Jarðskjálfti milli Bárðarbungu og Grímsfjalls

Í dag (05-Júlí-2016) varð jarðskjálfti með stærðina 3,4 á milli Bárðarbungu og Grímsfjalls.

160705_1515
Græna stjarnan sýnir jarðskjálftann milli Bárðarbungu og Grímsfjalls. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi jarðskjálfti bendir til þess að flækjur séu á leiðinni milli þessara tveggja eldstöðva. Spurningin er hinsvegar hvort að Bárðarbunga og Grímsfjall muni hafa áhrif á hvora aðra á næstunni. Þar sem báðar þessar eldstöðvar eru að undirbúa eldgos. [Hugleiðingar!] Allt það sem ég fæ frá mínum hugsunar módelum eru óljós svör um það sem gæti hugsanlega gert (þar sem ég hef ekki þekkinguna eða tölvuaflið til þess að skrifa þetta niður í tölvuforrit ennþá) er óvissa. Í versta tilfelli þá mun kvikuinnskot frá Bárðarbungu koma inn í Grímsfjall og valda þannig eldgosi. Hinn möguleikinn er sá að kvikuinnskot frá Grímsfjalli fer í Bárðarbungu og veldur þannig eldgosi (athuga: Slíkt gæti valdið frekar stóru og miklu eldgosi sem gæti valdið miklum skaða). Það er einnig möguleiki á því að ekkert meira en jarðskjálftar eigi sér stað. Hinsvegar bendir jarðskjálftavirknin á þessu svæði að engin slík heppni sé til staðar núna á þessu svæði. Hvenær og hvort að þetta mun gerast er ekki hægt að segja til um með neinum hætti. Það eina sem hægt er að gera að vakta þessar eldstöðvar dag og nótt.[/Hugleiðingar!]

Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu og Grímsfjalli

Í gær (17-Mars-2016) varð jarðskjálftavirkni í Bárðarbungu. Um er að ræða vikulega virkni í Bárðarbungu sem þarna átti sér stað og hefur þessi virkni verið í gagni síðan í September 2015. Þessi jarðskjálftavirkni bendir til þess að kvika sé aftur farinn að flæða inn í kvikuhólf Bárðarbungu. Það erfitt að vita nákvæmlega hversu hratt þetta er að gerast núna. Kvikusöfnunin sem hófst áður en eldgosið í Holuhrauni 2014 átti sér stað hófst í kringum árið 1970.

160318_0000
Jarðskjálftavirknin í Bárðarbungu og Grímsfjalli. Höfundarréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Stærsti jarðskjálftinn í þessari hrinu var með stærðina 3,4 og annar stærsti jarðskjálftinn var með stærðina 2,8. Aðrir jarðskjálftar sem áttu sér stað voru minni að stærð. Það er einnig áhugavert að hluti jarðskjálftana raðaði sér á norður-suður línu í austur hluta öskjunnar. Það er í fyrsta skipti sem það gerist, þarna hefur því annað hvort myndast nýr veikleiki í öskjunni eða eitthvað annað er að gerast þarna. Þarna er jökulinn í kringum 300 til 500 metra þykkur og eldgos á þessum stað yrði einstaklega slæmt. Jökulflóð í kjölfar eldgoss á þessu svæði færu niður Jökulsá á fjöllum. Hugsanlegt er einnig að eitthvað jökulvatn færi aðra leið, það ræðst þó að landslagi undir jökli og ég hef ekki þær upplýsingar.

Grímsfjall

Það eru fimm ár síðan það gaus síðast í Grímsfjalli. Jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast hægt og rólega í Grímsfjalli undanfarið ár. Þetta þýðir þó ekki að eldgos sé yfirvofandi í Grímsfjalli. Hinsvegar verða eldgos í Grímsfjalli án mikils fyrirvara. Venjulega verða eldgos í Grísmfjalli að meðaltali á 3 til 5 ára fresti (stundum er styttra eða lengra á milli þeirra).

Jarðskjálftamælirinn á Böðvarshólum

Vegna slæms 3G sambands þá er hugsanlegt að ég þurfi að slökkva á jarðskjálftamælinum í Böðvarshólum. Þar sem 3G merkið er það slæmt að það veldur truflunum á mælingunni hjá mér og gerir jafnvel mæligögn léleg eða ónýt vegna þessara truflana sem leka inn í jarðskjálftamælinn frá 3G búnaðinum sem ég er að nota (vegna slæms 3G merkis). Ég ætla að gera tilraun til þess að laga þetta áður en ég flyt aftur til Danmerkur en ef það tekst ekki, þá mun ég slökkva á jarðskjálftamælinum áður en flyt til Danmerkur á ný. Þar sem ég get ekki verið með jarðskjálftamælinn þegar fjarskiptin eru svona léleg eins og raunin er.

Ný rannsókn sýnir að öskuskýið í eldgosum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum var stærra en talið var

Samkvæmt frétt Rúv í dag þá hefur komið í ljós í nýlegri rannsókn að umfang öskuskýjanna frá Eyjafjallajökli (2010) og Grímsvötnum (2011) var stórlega vanmetið á sínum tíma. Einnig var vanmetin kornastærðin í þessum öskjuskýjum. Þetta vanmat stafaði frá gervihnattamyndum sem gáfu ekki alveg rétta mynd af stöðu mála. Sú ákvörðun um að loka lofthelginni var því rétt samkvæmt fréttinni.

Frétt Rúv

Viðbrögðin voru hárrétt (Rúv.is, hljóð)

Lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum

Í dag (11-Maí-2015) hófst lítið jökulhlaup frá Grímsvötnum. Þetta jökulhlaup er ekki hættulegt. Það sem er þó hættulegt við það eru þær gastegundir sem losna núna útí loftið. Þessar gastegundir eru hættulegar ef fólk fer of nálægt jökulánni Gígukvísl, sérstaklega þar sem flóðið kemur undan jökli. Hættan er sú að fólk skaði í sér augun og lungun vegna brennisteinssambanda í loftinu sem fylgja þessu flóði auk annara tegunda af gasi.

grf.svd.11.05.2015.at.20.47.utc
Óróinn í Grímsvötnum þessa stundina. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þessi aukni órói í Grímsvötnum á líklega uppruna sinn í háhitasvæðum undir jöklinum sem sjóða núna þegar þrýstingurinn fellur skyndilega af þeim. Auk óróans frá hlaupinu sjálfu. Það er ekkert sem bendir til þess núna að eldgos sé að fara að hefjast í Grímsvötnum á þessari stundu.

Fréttir af jökulhlaupinu

Lítið hlaup í Gígjukvísl (Rúv.is)

Nýtt kvikuinnskot í Kötlu

Í gær (01-Maí-2015) átti sér stað lítið kvikuinnskot í eldstöðinni Kötlu. Þetta kvikuinnskot hafði dýpið 26,9 km til 18,5 km. Stærstu jarðskjálftarnir sem fylgdu þessi kvikuinnskoti höfðu stærðina 2,0.

150501_1820
Jarðskjálftahrinan í Kötlu. Höfundaréttur að þessari mynd tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þetta kvikuinnskot þýðir ekki að eldgos sé yfirvofandi í Kötlu. Hinsvegar miðað við fyrri hegðun eldfjallsins þá er ljóst að þetta er þróun í Kötlu sem þarf að fylgjast með. Það er möguleiki á því að þessi virkni hætti en það er engin leið til þess að vita það fyrir víst. Það eina sem hægt er að gera er að bíða og sjá hvað gerist.

Athugun með Grímsvötn

Ég hef tekið eftir því að jarðskjálftavirkni hefur verið að aukast undanfarið í Grímsvötnum. Það bendir til þess að eldstöðin sé að verða tilbúin fyrir næsta eldgos. Síðustu eldgos í Grímsvötnum voru árin 2011, 2004, 1998 …osfrv. Það er ekki hægt að vita hvenær eða hversu stórt næsta eldgos verður í Grímsvötnum.

Jarðskjálftar í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum

Í dag (3-Júní-2014) hefur verið mikið um smáskjálfta í Þórðarhyrnu, Bárðarbungu og Kverkfjöllum. Þessi smáskjálftavirkni er eðlileg og það er ekkert sérstakt að fara að gerast í þessum eldfjöllum sýnist mér.

140603_1615
Jarðskjálftavirknin í Vatnajökli í dag. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Þórðarhyrna

Þórðarhyrna (engar upplýsingar um eldstöðina er að finna á internetinu. Hjá GVP er eldstöðin undir Grímsvötnum) hefur verið að hafa áhugaverða jarðskjálftavirkni undanfarna daga. Þessi jarðskjálftavirkni gæti hafa verið lengur í gangi án þess að nokkur yrði hennar var. Ástæðan fyrir því að þessi jarðskjálftavirkni er áhugaverð er sú staðreynd að þarna verða ekki oft jarðskjálftar. Síðasta eldgos í Þórðarhyrnu átti sér stað árið 1902 og var í tengslum við eldgos í Grímsfjalli, þar sem oft gýs á sama tíma í Þórðarhyrnu og Grímsfjalli.

Bárðarbunga

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur verið í Bárðarbungu. Þessi jarðskjálftavirkni hefur verið á svæði þar sem kvikuinnskot átti sér stað fyrir nokkru síðan. Eins og stendur er þetta bara minniháttar jarðskjálftavirkni sem ekki er þörf á að hafa áhyggjur af.

Kverkfjöll

Minniháttar jarðskjálftavirkni hefur átt sér stað í Kverkfjöllum núna í dag. Venjulega eru ekki jarðskjálftar í Kverkfjöllum, hinsvegar hefur jarðskjálftavirkni verið að aukast undanfarna mánuði og er þessi jarðskjálftavirkni í dag hluti af því ferli. Það er hinsvegar ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara að hefjast í Kverkfjöllum eins og staðan er í dag. Í dag er allt rólegt þrátt og líklegt að það verði mjög rólegt í langan tíma í viðbót í Kverkfjöllum. Síðasta eldgos í Kverkfjöllum var árið 1968 samkvæmt GVP gögnum.

Styrkir: Ef fólk kaupir af Amazon í gegnum auglýsinganar hérna þá styrkir það mína vinnu. Ég fæ 5 til 10% af hverri seldri vöru í tekjur þegar fólk kaupir í gegnum auglýsinganar hérna. Þeir sem vilja styrkja mig beint er þá eru upplýsingar um hvernig er hægt að gera það að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Jarðskjálftar í Grímsfjalli (Grímsvötnum)

Í gær (27-Mars-2014) varð jarðskjálftahrina í Grímsfjalli. Þessi jarðskjálftahrina tengist jökulflóði sem á sér núna stað úr Grímsvötnum. Þetta jökulflóð er minniháttar samkvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta flóð úr Grímsvötnum er álíka stórt og jökulflóð sem átti sér stað úr Grímsvötnum í Nóvember árið 2012.

140327_2100
Jarðskjálftahrinan í Grímsfjalli þann 27-Mars-2014. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Órói hefur einnig verið að aukast í Grímsvötnu undanfarna klukkutíma og er helsta hugmyndin sú að þessi órói sé tengdur jökulflóðinu úr Grímsvötnum. Þetta er hátíðini órói sem er að koma fram og hefur hann verið að aukast síðustu klukkutíma. Hugmyndin að þessi órói sé vegna jökulflóðsins er hinsvegar óstaðfest eins og er.

grf.svd.27.03.2014.21.13.utc
Óróinn í Grímsfjalli klukkkan 21:13 þann 27-Mars-2014. Óróinn byrjar við enda þessa myndar (sjá daga). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

grf.svd.27.03.2014.22.55.utc
Óróinn klukkan 22:55 þann 27-Mars-2014. Eins og smá sjá á þessari mynd þá er óróinn að aukast (bláa línan er hátíðni órói). Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Eins og stendur þá er ekkert sem bendir til þess að eldgos sé að fara hefjast í Grímsfjalli. Það gæti þó breyst með mjög skömmmum fyrirvara. Þar sem Grímsfjall er mjög virk eldstöð og óútreikanleg sem slík. Ef eldgos hefst eða er að fara hefjast þá mun jarðskjálftavirknin aukast í Grímsfjalli eins og gerðist áður en eldgosið 2011 átti sér stað. Hægt er að fylgjast betur með Grímsfjalli hérna og einnig öðrum eldstöðvum í Vatnajökli.

Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Gímsfjalli

Frá 20-Janúar-2014 hefur aukin leiðni verið að mælast í Skeiðará. Ástæður þess að aukin leiðni er að mælast í Skeiðará er vegna jarðhitavatns frá Grímsfjalli. Vatnsmagn hefur einnig verið að aukast í Skeiðará á sama tíma og leiðni hefur verið að aukast.

gigjukvisl.svd.14.03.2014.vedur.is
Aukin leiðni í Skeiðará vegna vatns frá Grímsfjalli frá 20-Janúar-2014. Myndin er fengin af Facebook vefsíðu Veðurstofu Íslands. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Leiðni mælist núna 416 µS/cm samkvæmt Veðurstofu Íslands og þykir það mjög hátt gildi fyrir Skeiðará. Þetta vatn fer í gegnum nokkur vötn á leiðinni til Gígukvíslur og áður en það kemur að mælinum. Því er líklegt að leiðni sé ennþá meiri við upptök Skeiðará við Vatnajökul. Engin sérstök jarðskjálftavirkni eða órói hefur komið fram í kjölfarið á þessari auknu leiðni í Skeiðará. Það er hugsanlegt að ís-skjálftar eigi sér núna stað í Vatnajökli vegna þessa aukna rennslis. Ef það er raunin þá er hægt að fylgjast með því hérna. Það er mjög lítið vatn í Grímsvötnum síðan það gaus þar árið 2011 (umfjöllun um það eldgos er að finna hérna á ensku). Eins og stendur er ekki búist við frekari virkni í Grímsfjöllum.

Styrkir: Ég hvet fólk endilega til þess að styrkja þessa vefsíðu og mína vinnu. Hægt er að styrkja mig með því að nota Paypal takkan eða leggja beint inn á mig samkvæmt upplýsingum sem er að finna hérna. Takk fyrir stuðninginn.

Tíðni eldgosa á Íslandi

Því er oft haldið fram að eldgos verði á Íslandi á 3 til 5 ára fresti. Samkvæmt þessari trú ætti næsta eldgos að eiga sér stað árið 2014 til 2016. Raunveruleikinn er hinsvegar mun flóknari en almennt er haldið varðandi eldgos á Íslandi. Eldgos eru mjög algeng á Íslandi, það er hinsvegar ekki það sama og að segja að eldgos eigi sér stað með reglulegu millibili. Lengsta hlé á eldgosum var 7 ár síðan almennileg skráning hófst á tíðni eldgosa á Íslandi. Það var þegar Krafla gaus árið 1984 og síðan Hekla árið 1991. Síðan eru það styttri tímabil milli eldgosa, eins og átti sér stað árið 2010 og árið 2011 þegar það gaus í Eyjafjallajöki, Kötlu og Grímsfjalli með nokkura mánaða millibili. Á þessu tímabili urðu tvö stór eldgos (Eyjafjallajökull og Grímsfjall) og síðan tvö lítil eldgos sem þarna áttu sér stað (~10 tímar í Kötlu og ~16 tímar í Harminum). Eldgosið í Grímsfjalli var það stærsta í 140 ár hið minnsta. Síðan varð gufusprenging í Kverkfjöllum núna í Ágúst-2013 (umfjöllum það er að finna hérna og hérna).

Það er ekki óalgengt að nokkur eldgos sé í gangi á Íslandi á sama tíma, þá á sama tíma eða yfir nokkura mánaða tímabil. Það hefur gerst áður í sögu Íslands og mun gerast aftur. Það er einnig algengt að löng hlé séu á eldgosum sem vara í nokkur ár hið minnsta. Eins og stendur er mjög rólegt á Íslandi en sagan sýnir að það er ekki alltaf þannig. Fyrir nánari upplýsingar um sögu eldgosa á Íslandi þá mæli ég með þessum hérna blogg pósti (jonfr.com, á ensku) og einnig þetta hérna (á ensku) yfirlit frá Veðurstofu Íslands.

Jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum

Í gær (04-September-2013) áttu sér stað nokkrir jarðskjálftar í nokkrum eldstöðvum sem eru staðsettir í Vatnajökli. Allir þessir jarðskjálftar voru minni en 3.0 að stærð.

Kverkfjöll

Mjög djúpir jarðskjálftar áttu sér stað í Kverkfjöllum í gær. Dýpstu jarðskjálftanir voru á 31 km dýpi og 24 km dýpi. Þessi djúpa jarðskjálftavirkni tengist líklega kvikuhreyfingum innan eldstöðvarkerfis Kverkfjalla.

Grímsfjall

Einn jarðskjálfti mældist í Grímsfjalli í gær. Þessi jarðskjálfti var líklega ísskjálfti frekar en hefðbundinn jarðskjálfti.

Öræfajökull volcano

Tveir jarðskjálftar áttu sér stað í Öræfajökli í gær. Dýpi þessara jarðskjálfta var 4 til 5 km. Jarðskjálftar eru ekki mjög algengir í Öræfajökli svo að ég er ekki viss afhverju þessi aukning hefur átt sér stað. Jarðskjálftamælum hefur verið fjölgað á svæðinu og gæti það útskýrt hluta af þessari aukningu sem er að sjást núna í mældum jarðskjálftum. Fleiri jarðskjálftamælar þýða að smærri jarðskjálftar mælast núna í dag en áður.

Esjufjöll

Í gær voru þrír jarðskjálftar í Esjufjöllum. Þriðji jarðskjálftinn gæti verið ísskjálfti. Ég er ekki viss um hvort að þetta er raunverulegur jarðskjálfti eða ekki. Venjulega er ekki jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum en fyrir nokkrum árum hófst jarðskjálftavirkni í Esjufjöllum með jarðskjálftum sem voru með stærðina 2.5 til 3.0, þannig að eitthvað er að gerast í Esjufjöllum þó svo að ég sé ekki viss um hvað það er.

130904_2225
Jarðskjálftavirkni í Kverkfjöllum, Grímsfjall, Öræfajökli og Esjufjöllum. Höfundaréttur þessar myndar tilheyrir Veðurstofu Íslands.

Ég reikna ekki með því að stórir atburðir muni eiga sér stað í Vatnajökli á þessari stundu. Þar sem að núverandi tímabil rólegheita virðist vera ennþá í gangi á Íslandi.