Jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli

Í dag (4. Júlí 2023) hófst jarðskjálftahrina í Fagradalsfjalli. Stærstu jarðskjálftarnir hingað til hafa eingöngu náð stærðinni Mw1,6 en það hefur enginn jarðskjálfti ennþá farið yfir stærðina Mw2,0. Þetta gæti breyst án viðvörunnar.

Rauðir punktar í Fagradalsfjalli, auk blárra og gulra punkta vestar við Fagradalsfjall. Það er talsvert um litla jarðskjálfta á Reykjanesskaga á þessu korti.
Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðast koma litlar jarðskjálftahrinu í Fagradalsfjalli áður en að eldgos hefst þar. Núverandi jarðskjálftahrina hefur öll merki þess að um kvikuinnskot sé að ræða. Hvort að þetta kvikuinnskot mun koma af stað eldgosi núna er ekki hægt að segja til um.

Reykjanesskagi er hugsanlega ein stór eldstöð

Það kom fram í fréttum í dag (3. Júlí 2023) að GPS mælingar eru farnar að benda til þess að hugsanlega sé allur Reykjanesskagi eins stór eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið fram til dagsins í dag. Það kom fram í viðtali á Bylgjunni (tengill hérna fyrir neðan) að hugsanlega er Reykjanesskagi ein eldstöð en ekki margar eldstöðvar eins og talið hefur verið í dag. Þetta er byggt á GPS gögnum sem hefur verið safnað síðustu ár og núna í þeirri þenslu sem hófst í Apríl, þá sést að þenslan nær yfir allan Reykjanesskaga sem ætti ekki að gerast ef þetta væru stök eldfjöll.

Staðan á þenslunni núna er að frá Apríl, þá er þenslan búinn að ná 2,5sm (25mm) og mesta þenslan er í kringum Fagradalsfjall. Það þýðir að líklega verður næsta eldgos í Fagradalsfjalli eða í nágrenni Fagradalsfjalls. Þessi þensla mun einnig valda stórum jarðskjálftum eftir því sem hún eykst á næstu vikum og mánuðum, auk þessara hefðbundnu litlu jarðskjálfta sem hafa verið í gangi síðan í Apríl.

Ég veit ekki hvenær skilgreinunni á Reykjanesi verður breytt. Þar sem þetta krefst mikilla rannsókna og yfirferðar af hálfu jarðvísindamanna á Íslandi. Þetta þýðir einnig að það þarf að gefa út mikið af vísindagreinum sem þurfa að fara í ritrýni.

Frétt Vísir.is

Fólk á suð­vestur­horninu má búa sig undir reglu­lega jarð­skjálfta (Vísir.is)

Nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu

Hérna eru nýjustu upplýsingar um virknina í Kötlu. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw4,4 en það voru samtals átta jarðskjálftar sem voru með stærðina yfir Mw3,0. Samkvæmt vef Veðurstofunnar þá hafa komið fram um 58 jarðskjálftar í þessari jarðskjálftahrinu. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi, þó svo að ekki sé nein virkni þessa stundina í Kötlu.

Þessi jarðskjálftahrina fannst í Þórsmörk og var að valda svefnleysi þar.

Grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Ásamt gulum punktum sem sýna minni jarðskjálfta. Tími á korti er 30. Júní, 23, klukkan er 11:15.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt fréttum á mbl.is, þá er farin að koma fram aukin leiðni í Múlakvísl. Þessi aukning í leiðni virðist vera beintengt við jarðskjálftahrinuna sem er að eiga sér stað í Kötlu núna í nótt. Það er einnig hugsanlega meira vatn í Múlakvísl. Það er óljóst hvort að það er tengt, þar sem það hefur verið talsverð rigning síðustu daga sem hefur aukið vatnsmagn í ám. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróa en það gæti breytst án viðvörunnar.

Fréttir af þessu

Rafleiðni fer stígandi í Múlakvísl eftir skjálfta (mbl.is)
Önnur skjálftahrina í Mýrdalsjökli (ruv.is)

Kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í nótt, 30. Júní 2023 hófst kröftug jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Þegar þessi grein er skrifuð þá eru stærstu jarðskjálftarnir með stærðina Mw3,3 og Mw3,5 af þeim jarðskjálftum sem er búið að fara yfir.

Tvær grænar stjörnur í öskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk rauðra punkta sem eru í öskjunni og sýna minni jarðskjálfta.
Mjög mikil jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð. Eldgos er ekki hafið þessa stundina og óljóst hvort að svo verður. Ef að eldgos hefst, þá mun jarðskjálftavirknin í Kötlu halda áfram að aukast næstu klukkutímana. Þetta er þannig ástand að best er bara að fylgjast með þróun mála.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja (Kleifarvatn)

Í dag (28. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja í Kleifarvatni. Stærsti jarðskjálftinn var með stærðina Mw3,2 klukkan 09:21 og fannst í Reykjavík og nálægum svæðum.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Auk þess sjást rauðir punktar í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við Krýsuvík-Trölladyngju. Tími á korti er 28. Júní, 23, 13:10.
Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Krýsuvík-Trölladyngja. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er mjög óljóst hvað er að gerast þarna núna. Líklegast útskýringin fyrir þessari jarðskjálftavirkni er þensla í eldstöðinni Fagradalsfjalli sem er vestan við eldstöðina Krýsuvík-Trölladyngja. Á þessari stundu þá tel ég það sé ólíklegt að það verði eldgos í Krýsuvík-Trölladyngju. Jarðskjálftahrinan virðist ennþá vera í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina í Hofsjökli

Í dag (28. Júní 2023) varð jarðskjálftahrina í eldstöðinni Hofsjökli. Þegar þessi grein er skrifuð, þá virðist sem að jarðskjálftahrinunni í Hofsjökli sé lokið, ég er ekki alveg viss um að það sé raunin. Þetta var ekki mjög stór jarðskjálftahrina, enginn af þeim jarðskjálftum sem varð náði stærðinni Mw3,0. Allir þeir jarðskjálftar sem komu fram voru undir Mw3,0 að stærð.

Rauðir punktar í vestari hluta öskju Hofsjökuls sýnir jarðskjálftavirknina þar. Tími á korti er 28. Jún, 23, 09:30.
Jarðskjálftavirkni í Hofsjökli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari jarðskjálftahrinu var með stærðina Mw2,6. Aðrir jarðskjálftar sem komu fram voru minni að stærð. Ég er ekki viss um hvað er að gerast í Hofsjökli. Þar hefur ekki orðið neitt eldgos í 8000 til 12000 ár. Það er alveg möguleiki á því að ekki hafi gosið í Hofsjökli í meira en 12000 ár en hversu lengi það gæti verið eru upplýsingar sem ég hef ekki.

Jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu

Í dag (27. Júní 2023) klukkan 07:42 varð jarðskjálfti með stærðina Mw3,6 í eldstöðinni Kötlu. Þessi jarðskjálfti er hluti af jarðskjálftahrinu sem hafði byrjað í Kötlu nokkru áður. Það hefur ekki orðið nein breyting á óróanum í kjölfarið á þessari jarðskjálftavirkni og það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkni. Samkvæmt fréttum, þá fannst þessi jarðskjálfti í byggð.

Græn stjarna og rauðir punktar í eldstöðvaröskju eldstöðvarinnar Kötlu. Auk gulra og blárra punkta frá jarðskjálftavirkninni í gær. Tími á korti er 27. Júní. 23, 09:20.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það virðist sem að þessi jarðskjálftavirkni komi í bylgjum. Það eru þá tímabil með mikilli virkni og síðan tímabil með lítilli virkni. Þessi jarðskjálftavirkni er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftavirkni jókst aftur í Kötlu

Í dag (26. Júní 2023) jókst jarðskjálftavirknin í Kötlu á ný í nokkra klukkutíma. Stærsti jarðskjálftinn í dag var með stærðina Mw2,5 en aðrir jarðskjálftar voru minni að stærð. Það hefur aftur dregið úr jarðskjálftavirkninni. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Appelsínugulir punktar og bláir punktar í eldstöðinni Kötlu. Þarna er talsvert um jarðskjálfta í öskju Kötlu. Tíminn á myndinni er 26. Jún. 23, 19:55.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er ennþá óljóst hvað er að gerast í Kötlu. Í dag urðu engar breytingar á óróa í kjölfarið á þessum jarðskjálftum í eldstöðinni. Það sýnir að kvika var ekki að hreyfast mikið í kjölfarið á þessum jarðskjálftum.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes

Í dag (26. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Reykjanes. Jarðskjálftahrinan er á svæði þar sem hafa komið fram reglulegar jarðskjálftahrinur og bendir það til þess að þarna sé kvikuinnskot að koma inn í jarðskorpuna og þarna verður kannski eldgos í framtíðinni.

Rauðir punktar við Reykjanestá í eldstöðinni Reykjanes. Þeir eru ofan á hverjum öðrum. Þarna er einnig að sjá bláa, appelsínugula og og gula punkta í öðrum eldstöðvum á Reykjanesskaga. Tíminn á myndinni er 26. jún. 23. 16:05.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Reykjanes. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í dag og þegar þessi grein er skrifuð er með stærðina Mw3,0. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Ég er ekki viss hvað það hafa komið fram margir jarðskjálftar fram þarna í dag. Jarðskjálftahrinan er ennþá í gangi þegar þessi grein er skrifuð.

Jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu

Í dag (24. Júní 2023) hófst jarðskjálftahrina í eldstöðinni Kötlu. Stærstu jarðskjálftarnir voru með stærðina Mw3,8 og Mw3,3. Aðrir jarðskjálftar sem hafa komið fram eru minni að stærð. Þessi jarðskjálftahrina er ennþá í gangi en það hefur dregið úr henni síðan í morgun.

Tvær grænar stjörnur í öskju Kötlu auk minni jarðskjálfta sem þar hafa orðið og eru sýndir með bláum, appelsínugulum og rauðum punktum. Það er talsverð dreifð á þessum jarðskjálftum. Tími á korti er 24. Jún 23, 13:45.
Jarðskjálftavirknin í eldstöðinni Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessa stundina þá eru engin merki þess um að eldgos sé að fara að hefjast í Kötlu en það gæti breyst án viðvörunnar. Það gæti einnig gerst, eins og hefur gerst síðustu mánuði þegar svona jarðskjálftahrinur hafa komið fram að ekkert meira gerist þangað til að næsta jarðskjálftahrina verður. Það hefur verið það sem hefur verið að gerst undanfarna mánuði og ár í Kötlu.