Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í gær (21-Mars-2014) varð djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er hluti af Bárðarbungu eldstöðvarkerfinu). Stærð þessa jarðskjálfta var bara 1,4 en dýpið var 29,7 km. Staðsetning þessa jarðskjálfta var bara 10,4 NA af Hamrinum, ég er ekki viss hvort að þessi jarðskjálfti varð innan eldstöðvarinnar Hamarinn eða fyrir utan sjálfa eldstöðina.

140322_1915
Jarðskjálftinn í Hamrinum og jarðskjálftavirkni í Öræfajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar sem verða á þessu dýpi eiga upptök sín í kviku eða kvikuinnskotum sem eiga sér stað á þessu dýpi. Þykkt jarðskorpunnar á þessu svæði er í kringum 40 km á þessu svæði útaf heita reitnum (annar tengill hérna). Rannsókn á þykkt jarðskorpunnar er að finna hérna (á ensku). Ástæðan fyrir þykkri jarðskorpu þarna er vegna heita reitsins, en virknin í honum hefur valdið því að jarðskorpan þarna er þykkari en annarstaðar á Íslandi. Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamarinum varð í Júlí 2011. Það varði aðeins í nokkra klukkutíma og náði ekki upp úr jöklinum.

Djúpur jarðskjálfti í Hamrinum

Í dag (25-Febrúar-2014) klukkan 09:49 varð mjög djúpur jarðskjálfti í Hamrinum (þessi eldstöð er undir Bárðarbungu í GVP gagnagrunninum sem Loki-Fögrufjöll). Dýpi þessa jarðskjálfta var 29,6 km og stærð hans var 1,8. Jarðskjálftar á þessu dýpi verða vegna kvikuhreyfinga, frekar en vegna spennu í jarðskorpunni.

140225_2030
Jarðskjálftinn í Hamrinum sem hafði dýpið 29,6 km er staðsettur 12,5 km suður af Hamrinum (64,417 -17,605). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos í Hamrinum var í Júlí 2011 [sjá hérna á ensku]. Það eldgos var lítið og varði bara í örfáa klukkutíma en olli jökulflóði úr Vatnajökli. Það hefur verið rólegt í Hamrinum síðustu mánuði en virkin virðist vera að aukast núna hægt og rólega. Eins og stendur eru þetta bara jarðskjálftar á miklu dýpi. Það er mikil virkni í Hamrinum þó ekki séu þar stöðug eldgos eins og er, ástæðan er sú að Hamarinn er nærri því beint yfir miðju heita reitsins á Íslandi sem veldur eldgosum á þessu svæði.

Beðið eftir eystri Skaftárkatlinum

Jökulhlaupið í Skaftá er alveg að verða búið eða er búið þegar þetta er skrifað (21-Janúar-2014). Þetta jökulflóð var frekar lítið samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands sem fylgist með gangi þessara flóða. Það er hinsvegar meira eftir. Þar sem það eru tveir katlar í Vatnajökli og eystri Skaftárketilinn er ennþá fullur af vatni.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Eystri og vestari Skaftárkatlanir í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þegar eystri Skaftárketilinn tæmist þá er reiknað með að það flóð verði mun stærra en flóðið úr vestari Skaftárkatlinum. Síðasta flóð sem átti sér stað úr eystri Skaftárkatlinum var árið 2010 samkvæmt yfirliti frá Háskóla Íslands. Hægt er að skoða hvernig flóðin úr Skaftárkötlum virka hérna á vefsíðu Háskóla Íslands – Jarðvísindastofnun.

Skaftárhlaup er hafið

Í dag (19-Janúar-2014) var það tilkynnt að Skaftárhlaup væri hafið. Talið er að hlaupið núna komi úr vestari katlinum og verði mjög lítið. Rennsli í Skaftá þessa stundina er í kringum 370 m3/s samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Enginn órói hefur mælst á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar ennþá, þannig að engar breytingar hafa átt sér stað ennþá í eldstöðinni þar sem háhitasvæði Skaftárkatla er í Vatnajökli. Talið er að vestari skaftárketilinn sé að tæmast, það mun þó ekki verða staðfest fyrr en hægt verður að fljúga yfir svæðið og staðfesta þannig hvaða ketill er að tæma sig.

skaftarkatlar.svd.19-Januar-2014
Skaftárkatlar í Vatnajökli. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

skaftarkaltar.rennsli.svd.19-Januar-2014
Rennslis og flóðamælar Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands. Myndin er fengin af Facebook síðu Veðurstofu Íslands.

Óvissustigi hefur verið líst yfir á svæðinu af Almannavörnum og það er mælst til þess að fólk ferðist ekki um þetta svæði á meðal skaftárhlaupið gengur yfir. Vegna hættu á eitrun á svæðinu vegna brennisteinsvetnis í andrúmsloftinu. Einnig sem að fólki hefur verið ráðlagt að ferðast ekki nærri skaftárkötlum vegna sprungumyndunar sem á sér stað þegar ketilinn tæmist af vatni. Hægt er að fylgjast með breytingum á skaftárhlaupinu hérna á vefsíðu Veðurstofu Íslands.

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum

Undanfarna daga hefur verið áhugaverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum, sem er eldstöð í Vatnajökli. Jarðskjálftarnir eiga sér stað á tveim sprungum sem virðast hafa stefnuna austur-vestur. Líklega er um að ræða sprungu í eldstöðinni með þessa stefnu, það hefur þó ekki verið ennþá staðfest. Ég veit ekki afhverju þetta er að gerast, en í dag (07-September-2013) mældi ég jarðskjálfta frá Hamrinum og þessi jarðskjálfti sýnist mér hafa merki þess að um væri að ræða jarðskjálfta sem á uppruna sinn í kvikuhreyfingum inni í eldstöðinni Hamrinum. Það hefur þó ekki ennþá verið staðfest og ekki er víst að það verði nokkurntímann staðfest. Stærsti jarðskjálftinn hingað til var með stærðina 2,2 og var á dýpinu 4,5 km.

130907_2100
Jarðskjálftavirkni í Hamrinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Síðasta eldgos sem átti sér stað í Hamrinum átti sér stað þann 11 til 12-Júlí-2011. Það eldgos var minniháttar og fjallaði ég um það hérna (á ensku) og hérna (á ensku). Jarðskjálftavirknin í dag er á sama svæði og það gaus árið 2011. Undanfarin að því eldgosi var talsverð jarðskjálftavirkni í Hamrinum mánuðina og hugsanlega árin þar á undan. Ég veit ekki hvort að núverandi jarðskjálftavirkni mun enda í eldgosi eða ekki, þar sem ekki er hægt að spá fyrir um slík að svo stöddu. Hinsvegar er ekki hægt að útiloka slíkt eins og stendur. Það besta sem er hægt að gera er að fylgjast með stöðu mála í Hamrinum og sjá hvort að einhverjar frekari breytingar muni eiga sér stað í Hamrinum.

Minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar

Í gær (02-September-2013) átti sér stað minniháttar kvikuinnskot í Báðarbungu – Hamarinn eldstöðvanar. Þetta var lítið kvikuinnskot og stóð stutt yfir og olli minniháttar óróa á nærliggjandi sil stöðvum. Stærsti jarðskjálftinn sem fylgdi þessu kvikuinnskoti var 2,8 og með dýpið 14 km, sá jarðskjálfti sem kom á eftir þessum var með stærðina 2,1 og dýpið 15,5 km. Einn annar minni jarðskjálfti kom síðan í kjölfarið á þeim jarðskjálfta.

130903_1920
Jarðskjálftanir í Hamarinn – Báðarbunga eldstöðvunum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Kvikuinnskot eru algeng á þessu svæði, þó svo að fjöldi þeirra sé breytilegur milli ára. Sum ár hafa mörg kvikuinnskot á þessu svæði, á meðan önnur ár eru fá til engin kvikuinnskot á þessu svæði. Kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi, kvikuinnskot þýðir bara að kvika var að færa sig til á dýpi og ekki er hægt að segja til um þýðingu þess til framtíðar.

Áhugaverður órói á jarðskjálftamælum í kringum Vatnajökul

Síðustu klukkutíma hefur verið áhugaverð óróavirkni á tveim sil stöðvum (sem stendur) í kringum Vatnajökul. Upptök þessar óróavirkni er óþekkt eins og stendur og það er ekki víst að það komi í ljós afhverju þessi virkni stafar. Þetta gæti verið vegna þess að jökuflóð frá Skaftárkötlum er hafið eða að hefjast eða þetta gæti verið eitthvað annað sem ég veit ekki hvað er ennþá. Upptök þessara óróapúlsa eru óþekkt eins og stendur og í versta tilfelli mun ekki koma í ljós hvaðan þessi órói kemur innan Vatnajökuls. Hinsvegar vonast ég til þess að á næstu klukkutímum komi í ljós hvað er að valda þessum óróapúlsum í Vatnajökli.

skr.svd.02-September-2013.22.00.utc
Óróapúlsinn á Skrokköldu sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

jok.svd.02-September-2013.22.01.utc
Óróapúlsinn á Jökulsel sil stöðinni. Óróapúlsinn er á endanum á óróaplottinu. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og ég segi að ofan, þá eru upptök þessa óróapúlsa ekki þekkt þessa stundina. Þetta gæti verið vegna slæms veðurs á svæðinu, umferðar (ólíklegt vegna slæms veðurs á svæðinu) eða útaf einhverju sem er óþekkt á þessari stundu. Eins og stendur þá virðist sem að þessi órói komi ekki frá kvikuhreyfingu, þar sem lítil orka er í þessum óróapúlsum á tíðninni 0.5 til 1 Hz, þó er kvika þekkt til þess að vera með háan óróa þessari tíðini, það er þó frekar sjaldgæft þó svo að ekki sé hægt að útiloka slíkt eins og er.

Það besta sem hægt er að gera eins og er að vakta þessa virkni og sjá hvað gerist og sjá hvort að það séu einhverjar breytingar að eiga sér stað á öðrum nálægum sil stöðvum. Eins og stendur þá reikna ég ekki með breytingu á þessu, þó svo að ekki sé hægt að útiloka það eins og er. Hættan á jökulflóði frá Skaftárkötlum er ennþá til staðar á svæðinu. Ég veit ekki hvort að þessir óróapúlsar tengjast Skaftárkötlum eða ekki á þessari stundu.

Ísskjálftar í Hamrinum

Undanfarna daga hefur orðið vart við skjálfta sunnan við eldstöðina Hamarinn. Þetta eru ísskjálftar sem eiga sér stað vegna hreyfinga í jöklinum. Þetta eru illa staðsettir ísskjálftar og því koma þeir mjög dreift fram á kortum Veðurstofu Íslands. Það er möguleiki á því að þarna verði jökulhlaup, en sem stendur er ekkert sem bendir til þess að það sé raunin ennþá.

Ég býst við að ísskjálftavirkni haldi áfram í nágrenni við Hamarinn næstu daga til vikur á þessu svæði.

Nýtt kvikuinnskot í Bárðarbungu

Áhugaverð jarðskjálftavirkni heldur áfram í Bárðarbungu og það virðist sem að nýtt kvikuinnskot hafi átt sér stað í Bárðarbungu síðustu daga. Áhugaverð jarðskjálftavirkni hefur einnig átt sér stað í eldstöðinni Hamrinum undanfarið. Þetta kvikuinnskot mun líklega ekki enda með eldgosi, þetta er hugsanlega vísbending um aukna virkni í Bárðarbungu í framtíðinni.

130620_2105
Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Hamarinum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það hefur einnig verið jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Hamrinum og í nágrenni hans. Ég veit ekki hvort að þetta tengist virkinni sem á sér stað núna í Bárðarbungu. Mér þykir það ólíklegt að það sé raunin, þó er ekki hægt að útiloka það eins og er. Það er óljóst hvort að þessi nýja virkni í Hamrinum er vegna þéttara mælanets í kringum Vatnajökul eða hvort að þetta er raunverulega ný virkni í Hamrinum. Síðasta eldgos í Hamrinum átti sér stað í Júlí 2011 og er hægt að lesa um það eldgos hérna. Það er þess virði að hafa augu með virkninni í Hamrinum, þar sem þessi eldstöð hefur sýnt sig að hún er óútreiknanleg með öllu, það virðist einnig að kvika sér mjög grunnt í eldstöðinni nú þegar.