Staðan í Grindavík þann 17. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 17. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar mjög hratt.

Staðan í dag

  • Grindavík heldur áfram að síga. Samkvæmt fréttum í dag, þá hefur aðeins hægt á siginu.
  • Það hefur aðeins hægst á jarðskjálftavirkninni síðustu klukkutímana (þetta er skrifað klukkan 23:48).
  • Nokkur hús í Grindavík hafa algerlega eyðilagst.

Almennar upplýsingar

Þetta tók mig heila viku. Það virðist sem að kvikuinnskotið við Svartsengi sé ástæða þess að núna er komið kvikuinnskot undir Grindavík. Þenslan í Svartsengi síðustu viku hefur verið 110mm eða um 15mm/ á dag ef mínir útreikningar eru réttir.  Það er mjög mikil þensla á skömmum tíma, fyrir 10. Nóvember þá var þenslan við Svartsengi um 8m3/sek samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands.

Sillan sem er í Svartsengi bjó til lóðréttan kvikugang frá Sundhnúkum og nálægum svæðum. Þegar þrýstingur er aftur orðinn nægur undir Svartsengi, þá mun hlaupa aftur úr því í þetta kvikuinnskot með sama krafti og það gerði áður. Hversu langan tíma það tekur veit ég ekki. Síðast tók þetta tímabilið frá 25. Október til 10. Nóvember eða um sautján daga en það eru margar sillur sem eru dýpra í jarðskorpunni. Það er ekki hægt að vita hvernig áhrif þetta innskot hafði á þær sillur og hvort að eitthvað flæddi af þeim inn í kvikuinnskotið við Sundhnúka. Þetta er mín persónulega skoðun. Hún gæti verið röng.

Hættan á eldgosi er ennþá mjög mikil. Hvenær eldgos hefst er ekki hægt að segja til um.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn nýjan póst eins hratt og ég get.

Staðan í Grindavík þann 16. Nóvember 2023

Þetta er mjög stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 16. Nóvember 2023.

Staða mála er að mestu leiti eins og í gær (15. Nóvember 2023) en nokkrir hlutir gerðust og það er nóg fyrir mig til þess að skrifa þessa grein.

  • Brennisteinstvíoxíð hefur mælst í einni af borholum í Svartsengi. Þessi borhola liggur undir Hagafell og nær á 2,5 km dýpi. Það þýðir að kvikan er kominn það grunnt í jarðskopruna. Ég held að þetta sé borhola fyrir kalt vatn en ég þekki ekki hvernig grunnvatn er tekið á svæðinu í gegnum borholur. Grunnvatn á svæðinu er ekki á meira dýpi en 1,9 til 3 km dýpi held ég.
  • Það er búist við eldgosi á svæðinu næstu klukkutíma til daga samkvæmt nýjum mælingum Veðurstofu Íslands.
  • Grindavík heldur áfram að síga og samkvæmt fréttum þá er mesta sigið milli daga í kringum 25 sm.
  • Mbl.is (Morgunblaðið) birti í dag myndskeið af sprungum í Grindavík. Það er hægt að sjá það hérna.

Staðan núna er að mestu leiti hljóðlát en það getur breyst án fyrirvara á næstu klukkutímum til dögum. Þar sem jarðskjálftavirkni bendir sterklega til þess að kvikan sé að leita leiða upp á yfirborðið eftir öllum kvikuganginum. Á meðan kvikan er kominn eins grunnt og 400 til 500 metra í jarðskopruna. Þá er ekki nóg af kvikunni til þess að hefja eldgos. Það getur breyst án fyrirvara og viðvörunnar hvenær sem er.

Ég mun setja inn uppfærslur eins fljótt og ég get ef eitthvað gerist.

Staðan í Grindavík þann 15. Nóvember 2023

Þetta er stutt grein um stöðuna í Grindavík þann 15. Nóvember 2023. Upplýsingar hérna gætu orðið úreltar mjög hratt og án viðvörunnar.

Almennt, þá hefur ekki mikið breyst síðan í gær (14. Nóvember 2023).

  • Það hefur ekki orðið nein breyting á jarðskjálftavirkni í kvikuganginum við Grindavík. Það er sterkur vindur á svæðinu og það veldur því að minni jarðskjálftar sjást ekki á mælum Veðurstofunnar.
  • Hluti hafnar Grindavíkur er farinn að síga samkvæmt fréttum. Hversu mikið veit ég ekki en það gæti verið talsvert sig.
  • Hraði sigs í Grindavík hefur aukist frá 7 sm á sólarhring í 12 sm á sólarhring samkvæmt fréttum. Sum svæði innan Grindavíkur hafa lækkað um 2 metra eða meira.
  • Innflæði kviku er ennþá 75 m3/sek inn í kvikuganginn samkvæmt fréttum í dag. Þetta er mikið innflæði af kviku inn í kvikuganginn. Í eldgosinu í Holuhrauni árið 2014 til 2015, þá var flæði kviku í því eldgosi um 90 m3/sek þegar mest var.
  • Samkvæmt frétt á mbl.is. Þá virðist sem að kvika sé að flæða beint upp úr megin kvikuhólfinu á 20 til 40 km dýpi á þessu svæði á Reykjanesskaga. Hægt er að lesa þá frétt hérna.
  • Hluti af Grindavík hefur tapað rafmagninu, ásamt heitu og köldu vatni vegna sigs og annara hreyfinga á jarðvegi og jarðskorpu á þessu svæðum innan Grindavíkur. Það á að reyna bráðabirgðaviðgerð á morgun ef aðstæður leyfa.
  • Eldgos gæti orðið við Sundahnúka eða Hagafell. Þar er mesta innflæði af kviku samkvæmt Veðurstofu Íslands og fréttum.
  • Það verður líklega eldgos í mörgum gígum á sama tíma. Miðað við það sem ég er að sjá í þessari atburðarrás. Það þýðir að hraun mun ná yfir stærra svæði á minni tíma þegar eldgos hefst. Eldgosin í Geldingadal, Meradölum og síðan við Litla-Hrút voru lítil eldgos þar sem það var bara einn gígur sem gaus.
  • Það er eitthvað sem kemur í veg fyrir að kvikan nái upp til yfirborðs og fari að gjósa. Það er óljóst hvað það er. Hinsvegar er kvika kominn á 500 metra dýpi eða grynnra samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Þetta litla dýpi þýðir að eldgos getur hafist án mikillar viðvörunnar eða án þess að tekið sé eftir því í kvikuganginum.

Það er möguleiki á því að hluti af Grindavík fari undir sjó eftir því sem hlutar af bænum halda áfram að síga niður. Þegar eldgosið hefst, hvað fer undir hraun veltur alveg á því hvar eldgosið kemur upp og er alveg handahófs kennt og ekki hægt að segja til um það hvar hraunið rennur.

Ef eitthvað gerist. Þá mun ég setja inn uppfærslu eins fljótt og ég get. Ef eitthvað gerist á morgun, þá mun ég skrifa um það. Annars ætla ég að skrifa næst grein þann 17. Nóvember 2023. Þar sem breytingar á milli daga eru ekki það miklar þessa stundina.

Staðan í Grindavík þann 14. Nóvember 2023

Þetta er stutt uppfærsla um stöðuna í Grindavík og nágrenni. Upplýsingar hérna geta orðið úreltar hratt og án viðvörunnar.

  • Talið er að kvikan sé núna á um 400 metra dýpi þar sem kvikan stendur sem grynnst. Ég er ekki viss um hvar þar er, en mig grunar að það sé norð-austur af Grindavík.
  • Það er mikill vindur á Reykjanesinu og þá hverfa litlir jarðskjálftar í hávaða frá vindinum og öldugangi. Þrátt fyrir það þá er Veðurstofan að mæla frá 700 til 3000 jarðskjálfta á dag í kvikuganginum. Það hefur orðið fækkun á stærri jarðskjálftum. Stærðir jarðskjálfta er núna frá Mw0,0 til Mw3,1 þegar þessi grein er skrifuð.
  • Flæði kviku inn í kvikuganginn er núna frá 73 m3/sek til 75 m3/sek. Þegar þetta byrjaði á Föstudaginn 10. Nóvember 2023 þá var mesta innflæðið í kringum 1000 m3/sek.
  • Brennisteinstvíoxíð hefur verið að mælast í nágrenni við Grindavík samkvæmt Veðurstofu Íslands. Það bendir til þess að kvikan sé kominn mjög grunnt.
  • Það var í fréttum í dag að hlutar Grindavíkur halda áfram að síga um að hámarki 7 sentimetra á hverjum 24 tímum. Það er möguleiki á því að þetta sé ójafnt ferli á svæðinu.
  • Vötn á svæðinu suður af Grindavík eru byrjuð að stækka vegna sigs samkvæmt færslu hjá Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands. Það er stór spurning hvort að hluti af þessu svæði fer undir sjó eftir því sem sígur.
  • GPS stöðin norður af Grindavík hefur lækkað um 1400mm síðan á Föstudaginn 10. Nóvember 2023. GPS stöðvar austan við Grindavík eru að fara upp hafa sumar hverjar hækkað um allt að 1 metra. Á meðan GPS stöðvar vestan við Grindavík eru að síga.
Rauðir punktar sýna kvikuinnskotið við Grindavík mjög vel og alla 15 km sem það nær. Þarna er einnig ein græn stjarna í sjálfum kvikuganginum.
Jarðskjálftavirknin í kvikuganginum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Staðan breytist mjög hratt og oft á klukkutíma fresti. Ég mun setja inn nýjar upplýsingar þegar ég get og eins hratt og mér er mögulegt að gera.

Uppfærsla á stöðunni í eldgosinu í Litla-Hrúti þann 11. Júlí klukkan 18:29

Þetta er stutt grein þar sem eldgosið er að mestu leiti stöðugt þegar þessi grein er skrifuð. Staðan getur þó breyst án fyrirvara á þessu svæði.

  • Eldgosið hefur breyst á síðustu klukkutímum. Eldgosið er núna að virðist vera bara í einum gíg. Þetta er staðan þegar þessi grein er skrifuð.
  • Það er núna kvikuinnskot sem liggur 1 km undir Keili og hefur stefnuna norð-austur. Þetta er hugsanlega nýtt kvikuinnskot og tengist ekki því kvikuinnskoti sem er núna að gjósa. Það er hugsanlegt að þetta kvikuinnskot komi af stað öðru eldgosi á þessu svæði. Á þessari stundu er ekki hægt að vera viss um hvað gerist.
  • Eldgosið hefur komið af stað miklum gróðureldum á svæðinu í kringum Litla-Hrút. Það er mjög eitrað reykský sem kemur frá þessum gróðureldum.
  • Það er mjög áhugavert að það hefur aðeins dregið úr jarðskjálftavirkni en jarðskjálftavirknin hefur ekki stöðvast eins og gerðist í fyrra eldgosinu. Það er hugsanlegt að þessi jarðskjálftavirkni tengist kvikuinnskotinu sem liggur undir Keilir.
  • Í gær (10. Júlí 2023) þá var mesta lengd gossprungunnar um 1500 metrar eða 1,5 km. Síðan þá hefur eldgosið minnkað og er núna og er komið í einn gíg sem er 50 til 100 metra langur.
Appelsínugult svæði sem markar hættusvæði milli Keili og Merdalir, þar sem eldgosið er. Tvær bláar línur sýna kvikuganginn og síðan rauð lína sem sýnir gossprunguna. Fljólublátt svæði sýnir hraunið frá því árið 2021 og 2022.
Hættusvæðiskort frá Veðurstofu Íslands og öðrum. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands og annara.

Það er ekki hægt að segja til um það hversu lengi þetta eldgos mun vara. Þar sem kvikuinnskot eru lélegir kvikugeymar og endast oftast mjög stutt þegar þeir fara að gjósa ef það er ekki stöðugt innflæði af kviku upp úr möttlinum. Það er of snemmt að segja til um það núna hvað gerist. Ég hef einnig tekið eftir því að þegar eldgos endar þarna á einhverju svæði, þá gýs þar ekkert aftur um alla framtíð. Það þýðir að þarna er líklega eingangs eldgosagígaraðir (Monogenetic volcanic field) (Wikipedia). Samkvæmt tilkynningu þá þarf ISOR að færa jarðskjálftamælinn FAF (Fagradalsfjall), þar sem hraunið var að fara að flæða yfir þann mæli. Hægt er að lesa tilkynninguna hérna á Facebook síðu ISOR.

Þar sem svona eldgos eru yfirleitt án mikilla frétta eða atburða þá ætla ég aðeins að uppfæra stöðuna þegar það eru fréttir eða ef eitthvað gerist í eldgosinu eða á svæðinu í kringum Litla-Hrút.

Hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl (Mýrdalsjökull / eldstöðin Katla)

Það var sagt frá því í fréttum í dag (14. Apríl 2023) að það væri hættulegt magn af Brennisteinsvetni við Múlakvísl sem kemur frá Mýrdalsjökli, sem er beint ofan á eldstöðinni Kötlu. Ferðamenn eru beðnir um að fara varlega á svæðinu. Leiðni er ekki óvenju há í Múlakvísl en Veðurstofan reiknar með því að muni breytast á næstu klukkutímum.

Jarðskjálftavirkni í eldstöðinni Kötlu er eðlileg þessa stundina en það gæti breyst án nokkurar viðvörunnar ef það tengist þessum breytingum á gasinu með einhverjum hætti. Magn gass í Múlakvísl fór að breytast snemma morguns þann 13. Apríl 2023 samkvæmt Veðurstofu Íslands.

Eldgosið í Meradölum endar á næstu dögum

Í dag (19-Ágúst-2022), þá hefur ekki sést neitt hraunflæði koma frá gígnum í Meradölum í Fagradalsfjalli samkvæmt sérfræðingum hjá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands sem eru að fylgjast með eldgosinu og þetta hefur einnig sést á vefmyndavélum sem fylgjast með eldgosinu. Hraunslettur hafa sést koma upp úr gígnum, þannig að eldgosinu er ekki lokið ennþá. Gosórinn hefur einnig verið að minnka síðan í gær (18-Ágúst-2022) og hefur haldið áfram að lækka í dag.

Hvenær eldgosinu líkur er erfitt að segja en það verður líklega á næstu dögum.

Styrkir

Þar sem ég er rosalega blankur núna í Ágúst. Þá getur fólk styrkt mína vinnu með því að millifæra inná mig með þessum hérna bankaupplýsingum. Allir styrkir hjálpa mér. Takk fyrir. 🙂

Nafn: Jón Frímann Jónsson
Kennitala: 1607804369
Banki: 0123-15-037975
Banki: Landsbankinn

Vaxandi púls virkni í eldgosinu boðar endalok eldgossins

Í fréttum Rúv var það nefnt að púls virknin er vaxandi í eldgosinu í Meradölum. Þetta bendir sterklega til þess að eldgosinu sé að fara að ljúka. Þetta veldur því að hrauni er þeytt hátt í loft upp.

Þetta er sama munstur og kom fram í eldgosinu í fyrra í Geldingadölum. Þá tók það talsverðan tíma fyrir eldgosið að enda og það gæti einnig gerst núna.

Það eru ekki neinar aðrar fréttir af eldgosinu. Það eru áhugaverðir atburðir að gerast út á hrauninu en nýja hraunið er fari að valda því að hraun frá því í fyrra sem situr í hraunbreiðunni sem er þarna er farið að kreistast út vegna þunga nýja hraunsins á jöðrunum. Þar sem það er ennþá fljótandi hraun í hraunbreiðunni sem er þarna og verður í marga áratugi.

Styrkir

Þar sem ég er mjög blankur í Ágúst. Þá er hægt að styrkja mig með því að leggja inn á mig beint eða nota PayPal takkann hérna til hliðar. Upplýsingar fyrir bankamillifærslu er að finna hérna.

Breyting á óróanum í eldgosinu í Meradölum

Í morgun (13-Ágúst-2022) klukkan 06:30 til 08:00 þá minnkaði óróinn í eldgosinu í Meradölum mjög hratt áður en óróinn fór að aukast aftur. Hvað gerðist er óljóst en það hafa ekki ennþá opnast nýjar sprungur eða aðrar breytingar orðið á eldgosinu ennþá. Óróinn er hinsvegar mjög óstöðugur að sjá þessa stundina.

Óróinn við Fagradalsfjall á 0.5 - 1Hz, 1 - 2Hz og 2 - 4Hz. Litir óróans eru grænn (1 - 2Hz), blár (2 - 4Hz), fjólublár (0.5 - 1Hz)
Óróinn við Fagradalsfjall. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Það er möguleiki að ný sprunga sé að fara að opnast, það getur gerst bæði norðan við og sunnan við núverandi eldgos. Það er einnig möguleiki að nýjar sprungur opnist sitt hvorum megin við núverandi eldgos. Þetta byggir á því hvaða leið kvikan er fær um að fara í þessu eldgosi. Það er mjög óljóst hvað mun gerast og hvenær það gerist. Hvar næsti hluti af þessu eldgosi verður skiptir miklu máli með hugsanlegt tjón á vegum, sérstaklega ef kvika fer að renna yfir mikilvæga vegi á Reykjanesskaga.

Styrkir

Ég minni fólk á að styrkja mína vinnu ef það getur og vill. Það er hægt að fá upplýsingar um það hvernig er hægt að styrkja mig á síðunni styrkir eða nota PayPal hérna til hliðar. Millifærsla innan Íslands er alltaf öruggari og hraði heldur en notkun á PayPal. Ég þakka fyrir allan stuðning, það léttir mér lífið. 🙂

Staðan í eldgosinu í Fagradalsfjalli í Meradölum þann 12-Ágúst-2022

Þetta er stutt grein um stöðuna um eldgosið í Fagradalsfjalli í Meradölum. Það er yfirleitt ekki mikið um fréttir í svona hrauneldgosum eftir því sem líður á.

  • Hraunflæði er núna í kringum 15m3/sek samkvæmt síðustu fréttum. Þetta er meira en þegar eldgosið í Geldingadölum á síðasta ári var í gangi.
  • Eldgosið virðist hafa fyllt upp dalinn sem það byrjaði í. Dýpt hraunsins virðist vera í kringum 10 til 30 metrar eftir staðsetningum.
  • Það hefur myndast gígur að einhverju leiti. Hrauntjörnin sem er þarna að hluta til hefur komið í veg fyrir að fullur gígur hafi myndast eins og er. Þetta gæti breyst eftir því sem líður á eldgosið.
  • Hraunflæði er bæði í norður og suðurátt. Hraunið sem flæðir í norður fer í lítinn dal sem er þar og hefur væntanlega fyllt þann dal upp alveg núna. Þetta er lengri leið fyrir hraunflæðið.
  • Það er hætta á því að vegur 427 (Suðurstrandavegur) lokist ef að hraunflæðið nær þangað eftir nokkrar vikur.
  • Það hafa komið fram jarðskjálftahrinur af litlum jarðskjálftum við eldgosið, kvikuganginn og nágrenni. Ástæðan fyrir þessu er óljós.
  • Ég hef séð mikla kviku koma upp úr gígnum í kvikustrókum síðustu klukkutíma á vefmyndavélum. Þetta er ennþá óstaðfest en ég hef séð þetta á vefmyndavélum.

Ég held að þetta sé allt saman. Ég reikna með að næsta uppfærsla verði þann 19-Ágúst 2022. Ef eitthvað mikið gerist, þá mun ég setja inn uppfærslu fyrr.