina þann 26. Ágúst 2023 varð kvikuinnskot í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Þetta kvikuinnskot kom fram með fjöldanum af litlum jarðskjálftum þarna en flestir jarðskjálftarnir náðu ekki stærðinni Mw1,0. Það sem segir mér að þarna sé kvikuinnskot á ferðinni er að dýpi jarðskjálftanna er niður á 21,1 km dýpi þar sem það er mest. Það er áhugavert að í þessari jarðskjálftavirkni er mjög mikið af yfirborðsjarðskjálftum. Ég er ekki viss af hverju það er að gerast.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Brennisteinsfjöllum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er engin hætta á eldgosi frá Brennisteinsfjöllum eins og er. Jarðskjálftavirknin er ennþá mjög lítil og augljóst að ferlið í Brennisteinsfjöllum sem kemur af stað eldgosi er ekki komið mjög langt á veg til þess að eldgos geti átt sér stað. Það gæti samt breyst án mikils fyrirvara.
Þetta er stutt grein þar sem eldgosið er að mestu leiti stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Staðan getur þó breyst án fyrirvara á þessu svæði.
Eldgosið hefur breyst á síðustu klukkutímum. Eldgosið er núna að virðist vera bara í einum gíg. Þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
Það er núna kvikuinnskot sem liggur 1 km undir Keili og hefur stefnuna norð-austur. Þetta er hugsanlega nýtt kvikuinnskot og tengist ekki því kvikuinnskoti sem er núna að gjósa. Það er hugsanlegt að þetta kvikuinnskot komi af stað öðru eldgosi á þessu svæði. Á þessari stundu er ekki hægt að vera viss um hvað gerist.
Eldgosið hefur komið af stað miklum gróðureldum á svæðinu í kringum Litla-Hrút. Það er mjög eitrað reykský sem kemur frá þessum gróðureldum.
Það er mjög áhugavert að það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni en jarðskjálftavirknin hefur ekki stöðvast eins og gerðist í fyrra eldgosinu. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskotinu sem liggur undir Keilir.
Í gær (10. Júlí 2023) þá var mesta lengd gossprungunnar um 1500 metrar eða 1,5 km. Síðan þá hefur eldgosið minnkað og er núna og er komið í einn gíg sem er 50 til 100 metra langur.
Hættusvæðiskort frá Veðurstofu Íslands og öðrum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands og annara.
Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta eldgos mun vara. Þar sem kvikuinnskot eru lélegir kvikugeymar og endast oftast mjög stutt þegar þeir fara að gjósa ef það er ekki stöðugt innflæði af kviku upp úr möttlinum. Það er of snemmt að segja til um það núna hvað gerist. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar eldgos endar þarna á einhverju svæði, þá gýs þar ekkert aftur um alla framtíð. Það þýðir að þarna er líklega eingangs eldgosagígaraðir (Monogenetic volcanic field) (Wikipedia). Samkvæmt tilkynningu þá þarf ISOR að færa jarðskjálftamælinn FAF (Fagradalsfjall), þar sem hraunið var að fara að flæða yfir þann mæli. Hægt er að lesa tilkynninguna hérna á Facebook síðu ISOR.
Þar sem svona eldgos eru yfirleitt án mikilla frétta eða atburða þá ætla ég aðeins að uppfæra stöðuna þegar það eru fréttir eða ef eitthvað gerist í eldgosinu eða á svæðinu í kringum Litla-Hrút.
Þetta er stutt grein þar sem aðstæður eru að breytast með skömmum fyrirvara.
Lengd gossprungunnar er óljós, þar sem fréttum um lengd gossprungunnar ber ekki saman. Ég hef séð tölur frá 200 metrum og upp í 900 metra. Þetta gæti einnig verið tilfelli þar sem gossprungan er vaxandi.
Óróinn á SIL stöðinni Fagradalsfjalli heldur áfram að vaxa. Það bendir til þess að eldgosið sé vaxandi. Það gerist stundum í svona hraungosum, eldgosið byrjar lítið en vex síðan í einhverja klukkutíma.
Hraunið flæðir til suðurs og það mun líklega ná til Meradala eftir eina til þrjár vikur, það er eitthvað hraun sem flæðir til norðurs en það er ekki talið vera mikið og mun ekki valda vandræðum. Það er engin hætta á skemmdum á innviðum eða eignum fólks þessa stundina.
Það er hætta á því að nýjar sprungur opnist þarna án fyrirvara.
Svæðið er afskekkt og erfitt að fara þangað. Lögreglan hefur einnig lokað vegum þarna af öryggisástæðum.
Ég mun setja inn nýja grein þegar nýjar upplýsingar koma fram eða ef eitthvað breytist. Reynslan hefur sýnt það að svona eldgos eru frekar tíðindalaus til lengri tíma. Ég mun haga greinarskrifum mínum í samræmi við það.
Í dag (9. Júlí 2023) klukkan 22:22 varð jarðskjálfti með stærðina Mw5,2 rétt um 1,4 km austan við fjallið Keili. Þessi jarðskjálfti hristi vel upp í Keili og þyrlaði upp skýi af ryki og drullu. Þessi jarðskjálfti tengist þenslu sem á sér stað sunnan við Keili núna, frekar en að tengjast beint við kvikuhreifingar á þessu svæði.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ennþá hætta á því að það verði fleiri svona stórir jarðskjálftar á þessu svæði þangað til að eldgosið hefst.
Þetta er stutt grein. Þar sem staðan hefur ekki breyst mjög mikið frá því síðast.
Þrír jarðskjálftar sem voru stærri en Mw4,0 komu fram við Keili á síðustu 24 klukkutímum.
Jarðskjálftavirknin er að aukast norð-austur af Keili. Af hverju það stafar er óljóst, það er möguleiki að kvikan sé að reyna að brjóta sér leið upp á yfirborðið þá leið.
Það er eins og kvikan sé föst í jarðskorpunni og komist ekki upp á yfirborðið. Það hefur ekki stöðvað að sjá innflæði kviku sem kemur djúpt að innan úr möttlinum þarna undir. Þetta þýðir að þrýstingur kvikunnar í kvikuinnskotinu mun aukast þangað til að eldgos hefst.
Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum á þessu svæði og mun verða mikil þangað til að eldgos hefst.
Mikil jarðskjálftavirkni við Fagradalsfjall og Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Síðan þessi virkni hófst. Þá hafa um 12000 jarðskjálftar mælst hjá Veðurstofunni samkvæmt fréttum. Stærsti jarðskjálftinn þegar þessi grein er skrifuð var með stærðina Mw4,8.
Í dag (8. Júlí 2023) klukkan 17:57 varð jarðskjálfti með stærðina Mw4,5 í Krýsuvík-Trölladyngju. Þetta er jarðskjálfti sem er tengdur spennubreytinga vegna þenslu milli Keili og Fagradalsfjalls.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í Krýsuvík-Trölladyngju, auk mikillar jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er hætta á frekari svona jarðskjálftum, bæði fyrir og eftir að eldgosið. Það er hætta á því að þessir jarðskjálftar verði stærri en Mw5,0 og þessir jarðskjálftar geta einnig orðið á svæðum þar sem ekki hefur nein virkni áður.
Þetta er mjög stutt grein þar sem eldgos er mögulega á leiðinni. Þegar þessi grein er skrifuð er eldgos ekki hafið.
Stærsti jarðskjálftinn síðustu 24 klukkutímana virðist vera með stærðina Mw4,3. Ég næ ekki lengur að fylgjast með jarðskjálftum sem verða vegna fjölda þeirra.
Þensla nærri Keili hefur náð 200mm (20sm) á innan við 48 klukkustundum eftir að þessi atburðarrás hófst.
Innflæði kviku er í samkvæmt útreikningum í kringum 88m3/s og það er mjög mikið innflæði af kviku sem er að fara um mjög hratt.
Mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er óljóst hvar eldgosið mun koma upp. Fækkun jarðskjálfta bendir sterklega til þess að kvikan sé nálægt því að finna sér leið upp á yfirborðið. Samkvæmt mælingum þá er talið að kvikan sé á innan við 1 km dýpi í jarðskorpunni.
Þetta er stutt grein þar sem það er mikið að gerast.
Það fór að draga úr jarðskjálftavirkni um klukkan 04:00 samkvæmt Veðurstofunni og hefur haldið áfram að minnka þegar þessi grein er skrifuð. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög stutt í að komast upp á yfirborðið og gjósa.
Það er ennþá hætta á stórum jarðskjálftum þó svo að jarðskjálftavirkni fari minnkandi.
Færslur á GPS mælum eru á sumum stöðum nærri því 50mm. Það er miklu meira en í síðustu eldgosum á þessu svæði. Þegar færslur voru aðeins milli 15mm til 25mm á sumum svæðum. Færslur eru ekki jafnar á öllum GPS stöðvum.
Í dag byrjaði jarðskjálftavirknin að færast aftur nær Fagradadalsfjalli frá Keili. Á sama tíma fór jarðskjálftum að fækka.
Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í Fagradalsfjalli og við Keili. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.
Það er ekki hægt að segja til um það hvenær eldgos hefst. Vegna þess að þarna hefur verið mikil jarðskjálftavirkni og önnur virkni síðustu tvö ár, þá eru komnir fram miklir veikleikar í jarðskorpunni á þessu svæði. Það gerir kvikunni fært að komast með einfaldari hætti upp á yfirborðið og hefja eldgos. Það er spurning hvort að það sé eitthvað við Keili sem veldur því að kvikan virðist ekki komast þar upp með einföldum hætti. Kvika leitar alltaf af þeirri leið sem veitir minnsta mótspyrnu og fer þá leið og kemur þannig af stað eldgosi. Sú staðsetning er núna milli Keili og Fagradalsfjalls virðist vera.
Samþykki fyrir vefköku
Þessi vefsíða notar kökur til þess að muna stillingar og muna eftir stillingum. Þegar þú samþykkir kökur þá samþykkir þú allar kökur frá þessari vefsíðu.
This website uses cookies to improve your experience while you navigate through the website. Out of these cookies, the cookies that are categorized as necessary are stored on your browser as they are essential for the working of basic functionalities of the website. We also use third-party cookies that help us analyze and understand how you use this website. These cookies will be stored in your browser only with your consent. You also have the option to opt-out of these cookies. But opting out of some of these cookies may have an effect on your browsing experience.
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.