Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í Grindavík og nágrenni. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar hratt og án viðvörunnar.
- Talið er að kvikan sé núna á um 400 metra dýpi þar sem kvikan stendur sem grynnst. Ég er ekki viss um hvar þar er, en mig grunar að það sé norð-austur af Grindavík.
- Það er mikill vindur á Reykjanesinu og þá hverfa litlir jarðskjálftar í hávaða frá vindinum og öldugangi. Þrátt fyrir það þá er Veðurstofan að mæla frá 700 til 3000 jarðskjálfta á dag í kvikuganginum. Það hefur orðið fækkun á stærri jarðskjálftum. Stærðir jarðskjálfta er núna frá Mw0,0 til Mw3,1 þegar þessi grein er skrifuð.
- Flæði kviku inn í kvikuganginn er núna frá 73 m3/sek til 75 m3/sek. Þegar þetta byrjaði á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 þá var mesta innflæðið í kringum 1000 m3/sek.
- Brennisteinstvíoxíð hefur verið að mælast í nágrenni við Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög grunnt.
- Það var í fréttum í dag að hlutar Grindavíkur halda áfram að síga um að hámarki 7 sentimetra á hverjum 24 tímum. Það er möguleiki á því að þetta sé ójafnt ferli á svæðinu.
- Vötn á svæðinu suður af Grindavík eru byrjuð að stækka vegna sigs samkvæmt færslu hjá Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Það er stór spurning hvort að hluti af þessu svæði fer undir sjó eftir því sem sígur.
- GPS stöðin norður af Grindavík hefur lækkað um 1400mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023. GPS stöðvar austan við Grindavík eru að fara upp hafa sumar hverjar hækkað um allt að 1 metra. Á meðan GPS stöðvar vestan við Grindavík eru að síga.
Staðan breytist mjög hratt og oft á klukkutíma fresti. Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég get og eins hratt og mér er mögulegt að gera.