Djúpir jarðskjálftar í Kötlu

Í gær (6-Júní-2014) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina var með dýpið 24 til 28 km. Enginn af þeim jarðskjálftum sem hafa átt sér stað hafa farið yfir stærðina 2,0, stærsti jarðskjálftinn sem átti sér stað var með stærðina 1,5 í barmi öskjunnar.

140606_1945
Jarðskjálftahrinan í Kötlu í gær. Jarðskjálftahrinan átti sér stað í brún öskjunnar í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Í dag (7-Júní-2014) hefur annað einkennilegt verið að koma fram í eldstöðinni Kötlu. Í dag hafa verið að koma fram jarðskjálftar rúmlega 10 km norð-austur af Vík í Mýrdal. Jarðskjálftarnir hafa verið mjög litlir og hefur dýpi þeirra verið frá 18,4 km og niður í 29,2 km dýpi. Þessi jarðskjálftavirkni er innan eldstöðvarinnar Kötlu, þó er hún alveg í jaðrinum á því sem telst vera eldstöðvarkerfi Kötlu.

140607_1420
Jarðskjálftarnir sem eru rúmlega 10 norð-austur af Vík í Mýrdal. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar jarðskjálftavirkni á sér stað á svona miklu dýpi þá er það ekki vegna spennubreytinga í jarðskorpunni. Heldur er hérna um að ræða jarðskjálfta vegna kvikubreytinga innan í Kötlu. Ekki er ljóst hvort að um kvikinnskot sé að ræða. Þessir jarðskjálftar þýða líklega enga breytingu á hættu á eldgosi í Kötlu á þessari stundu. Þetta á við núna, þar sem jarðskjálftavirkni er ennþá mjög lítil í Kötlu eins og stendur, ef það væri eitthvað að gerast þá væri talsvert meiri jarðskjálftavirkni í Kötlu og þá er gott að miða við þá reynslu sem fékkst af litlu eldgosi (textinn er eingöngu á ensku) sem varð í Kötlu í Júlí-2011. Það er ekki hægt að segja til það hvort að þessi djúpa jarðskjálftavirkni í Kötlu núna þýði einhverjar breytingar á næstu mánuðum varðandi virkni í Kötlu. Það verður einfaldlega bara að koma í ljós hverning það mun þróast.

Jarðskjálfti í Heklu og djúpur jarðskjálfti í Kötlu

Þann 17-Mars-2014 klukkan 19:59 varð jarðskjálfti í Heklu. Þessi jarðskjálfti var með stærðina 1,0 og var á 9,1 km dýpi. Ég mældi þennan jarðskjálfta á jarðskjálftamælinn sem ég er við Heklu (tengill hérna). Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að Hekla sé að fara gjósa. Það veit enginn ennþá hvað þessi jarðskjálftavirkni þýðir.

140319_1810
Jarðskjálftinn í Heklu (blái depilinn) og síðan jarðskjálftavirkni í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Katla

Þann 18-Mars-2014 klukkan 06:56 varð jarðskjálfti í Kötlu öskjunni. Stærð þessa jarðskjálfta var 0,7 og dýpið var 28,9 km. Hægt er að sjá jarðskjálftann í myndinni fyrir ofan, jarðskjálftinn er í miðri Kötlu öskjunni. Þessi jarðskjálfti lítur ekki út fyrir að vera mikilvægur og enginn órói kom í kjölfarið á honum.

alf.svd.19.03.2014
Enginn órói í Kötlu. Þarna sést aðeins vindur og brim af ströndinni. Toppurinn sem er þarna er jarðskjálfti í Goðabungu í Kötlu. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Styrkir: Ég vil minna fólk að styrkja endilega mínu vinna hérna. Takk fyrir.

Auglýsingar: Þar sem ég er ekki að fá nóg af styrkjum til þess að getað haldið mér uppi hérna. Þá verð ég því miður að setja aftur inn auglýsingar. Ég vil gjarnan vera án auglýsinga eins og ég útskýri hérna. Þetta er því miður bara ekki hægt hjá mér eins og er. Þar sem ég verð að hafa einhverjar aukatekjur af þessari vinnu minni og það er augljóst núna að styrkir eru ekki nægar tekjur fyrir mig til þess að halda þessari vinnu áfram bara á þeim grundvelli. Eins og staðan er hjá mér núna þá á ég engann pening til þess að lifa af það sem eftir er af mánuðinum. Hvað ég geri næstu daga til þess að komast af til mánaðamóta veit ég ekki ennþá.

Hvað með vinnu: Það eru margir sem segja að ég eigi bara að mér vinnu. Þar sem ég er hinsvegar með Asperger-heilkenni. Það þýðir að í venjulegu fyrirtæki á ég talsvert erfitt með að virka rétt (hef prufað þetta nokkrum sinnum og aldrei gengið). Ég get alveg unnið líkamlega. Það er hinsvegar erfiðara fyrir mig þegar það kemur að því hvernig vinnan er, taka við skipunum og síðan fást við félagslegu hlutina í vinnu. Ég hef og get unnið í skamman tíma en ég endist aldrei til lengri tíma. Vinna mundi einnig koma í veg fyrir að ég gæti fylgst með jarðskjálftum og eldfjöllum á Íslandi eins og ég geri í dag. Ég er einnig að skrifa og er nú þegar búinn að gefa út mína fyrstu smásögu (á ensku). Því miður er hún ekki að seljast vel eins og stendur. Þessa stundina er ég einnig að vinna í því að skrifa fleiri sögur, bæði á íslensku og ensku.

Minniháttar jarðskjálftavirkni í Kötlu

Síðustu tvo daga hefur verið minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta er mjög lítil jarðskjálftahrina og hefur enginn jarðskjálfti náð stærðinni 1,0 eins og er.

140217_1150
Jarðskjálftar í Kötlu undanfarna daga. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálftavirkni þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Það er hinsvegar þekkt í sögunni að eldgos geta átt sér stað snemma í Kötlu. Samkvæmt heimildum þá var eldgos í Maí árið 1721 og varði það eldgos fram í Október sama ár (+- 45 dagar). Það er ekki vitað til þess að eldgos í Kötlu hafi átt sér stað, það er hinsvegar ekki hægt að útiloka slíkt vegna skorts á heimildum frá fyrri eldgosum.

Styrkir: Ef fólk getur styrkt mína vinnu þá er það vel þegið. Það er hægt að styrkja mig beint hérna eða með því að nota Paypal takkann hérna til hliðar. Staðan er orðin sú að ég er mjög blankur eins og er og restin af mánuðinum verður mjög erfið fái ég ekki neina styrki. Ég hef einnig gefið út mína fyrstu smásögu sem hægt er að lesa hérna á Kobo. Smásagan kostar $6,99 + íslenskur vaskur (VSK) ef einhver er. Takk fyrir stuðninginn.

Aukin leiðini í Múlakvísl

Þann 8-Janúar-2014 skrifaði ég um aukna rafleiðni í Múlakvísl. Þessi aukna rafleiðni hefur haldið áfram þessa vikuna samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta er núna önnur vikan þar sem rafleiðnin er svona óeðlilega há miðað við árstíma. Rafleiðnin í Múlakvísl um þessar mundir er í kringum ~327 til ~360 µS/cm. Venjulegt gildi fyrir Múlakvísl á þessum árstíma er í kringum ~180 µS/cm. Rennsli hefur einnig aukist í Múlakvísl í kjölfarið á þessum breytingum á leiðinni. Frá 31-Desember-2013 hefur rafleiðni í Múlakvísl verið meiri en 220 µS/cm og er það mjög óvenjulegt.

rafleidni.mulakvisl.januar.1-15.2014
Rafleiðni í Múlakvísl samkvæmt grafi frá Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

mulakvisl_animated
Breytingar á Múlakvísl þessa daga sem rafleiðni hefur verið hærri í Múlakvísl. Myndin er fengin héðan af vef Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engir jarðskjálftar (fyrir utan hefðbundna virkni) eða órói hefur mælst í kjölfarið á þessum breytingum í Múlakvísl. Talið er að ketill í Mýrdalsjökli sé að leka vatni útí Múlakvísl og það útskýri þessa auknu leiðni sem er núna að koma fram. Engar vísbendingar eru um það að einhverjar breytingar séu að eiga sér stað í eldstöðinni Kötlu eins og er.

Fréttir af þessu

Rafleiðni há en enginn órói mælist (mbl.is)

Styrkir: Það er hægt að styrkja þessa vefsíðu og þar með tryggja að ég haldi áfram að skrifa um íslenska jarðfræði, eldgos og jarðskjálfta. Upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig er að finna hérna. Ég mun fljótlega setja upp Paypal takka svo að fólk geti styrkt mig sjálfkrafa einu sinni í mánuði. Einnig sem ég mun setja upp leið fyrir fólk til þess að styrkja mig á hefðbundin hátt með Paypal.

Færsla uppfærð klukkan 20:57 UTC þann 15-Janúar-2014.
Færsla uppfærð klukkan 20:59 UTC þann 15-Janúar-2014.

Aukin rafleiðni í Múlakvísl

Styrkir: Ef þú kannt við það sem ég er að skrifa hérna. Þá er hægt að styrkja mig til þess að halda þessari vefsíðu gangandi. Sérstaklega þar sem þessi vefsíða er núna orðin algerlega auglýsingalaus eins og ég útskýri hérna.

Í dag kom það fram í fjölmiðlum að aukin rafleiðni hefur verið að mælast í Múlakvísl undan Mýrdalsjökli. Þar sem Mýrdalsjökull situr ofan á eldstöðinni Kötlu. Líklegast er ketill að tæma sig í Mýrdalsjökli og hefur það ferli nú þegar tekið nokkra daga, en þessi breyting í Múlakvísl hófst þann 31-Desember-2013 og hefur varað fram til dagsins í dag.

Engin aukning hefur orðið í virkni (óróa eða jarðskjálftum) í Kötlu í kjölfarið á þessari auknu leiðni. Þannig að það bendir frekar til þess að þetta sé bara ketill að tæma sig undir jökli. Þá vegna háhitasvæðis sem bræðir jökulinn hægt og rólega. Eins og stendur er engin hætta talin á tjóni vegna þessar aukningar á leiðni í Múlakvísl og það er heldur ekki talin hætta á auknu vatnsmagni í Múlakvísl eins og er. Ef jökulflóð mun eiga sér stað, þá er talið að það muni verða mjög lítið og ekki valda neinu tjóni.

Fréttir af þessu

Aukin rafleiðni en ekki útlit fyrir hlaup (Rúv.is)
Fylgjast vel með Múlakvísl (mbl.is)
Vaxandi rafleiðni í Múlakvísl (Vísir.is)

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í gær (20-Nóvember-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þetta var mjög lítil jarðskjálftahrina þar sem stærsti jarðskjálftinn var eingöngu með stærðina 1,2 og mesta dýpið í þessari jarðskjálftahrinu var 26,1 km. Jarðskjálftahrinan átti sér stað frá klukkan 06:21 til klukkan 08:54.

131120_2030
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Engin frekari jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kötlu núna í dag. Það er ekki hægt að útiloka frekari jarðskjálftavirkni í Kötlu þar sem Katla er mjög virkt eldfjall þegar það kemur að jarðskjálftum.

Minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu

Í dag (17-Nóvember-2013) klukkan 06:21 hófst minniháttar jarðskjálftahrina nærri Hjörleifshöfða á Mýrdalssandi. Þessari jarðskjálftahrinu lauk klukkan 07:09. Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 1,8 og dýpið í kringum 18 km. Þessi jarðskjálftahrina bendir til þess að þarna hafi átt sér kvikuinnskot á dýpi. Það er þó ekki ljóst hvort að þetta táknar einhverja breytingu í hegðun Kötlu, það er ólíklegt að þetta sé undanfari frekari virkni í Kötlu.

131117_1815
Jarðskjálftavirknin nærri Hjörleifshöfða í eldstöðvarkerfi Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Hjörleifshöfði sjálfur er líklega myndaður í eldgosi fyrir einhverjum þúsundum árum síðan. Þó hef ég ekki nánari upplýsingar um hann. Þó er talið að þetta hafi verið eyja áður en eldgos í Kötlu breytti því fyrir löngu síðan. Hægt er að skoða Hjörleifshöfða úr fjarlægð með Google Maps og Street View hérna.

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Síðustu nótt (22-Júlí-2013) átti sér stað minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Flestir af þessum jarðskjálftum voru litlir og eingöngu með dýpið 1 km, einn djúpur jarðskjálfti átti sér stað og var dýpi þess jarðskjálfta 12 km. Ég er ekki viss hvað olli þessari jarðskjálftahrinu, hugsanlegt er að um sé að ræða kvikuinnskot í Kötlu eða þrýstibreytingar á háhitasvæði sem þarna eru til staðar.

130722_1300
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Líklegast er þó að þessi jarðskjálftahrina sé hluti af hefðbundinni jarðskjálftavirkni í Kötlu, eins og stendur eru ekki vísbendingar um neitt annað til staðar eins og er. Hægt er að fylgjast með virkninni í Kötlu hérna, á jarðskjálftamæli sem ég er með á sveitabænum Skeiðflöt, rétt fyrir utan Kötlu og Mýrdalsjökul.

Minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu

Í dag (22-Júní-2013) varð minniháttar jarðskjálftahrina í Kötlu. Þessi jarðskjálftahrina átti sér stað í kötluöskjunni og er á svipuðu svæði og líklegt smáeldgos átti sér stað árið 2011, í Júlí það ár. Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara eiga sér stað í Kötlu.

130621_2020
Jarðskjálftahrinan í Kötlu þann 21-Júní-2013. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftahrinan núna hefst á svipuðum tíma og jarðskjálftahrinan árið 2011 og 2012. Þó varð ekkert eldgos árið 2012, þó svo að jarðskjálftavirkni ætti sér stað í Kötlu. Ég reikna með að þessi jarðskjálftahrina haldi áfram í sumar. Þó er ekkert hægt að segja til um það hvort að eldgos muni eiga sér stað í Kötlu þetta sumarið frekar en önnur sumur. Það er óljóst hvað er að valda þessum jarðskjálftum, það getur verið allt frá þrýstibreytingum vegna léttingar jökulsins, eða vegna breytinga á þrýstingu í háhitasvæðum sem þarna eru, eða að þetta séu kvikinnskot í Kötlu á mjög miklu dýpi.

Á þessari stundu er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Kötlu.